Morgunblaðið - 05.10.2019, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 05.10.2019, Blaðsíða 42
42 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 2019 Vinur minn Grím- ur Leifsson er dá- inn. Hann var góður vinur og fé- lagi, sem mikil eftirsjá er að. Ég man ekki hvar við hittumst fyrst, en það var þegar við Sólrún kynntumst. Þær Anna kona Gríms voru miklar vinkonur og fórum við oft norður á Húsavík, en á þeim tíma bjuggu þau Grím- ur þar. Ýmislegt var gert á þessum ár- um og vináttuböndin urðu sterk. Farið var í alls konar ferðalög vítt og breitt um heiminn. Grímur var alltaf að fást við eitthvað, gat ekki auðum höndum setið. Var rafvirki á Húsavík og rak þar gott fyrirtæki, en var líka í alls konar framkvæmdum, eins og að koma hitaveitunni í bæinn svo eitthvað sé nefnt. Við Grímur brölluðum margt saman. Eitt sinn kom hann til mín og sagði: eigum við ekki að kaupa saman bát. Hann hafði frétt að til sölu væri Mótunar- bátur sem upplagt væri að kaupa. Þannig varð það að við fórum í út- gerð og ég í Stýrimannaskólann og tók pungaprófið. Útgerðin var ekki stór í sniðum en bátinn átt- um við í nokkur ár. Einnig hafði ég samband við hann er ég var staddur eitt sinn í Þýskalandi og spurði hvort ekki væri kominn tími til að festa kaup á húsbíl, sem og var gert. Hús- bíllinn reyndist okkur vel enda urðu þeir tveir. Margar ferðir fórum við saman um Evrópu og minningarnar margar. Þannig var Grímur til í allt og ekkert ves- en. Hún situr alltaf í mér fyrsta ferðin sem við Sólrún fórum til útlanda. Flogið var til Lúxem- borgar, síðan farið og náð í bíla- leigubíl. Anna og Grímur voru þá búsett í Bretlandi, þar sem Anna var í sérnámi. Við höfðum mælt okkur mót í Móseldalnum, þar sem við ætluðum að ferðast sam- an um Þýskaland og Austurríki, þau með tjaldvagn, við með tjald. Grímur var á sínum eðalvagni sem bar íslenskt númer. Númer- ið byrjaði á Þ. Er við vorum að keyra gegn- um landamærastöð í Basel, Grímur á undan, ég á eftir, Grímur Leifsson ✝ GrímurHvammsfjörð Leifsson fæddist 26. desember 1936. Hann lést 23. sept- ember 2019. Útför Gríms fór fram 4. október 2019. spennan í hámarki, keyri ég aftan á bíl Gríms. Landa- mæraverðirnir fórnuðu höndum en voru fegnir er þeir sáu að við vorum saman, því þeir þekktu ekki númer- ið frá Húsavík, Þ. Svona verða minn- ingarnar til. Fjölskyldur okkar héldu vel saman og var sambandið náið. Það var mikið áfall er Anna féll frá og átti Grímur þá ekki góðan tíma. En það birti aftur þegar hann hitti Áslaugu, sem veitti honum félagsskap og gleði þrátt fyrir að heilsan væri farin að dvína. Blessuð sé minning Gríms H. Leifssonar. Við Sólrún færum fjölskyld- unni okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Steindór. Svona líður tíminn. Það eru orðin heil 52 ár síðan ég kynntist vini mínum, Grími Leifssyni sem þá bjó á Húsavík. Við kynntumst í gegnum sam- eiginlegan vin þegar ég flutti til Húsavíkur til vinnu sem bygg- ingatæknifræðingur. Ég skynj- aði þá strax hversu stórbrotinn einstaklingur Grímur væri, traustur, áreiðanlegur og bón- góður, auk þess að vera líflegur og skemmtilegur félagi. Fljótlega eftir komu mína til Húsavíkur var stofnaður golf- klúbbur