Morgunblaðið - 05.10.2019, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.10.2019, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 2019 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Ágætlega lítur út með bókanir og aðsókn í norðurljósaferðir í vetur. Norðurljósin voru með öflugasta móti um síðustu helgi og dagana þar á undan og voru þá gerðir út fjölmennir leiðangrar austur á Þingvelli, að Stafnesi og í Ósa- botna á Reykjanesi, staði þar sem reynsla sýnir að vel sjáist til norð- urljósa. Fylgjast grannt með spám „Einmitt núna er virkni norður- ljósa lítil og svo verður fram undir næstu mánaðamót. Við fylgjumst grannt með norðurljósaspám Veð- urstofunnar og fleiri og högum ferðum sam- kvæmt því,“ seg- ir Haukur Júl- íusson hjá Kynnisferðum – Reykjavik Ex- cursions. Fyrstu norð- urljósaferðirnar á þessu hausti voru farnar um 25. ágúst og svo dagana þar á eft- ir. Bretar, Frakkar og Þjóðverjar voru áberandi meðal farþega þá. Fólk frá til dæmis Japan og Kína, verður svo meira áberandi í far- þegahópnum þegar líða tekur á veturinn. Í Austurlöndum fjær er trú fólks raunar sú að sjái elsk- endur til norðurljósa boði það gæfu og ávöxt ástar. Gifting og norðurljósferð er vinsæl tvenna. Þegar best lætur senda Kynn- isferðir út 5-10 rútur í norður- ljósaferðir og stundum fleiri. Flestir hafa farþegar á einu kvöldi verið um 1.300. Þá er lagt af stað frá Reykjavík snemma kvölds og komið aftur í bæinn um miðnæt- urbil. Í flestum tilvikum reynist líka norðurljós að sjá, enda hafa leiðsögumenn og leiðangursstjórar líka góða reynslu í því að finna stað þar sem norðurljósin sýna sig vel. Ýmsir fleiri gera út norðurljósa- leiðangra, svo sem smærri ferða- þjónustufyrirtæki sem gera út jeppa og bjóða upp á einkaferðir. Á þeirra vegum var meðal annars farið austur fyrir fjall og þótti sérstaklega áhrifaríkt að sjá til norðurljósa frá gömlu Þjórsár- brúnni. Meðal annars kom Hval- fjörðurinn sterkur inn. Breska stúlkan beygði af „Norðurljósaferðirnar eru skemmtilegar,“ segir Flosi Krist- jánsson leiðsögumaður. „Einstaka farþegar vænta meira en þeir sjá. Miklu fleiri eru þó heillaðir af dýrðinni. Ég man eftir leiðangri í fyrravetur þar sem við stóðum í næðingskulda á biksvörtu kvöldi austur á Bláskógaheiði þar sem norðurljósin bókstaflega áttu sviðið og allan himininn. Bresk stúlka sem þarna var með í för beygði af þegar hún sá dýrðina, en þetta var hennar fjórða tilraun til að sjá norðurljósin sem loksins tókst.“ Norðurljósin verða til þegar hraðfleygar rafeindir frá sól rek- ast á atóm og sameindir í loft- hjúpi jarðar, yfirleitt í um 100 km hæð, segir á Stjörnufræðivefnum. Algengustu litir norðurljósa eru gulgrænn, grænn og rauður sem súrefni gefur frá sé. Rauðleit og fjólublá litbrigði af völdum niturs sjást stundum. Þegar norðurljós eru dauf greinir augað enga liti og þá sýnast þau gráhvít. Ekki er þó alltaf auðvelt að sjá þessa virkni sólarinnar fyrir – þó að sólgos og kórónuskvettur hafi stundum fyrirboða. Norðurljósin eru sterkt aðdráttarafl  Skoðunarferðir á áætlun í allan vetur  Spáð er mikilli virkni á næturhimninum um næstu mán- aðamót  Þingvellir og Ósabotnar eru góðir útsýnisstaðir  Rafeindir frá sól rekast á atóm Ljósm/Skúli Már Gunnarsson Ljós Norðurljósin dönsuðu á næturhimni um sl. helgi og gamla Þjórsárbrúin var skemmtileg umgjörð sýningar. Flosi Kristjánsson Ráðstefna um tækifæri á sviði endurnýjanlegrar orku, jarðvarma, orkunýtni o.fl., í Póllandi, Rúmeníu og Króatíu, sem vinnur gegn hlýnun jarðar, á vegum Uppbyggingasjóðs EES Margir gestir frá opinberum aðilum, borgum og bæjum þessara landa mæta. Ráðstefnan verður á Grand hótel 23. október, kl. 9:00 – 14:00 Dagskrá 9:00 Ávarp – Utanríkisráðuneyti og Orkustofnun 9:15 Kynning á tækifærum í Póllandi, Rúmeníu og Króatíu 10:15 Kynning á fyrirtækjum á Íslandi 11.30 Viðræður um samstarf á milli fyrirtækja og landa 14:00 Fundarlok Þau fyrirtæki sem áhuga hafa á því að kynna sína starfsemi á fundinum, eru beðin að hafa samband við Orkustofnun, í