Morgunblaðið - 05.10.2019, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 05.10.2019, Blaðsíða 25
25 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 2019 Eldstöð Það má segja að ró hafi verið yfir Heklu þegar ljósmyndari átti leið hjá. Fjall þetta er þó vel vaktað af vísindamönnum sem gerir þeim kleift að sjá óróleika með nokkuð löngum fyrirvara. Hari Atvinnulífið fækkar starfsfólki um þessar mundir. Efnahagslífið kólnar hratt og óvissa ríkir um horfur á næst- unni. Hagvöxtur var tæplega 5% í fyrra, sam- kvæmt bráðabirgðatöl- um Hagstofunnar, en út- lit er fyrir samdrátt á þessu ári. Fjöldi fyrir- tækja hefur brugðist við breyttum aðstæðum með hagræðingu í rekstri og uppsögnum starfsfólks. En hið opinbera heldur áfram að þenjast út eins og ekkert hafi í skorist. Fjárlagafrumvarp árs- ins 2020 gerir ráð fyrir 1.000 millj- arða króna útgjöldum ríkisins. Það samsvarar átta milljónum króna á meðalheimili. Áformað er að auka ríkisútgjöld á næsta ári um 73 millj- arða króna sem samsvarar 600 þús- und krónum á meðalheimili. Sveitarfélögin láta sitt ekki eftir liggja. Útgjöld ríkis og sveitarfélaga samtals eru meira en 40% af landsfram- leiðslu og óvíða hærri. Mikla skattheimtu þarf til þess að standa undir miklum út- gjöldum. Skatttekjur hins opinbera eru um 34% af landsfram- leiðslu og aðeins Svíar eru með þyngri skatt- byrði. Það blasir við að með áframhaldandi aukningu útgjalda hins opinbera á sama tíma og lands- framleiðslan stendur í stað eða dregst saman styttist í að Ísland verði tvöfaldur heimsmeistari, bæði í opinberum umsvifum og skatt- heimtu. Það er óviðunandi. Eftir höfðinu dansa limirnir. Af fréttum af dæma telja stéttarfélög opinberra starfsmanna nú lag að sækja meiri kjarabætur en samið var um í Lífskjarasamningi. Prófsteinn á þróun kjaramála á Íslandi er nið- urstaða í kjarasamningum hins op- inbera. Lífskjarasamningurinn verð- ur að marka leiðina fyrir samninga opinberra starfsmanna. Annað er óhugsandi. Fyrirtæki á einkamark- aði verða að vera samkeppnishæf við erlenda samkeppnisaðila og bregðast við með fækkun starfsfólks ef sam- keppnishæfni atvinnuveganna dalar. Hið opinbera býr ekki við sambæri- legt aðhald og þess vegna verður al- menni vinnumarkaðurinn að leiða kjaraþróun í landinu. Ef ríki og sveit- arfélög leiða kjaraþróun mun al- menni markaðurinn elta hana, þótt svigrúm til launahækkana sé ekki fyrir hendi. Það leiðir til fækkunar starfsfólks og verðbólgu eins og dæmin sanna. Kjör allra landsmanna versna. Þjóðin eldist. Hið opinbera stend- ur frammi fyrir enn meiri áskor- unum þegar kemur að útgjöldum á næstu árum og áratugum. OECD spáir því að útgjöld til heilbrigð- ismála muni tvöfaldast á Íslandi á næstu áratugum og verða 14% af landsframleiðslu árið 2060. Þá valda tæknibreytingar því að fjárfesta þarf í menntun á öllum skólastigum til að búa næstu kynslóðir betur undir þær. Til dæmis verður að fjárfesta í fullorðinsfræðslu til að aðstoða þá sem missa vinnuna vegna tækni- breytinga til að öðlast færni við ný störf. Við blasir að þegar opinber út- gjöld og skattheimta eru við efstu mörk hins mögulega erum við ekki í stakk búin til að takast á við þessar áskoranir. Versnandi efnahagshorfur og að- lögun að þeim munu hafa víðtæk áhrif á íslenskt efnahagslíf. Fram- undan er krefjandi vetur, frekari hagræðingar hjá fyrirtækjum, fækk- un starfa og aukið atvinnuleysi. Nú reynir á framtíðarsýn og stefnufestu stjórnvalda. Með réttum ákvörð- unum getum við snúið vörn í sókn. Leggja verður áherslu á hagræðingu í ríkisrekstri, aukna skilvirkni og ekki síst forgangsröðun útgjalda. Ríkið og sveitarfélög verða að bregð- ast skjótt við breyttum aðstæðum, líkt og fyrirtækin