Morgunblaðið - 05.10.2019, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.10.2019, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 2019 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. NÁNAR Í SÍMA 585 4000 EÐA Á UU.IS EINUNGIS 24 SÆTI Í ÞESSARI FERÐ 5.-15. APRÍL 2020 PÝRAMÍDARNIR, KAÍRÓ& SIGLING Á NÍL EGYPTALAND Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Ekki var metuppskera af kartöflum í sumar, eins og útlit var fyrir um tíma. Á Suðurlandi var góð meðal- uppskera og meðaluppskera á Norð- urlandi. Kartöflubændur hafa flestir lokið uppskerustörfum og eru að ganga frá tækjum fyrir veturinn og flokka kartöflur og tína til fyrir markaðinn, eins og ávallt á þessum tíma árs. Rættist úr fyrir norðan „Uppskeran er örugglega í góðu meðallagi,“ segir Óskar Kristinsson kartöflubóndi sem er með garða í Dísukoti í Þykkvabæ. Hann segir að þótt sumarið hafi verið hlýtt og gott hafi ekki verið margt undir grösum gullauga sem er uppistaðan í fram- leiðslunni. Telur hann að þurrkar í vor og fyrrihluta sumars ráði nokkru um það. Hins vegar hafi ver- ið mikið undir grösum rauðra ís- lenskra og fleiri tegunda. Telur Óskar að uppskeran hafi verið góð á öllu Suðurlandi og í Hornafirði. Bergvin Jóhannsson, kartöflu- bóndi á Áshóli í Eyjafirði, talar um ágætt meðalár. Þótt kalt hafi verið í sumar hafi góður september bjargað miklu því þá hafi kartöflurnar vaxið vel. Reiknast honum til að upp- skeran sé 10- til 12-föld miðað við það magn sem sett var niður og er hann ánægður með þann árangur. Gæti náð saman Óskar Kristinsson segir að salan hafi farið ágætlega af stað í sumar. Heldur dragi úr sölu á haustin þegar fólk er að taka upp kartöflur úr eigin görðum. Hann gerir ráð fyrir því að uppskeran endist fram á næsta sum- ar, jafnvel alveg þangað til ný upp- skera kemur á markað. Góð meðaluppskera í ár  Minna var undir gullaugagrösunum en búist var við Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Bændur Sigrún Leifsdóttir og Óskar Kristinsson, ánægð með uppskeru. Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is Veðurofsinn sem reið yfir suðvest- anvert landið í gær og nótt hafði víða áhrif á ferðalög fólks. Þannig varð mikil röskun á flug- ferðum til og frá Keflavíkurflugvelli síðdegis í gær vegna veðurs en öll- um ferðum frá flugvellinum var af- lýst seinnipartinn. Greint var frá því á mbl.is að síðasta vél frá Keflavíkurflugvelli hefði farið til Kaupmannahafnar kl. 14.31 í gær. Icelandair aflýsti öllum flug- ferðum sínum, alls fjórtán talsins. 1.700-1.800 þurftu gistingu Fjöldi farþega þurfti að bíða um nokkurt skeið í flugvélum Icelandair á flugvellinum en að sögn Ásdísar Ýrar Pétursdóttur, upplýsingafull- trúa Icelandair, var búið að koma öllum farþegum úr vélunum klukk- an korter yfir níu í gærkvöldi. Til þess voru notaðir stigabílar þar sem allar landgöngubrýr voru teknar úr notkun af öryggisástæðum. Sagði hún að 1.700-1.800 farþeg- anna þyrftu hótelgistingu vegna flugferðanna sem var aflýst og að flugfélagið ynni hörðum höndum að því að finna gististaði fyrir þá. Sagði hún í samtali við Morgunblaðið um klukkan 22 í gær að um 80% væru þegar komin með gistingu en flug- félagið væri enn að leysa málin fyrir þá sem hefðu verið með síðustu vél- unum. Tvær vélar til Egilsstaða Ásdís sagði jafnframt að það gætu orðið einhverjar raskanir snemma í dag ef veðrið gengi ekki niður. Guðjón Helgason, upplýsinga- fulltrúi Isavia, sagði í samtali við Morgunblaðið rétt fyrir klukkan 20 í gær að vindhraði væri vel yfir þeim 50 hnútum sem miðað er við þegar landgöngubrýr eru notaðar. Hann greindi frá því að tvær vél- ar flugfélagsins Wizz Air sem áttu að lenda á Keflavíkurflugvelli seinni partinn hefðu tekið ákvörðun um að lenda á Egilsstaðaflugvelli í staðinn vegna veðurs. Gamli Herjólfur í notkun Veður setti einnig strik í reikn- inginn hjá þeim sem fóru sjóleiðina til og frá Vestmannaeyjum í gær. Gamli Herjólfur var tekinn aftur í notkun í fyrradag í stað þess nýja vegna veðurs og mun hann sigla til Þorlákshafnar þar til annað verður tilkynnt, samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Herjólfs. Telur starfs- fólk Herjólfs líklegt að nýi Herjólfur verði tekinn í notkun fljótlega eftir helgi. Ágætisveður um kaffileytið Gul viðvörun frá Veðurstofu Ís- lands var í gildi í gær fyrir Faxaflóa, á Suðurlandi og miðhálendinu. Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofunni, staðfesti að vind- ur hefði verið bundinn við suðvest- urhornið í gær og yrði fram á nótt. Mikill vindur var að hans sögn undir fjöllum á Suðvesturlandi, svo sem undir Eyjafjöllum, Ingólfsfjalli, Hafnarfjalli og á Kjalarnesi. Afar vindasamt var einnig á Reykjanes- braut þar sem meðalvindur fór upp í 24,9 m/s og 38 m/s í hviðum. Dregur úr vindi um hádegi Óli Þór sagði að búast mætti við að skilin bæru vindinn hægt áfram til norðausturs yfir landið. Veðurspá benti þó til þess að ekki myndi draga almennilega úr vindi á Suð- vesturlandi fyrr en um hádegi í dag. Bjóst hann við að á suðvesturhorn- inu yrði komið ágætisveður um kaffileytið og að stytta myndi upp upp úr hádegi vestast á landinu. Davíð Már Bjarnason, upplýs- ingafulltrúi Landsbjargar, greindi mbl.is frá því að dagurinn hefði ver- ið merkilega rólegur miðað við veð- ur og vinda. Björgunarsveitir hefðu aðeins verið kallaðar út í tvígang um hálfsjöleytið í gær. Tengdust bæði atvikin þökum sem gerðu sig líkleg til að fjúka, annað í Reykjanesbæ og hitt í Grindavík. Samgöngur víða úr skorðum vegna veðurofsa  Öllum flugferðum frá Keflavík aflýst í gær  Tvær vélar lentu á Egilsstöðum Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson Stormur Áhöfn Sigurðar VE15 lét óveðrið ekki stoppa sig á leið frá Vestmannaeyjum seinnipartinn í gær. Ljósmynd/Hilmar Bragi Óveður Taka þurfti allar landgöngubrýr úr notkun á Keflavíkurflugvelli í gær vegna vindhraða. Fjölmargir farþegar sátu fastir um borð í flugvélum Icelandair áður en þeir voru fluttir frá borði. Ljósmynd/Hilmar Bragi Bið Fjöldi farþega komst hvorki lönd né strönd vegna óveðursins í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.