Morgunblaðið - 05.10.2019, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 05.10.2019, Blaðsíða 26
26 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 2019 Sumir [innskot: ég á enn erfitt með að segja „sum“] virðast halda aðkennarar reyni stöðugt að leiða nemendur sína í „málvillugildr-ur“ í prófum. Leyfum „sumum“ bara að halda það. Hitt er sanninær að það er rætt af áhuga um tungumálið í skólunum okkar og m.a. er reynt að festa mikilvæg málfræðihugtök í sessi. Tökum dæmi úr kennslustofu: Kennari: „Jæja, krakkar mínir. Hvernig skýrum það með málfræði- hugtökum þegar menn segja (blautur í) fæturnar/ (á) veturnar/ (hund- urinn beit mig í) fingurnar?“ Eftir líflegar umræður var þetta niðurstaðan: Hér er ekki um kven- kynsorð að ræða, heldur karlkynsorð í þolfalli fleirtölu með greini: hina köldu fingur/ hina blautu fætur o.s.frv. [alveg eins og strákana (hina sterku stráka)]. Einn nemendanna var ekki alveg sáttur og spurði: „Á maður þá að segja „á næturna“?“ Umræðan fór enn á flug og niðurstaðan var: Orðið nótt er kvenkyns. Með greini í þolfalli fleirtölu er það: (á) næturnar, hinar björtu næt- ur [alveg eins og hinar góðu dætur (dæturnar)]. Hér var ekki reynt að leiða neinn í „málvillugildru“. Nemendur vildu ræða meira af þessu tagi. Kennarinn hélt þá áfram: „Beitið hugtökum til að skýra málnotkunina sem birtist í eftirfarandi setningarliðum: vegna ósjálfbærrar landnýtingu/ vegna farþegaaukningu/ vegna styttingu vinnuviku/ vegna uppbyggingu á Miðnesheiði [allt dæmi úr fjölmiðlum].“ Þetta var rætt og niðurstaðan var: Forsetningin „vegna“ stýrir eign- arfalli. Eignarfall kvenkynsorða sem enda á –ing í nf.et. er –ar (stytting- ar/uppbygging-ar o.s.frv.) en þessi ending (-ar) á í vök að verjast eins og jöklarnir. Menn fara þó enn um Drottningarbraut á Akureyri (eingarfalls- samsetning). Það var létt yfir hópnum. Kennarinn ræddi misritanir um leið og hann hamraði á hve mikilvægt væri að lesa texta vel yfir: samferða/samfeðra; maður/ maur; dvaldist (í sveit)/kvaldist (í sveit); orð/roð; kort/krot (hann sendi ekkjunni minningarkrot). Kennarinn vitnaði nú í orð karlkynsþjálfara kvennaliðs eftir sigurleik: „Við vorum aðeins of stressaðar í byrjun.“ Í lok tímans brá kennari enn á leik: Hvernig má orða [ekki „roða“] þetta á íslensku?: Fokk, þetta meikar ekki sens [Hver þremillinn! Þetta er alveg út í hött!] Þeir voru alveg stökk [Þeir voru sigldir í strand] Djísus, hvað hún er kúl [Hjálpi mér allir heilagir! Hún er aldeilis svöl, þykir mér] Ég er beisklí ósammála þér [Ég er þér bara öldungis ósammála] Pabbi er gegt krittikal [Pabbi er frámunalega gagnrýninn] Ég beilaði deitið [Ég skaut mér undan stefnumótinu] Að lokum örlítið framburðaratriði. Getur stafarunan hér á eftir merkt fleira en eitt? Hver er þá munurinn í framburði? [Ekki kíkja strax á svar- ið!] ERÞETTAEFTIRHERMAN? Svar: Er þetta eftirherman?/ Er þetta eftir Hermann? Það er ívið meiri áhersla á „eft“ í fyrri setningunni og „her“ í þeirri seinni. Stressaðar í byrjun Tungutak Baldur Hafstað hafstad.baldur@gmail.com Hopp „Hver er blautur í fæturnar?“ Síðastliðinn miðvikudag var haldin í Hörpuþriðja ráðstefnan sem Ásmundur EinarDaðason, félags- og barnamálaráðherra, hef-ur efnt til á rúmu ári um það mikla umbóta- starf í málefnum barna, sem hann hrinti af stað í upphafi ráðherraferils síns. Sem fyrr var fullt hús og ráðstefnugestir að meginhluta til konur. Undir verkefnastjórn Ernu Kristínar Blöndal, sem í upphafi var ráðin til þessa verks, en er nú skrifstofustjóri í félagsmálaráðuneytinu, er verkið komið á það stig að lagasmíð er að hefjast og gera má ráð fyrir að lagafrumvörp verði lögð fram á vor- þingi. Hér er um að ræða mestu byltingu í velferðar- málum, sem ráðizt hefur verið í á lýðveldistímanum og líklegt að í framtíðinni verði því líkt við þá þjóð- félagsbyltingu sem varð á fjórða áratug síðustu aldar með almannatryggingum. Að þessu máli koma þrír aðrir ráðherrar ásamt Ásmundi Einari, þ.e. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, Svandís Svavarsdóttir heilbrigðis- ráðherra og Áslaug Arna Sigur- björnsdóttir dómsmálaráðherra, en þær töluðu allar á ráðstefnunni. Jafnframt var snemma í þessu ferli skipuð þver- pólitísk nefnd, skipuð þingmönnum frá öllum flokk- um og tók Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Sam- fylkingar, sem sæti á í þeirri nefnd, þátt í um- ræðunum í gær. Hér er því um að ræða málefni, sem ætla má að víðtæk samstaða verði um á Alþingi. Ung stúlka, Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir, 17 ára gömul, sem kynnt var sem aðgerðasinni og nem- andi, flutti opnunarávarp sem vakti mikla athygli og kallaði fram þá hugsun að þarna kynni að hafa talað einn af leiðtogum framtíðarinnar á Íslandi. Ræða hennar svo og lokaávarp Unu Hildardóttur, formanns Landssambands ungmennafélaga, og þátt- taka nokkurra nemenda úr Vogaskóla í dagskrá ráð- stefnunnar, sýndi viðleitni af hálfu ráðherrans til þess að opna fulltrúum framtíðarinnar leið inn í það undirbúningsstarf sem nú stendur á ákveðnum tíma- mótum. Á þeim þremur ráðstefnum sem hafa verið haldnar frá vori 2018 hafa ráðstefnugestir fyrst og fremst verið fagfólk sem með ýmsum hætti kemur að mál- efnum barna. Þetta skiptir máli vegna þess að þar með hefur það fólk sem starfar að þessum mikilvægu málum verið haft með í ráðum frá upphafi enda fáir sem þekkja betur þau vandamál sem hér eru á ferð. Meðal ræðumanna á ráðstefnunni var Aldís Haf- steinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði og formaður Sambands ísl. sveitarfélaga, og í því felst að sveitar- félögin hafa líka verið með í ráðum. Það má því segja að mynduð hafi verið mikil breið- fylking um þetta mál, sem ætti að duga til þess að það verði til lykta leitt á farsælan hátt. Grunnhugsunin er snemmtæk íhlutun en í þeim orðum felst að í stað þess að láta vandamál sem upp koma í lífi barna afskiptalaus framan af ævi, þar til þau hin sömu verði sum hver viðfangsefni félags- þjónustu og annarra opinberra stofnana síðar á ævinni, verði tekið á þeim strax í upphafi. Slíkum aðgerðum fylgir eins konar „menningar- bylting“ vegna þess að hluti af henni er samfélagsleg endurskoðun á gildismati okkar tíma. Allt í einu opnast augu okkar fyrir því að leikskólakennarinn og grunnskólakennarinn eru mikilvægustu starfsmenn skólakerfisins og að launakjör hljóti að taka mið af því breytta gildismati. Vandamálin í lífi ungs fólks í dag eru svo mikil og flókin og steðja að úr svo mörgum áttum að við get- um ekki látið eins og þau séu ekki til staðar. Þau geta snúizt um áreiti tengt hinum nýju samfélagsmiðlum, neyzlu fíkniefna og fleiru en ekki sízt aðstæðum í æsku. Það er mikil ókyrrð í kringum börn og ung- linga, sem leiðir af vandamálum hinna fullorðnu, hvort sem er vegna skilnaða, áfengissýki, sjúkdóma af margvíslegu tagi, ofbeldis á heimilum eða annars konar böls sem hrjáir mannfólkið. En þau eru líka átakanleg vegna þess að lífið er allt undir. Aðstæður í æsku móta allt líf fólks og hafa of oft þær afleiðingar að einstaklingurinn fær aldrei tækifæri til að njóta hæfileika sinna. Á ráðstefnunni í gær kom fram að 90 börn eru á biðlista hjá Bugl. Það er auðvitað óverjandi