Morgunblaðið - 05.10.2019, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 05.10.2019, Blaðsíða 37
MINNINGAR 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 2019 Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda 551 1266 Skipulag útfarar Dánarbússkipti Kaupmálar Erfðaskrár Reiknivélar Minn hinsti vilji Fróðleikur Sjá nánar á www.utfor.is Vesturhlíð 2, Fossvogi | Sími 551 1266 | utfor.is Önnumst alla þætti útfararinnar með virðingu og umhyggju að leiðarljósi Reynslumikið fagfólk Elín Sigrún Jónsdóttir Framkvæmdastjóri Jón G. Bjarnason Útfararþjónusta Ellert Ingason Útfararþjónusta Helga Guðmundsdóttir Útfararþjónusta Lára Árnadóttir Útfararþjónusta Katla Þorsteinsdóttir Lögfræðiþjónusta Guðmundur Baldvinsson Útfararþjónusta Sigurður Bjarni Jónsson Útfararþjónusta Magnús Sævar Magnússon Útfararþjónusta Emilía Jónsdóttir Félagsráðgjafi Sigrún Óskarsdóttir Guðfræðingur Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta utfor.is ✝ Reynir Sig-urður Gúst- afsson fæddist 1. desember 1938. Hann lést á heimili sínu 26. september 2019. Foreldrar Reynis voru Gústaf A. Valdimarsson, f. 17.2. 1912, d. 7.11. 1989, rakarameist- ari í Reykjavík, og Helga Sigrún Zoega, f. 19.9. 1917, d. 6.1. 1989, einkaritari í Reykjavík. Systur Reynis eru Svala Sig- urðsson, f. 25.12. 1939, d. 26.7. 2014; Helga Z, f. 8.5. 1959. Reynir kvæntist 9.6. 1962 Elísabetu Árnadóttur, f. 20.2. 1943, verslunarmanni. Hún er dóttir Árna Jóhannssonar, verkamanns í Reykjavík, látinn, og Ingibjargar Álfsdóttur hús- móður, sem einnig er látin. Þór, f. 18.2. 1963, bóndi á Höll í Þverárhlíð, en sambýliskona hans er Svandís Hallbjörnsdóttir húsmóðir, börn þeirra eru Arnar, Ingunn og Svanur. Reynir fæddist á Laugavegi 65 í Reykjavík og ólst þar upp. Hann gekk í Laugarnesskóla, Lindar- götuskóla og síðan í Iðnskólann í Reykjavík þar sem hann lauk prófi í rafvirkjun 1958. Reynir flutti til Grundarfjarð- ar 1965. Þar vann hann við raf- virkjun, línulagnir hjá Raf- magnsveitu ríkisins og stundaði sjómennsku. Reynir starfrækti Rafmagnsverkstæði Grundar- fjarðar á árunum 1970-89 er hann stofnaði Rafmagns- og bif- reiðaverkstæðið Rafnesti í Grundarfirði. Reynir var lengi í stjórn rafverktaka á Vesturlandi, hann starfaði mikið að slysa- varnamálum og var einn af stofn- endum Björgunarsveitarinnar Klakks í Grundarfirði þar sem hann gegndi formennsku í átján ár. Einnig var hann lengi um- dæmis- og svæðisstjóri björg- unarsveita á Vesturlandi. Útför Reynis fer fram frá Grundarfjarðarkirkju í dag, 5. október 2019, klukkan 13. Börn Reynis og Elísabetar eru Árni Ólafur, f. 19.7. 1962, rafvirkjameistari í Reykjavík, eigin- kona hans er Sól- veig Aðalbjörns- dóttir húsmóðir, synir þeirra eru Engilbert Norðfjörð og Vilhelm Norð- fjörð. Sonur Árna frá fyrra sambandi er Smári. Helga Ingibjörg, f. 7.10. 1963, grunnskólakennari í Grundarfirði, sambýlismaður hennar er Bent Ch. Russel stýri- maður. Anna María, f. 28.5. 1965, fjármálastjóri hjá G.RUN Grund- arfirði, eiginmaður hennar er Ágúst Jónsson rafvirki og sjó- maður, börn þeirra eru Álfheið- ur, Laufey Lilja og Sigurður Helgi; Reynir Freyr, f. 16.8. 1979, dóttir hans er Ágústa Freyja. Einnig á Reynir soninn Grétar Reynir Gústafsson rafvirkja- meistari verður jarðsunginn frá Grundarfjarðarkirkju í dag. Reynir hafði lengi glímt lengi við erfið veikindi en er nú laus úr því stríði. Reynir var góður félagi og hrókur alls fagnaðar þegar tilefni gafst. Við unnum saman í mörg ár og okkur varð aldrei sundur- orða. Ég segi með stolti að við urðum góðir vinir og Reynir var svo sannarlega vinur vina sinna. Hann stóð með þeim í gegnum þykkt og þunnt. Hann var rafvirkjameistari og af- bragðs fagmaður, bæði vand- virkur og fljótur að leysa öll vandamál. Reynir var með bíladellu eins og margir á þeim árum. Ég sé hann ávallt fyrir mér ak- andi um á gulum Scout-jeppa sem helst þurfti stiga til að komast upp í. Hann hafði mik- inn áhuga á útivist og björg- unarmálum. Ég þekki ekki ná- kvæmlega sögu Björgunar- sveitarinnar Klakks í Grundar- firði en veit að Reynir var þar allt í öllum meðan heilsan leyfði. Reynir var mikill skapmaður og gat hvesst sig svo um mun- aði. Í Grundarfirði eru sunn- anrokin orðlögð enda veður- hæðin