í landinu. Í fjár- lagafrumvarpi næsta árs eru skatta- lækkanir boðaðar, sem er fagnaðar- efni, en meira þarf að koma til. Ef fram fer sem horfir verður Ísland áfram í sérflokki háskattaríkja í al- þjóðlegum samanburði. Forgangs- mál næstu ár er að skapa aukið rými í ríkisrekstri til að lækka skatta og styðja þannig við samkeppnishæfni atvinnulífsins, fjölgun starfa og bætt lífskjör landsmanna. Það er brýnasta verkefni stjórnmálanna. Það gengur ekki að fyrirtæki bregðist við breytt- um aðstæðum og hagræði í rekstri en hið opinbera sé undanskilið. Eftir Halldór Benja- mín Þorbergsson »Með áframhaldandi aukningu útgjalda hins opinbera á sama tíma og landsfram- leiðslan stendur í stað eða dregst saman stytt- ist í að Ísland verði tvö- faldur heimsmeistari, bæði í opinberum um- svifum og skattheimtu.Halldór Benjamín Þorbergsson Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Báknin á Myrká Jónas Haralz fæddist ári eftir fullveldið, 6. októ- ber 1919, og orðaði það svo sjálfur að hann væri jafngamall og Hæstiréttur. Hann lést 13. febr- úar 2012 á 93. aldursári. Ævi hans spannaði því sögu sjálfstjórnar landsins sem er tímabil gríð- arlegra framfara, en jafnframt öfga og óstöð- ugleika. Foreldrar hans voru hugsjónafólk á hinu andlega sviði. Faðir hans var Haraldur Níelsson, guðfræðiprófessor og leiðandi spírit- isti, en móðirin, Aðalbjörg Sigurðardóttir, var einn helsti forkólfur guðspeki hérlendis. Jónas sjálfur hafði einnig heitar hugsjónir – en öllu veraldlegri – þar sem hann gerðist kommúnisti sem svo títt var um unga menn á krepputím- anum. Og eins og einnig var títt um unga, rót- tæka menn varð kommúnisminn til þess að Jón- as fékk áhuga á efnahagsmálum. Hann hóf nám í efnaverkfræði í Stokkhólmi árið 1938 en venti sínu kvæði í kross tveimur árum síðar og hóf nám í hagfræði. Þó fór fyrir honum eins og mörgum róttækum hagfræðingnum að hann las sig frá kommúnismanum í náminu sjálfu. Samt sem áður skráði hann sig í Sósíal- istaflokkinn við heimkomu að námi loknu árið 1945 og tók sæti fyrir flokkinn í bankaráði Landsbankans 1946. Það sama ár var hann einnig í framboði fyrir flokkinn í bæjarstjórn- arkosningum í Reykjavík sem og í alþingiskosn- ingum í Þingeyjarsýslu. Framboðið nyrðra var sögulegt fyrir þá sök að þar atti hann kappi við sjálfan Jónas frá Hriflu er þá bauð sig fram í síðasta skipti. Það var ekki fyrr en eftir 1948 sem Jónas dró sig hægt og hljótt út úr flokks- starfi sósíalista, að eigin sögn, eftir slæma reynslu af skipulagshyggju og eftir að yfirgang- ur Sovétmanna í A-Evrópu var orðinn ber. Árið 1950 fluttist Jónas til Bandaríkjanna þar sem hann hóf störf fyrir Alþjóðabankann og sinnti einkum verkefnum í Suður-Ameríku. Það var svo árið 1957 að Jónas var kallaður heim til þess að gerast efnahagsráðgjafi fyrir nýstofnaða vinstristjórn undir forystu Her- manns Jónassonar. Fyrir Jónas var það ann- aðhvort að hrökkva eða stökkva. Hann var 37 ára og gat vel hugsað sér frekari frama þar vestra. En svo fór að hann sneri aftur. Hann eyddi síðan næstu fjórum árum í það að reikna bætur og millifærslur í gamla haftakerfinu þar sem sífellt var verið að bjarga málum fyrir horn með ýmsum neyðarráðstöfunum. Um umbætur var ekki hægt að ræða. Það er hins vegar til marks um það traust er Jónas naut þvert á flokka, að hann varð áfram helsti efnahags- ráðgjafi ríkisstjórnarinnar eftir stjórnarskipti 1960 – þegar hin sk. Viðreisn tók við. Eftir ára- tugar starf með viðreisnarstjórninni gekk Jón- as í Sjálfstæðisflokkinn árið 1971 og varð brátt valinn þar til ýmissa trúnaðarstarfa. Hann gerðist þá einnig mikilvirkur greinahöfundur og hélt fram sjónarmiðum frjáls markaðar með álíka rökfestu