staða. Í ræðu menntamálaráðherra kom fram að orða- forði barna er nú minni en hann var upp úr aldamót- unum síðustu. Hvernig má það vera? Hvað veldur? Það er rétt sem Lilja Dögg sagði, að starf kennarans er mikilvægasta starf þjóðfélagsins. En það er stað- reynd að við sem samfélag höfum ekki metið það þannig. Ásmundur Einar talaði um skugga barnæskunnar á ráðstefnunni. Þetta orðaval ráðherrans er sláandi. Auðvitað viljum við öll eiga fyrst og fremst góðar minningar frá æskudögum en það er harður veru- leiki að skuggar barnæskunnar geta fylgt okkur alla ævi. Fyrr á tíð ríkti þögn um þá skugga enda börn- um kennt að þegja um þá. Það var á þeim tímum, þegar „bælda kynslóðin“, sem Brynja heitin Bene- diktsdóttir, leikstjóri, kallaði svo í samtölum okkar tveggja fyrir nokkrum áratugum um okkar kynslóð, réð ríkjum. En nú er margt að opnast – þó ekki allt. Eitt af því sem er að opnast eru umræður um börn og hlutskipti þeirra. Og það verkefni sem Ás- mundur Einar Daðason setti af stað um breytingar í þágu barna, er líklegt til að opna samfélagið enn meira. Ekki veitir af. Draugar fortíðarinnar eru enn til staðar. Breytingar í þágu barna … og „skuggar barnæskunnar“ Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Snorri Sturluson var frjálslynduríhaldsmaður, eins og við mynd- um kalla það. Fimm helstu stjórn- málahugmyndir hans getur að líta í Heimskringlu og Eglu. Hin fyrsta er, að konungsvald sé ekki af náð Guðs, heldur með sam- þykki alþýðu. Haraldur hárfagri lagði að vísu Noreg undir sig með hernaði og sló síðan eign sinni á allar jarðir, en sonur hans, Hákon Að- alsteinsfóstri, bað bændur að taka sig til konungs og hét þeim á móti að skila þeim jörðum. Síðari konungar þurftu að fara sama bónarveg að al- þýðu. Önnur hugmyndin er, að með sam- þykkinu sé kominn á sáttmáli kon- ungs og alþýðu, og ef konungur rýfur hann, þá má alþýða rísa upp gegn honum. Þetta sést best á frægri ræðu Þórgnýs lögmanns gegn Svíakon- ungi, en einnig á lýsingu Snorra á sinnaskiptum Magnúsar góða. Hin þriðja er, að konungar séu misjafnir. Góðu konungarnir eru friðsamir og virða landslög. Vondu konungarnir leggja á þunga skatta til að geta stundað hernað. Þetta sést ekki aðeins á samanburði Haraldar hárfagra og Hákonar Aðalsteins- fóstra, heldur líka á mannjöfnuði Sig- urðar Jórsalafara og Eysteins og raunar miklu víðar í Heimskringlu og ekki síður í Eglu. Af þeirri staðreynd, að konungar séu misjafnir, dregur Snorri þá ályktun, sem hann leggur í munn Einari Þveræingi, að best sé að hafa engan konung. Íslendingar miðalda deildu þeirri merkilegu hugmynd að- eins með einni annarri Evrópuþjóð, Svisslendingum. Fimmta stjórnmálahugmyndin er í rökréttu framhaldi af því. „En ef landsmenn vilja halda frelsi sínu, því er þeir hafa haft, síðan er land þetta byggðist, þá mun sá til vera að ljá konungi einskis fangstaðar á.“ Ís- lendingar skuli vera vinir Noregs- konungs, flytja honum drápur og skrifa um hann sögur, en þeir skuli ekki vera þegnar hans í sama skiln- ingi og Norðmenn. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Stjórnmálahugmyndir Snorra Sturlusonar NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Böðvar Bergsson Sími: 569 1126, bodvar@mbl.is Norðurslóðir The Arctic Circle Fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 11. október The Arctic Circle ráðstefnan er haldin í Hörpu 10. – 13. október. Blaðinu er einnig dreift þar. Blaðið kemur út með íslenskum og enskum texta. Umsjón: Ragnar Axelsson ljósmyndari og Orri Páll Ormarsson blaðamaður. SÉRBLAÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.