þar oft og iðulega sú mesta á landinu. Þau rok blikna þó í samanburðinum við það þegar rafvirkjameistarinn hvessti sig. Ef eitthvað fór í taugarnar á Reyni reiddist hann því meir sem málið var auvirðilegra. Stundum er talað um Jón og séra Jón þar sem sérann á að vera hærra settur. Reynir tók ávallt málstað Jóns, ekki séra Jóns. Hann var þeirr- ar gerðar að virða þá sem minna máttu sín en að sama skapi ekki mikið gefinn fyrir að láta stjórna sér og þá alveg sérstaklega opinbera aðila. Reynir var afskaplega vel giftur og var Elsa hans stoð og stytta þegar á reyndi. Ég samhryggist konu og börnum, vinum og vandamönn- um en minningin um vandaðan dreng og góðan vin lifir. P.H. Páll Guðfinnur Harðarson. Elsku Reynir afi. Þegar ég loka augunum og hugsa aftur til æskutíma ylja ég mér við minningar um stundir þegar ég var sem heim- alningur hjá ykkur ömmu. Í mínum augum varst þú það skemmtilegasta og mest spenn- andi sem ég gat hugsað mér ásamt kannski póníhestasafn- inu mínu kæra. Borðandi afa- skorið ristabrauð með smjöri og smurosti eða mysingi sem var alltaf á boðstólum, „stel- andi“ tyggjói úr skúffunni inni á skrifstofu og þitt hlýlega bros og létti hlátur gerði öðrum erf- itt fyrir að leysa þig af sem uppáhalds. Allra sterkasta og ljúfasta minningin er þó bensínlyktin úr bílskúrnum en nú þegar ég finn bensínlykt sé ég aðeins þitt andlit með bros á vör. Það hafa verið forréttindi að fá að vera barnabarnið þitt, elsku afi minn. Takk fyrir sam- verustundirnar í gegnum tíðina og allt það sem þú kenndir mér. Allt er þetta enn að venj- ast en ég hlýja mér við að þú ert á betri stað í dag. Einhvers staðar á vappi skoðandi fjöll og dali eða í slökun við rennandi læk. Þín dótturdóttir, Laufey Lilja. Reynir Sigurður Gústafsson ✝ Gunnar Bjarna-son fæddist 18. júlí 1931 á Þingeyri við Dýrafjörð. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Vestfjarða 26. sept- ember 2019. Foreldrar hans voru Kristjana Guðlaug Guð- mundsdóttir, f. 25.6. 1901, d. 14.7. 1978, og Bjarni Guðbjartur Jó- hannsson, f. 16.9. 1898, d. 12.1. 1971. Systkini Gunnars voru fjögur talsins, þau Bryndís, Jó- hann, Hermann og Gísli, sem er sá eini þeirra sem lifir bróður sinn. Gunnar giftist Soffíu Einars- dóttur, f 29.3. 1935, og bjuggu þau allan sinn búskap á Þing- eyri. Börn þeirra eru Ólöf Soffía Gunnarsdóttir, f. 1952, maki Magnús Ellert Þorkels- son, f. 1953. Reynir Gunnars- son, f. 1956, maki Sólborg Þor- gerður Þorláksdóttir, f. 1957. Þór Gunnarsson, f. 1958, maki Hanna Jóna Ástvaldsdóttir, f. 1959. Brynjar Gunnarsson, f. 1960, maki Kristín Þórunn Helgadótt- ir, f. 1960. Barna- börnin eru 12 og langafabörnin 26. Gunnar byrjaði að vinna hjá Steini bakara sem ungur maður, þar á eftir lá leiðin á sjóinn. Hann stundaði sjó á bátum frá Þing- eyri, Súgundafirði og Keflavík sem dekkmaður en síðan sem vélamaður og vél- stjóri eftir vélstjórnarnám á Ísafirði. Gunnar var sjálfstæður útgerðarmaður um tíma og átti bátana Sleipni ÍS 46, Valdísi ÍS 72 og Búa ÍS 100 í samstarfi við aðra. Þegar Gunnar sagði skilið við sjóinn hóf hann störf hjá Kaupfélagi Dýrfirðinga við ýmis störf, síðan hóf hann störf hjá Trésmiðju Gunnars Sig- urðssonar og að síðustu lauk hann starfsferlinum hjá Sig- mundi Þórðarsyni bygginga- meistara. Útför Gunnars fer fram frá Þingeyrarkirkju í dag, 5. októ- ber 2019, klukkan 14. Elsku afi. Minningarnar streyma fram í hugann, hver einasta svo dýrmæt og falleg. Þakklæti vermir hjarta mitt. Fyrstu ár ævi minnar voruð þið amma eitt stærsta aflið sem mótaði mig. Á tali okkar um ver- öldina heiðraðir þú trúgirni mína og barnslegt sakleysi og lést fjar- lægðir skreppa saman og leynd- ardóma ljúkast upp. Vegna þín mun ég ávallt elska lyktina af gömlum bókum, ásýnd skelja og glitsteina, hljóminn af rennandi læk og bera ómælda virðingu fyrir lífinu. Og ég mun aldrei hrófla við mosa á steini. Þú varst sterkur persónuleiki, elsku afi, góðvild þín, umhyggja fyrir náttúrunni og kímnigáfa einstök. Minningin um þig verður ávallt ljóslifandi í huga mínum og ég mun endalaust sakna þín. Afi minn, takk fyrir Hug- heima. Elsku amma Soffía, guð gefi þér styrk í þinni sorg. Hugrún. Gunnar Bjarnason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.