Morgunblaðið - 05.10.2019, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.10.2019, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 2019 LAGERSALA LÍN DESIGN FLATAHRAUNI 31 HAFNAFIRÐI Á MÓTI KAPLAKRIKA ALLT AÐ 80% AFSLÁTTUR LAUGARDAG KL. 11-17 SUNNUDAG KL. 12-17 Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Líftæknifyrirtækið Alvotech greindi frá því í vor að fyrirtækið ætlaði að ráða 100 vísindamenn og sérfræðinga til að taka þátt í upp- byggingu fyrirtækisins. Sam- kvæmt upplýsingum frá Alvotech hafa þessi áform gengið vonum framar. Alls hafa 138 vísindamenn og sérfræðingar verið ráðnir í há- tæknisetur Alvotech í Vatnsmýr- inni á þessu ári. Nú eru yfir 400 starfsmenn hjá fyrirtækinu á Ís- landi, í Sviss og í Þýskalandi frá um 20 þjóðlöndum. Styrkja innviði fyrirtækisins Hildur Hörn Daðadóttir, mann- auðsstjóri Alvotech, segir að vel hafi gengið að manna lausar stöður hjá fyrirtækinu. „Til að styðja við vöxt Alvotech og undirbúning fyrir markaðssetningu lyfja höfum við verið að styrkja innviði fyrir- tækisins enn frekar. Það er ánægjulegt að fá til liðs við okkur svo mikið af nýjum liðsmönnum með fjölbreyttan bakgrunn. Hluti af nýráðningum eru aðilar með mikla reynslu úr lyfjaiðnaði í bland við unga og efnilega vísindamenn og sérfræðinga,“ segir Hildur Hörn en þau störf sem auglýst voru í vor sneru aðallega að fólki með háskólamenntun á sviði líf-, raun- og lyfjavísinda eða verk- fræði. Starfsemi Alvotech felst í þró- un og framleiðslu líftæknilyfja sem eru notuð til meðferðar á erf- iðum sjúkdómum eins og gigt, psoriasis og krabbameini. Þróun- ar- og framleiðslusetur fyrir- tækisins á Íslandi er búið full- komnum tækjum og búnaði og hefur fyrirtækið nú þegar fengið framleiðsluleyfi og gæðavottun. Hátæknisetrið er hluti af Vís- indagörðum Háskóla Íslands í Vatnsmýrinni og er um 13 þúsund fermetrar að stærð. Hafa ráðið 138 manns í ár Fjölgun Starfsmönnum Alvotech hefur fjölgað umtalsvert í ár. Myndin er tekin þegar tíu ára afmæli Alvogen og sex ára afmæli Alvotech var fagnað.  Mikill uppgang- ur hjá Alvotech Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Þetta segir svolítið um markaðinn. Fólk heldur meira að sér höndum og velur betur,“ segir Hrefna Sif Jónsdóttir, framkvæmdastjóri miðasöluvefsins Tix.is, um sölu á jólatónleika í ár. Tímabil jólatónleika rennur senn upp og nú slást tónleikahaldarar um hylli miðakaupenda. Miðasala á stærstu tónleikana virðist færast framar á hverju ári og varla var búið að hringja skólabjöllum í haust þegar auglýsingar um jólatónleika fóru að dynja á landsmönnum. Framboðið virðist þó minna í ár en í fyrra. Lausleg yfirreið Morgun- blaðsins á miðasöluvefjum sýnir að hægt er að velja úr 97 jóla- tónleikum að þessu sinni. Sams konar úttekt á sama tíma í fyrra leiddi í ljós að 115 jólatónleikar voru auglýstir. Þótt fleiri tónleikar eigi eflaust eftir að bætast við virð- ist ljóst að einhver mettun er orðin á markaðnum. Þessi fækkun nemur tæpum 16% milli ára. Fer hægar af stað í ár Einnig er áhugavert að miðasala virðist fara hægar af stað en verið hefur. Þannig mátti í gær ennþá kaupa miða á átta af átján tón- leikum Baggalúts. Síðustu ár hefur alltaf selst fljótt og vel upp á tón- leika sveitar- innar, stundum sama dag og sala hófst. „Ég get ekki neitað því að það er líka okkar til- finning að þetta fari hægar af stað í ár en áður. Það sést til dæmis á sölunni á tón- leika Baggalúts,“ segir Hrefna hjá Tix.is. Hún kveðst ekki skynja að fram- boð á jólatónleikum hafi minnkað þótt það kunni að vera. „En að- sóknin er hægari. Við finnum að það er alla jafna þannig og höfum mælt með því við tónleikahaldara að byrja á færri tónleikum og bæta frekar við aukatónleikum. Maður skynjar að það er ekkert öruggt í þessu.“ Breytt kauphegðun Hrefna segir að þeirrar þróunar hafi gætt þegar í fyrra að kaup- hegðun væri farin að breytast. Fólk ryki ekki endilega til um leið og miðasala væri auglýst. „Fólk er ekkert að drífa sig. Þetta var byrj- að í fyrra og er meira nú. Fólk bíð- ur bara og kaupir miða stuttu fyrir ef það eru lausir miðar.