Morgunblaðið - 05.10.2019, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 05.10.2019, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 2019 31 Tilkynningar Sveitarstjórn Skútustaðahrepps samþykkti þann 21. maí 2019 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi tengivirkis á Hólasandi í Skútustaðahreppi skv. 1. mgr. 41 gr. skipulaglaga nr. 123/2010. Bygging tengivirkis á Hólasandi er hluti af framkvæmdum við Hólasandslínu 3, sem áætlað er að liggi á milli tengivirkis á Rangárvöllum á Akureyri og fyrirhugaðs tengivirkis á Hólasandi. Jafnframt munu núverandi raflínur milli Kröflu og Þeistareykja tengjast tengivirkinu. Hólasandslína 3 verður hluti meginflutningskerfis raforku. Tilgangur Landsnets með byggingu línunnar er að auka flutningsgetu og bæta stöðugleika raforkukerfisins á Norður- og Austurlandi, auka hagkvæmni í orkuvinnslunni með sterkari samtengingu virkjanasvæða og þjóna núverandi starfsemi á Norður- og Austurlandi auk þeirrar uppbyggingar sem reikna má með á næstu áratugum. Framkvæmdirnar eru einnig mikilvægar fyrir flutningskerfi landsins í heild sinni þar sem um er að ræða mikilvægan lið í styrkingu á veiku flutningskerfi utan suðvesturhornsins. Línan mun bæta afhendingaröryggi raforku til notenda á Norður- og Austurlandi. Markmiðið er að uppbyggingin valdi sem minnstri röskun á umhverfinu til lengri og skemmri tíma. Tillöguuppdrættir ásamt greinargerðum munu liggja frammi á skrifstofu Skútustaðahrepps, Hlíðavegi 6, 660 Mývatni frá og með föstudeginum 4. október til og með föstudeginum 15. nóvember 2019. Þá eru tillögurnar einnig aðgengilegar á heimasíðu Skútustaðahrepps: http://www.skutustadahreppur.is undir Skipulagsauglýsingar (efst á forsíðu). Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út föstudaginn 15. nóvember 2019. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar innan tilskilins frests. Skila skal athugasemdum skriflega til skrifstofu Skútustaðahrepps, Hlíðavegi 6, 660 Mývatni og/eða í tölvupósti á netfangið: gudjon@skutustadahreppur.is. Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillögurnar teljast þeim samþykkir. Guðjón Vésteinsson, Skipulagsfulltrúi Skútustaðahrepps. Tillaga að deiliskipulagi vegna tengivirkis á Hólasandi Raðauglýsingar 569 1100 Forstöðumaður eigna- og framkvæmdasviðs Starfssvið er í samræmi við skipurit sveitarfélag- sins en undir forstöðumann eigna- og framkvæmdasviðs heyra m.a. þessi verkefni: • Rekstur þjónustumiðstöðvar • Umsjón með verklegum framkvæmdum á vegum sveitar- félagsins • Almenn umsjón með fasteignum sveitarfélagsins • Umsjón með fráveitukerfum og ýmsum hreinlætis- og umhverfismálum • Umsjón með rekstri sameiginlegra verkefna sbr. þjónustusamninga um vatnsveitu og fasteignir. Menntunar- og hæfniskröfur: • Menntun sem nýtist í starfi, háskólamenntun ákjósanleg • Þekking og reynsla af rekstri, verkstjórn og áætlanagerð skilyrði • Þekking og reynsla af framkvæmda- og þjónustuverkefnum á vegum sveitarfélaga kostur • Þekking og reynsla í verkefna- og mannauðsstjórnun kostur • Góð þekking á upplýsingatækni og fjárhagsbókhaldi • Þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum • Frumkvæði og metnaður til að ná árangri • Skipulagshæfileikar og nákvæm vinnubrögð Hjá Rangárþingi ytra starfa um 150 manns í allt hjá hinum ýmsu stofununum en skrifstofa sveitarfélagsins er staðsett á Hellu. Hjá þjónustumiðstöð starfa að jafnaði 6-8 manns auk sumarstarfsfólks og vinnuskóla. Umsóknarfrestur er til 1. nóvember. Umsókn skal senda með rafrænum hætti á agust@ry.is. Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Nánari upplýsingar veitir Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri (agust@ry.is - 488 7000). Rangárþing ytra óskar eftir að ráða forstöðumann eigna- og framkvæmdasviðs. Leitað er eftir öflugum einstaklingi sem er tilbúinn að takast á við fjölbreytt og krefjandi starf. Reiknað er með að ráða í starfið frá og með 1. janúar 2020. Móttökuritari/ Gjaldkeri/ Tannréttingar Móttökuritari /gjaldkeri óskast til starfa á Tannlæknastofu Gísla Vilhjálmssonar í fullt starf. Viðkomandi þarf að hafa gott vald á íslensku og ensku, ríka þjónustulund, vera talnaglögg og geta unnið undir álagi. Þarf að geta hafið störf sem allra fyrst. Áhugasamir sendi umsóknir á tölvupóstfangið: gisli@teinar.is. HAGI ehf Stórhöfði 37, 110 Reykjavík Óskum eftir að ráða duglegan og samviskusaman starfsmann til aðstoðar á verkstæði okkar, ásamt öðrum tilfallandi verkefnum. Í starfinu felst m.a. aðstoð við viðgerðir og viðhald á tækjum, aðstoð við sölumennsku í verslun okkar, ásamt öðrum tilfallandi verkefnum. Iðnmenntun er æskileg en ekki nauðsynleg. Vinsamlegast sendið ítarlegar umsóknir á póstfangið atvinna@hagi.is Nánari upplýsingar um störfin veita Óskar eða Kristján í síma 414 3700 Aðstoðarmaður á verkstæði Tilboð/útboð Ríkiskaup Allar útboðsauglýsingar eru birtar á utbodsvefur.is Utbodsvefur.is er sameiginlegur auglýsingavettvangur opinberra útboða. Á vefsvæðinu eru birtar auglýsingar og eða tilkynningar um fyrirhuguð innkaup opinberra aðila sem falla undir lög og reglugerðir um opinber innkaup. Þarftu að ráða? WWW.RADUM.IS | 519 6770 | RADUM@RADUM.IS Ráðum sérhæfir sig í ráðningum og mannauðsráðgjöf. Við komum til móts við þarfir fyrirtækja og sérsníðum lausnir sem henta hverjum viðskiptavini.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.