Morgunblaðið - 05.10.2019, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.10.2019, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 2019 Fjallað verður um skráningarvinnu í tengslum við fornleifar á Þingvöll- um á málþingi sem verður í dag á gestastofu þjóðgarðsins á Hakinu. Þar verður sagt frá notkun nýrrar tækni við vinnslu á útlínum búða- tófta. Einnig verður rætt um hvern- ig notkun landupplýsingakerfa og vefsjáa nýtist til miðlunar upplýs- inga. Í lok þingsins fer fram form- leg afhending örnefnaskráningar þjóðgarðsins til Landmælinga Ís- lands og svo opnun nýrrar vefsjár þjóðgarðsins. Málþingið hefst klukkan 13 og eftir opnunarávarp Einars Á.E. Sæ- mundsen þjóðgarðsvarðar flytja er- indi Margrét Hrönn Hallmundar- dóttir, Gunnar Grímsson og Kevin Martin og Oddgeir Isaksen forn- leifafræðingar. Farið hefur verið yfir helstu mannvistarsvæði á Þingvöllum og þau skráð. Í þinghelginni hafa t.d. komið í ljós fleiri minjar en áður hafa verið skráðar. Meðal annars hefur fengist staðfest að 30 metra löng rúst, ásamt fleiri húsum, er á Miðmundartúni sunnan við Þing- vallabæinn. Af öðrum minjum sem skráðar hafa verið eru leifar af fleiri þingbúðum, fundur fornlegra minja á Spönginni og búið er að kortleggja herstöð úr seinni heims- styrjöldinni á Hakinu. Í skráning- arvinnu hefur athygli einnig verið beint að Þingvallavatni og mögu- legum fornleifum neðanvatns. Nokkrar minjar hafa verið skráðar undir vatnsyfirborði og komið hafa vísbendingar um ýmsar óþekktar minjar í Öxará. sbs@mbl.is Málþing um fornleifar Morgunblaðið/Sigurður Bogi Þingvellir Staður stórbrotinnar náttúru og ýmissa nýrra uppgötvana. Börn Árna Böðvarssonar málfræð- ings og Bjarna Vilhjálmssonar þjóð- skjalavarðar hafa fært íslensku þjóðinni að gjöf höfundarrétt að menningararfinum í útgáfu þeirra Árna og Bjarna á Þjóðsögum Jóns Árnasonar. Frú Vigdís Finnboga- dóttir, fyrrverandi forseti Íslands, tók við gjafabréfinu sem fulltrúi þjóðarinnar við athöfn á heimili Vil- hjálms Bjarnasonar, sonar Bjarna, hinn 14. september sl. Þar voru börn þeirra Árna og Bjarna saman- komin. Þjóðsögur Jóns Árnasonar voru gefnar út í sex bindum á árunum 1954-1961. Árni og Bjarni bjuggu þjóðsögunum búning og gerðu nafnaskrá sem fylgir þjóðsagna- safninu. Í gjafabréfinu kemur m.a. fram að þeir Árni Böðvarsson og Bjarni Vilhjálmsson eigi eftir sem áður sæmdarrétt að útgáfunni. Þeir unnu að verkinu á árunum 1951-1961. Flest þau sem færðu þjóðinni gjöf- ina áttu nokkurn hlut að máli með prófarkalestri. „Útgáfan á Þjóðsögum Jóns Árnasonar var stolt og heiður Árna og Bjarna, ásamt öðrum og fjöl- breyttum verkum þeirra. Þess er óskað að Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn, Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi og aðr- ar þær stofnanir, sem munu varð- veita og vinna úr þessum menning- ararfi, njóti stuðnings til að menningararfurinn varðveitist í hug íslensku þjóðarinnar,“ segir enn fremur í gjafabréfinu. gudni@mbl.is Gáfu þjóðinni höfundarrétt 200 ár Þess er minnst að Jón Árnason þjóðsagnasafnari fæddist árið 1819.  Sex bindi af Þjóðsögum Jóns Árnasonar Á stjórnarskiptafundi hjá Kiwanisklúbbnum Elliða mánudagskvöldið 30. september afhenti klúbburinn Alz- heimersamtökunum og Parkinsonsamtökunum styrki upp á 500.000 krónur til hvors félags. Framkvæmda- stjóri Alzheimersamtakanna, Vilborg Gunnarsdóttir, og varaformaður Parkinsonsamtakanna, Ágústa Andersen, veittu styrkjunum móttöku. Á myndinni eru frá vinstri Sveinn Heiðar Gunnarsson fráfarandi forseti Elliða, Ágústa Andersen, varaformaður Parkinsonsamtakanna, Vilborg Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Alzheim- ersamtakanna, og Lúðvík Leósson, kjörforseti Elliða og fráfarandi formaður styrktarnefndar klúbbsins. Styrktu Alzheimer- og Parkinsonsamtökin fyrir heimilið Sendum um land allt Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is Fallegar vörur Stóll á snúningsfæti í ítölsku nautsleðri 75 cm á breidd Verð frá 120.000 kr. Hafáherslur í formennskum Íslands í Norðurskautsráðinu, Norrænu ráðherranefndinni og samstarfi utanríkisráðherra Norðurlanda og Eystrasaltsríkja Norræna húsinu, mánudaginn 7. október 2019 kl. 10.00 – 12.30 Dagskrá: Kl. 10:00 – 10:10 Afmælisávarp Björg Thorarensen, prófessor, stjórnarformaður Hafréttarstofnunar Kl. 10:10 – 10:30 Formennskuáætlun Norðurskautsráðsins og málefni hafsins Einar Gunnarsson, sendiherra, formaður embættismannanefndar Norðurskautsráðsins Kl. 10:30 – 10:45 Hafið í formennsku Íslands í Norrænu ráðherra- nefndinni og samstarfi utanríkisráðherra Norðurlanda og Eystrasaltsríkja Geir Oddsson, sérfræðingur á Norðurlandadeild utanríkisráðuneytisins Kl. 10:45 – 11:00 Bláa hagkerfið Berta Daníelsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenska sjávarklasans Kl. 11:00 – 11:15 Aðgerðir gegn plastmengun í norðurhöfum Magnús Jóhannesson, sérlegur ráðgjafi í norðurskautsmálum í utanríkisráðuneytinu Kl. 11:15 – 11:30 Sóknarfæri til orkuskipta í höfnum Sigríður Ragna Sverrisdóttir, verkefnastjóri, Klappir Grænar Lausnir Kl. 11:30 – 11:45 Pólkóðinn og öryggi í siglingum á norðurslóðum Sverrir Konráðsson, fagstjóri í siglingamálum á Samgöngustofu Að loknum umræðum og fyrirspurnum verður boðið upp á léttar veitingar. Málstofustjóri: Tómas H. Heiðar, forstöðumaður Hafréttarstofnunar Hafið bláa hafið Málstofa í tilefni af 20 ára afmæli Hafréttarstofnunar Íslands Allt um sjávarútveg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.