Morgunblaðið - 05.10.2019, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 05.10.2019, Blaðsíða 47
ÍÞRÓTTIR 47 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 2019 Ég leyfi mér að efast um að einhvern tíma, einhvers staðar í heiminum, hafi verið stillt upp landsliði í knattspyrnu þar sem hver einasti leikmaðurinn hefur spilað 50 landsleiki eða meira. Grúskarar í fótboltafræðunum geta svo sem lagst yfir þessa full- yrðingu og hugsanlega hrakið hana og þeir vita þá hvar þeir ná í mig. Erik Hamrén valdi í gær landsliðið fyrir leikina gegn Frökk- um og Andorra, sem sjá má á næstu blaðsíðu, og núna gat hann nánast fengið hvern þann leik- mann sem hann vildi. Nú gæti hann teflt fram liði með hreint ótrúlegan leikjafjölda. Í markinu væri Hannes (63). Í vörninni Birkir Már (90), Kári (79), Ragnar (90) og Ari (68). Á miðjunni Aron (87), Birkir (80), Jóhann Berg (74) og Gylfi (70). Frammi þeir Alfreð (54) og Kol- beinn (52). Og Emil (70) kæmi fyrir Aron ef fyrirliðinn verður ekki leikfær! Glöggir lesendur átta sig vænt- anlega á því að þarna eru tíu úr ellefu manna byrjunarliðinu úr öll- um leikjunum á EM í Frakklandi fyrir rúmum þremur árum. Þetta er hinsvegar alls ekki spá mín um byrjunarliðið hjá Hamrén gegn Frökkum næsta föstudags- kvöld þótt það gæti vissulega al- veg litið svona út. Við megum vera stolt af þessu öfluga og reynda landsliði okkar sem hefur gert það gott á undanförnum árum. Þetta eru ennþá okkar bestu leikmenn og verðskulda algjörlega að vera í liðinu á meðan svo er. En það veldur pínulitlum áhyggjum að yngri leikmenn skuli ekki hafa veitt þeim meiri sam- keppni en raunin hefur orðið á allra síðustu árum. Kynslóða- skiptin nálgast og það væri æski- legast að þau færu fram hægt og hljótt þar sem einn og einn yngri ýtir einum og einum eldri smám saman út. Ekki þannig að þessir tólf hverfi allir af sjónarsviðinu um svipað leyti. BAKVÖRÐUR Víðir Sigurðsson vs@mbl.is HANDBOLTI Olísdeild kvenna KA/Þór – HK ........................................ 26:25 Staðan: Fram 2 2 0 0 70:46 4 Valur 2 2 0 0 59:41 4 Stjarnan 2 2 0 0 51:45 4 KA/Þór 3 1 0 2 78:89 2 ÍBV 2 1 0 1 32:45 2 HK 3 1 0 2 75:80 2 Haukar 2 0 0 2 45:52 0 Afturelding 2 0 0 2 31:43 0 Grill 66-deild karla Þróttur – KA U..................................... 33:29 Grótta – Þór Ak .................................... 29:33 Haukar U – Fjölnir U .......................... 33:19 Grill 66-deild kvenna Grótta – Valur U................................... 24:21 Danmörk Aalborg – Lemvig................................ 30:27  Janus Daði Smárason skoraði þrjú mörk fyrir Aalborg en Ómar Ingi Magnússon er frá keppni vegna meiðsla. Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari liðsins. Bjerringbro/Silkeborg – Mors-Thy.. 30:21  Þráinn Orri Jónsson skoraði tvö mörk fyrir Bjerringbro/Silkeborg. Frakkland Limoges – Cesson-Rennes.................. 24:21  Geir Guðmundsson skoraði fimm mörk fyrir Cesson-Rennes. Toulon – París 92................................. 