síma 569 6000 eða með tölvupósti os@os.is - Skráning fyrir alla er á os.is Utanríkisráðuneytið Tjarnargata 4, 3. hæð | Sími 546 1100 | investis@investis.is | www.investis.is Fyrirtæki til sölu Ráðgjafar / eigendur Haukur Þór Hauksson, Rekstrarhagfræðingur, MBA Gsm. 8939855 Thomas Möller, Hagverkfræðingur, MBA Gsm. 8939370 •Öflugt fyrirtæki í eigin húsnæði sem flytur inn rekstrar- og fjárfestingarvörur fyrir lagera, verslanir og opinberar stofnanir. Jöfn og góð afkoma. • Sérhæft fyrirtæki sem vinnur aukaafurðir úr fiski og selur erlendis. Velta er um 700 mkr. og góð ebitda framlegð. • Sérhæfð gjafavöruverslun í miðborg Reykjavíkur sem hefur gengið mjög vel. Velta tæpar 100 mkr. •Áhugavert fyrirtæki sem sérhæfir sig í yfirborðsmeðferð á málmi og þjónar fjölda viðskiptavina. Stöðugur og góður rekstur. •Nokkur smáfyrirtæki í sérhæfðum rekstri eru í sölumeðferð hjá okkur. •Veitingarekstur í einum af stærstu golfvöllum landsins. Mjög góð aðstaða og tækjabúnaður til veitingareksturs og veisluþjónustu. Hagstætt verð. •Veitingarekstur í tveimur af helstu mathöllum Reykjavíkur. Stöðugur rekstur með frábæran búnað. • Leigusamningur og innréttingar veitingastaðar við höfnina í Reykjavík. •Áhugavert fyrirtæki í gistiþjónustu á Suðurlandi sem skilar góðum hagnaði. • Sérhæfð sælkeraverslun á Laugavegi með mikla sérstöðu. • Icelandic Fish & Chips í miðbæ Reykjavíkur. Góður rekstur með mikla mögu- leika. •Mjög arðbær verslun með ís og veitingar í Reykjanesbæ. Fyrirtæki er í eigin húsnæði. Stöðugur hagnaður, miklir möguleikar Fjöldi annarra viðskiptatækifæra eru í sölumeðferð hjá okkur. Hafið samband og leitið upplýsinga. Látið okkur vita ef fyrirtæki ykkar eru til sölu. Setjum upp fjárfestaskýrslur með verðmati sem er byggt á þekktum verðmatsaðferðum Sérsveit ríkislögreglustjóra réðst inn í bakhús í Síðumúla í Reykjavík um klukkan hálffjögur í gær og handtók þar tvo karlmenn. Báru sérsveitarmenn bæði skotvopn og hlífðarskildi í aðgerðinni, en til- kynnt var um skotvopn innandyra. Við nánari athugun reyndist það vera eftirlíking. „Það kom þarna sveit alvopnaðra lögreglumanna og réðst þarna inn. Svo heyrðust hljóð og læti og ein- hverjir hlupu þarna eitthvað í burtu og löggan á eftir þeim. Öllum nær- stöddum var nokkuð brugðið,“ seg- ir Kristján B. Jónasson, sem varð vitni að atburðarásinni, við mbl.is í gærkvöld. Tveir handteknir í aðgerð sérsveitar RLS Rúmlega sjötug kona hefur verið dæmd í fjögurra ára fangelsi fyrir til- raun til manndráps. Dómurinn var kveðinn upp í maí sl. en birtur á vef dómstólanna í gær. Konan, sem bú- sett er á Akranesi, stakk tengdason sinn með hnífi í nóvember í fyrra. Konan var á heimili dóttur sinnar og tengdasonar á Akranesi þegar at- vikið átti sér stað, en þar var hún að passa barnabarn sitt umrætt kvöld. Eftir að maðurinn kom heim átti kon- an í útistöðum við hann áður en hann fór að sofa. Maðurinn vaknaði svo við konuna í svefnherberginu þar sem hún var með hníf í hendi. Þegar hann gerði svo tilraun til að koma henni út úr herberginu réðst hún að honum með þeim afleiðingum að hann hlaut fjögurra sentimetra stungusár hægra megin á brjóstkassa. Fram kom fyrir dómi að mjög hefði blætt úr sárinu. Í vottorði læknis kemur fram að árásin hafi verið lífshættuleg og var það einungis heppni að hnífurinn gekk niður á rif og rann eftir rifj- unum utan við brjóstholið. Er það mat læknisins að hnífurinn hefði auð- veldlega getað farið milli rifja og inn í brjósthol. Slíkt hefði haft í för með sér mun alvarlegri áverka. Fyrir dómi neitaði konan að hafa stungið manninn og sagði líklegast að hann hefði gengið á hnífinn. Dóm- urinn tók hins vegar ekki undir þá af- stöðu konunnar og sagði framburð hennar „fjarstæðukenndan“ og að engin rök styddu frásögn hennar. Þá hafði konan drukkið áður en árásin átti sér stað og mældist með 1,94 pró- mill í blóðinu við skoðun. Dómnum hefur verið áfrýjað. Eldri kona fékk fjögurra ára dóm  Reyndi að drepa tengdason sinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.