Morgunblaðið - 05.10.2019, Síða 20

Morgunblaðið - 05.10.2019, Síða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 2019 Fjallað verður um skráningarvinnu í tengslum við fornleifar á Þingvöll- um á málþingi sem verður í dag á gestastofu þjóðgarðsins á Hakinu. Þar verður sagt frá notkun nýrrar tækni við vinnslu á útlínum búða- tófta. Einnig verður rætt um hvern- ig notkun landupplýsingakerfa og vefsjáa nýtist til miðlunar upplýs- inga. Í lok þingsins fer fram form- leg afhending örnefnaskráningar þjóðgarðsins til Landmælinga Ís- lands og svo opnun nýrrar vefsjár þjóðgarðsins. Málþingið hefst klukkan 13 og eftir opnunarávarp Einars Á.E. Sæ- mundsen þjóðgarðsvarðar flytja er- indi Margrét Hrönn Hallmundar- dóttir, Gunnar Grímsson og Kevin Martin og Oddgeir Isaksen forn- leifafræðingar. Farið hefur verið yfir helstu mannvistarsvæði á Þingvöllum og þau skráð. Í þinghelginni hafa t.d. komið í ljós fleiri minjar en áður hafa verið skráðar. Meðal annars hefur fengist staðfest að 30 metra löng rúst, ásamt fleiri húsum, er á Miðmundartúni sunnan við Þing- vallabæinn. Af öðrum minjum sem skráðar hafa verið eru leifar af fleiri þingbúðum, fundur fornlegra minja á Spönginni og búið er að kortleggja herstöð úr seinni heims- styrjöldinni á Hakinu. Í skráning- arvinnu hefur athygli einnig verið beint að Þingvallavatni og mögu- legum fornleifum neðanvatns. Nokkrar minjar hafa verið skráðar undir vatnsyfirborði og komið hafa vísbendingar um ýmsar óþekktar minjar í Öxará. sbs@mbl.is Málþing um fornleifar Morgunblaðið/Sigurður Bogi Þingvellir Staður stórbrotinnar náttúru og ýmissa nýrra uppgötvana. Börn Árna Böðvarssonar málfræð- ings og Bjarna Vilhjálmssonar þjóð- skjalavarðar hafa fært íslensku þjóðinni að gjöf höfundarrétt að menningararfinum í útgáfu þeirra Árna og Bjarna á Þjóðsögum Jóns Árnasonar. Frú Vigdís Finnboga- dóttir, fyrrverandi forseti Íslands, tók við gjafabréfinu sem fulltrúi þjóðarinnar við athöfn á heimili Vil- hjálms Bjarnasonar, sonar Bjarna, hinn 14. september sl. Þar voru börn þeirra Árna og Bjarna saman- komin. Þjóðsögur Jóns Árnasonar voru gefnar út í sex bindum á árunum 1954-1961. Árni og Bjarni bjuggu þjóðsögunum búning og gerðu nafnaskrá sem fylgir þjóðsagna- safninu. Í gjafabréfinu kemur m.a. fram að þeir Árni Böðvarsson og Bjarni Vilhjálmsson eigi eftir sem áður sæmdarrétt að útgáfunni. Þeir unnu að verkinu á árunum 1951-1961. Flest þau sem færðu þjóðinni gjöf- ina áttu nokkurn hlut að máli með prófarkalestri. „Útgáfan á Þjóðsögum Jóns Árnasonar var stolt og heiður Árna og Bjarna, ásamt öðrum og fjöl- breyttum verkum þeirra. Þess er óskað að Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn, Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi og aðr- ar þær stofnanir, sem munu varð- veita og vinna úr þessum menning- ararfi, njóti stuðnings til að menningararfurinn varðveitist í hug íslensku þjóðarinnar,“ segir enn fremur í gjafabréfinu. gudni@mbl.is Gáfu þjóðinni höfundarrétt 200 ár Þess er minnst að Jón Árnason þjóðsagnasafnari fæddist árið 1819.  Sex bindi af Þjóðsögum Jóns Árnasonar Á stjórnarskiptafundi hjá Kiwanisklúbbnum Elliða mánudagskvöldið 30. september afhenti klúbburinn Alz- heimersamtökunum og Parkinsonsamtökunum styrki upp á 500.000 krónur til hvors félags. Framkvæmda- stjóri Alzheimersamtakanna, Vilborg Gunnarsdóttir, og varaformaður Parkinsonsamtakanna, Ágústa Andersen, veittu styrkjunum móttöku. Á myndinni eru frá vinstri Sveinn Heiðar Gunnarsson fráfarandi forseti Elliða, Ágústa Andersen, varaformaður Parkinsonsamtakanna, Vilborg Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Alzheim- ersamtakanna, og Lúðvík Leósson, kjörforseti Elliða og fráfarandi formaður styrktarnefndar klúbbsins. Styrktu Alzheimer- og Parkinsonsamtökin fyrir heimilið Sendum um land allt Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is Fallegar vörur Stóll á snúningsfæti í ítölsku nautsleðri 75 cm á breidd Verð frá 120.000 kr. Hafáherslur í formennskum Íslands í Norðurskautsráðinu, Norrænu ráðherranefndinni og samstarfi utanríkisráðherra Norðurlanda og Eystrasaltsríkja Norræna húsinu, mánudaginn 7. október 2019 kl. 10.00 – 12.30 Dagskrá: Kl. 10:00 – 10:10 Afmælisávarp Björg Thorarensen, prófessor, stjórnarformaður Hafréttarstofnunar Kl. 10:10 – 10:30 Formennskuáætlun Norðurskautsráðsins og málefni hafsins Einar Gunnarsson, sendiherra, formaður embættismannanefndar Norðurskautsráðsins Kl. 10:30 – 10:45 Hafið í formennsku Íslands í Norrænu ráðherra- nefndinni og samstarfi utanríkisráðherra Norðurlanda og Eystrasaltsríkja Geir Oddsson, sérfræðingur á Norðurlandadeild utanríkisráðuneytisins Kl. 10:45 – 11:00 Bláa hagkerfið Berta Daníelsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenska sjávarklasans Kl. 11:00 – 11:15 Aðgerðir gegn plastmengun í norðurhöfum Magnús Jóhannesson, sérlegur ráðgjafi í norðurskautsmálum í utanríkisráðuneytinu Kl. 11:15 – 11:30 Sóknarfæri til orkuskipta í höfnum Sigríður Ragna Sverrisdóttir, verkefnastjóri, Klappir Grænar Lausnir Kl. 11:30 – 11:45 Pólkóðinn og öryggi í siglingum á norðurslóðum Sverrir Konráðsson, fagstjóri í siglingamálum á Samgöngustofu Að loknum umræðum og fyrirspurnum verður boðið upp á léttar veitingar. Málstofustjóri: Tómas H. Heiðar, forstöðumaður Hafréttarstofnunar Hafið bláa hafið Málstofa í tilefni af 20 ára afmæli Hafréttarstofnunar Íslands Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.