18:25  Mariam Eradze skoraði ekki fyrir Tou- lon. þrumaði boltanum hátt yfir markið. Þetta var þannig leikur. „Við þurfum að skilja þetta tap eftir í Frakklandi,“ sagði Jón Þór við Morgunblaðið strax eftir leik. Hann var ósáttur með frammistöðuna en vildi þó ekki dvelja við hana of lengi. Þótt það hafi kannski verið spenn- andi tækifæri að máta sig við Frakka í gær þá tekur við undan- keppni Evrópumótsins. Þrátt fyrir tapið og hina slöku frammistöðu er óþarfi að mála skrattann á vegginn. Þetta var fyrsta tap liðsins í átta leikjum og Ísland er með fullt hús stiga eftir fyrstu tvær umferðirnar í undankeppninni. Liðið heimsækir Lettland á þriðjudaginn og verður sá leikur vonandi kjörið tækifæri til að komast aftur á sigurbraut. Frakkar einfaldlega betri  Fyrsta tapið í átta landsleikjum  Afleit byrjun varð íslenska liðinu að falli í Nimes  Allt öðruvísi verkefni sem bíður landsliðsins í Lettlandi á þriðjudaginn Morgunblaðið/Eggert Ferðalag Jón Þór Hauksson og landsliðskonurnar íslensku eru á leið í allt öðruvísi leik gegn Lettum á þriðjudaginn. LANDSLEIKUR Kristófer Kristjánsson kristoferk@mbl.is Fyrst í París og nú í Nimes. Ís- lensku landsliðin í knattspyrnu hafa ekki gert góðar ferðir til Frakklands á árinu. Kvennalandsliðið tapaði 4:0 gegn því franska í Nimes í gær- kvöldi, rétt eins og karlaliðið gerði í París í mars. Sem betur fer var um váttulandsleik að ræða að þessu sinni. Engu að síður var þetta, eins og Jón Þór Hauksson landsliðsþjálf- ari sagði við Morgunblaðið fyrir leik, „tækifæri til að máta okkur við eina af sterkustu þjóðum heims“. Til þess að gera langa sögu stutta, þá pöss- uðu skórnir ekki. Byrjunarlið Íslands var skipað mestmegnis þeim leikmönnum sem spiluðu fyrstu tvo leikina okkar í undankeppni EM, sigurleiki gegn Ungverjalandi og Slóvakíu. Elín Metta Jensen er orðin okkar sterk- asta vopn í framlínunni og hún stóð þar ein en henni helst til stuðnings í sókninni voru Fanndís Friðriks- dóttir og Hlín Eiríksdóttir, allar þrjár spila þær með Íslandsmeist- araliði Vals. Þær sáu þó boltann manna minnst á Stade des Costiers í gær, heimakonur sáu alfarið um sóknartilburðina. Fyrirliðinn Eugé- nie Le Sommer setti tóninn með því að skora fyrsta markið strax á fjórðu mínútu og hún bætti við marki á þeirri 17. Eftir það gengu Frakkar einfaldlega á lagið. Kantmaðurinn Delphine Cascarino átti frábæran leik fyrir Frakka og lék hún Ingi- björgu Sigurðardóttur í hægri bak- verði Íslands grátt. Frönsku sjón- varpsmennirnir voru duglegir að endursýna þegar Cascarino og Le Sommer ötuðust í henni við hliðar- línuna, léku boltanum snyrtilega sín á milli áður en fyrirliðinn klobbaði Ingibjörgu sem vissi ekki hvort hún var að koma eða fara. Ísland átti fyrstu og einu marktilraunina á 88. mínútu þegar Sandra María Jessen Katarska knattspyrnufélagið Al- Arabi tilkynnti í gærkvöld að fyrsta skoðun hefði leitt í ljós að Aron Ein- ar Gunnarsson landsliðsfyrirliði Ís- lands hefði ekki ökklabrotnað í leiknum gegn Al Khor fyrr um kvöldið eins og óttast var. Aron var borinn af velli undir lok leiksins eft- ir að brotið var illa á honum og hætta var talin á að ökklinn hefði brotnað. Það kemur síðan í ljós á næstu sólarhringum hvort Aron verður leikfær þegar Ísland mætir Frakklandi og Andorra á Laugar- dalsvellinum í undankeppni EM. Telja Aron Einar vera óbrotinn Morgunblaðið/Eggert Óvissa