Morgunblaðið - 05.10.2019, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 05.10.2019, Blaðsíða 27
UMRÆÐAN 27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 2019 Lækjamót 23, Sandgerði Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is 4 herbergja parhús með bílskúr. Rólegt og fjölskylduvænt umhverfi Stærð 136,3m2 Verð 35.900.000,- Júlíus M. Steinþórsson 899-0555 Jóhannes Ellertsson 864-9677 Löggiltur fasteignasali Löggiltur fasteignasali Í1. deild Íslandsmóts skák-félaga, sem hófst samkvæmtgamalgróinni hefð í Rima-skóla á fimmtudagskvöldi, vakti athygli lið SSON, Skák- samband Selfoss og nágrennis, sem hefur fengið til liðsins fjóra rúss- neska skákmeistara. Ljóst er að þetta lið stefnir á sigur í deildinni en sveitin vann b-lið TR stórt, 7½:½. Víkingsveitin vann Skákfélag Ak- ureyringa einnig 7½:½ og Hugins- menn lögðu skákdeild Breiðabliks, Bolungarvíkur og Reykjaness, 7:1. Fjórða sveitin sem er líkleg til að blanda sér í baráttuna, A-lið TR, vann b-lið Víkingasveitarinnar 6½:1½. Þó að styrkleikamunur sé tals- verður á liðum 1. deildar bregst ekki að óvænt úrslit sjá dagsins ljós í hverri umferð. B-lið Víkingasveit- arinnar tók 1½ vinning af TR-ingum en 3. borðsmaður TR, Sulypa, og liðsstjóri ólympíuliðs Úkraínu fékk ekki rönd við reist þegar andstæð- ingur hans sveiflaði riddurunum í miðtaflinu: Íslandsmót skákfélaga 2019; 1. umferð: Ólafur B. Þórsson – Oleksandr Sulypa Vængtafl 1. g3 d5 2. Bg2 e5 3. c4 d4 4. d3 Rc6 5. Rf3 Bb4+ 6. Bd2 a5 7. 0-0 Rf6 8. Bg5 0-0 9. e4 dxe3 Hann vill ekki leyfa Ólafi að loka stöðunni. 10. fxe3 h6 11. Bxf6 Dxf6 12. Rc3 Bc5 13. Kh1 Dd8 14. De2 Bg4 Þessir biskupleikir svarts gefast ekki vel en stóru mistökin koma síð- ar. 15. h3 Bh5 16. g4 Bg6 17. Had1 He8 18. Rg1! Það mætti kalla marga meistara stöðubaráttunnar til vitnis um ágæti þessa leiks. G1-reiturinn er aðeins millilending en hugmyndin er að leika – Be4 og stinga upp í biskupinn á g6. 18. … Dg5 19. Hde1 Had8 20. Be4 Rb4 21. Rf3 Bxe4? 22. Rxe4 De7 23. a3! Lykilleikur því að riddarinn má ekki taka peðið, 23. … Rxd3 24. Hd1 og hann sleppur ekki út. 23. … Rc6 24. g5! Skyndilega er hvítur kominn með óstöðvandi sókn. 24. … Hf8 25. Rh4 b6 Eða 25. … g6 26. Hf6! o.s.frv. - Sjá stöðumynd - 26. Rf6+! Kh8 27. Dh5 De6 28. Rf5 Re7 29. Rxg7! Dc6+ 30. e4 Rg8 31. Rf5 Hxd3 32. Rxh6 Rxf6 33. gxf6 Hfd8 34. Rf5+ Kg8 35. Hg1+! – og svartur gafst upp því drottn- ingarmát á h8 blasir við. Sveit Hugins var nálægt því að vinna á öllum borðum en Stephan Briem bjargaði vinningi í land úr erfiðri stöðu á 4. borði: Íslandsmót skákfélaga 2019: Stephan Briem – Magnús Örn ÚIfarsson Síðasti leikur hvíts var 30. Bh4-f2. Magnús hafði áður misst af góðum leiðum en taldi sig vera að vinna með 30. … Rxf1? Svarið var óþægilegt, 31. Dg4! Hótar máti á g7 og 31. …Rxf6 strandar á 32. Dc8+ og mátar. Hann varð að leika 31. … g6 en eftir 32. Dxd7 Hb8 kom 33. Rc8! og svartur gafst upp vegna 33. … h5 34. De8+ Kh7 35. Df8 og mátar. Í stað þess að taka hrókinn gat svart- ur leikið 31. ... exd4 og haft betri stöðu. Keppt er í fjórum deildum og bú- ast má við því að á bilinu 300-400 manns munu sitja að tafli í Rima- skóla um helgina en keppni í öllum deildum hófst í gærkvöldi. Radjabov vann heimsbikarmótið Teimour Radjabov frá Aserbaíd- sjan er sigurvegari heimsbikarmóts FIDE sem lauk í Khanty Mansiysk í gær. Hann vann Kínverjann Ding Liren 6:4. Sex skákir voru tefldar með styttri umhugsunartíma, tvær síðustu með tímamörkunum 5 3. Radjabov og Ding Liren hafa báð- ir tryggt sér þátttökurétt áskor- endamótinu sem haldið verður í Rússlandi í mars/apríl á næsta ári. Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Selfyssingar mæta sterkir á Íslands- mót skákfélaga Morgunblaðið/Ómar Óskarsson Sterk sveit Guðmundur Kjartansson, Helgi Áss Grétarsson sem er nýliði hjá TR , Olexandr Sulypa og Margeir Pétursson eru á fjórum efstu borðum elsta taflfélagsins. Páll Agnar (t.v.) gerði jafntefli við Guðmund í spennandi skák. Sveinbjörn fæddist 5. októ- ber 1899 á Efra-Sýrlæk í Flóa. Foreldrar hans voru hjónin Sigurjón Einarsson og Guðrún Ísleifsdóttir. Sveinbjörn varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík og mag. art. í íslenskum fræð- um frá Háskóla Íslands 1926. Sveinbjörn var stundakenn- ari í íslensku við ýmsa fram- haldsskóla á námsárunum og kenndi sænsku við Samvinnu- skólann og þýsku við Iðnskól- ann 1928-30. Hann var kennari við Gagnfræðaskólann í Reykjavík (síðar Gagnfræða- skóla Austurbæjar) 1930-55, þar af yfirkennari síðustu 6 ár- in. Hann var skólastjóri sama skóla 1956-69. Sveinbjörn var um tíma formaður skóla- nefndar Austurbæjarbarna- skólans, prófdómari í íslensku á stúdentsprófi, í landsprófs- nefnd og í stjórn Ríkisútgáfu námsbóka. Hann tók einnig þátt í starfi Norræna félags- ins. Sveinbjörn samdi kennslu- bækur í íslensku og bragfræði og gaf út Númarímur og Ljóðasafn Sigurðar Breiðfjörð. Eiginkona Sveinbjarnar var Soffía Ingvarsdóttir, f. 1903, d. 2000, borgarfulltrúi. Þau eign- uðust tvær dætur. Sveinbjörn lést 26.3. 1990. Merkir Íslendingar Sveinbjörn Sigurjónsson Þann 17. ágúst voru liðin 200 ár frá fæðingu Jóns Árna- sonar, þjóðsagna- safnara og lands- bókavarðar. Ævi og starfi Jóns hafa verið gerð góð skil á þessu ári og enn er eftir ráðstefna Stofnunar Árna Magnússonar um íslenskar þjóð- sögur í alþjóðlegu samhengi. Þjóðsögur Jóns Árnasonar komu fyrst út í Leipzig árin 1862 og 1864 í tveimur bindum. Það var svo á ár- unum 1954-1961 að þjóðsögur Jóns Árnasonar komu út í fimm bindum auk nafnaskrár í sjötta bindinu. Árni Böðvarsson og Bjarni Vil- hjálmsson, miklivirkir fræðimenn í íslenskum fræðum, önnuðust þá út- gáfu. Báðar þessar útgáfur voru þrekvirki og var þeim vel tekið af lesendum. Þann 14. september hittust börn Árna og Bjarna og ákváðu að færa íslensku þjóðinni að gjöf útgáfu- réttinn að síðari útgáfunni á þjóð- sögum Jóns Árnasonar eins og hann er verndaður í höfundar- lögum. Frú Vigdís Finnbogadóttir veitti gjafabréfinu viðtöku fyrir hönd íslensku þjóðarinnar þar sem börn Árna og Bjarna voru komin saman. Mennta- og menningar- málaráðherra, frú Lilja Dögg Al- freðsdóttir, hefur tekið við gjafa- bréfinu til varðveislu í ráðuneyti sínu. Árin Böðvarsson og Bjarni Vil- hjálmsson eiga eftir sem áður sæmdarréttinn að útgáfu sinni, en hún var þeirra stolt og heiður. Þess er óskað að Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn, Stofn- un Árna Magnússonar á Íslandi og aðrar þær stofnanir, sem munu varðveita og vinna úr þessum menningararfi, njóti stuðnings til að menningararfurinn varðveitist í hug íslensku þjóðarinnar. Um Þjóðsögur Jóns Árnasonar Jón Árnason og Magnús Grímsson hófu söfnun íslenskra þjóð- sagna um miðja 19. öld. Þjóðernisvakning 19. aldar hafði meðal annars í för með sér áhuga á þeim frásögn- um sem gengu mann fram af manni og eng- inn vissi höfund að og var farið að kalla þjóð- sögur. Margir leikmenn og fræðimenn um alla Evrópu hófu að safna sam- an sögum, hver í sínu heimalandi. Áhrifamesta safnið var án efa safn þýsku bræðranna Grimm sem gáfu út Grimmsævintýri á árunum 1812-1815. Árangur af söfnun Jóns og Magnúsar leit dagsins ljós 1852 í bókinni Íslenzk æfintýri. Fyrir forgöngu Jóns Sigurðs- sonar forseta og velvild Konrads Maurers kom út í Leipzig árin 1862 og 1864 tveggja binda útgáfa þjóð- sagnasafns sem kennt er við Jón Árnason, Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri. Heildarútgáfa safnsins birtist síðan á prenti á árunum 1954-1961. Einn merkasti þjóðsagnafræð- ingur Evrópu á síðustu öld, írski fræðimaðurinn Séamus Ó. Duile- arga, lét þau ummæli falla að safn Jóns Árnasonar væri þjóðsagnasafn sem ætti engan sinn líka í víðri ver- öld. Nú er útgáfan á þessum þjóðar- arfi þjóðareign. Þjóðsögur og þjóðararfur Eftir Vilhjálm Bjarnason Vilhjálmur Bjarnason » Írski fræðimaðurinn Séamus Ó. Duile- arga lét þau ummæli falla að safn Jóns Árna- sonar væri þjóðsagna- safn sem ætti engan sinn líka í víðri veröld. Höfundur var alþingismaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.