á staðnum og þrátt fyrir það að hafa lítinn sem engan áhuga á golfi varð Grímur einn af stofnendum þessa klúbbs. Sýnir það vel hversu tilbúinn hann var til þess að taka þátt í fram- kvæmdum og framförum síns sveitarfélags þrátt fyrir að hann hefði aldrei tekið sér kylfu í hönd eða ætti eftir að gera það. Grímur hafi mjög takmarkaðan áhuga á íþróttum yfirleitt og gat alls ekki skilið hvernig fólk gat sólundað tíma sínum í svona vitleysu og enn síður fannst honum áhuga- vert að góna á þetta „sprikl‘‘ í sjónvarpi. Eftir þessi fyrstu kynni okkar bundumst við og fjölskyldur okk- ar vinaböndum og brölluðum margt og mikið, fórum saman í ferðalög, innanlands og utan og áttum saman ánægjulegar og ómetanlegar stundir, bæði á Húsavík og eins eftir að þau hjón- in fluttu til Reykjavíkur. Grímur gekk í Lionsklúbbinn Víðarr í Reykjavík og bauð mér síðar í þann klúbb sem ég þáði með þökkum. Þar vorum við Grímur samferða í 30 ár með ein- staklega skemmtilegum, sam- heldnum og ráðagóðum félögum sem lögðu sig í líma við að leggja lið eins og Lionsmönnum er ein- um lagið. Gamansamur og hagmæltur var Grímur með eindæmum og oft laumaði hann gamansömum og snilldarlega vel ortum kveð- skap með í afmælis- eða tækifær- iskort. Það var alltaf tilhlökkun sem fylgdi því að hljóta kort frá Grími og lesa vel orta vísu. Grímur var jólabarn, það er hann var fæddur annan í jólum. Þar af leiðandi skapaðist sú hefð hjá mér og mínum að mæta í af- mælið hans á þeim degi. Fátt var skemmtilegra en að hitta þar af- mælisbarnið, fjölskyldu hans og góða vini. Þá var spilað á hljóð- færi, sungið, hlegið og góðra veit- inga notið. Grímur átti gott líf. Hann ferð- aðist víða og hafði gríðarlega gaman af því að ferðast um Ís- land, sem og önnur lönd og gerðu þau Anna mikið af því meðan hennar naut við. Síðustu árin átti Grímur við heilsuvanda að etja en tók því af æðruleysi uns að leið- arlokum kom. Eitt er víst að eng- in veit ævi sína fyrr en öll er. Ég minnist þessa einstaka vin- ar, Gríms, með vináttu og hlýhug og er þakklátur fyrir samfylgdina í 52 ár og óska honum góðrar ferðar í ný heimkynni þar sem Anna hans bíður hans með bros á vör og blik í auga. Ég og konan mín, Fríða Björg, vottum börnum, tengdabörnum og öðrum afkomendum Gríms H. Leifssonar innilega samúð. Hvíl þú í friði, minn kæri vinur. Guðmundur S. Guðmundsson. Góður vinur og félagi, Grímur Leifsson, er látinn. Það vekur ætíð sorg í hjarta þegar fréttir berast af andláti náins vinar. Ein slík frétt barst okkur félögum í Lionsklúbbnum Víðarri að morgni þess 23. september sl. Grímur hafði látist þá um nóttina eftir nokkurra daga erfiða sjúkrahúsvist en undanfarin misseri hafði hafði hann átt við veikindi að stríða. Hann átti þó góð tímabil og góða daga á milli og þrátt fyrir minnkandi þrótt sótti hann Lionsfundi og aðra við- burði á vegum klúbbsins okkar af mikilli samviskusemi svo lengi sem heilsan og kraftar leyfðu. Grímur var mikill og sannur Lionsmaður, einn af okkar allra bestu félögum. Hann var hvatamaður að stofnun Lionsklúbbs Húsavíkur árið 1965 og var gjaldkeri í fyrstu stjórn hans. Síðar gegndi hann formennsku í klúbbnum auk fjölda annarra trúnaðarstarfa. Grímur