Aron Einar Gunnarsson meiddist á ökkla í gærkvöld. KA/Þór krækti í sín fyrstu stig í úr- valsdeild kvenna í handknattleik í gærkvöld með því að sigra HK í hörkuspennandi leik í KA-heimilinu á Akureyri, 26:25. Bæði lið eru nú með tvö stig eftir þrjá leiki. Martha Her- mannsdóttir skoraði sjö mörk fyrir KA/Þór, Rakel Sara Elvarsdóttir sex og Ásdís Sigurðardóttir þrjú. Matea Lonac varði 16 skot í marki liðsins. Díana Kristín Sigmarsdóttir skoraði sjö mörk fyrir HK, Sigríður Hauks- dóttir fjögur og Valgerður Ýr Þor- steinsdóttir fjögur. Sara Sif Helga- dóttir varði 16 skot í marki liðsins. Fyrstu stigin hjá Akureyringum Ljósmynd/Þórir Ó. Tryggvason Færi Martina Corkovic úr KA/Þór skýtur að marki HK í gærkvöld. 1:0 Eugénie Le Sommer 4. 2:0 Eugénie Le Sommer 17. 3:0 Delphine Cascarino 66. 4:0 Amel Majri 85. I Gul spjöldAlexandra og Dagný. Frakkland: Magnin – Torrent, Tounk- ara (De Almeida 86), Renard, Karchaoui – Cascarino, Geyoro, Bil- bault, Dali (Majri 65), Le Sommer (Asseyi 81) – Gauvin (Katoto 86) Ísland: (4-5-1) Mark: Sandra Sigurð- FRAKKLAND – ÍSLAND 4:0 ardóttir. Vörn: Ingibjörg Sigurðar- dóttir, Sif Atladóttir (Guðný Árna- dóttir 46), Glódís Perla Viggósdóttir, Hallbera Guðný Gísladóttir. Miðja: Hlín Eiríksdóttir (Sandra María Jes- sen 60), Alexandra Jóhannsdóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir (Margrét Lára Viðarsdóttir 60), Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (Dagný Brynjars- dóttir 73), Fanndís Friðriksdóttir (Svava Rós Guðmundsdóttir 60). Sókn: Elín Metta Jensen (Berglind Björg Þorvaldsdóttir 60). Áhorfendur: Um 11.000. Dalilah Muhammad frá Bandaríkj- unum bætti í gærkvöld heimsmet sitt í 400 metra grindahlaupi kvenna þegar hún tryggði sér heimsmeist- aratitilinn í greininni á HM í Doha í Katar. Hún hljóp vegalengdina á 52,16 sekúndum en fyrra met henn- ar var 52,20 sekúndur. Landa henn- ar, Sydney McLaughlin, sem er að- eins tvítug, veitti Muhammad harða keppni og er orðin sú næstfljótasta í greininni frá upphafi en tími hennar var 52,23 sekúndur.  Heimamaðurinn Mutaz Essa Barshim frá Katar, besti hástökkv- ari heims um árabil, hreppti heims- meistaratitilinn eftir harðan slag. Hann var að lokum sá eini sem fór yfir 2,37 metra en Mikhail Aki- menko og Ilja Ivanjuk frá Rússlandi sem fóru eins og Barshim yfir 2,35 metra felldu 2,37. Góð endurkoma hjá Barshim eftir meiðsli og hann náði að verja titilinn sem hann hreppti einnig í London 2017.  Conseslus Kipruto frá Kenía varð heimsmeistari í 3.000 metra hindrunarhlaupi í annað skiptið í röð eftir ótrúlega baráttu við Lamecha Girma frá Eþíópíu á endasprett- inum. Þeir komu hnífjafnir í mark en niðurstaðan var að Kipruto hefði verið 1/100 úr sekúndu á undan á 8:01,35 mínútum. Keníamaðurinn hefur nú komist á verðlaunapall á fjórum síðustu heimsmeistara- mótum.  Steve Gardiner frá Bahamaeyj- um vann öruggan sigur í 400 metra hlaupi karla á 43,48 sekúndum. Ant- hony José Zambrano frá Kólumbíu varð annar á 44,15 sekúndum. AFP Best Dalilah Muhammad hafði ærna ástæðu til að fagna í gærkvöld. Bætti heimsmetið í Katar  Muhammad sú fljótasta  Barshim vann á heimavelli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.