“ Færri jólatónleikar og minni sala  Alls eru 97 jólatónleikar auglýstir í ár, 16% færri en á sama tíma í fyrra  Enn til miðar á tónleika Baggalúts sem seljast jafnan hratt upp  Mettun á markaði  Fólk fer sér hægar nú, segir miðasali Framboð á jóla- tónleikum í ár Þó færri jólatónleikar standi landsmönnum til boða í ár en á sama tíma í fyrra er úrvalið samt stórgott. Erfi tt er að giska á fjölda gesta á þessum jólatónleikum en ljóst er að þeir munu hlaupa á tugum þúsunda. 18 Baggalútsmenn eru sem fyrr stórtækastir og hafa auglýst 18 tónleika í Háskólabíói. Nú ber þó svo við að enn eru fáanlegir miðar á 8 þeirra en oft hefur selst upp á alla tónleikana á einum degi. 167.000.000 Meðlimir Baggalúts verða ekki á fl æðiskeri staddir eftir jólatónleikatörnina, frekar en fyrri ár. Ef uppselt verður á alla tónleikana nemur innkoman 167 m.kr. Það er tíu millj- ónum meira en í fyrra enda hefur miðaverð verið hækkað um rífl ega 500 krónur. 16.900 Dýrustu sætin á jólatónleika í ár eru á The Las Vegas Christmas Show sem Geir Ólafsson heldur í Gamla bíói. Það er um tvö þúsund krónum dýrara en á sömu tónleika í fyrra. Dýrustu miðarnir á Jólagesti Björgvins kosta 14.990 sem er sama verð og í fyrra. 16% Þetta eru heldur færri tónleikar en á sama tíma í fyrra. Nemur fækkunin rétt tæpum 16% sam- kvæmt könnun Morgun- blaðsins. 97 jólatónleikar verða haldnir um allt land þetta árið. Er þá miðað við þá sem eru komnir í sölu á Tix.is og Miða.is. Viðbúið er að enn fl eiri tónleikar verði í boði. 13 Þetta er þrett-ánda árið sem Björgvin Halldórsson heldur sína Jólagesta- tónleika. Fernir tónleikar hafa verið auglýstir en þeir voru alls fi mm í fyrra. Meðal gesta eru GDRN, Auður og Birgitta Haukdal. Jul det’ cool Hrefna Sif Jónsdóttir Starfsmaður embættis forseta Ís- lands gerðist sekur um „óþolandi at- hæfi“, meðal annars kynferðislega áreitni í opnu rými, gagnvart tveim- ur samstarfsmönnum sínum í vinnu- og námsferð starfsmanna embættis- ins til Parísar 13.-16. september síð- astliðinn. Gripu til viðeigandi aðgerða Þetta kemur fram í yfirlýsingu forseta Íslands sem birt var í gær í kjölfar fréttar á vef Fréttablaðsins þar sem greint var frá því að tvær kvartanir hefðu borist til forseta vegna kynferðislegrar áreitni í garð samstarfskvenna. Í yfirlýsingunni kemur fram að eftir heimkomu hafi embættið gripið til viðeigandi aðgerða, m.a. með hlið- sjón af stefnu og áætlun Stjórnar- ráðsins gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni, ofbeldi og annarri ótilhlýðilegri háttsemi. Fékk skriflega áminningu Fór starfsmaðurinn í leyfi og veitti forsetaritari honum skriflega áminn- ingu auk þess sem honum var gert ljóst að ekki yrði látið þar við sitja. Í yfirlýsingunni kemur jafnframt fram að starfsmanninum hafi nú verið heimilað að snúa aftur til starfa með samþykki samstarfsmanna sinna eftir að hann hafi beðið hluteigandi afsökunar og leitað sér sérfræði- aðstoðar. „Þeir aðilar sem brotið var gegn – ágætt samstarfsfólk mitt – hafa í öllu ferlinu verið upplýstir um stöðu og þróun mála og hafa fallist á þær ákvarðanir sem teknar hafa verið, án þess auðvitað að þurfa að bera að nokkru leyti ábyrgð á brotum sem þeir þurftu að þola,“ segir forsetinn í yfirlýsingunni. Í frétt mbl.is um málið kemur fram að samkvæmt upplýsingum á vef embættis forseta Íslands séu starfsmenn embættisins níu talsins, fimm karlar og fjórar konur. Áreitti samstarfsfólk sitt  Var í vinnuferð á vegum embættis forseta Íslands  Viðkomandi hefur nú verið heimilað að snúa aftur til starfa Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfa- dóttir nýsköpunarráðherra kynnti í gær nýja nýsköpunarstefnu fyrir Ísland í Sjávarklasanum. Er stefn- unni ætlað að gera Ísland betur í stakk búið til að mæta áskorunum framtíðarinnar með því að byggja upp traustan grundvöll fyrir hug- vitsdrifna nýsköpun á öllum svið- um. „Nýsköpun er ekki lúxus,“ er haft eftir ráðherranum í tilkynn- ingu vegna þessa. Nýsköpun í Sjávarklasa Morgunblaðið/Eggert Nýsköpun Vel var mætt á samkomuna þar sem nýsköpunarstefna Íslands var kynnt í Sjávarklasanum í gær. Ráðherra var meðal ræðumanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.