og hann hafði skrifað til stuðn- ings kommúnismanum á unga aldri. Fyrir Jón- as, eins og þjóðina, var tuttugasta öldin hug- myndafræðilegt ferðalag. Það er líka góð handfylli af íslenskum hagfræðingum er gengu álíka langa leið frá vinstri til hægri á starfsævi sinni líkt og Jónas Haralz, en enginn þeirra naut svo óskoraðs trausts og trúnaðar á báðum pólum eins og hann. Lýsir það meira en mörg orð hæfileikum hans og mannkostum. Jónas orðaði það sjálfur svo að þeir sem skiptu um skoðun væru þeir sem raunverulega skiptu máli þar sem þeir hefðu hugsað málin til hlítar. Eftir „hrunið“ 2008 var Jónas oft spurður að því hvaða lærdóm hægt væri að draga af reynslu þjóðarinnar af fyrri áföllum sem hægt væri að nýta gegn aðsteðjandi vanda. Hann lagði þá ávallt áherslu á eitt og aðeins eitt atriði; að Ísland mætti aldrei aftur grípa til hafta og einangrunarstefnu sem kreppulausnar, en það var sú leið sem landsmenn völdu til þess að bregðast við kreppunni miklu árið 1930 og leiddi þá út á einstigi óstjórnar og skömmtunar eins og áður er frá sagt. Jónas sjálfur hafði eytt drjúgum hluta af sinni starfsævi í það að reyna að halda gamla haftakerfinu gangandi og reyna að reikna skynsemi í eitthvað sem var í eðli sínu óskynsamlegt. Jónas vann ávallt verk sín af samviskusemi og nákvæmni hvort sem hann var sammála eða ósammála þeim forsendum sem hann þurfti að vinna eftir. Listinn yfir trúnaðarstörf hans fyrir opinbera aðila og félagasamtök er gríðarlega langur. Hann stóð alltaf undir þeirri ábyrgð sem honum var falin. Og gott betur. Meira um vert er þó að orð hans höfðu ávallt vægi. Hann var alltaf rödd skynseminnar og á hann var ávallt hlustað þótt ekki væri alltaf farið eftir ráðum hans. Árið 1969 varð hann bankastjóri Landsbankans og stýrði bankanum í gegnum tíma óðaverðbólgu og efnahagsóstjórnar næstu ár á eftir. Árið 1988 fékk hann sig svo lausan og sneri aftur til Bandaríkjanna, og starfaði fyrst fyrir Alþjóðabankann og síðan að sjálfstæðum verkefnum þar ytra. Loks sneri Jónas aftur heim árið 1996, þá 77 ára, en ekkert var honum meira fjarri en setjast í helgan stein. Hann fékk skrifstofuaðstöðu á Hagfræðistofnun og lét sannarlega til sín taka sem „emeritus“ við Há- skólann. Jónas var því áttræður þegar ég kynntist honum – er ég kom heim frá námi árið 2000. Jónas hafði sterka nánd og ákaflega yfirvegað yfirbragð. Hann talaði ávallt af bæði öryggi og festu, og mjög skipulega. Hann hafði einnig aðdáunarvert minni og var gangandi alfræði- orðabók um sögu tuttugustu aldar. Það var ógleymanlegt að hlusta á hann standa upp og flytja efnisríkar ræður blaðalaust og vitna sem sjónarvottur um persónur og atburði langt aft- ur fyrir fæðingu flestra viðstaddra. Ég minnist því með mikilli þökk margra samtala við Jónas Haralz um mál líðandi stundar sem og hagsögu tuttugustu aldar. Er hann – að öðrum ólöst- uðum – sá hagfræðingur íslenskur sem hvað mest áhrif hefur haft á mig. Eftir að ég hætti störfum hjá Arion banka árið 2011 og hóf aftur starf við Háskólann settumst við Jónas aftur saman og ákváðum að skrifa bók um hagsögu tuttugustu aldar. Ég áleit það skyldu mína að koma á prent þeim mikilvægu sögulegu heim- ildum er sátu í kolli hans, – en svo fór þó ekki. Jónas lést áður en við höfðum komið bókinni á rekspöl. Það er – og verður – alltaf mín eftirsjá að hafa ekki hafið verkið fyrr. Með Jónasi Har- alz féll frá einn áhrifamesti og hæfasti hagfræð- ingur Íslands á tuttugustu öld. Ásgeir Jónsson hagfræðingur. Jónas Haralz – aldarminning Jónas Haralz „Hann var alltaf rödd skyn- seminnar og á hann var ávallt hlustað þótt ekki væri alltaf farið eftir ráðum hans.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.