og kona hans, Anna Jeppesen, fluttu til Húsavíkur 1960 og rak Grímur þar rafverk- takafyrirtæki sem hann stofnaði ásamt félaga sínum Árna Vil- hjálmssyni og þjónuðu þeir Hús- víkingum og nærsveitamönnum vel og dyggilega um áratuga skeið. Þau Grímur og Anna voru félagslynd og því brátt vinmörg þó þau ættu ekki rætur að rekja í héraðið. Auk starfa Gríms í Lionshreyfingunni voru þau hjón árum saman burðarásar í öflugri starfsemi Leikfélags Húsavíkur. Grímur var ekki mikið á leiksvið- inu sjálfu en þeim mun duglegri baksviðs, við lýsingu og leikmuni. Árið 1983 fluttu þau til Englands og bjuggu þar um tíma meðan Anna stundaði framhaldsnám og er þau fluttu aftur heim til Ís- lands árið 1985 settust þau að í Reykjavík. Grímur gerðist þá þegar félagi í Lionsklúbbnum Víðarri og gegndi þar margvís- legum trúnaðarstörfum. Grímur hefur því verið virkur félagi í Lionshreyfingunni nær óslitið í meira en hálfa öld og erum við fé- lagar hans og hreyfingin öll þakklát fyrir hans öfluga starf á þeim vettvangi. Um skeið bjuggu Grímur og Anna á Spáni og þar nutu Víð- arrsfélagar og makar þeirra, er leið áttu um það hérað, ávallt mikillar gestrisni enda slitnaði aldrei taugin milli þeirra hjóna og klúbbsins okkar og þegar þau fluttu heim til Íslands á ný tók Grímur strax þátt í störfum klúbbsins af endurnýjuðum krafti. Anna var Grími mikil stoð og stytta í leik og starfi og okkur Lionsfélögum einnig kær því hún sótti vel samkomur og ferðir klúbbsins með Grími sínum. Það var því mikið áfall þegar hún lést langt um aldur fram í desember árið 2015. Hafði hún þá aðeins nokkrum dögum áður tekið þátt í hefð- bundnum jólafundi klúbbsins. Síðustu misserin átti Grímur góða vinkonu, Áslaugu Diðriks- dóttur, sem reyndist honum vel og hjálpaði honum af mikilli fórn- fýsi í veikindum hans. Hún sótti einnig með honum samkomur á vegum klúbbsins. Það er því með miklum trega og söknuði sem við félagar í Lionsklúbbnum Víðarri kveðjum góðan og traustan Lionsmann en munum geyma með okkur minn- inguna um góðan dreng, traust samstarf og ánægjulegar sam- verustundir. Við sendum öllum aðstandendum innilegar samúð- arkveðjur. Fyrir hönd Lionsklúbbsins Víðarrs, Guðmundur Bjarnason. Með fáum orðum kveð ég Hallgrím Helgason, minn kæra vin og sam- starfsmann. Fyrir hönd Þjóð- minjasafns Íslands þakka ég honum gefandi samvinnu um áratugaskeið við verndun hins glæsilega torfbæjar á Bustar- felli í Vopnafirði sem hefur ver- ið í vörslu Þjóðminjasafnsins frá árinu 1943. Bustarfell er fornt höfuðból sem hefur verið hefur í ábúð sömu ættar frá 1532 að stofni til, aldagamalt. Minjasafnið á Bustarfelli er til húsa í bænum, en þar má meðal annars sjá safngripi úr eigu Hallgrímur Helgason ✝ HallgrímurHelgason fæddist 30. júní 1927. Hann lést 18. september 2019. Útför Hallgríms fór fram 28. sept- ember 2019. Bustarfellsættar- innar. Þar fer fram vandað safnastarf þar sem skynja má órofna taug kyn- slóðanna. Hall- grímur var bóndi á Þorbrandsstöðu í Vopnafirði og með- fram bústörfum vann hann við við- hald á gamla bæn- um að Bustarfelli í góðu sam- starfi við fjölskylduna og Þjóðminjasafn Íslands. Hall- grímur var afar fróður um þjóð- hætti og fjölhæfur handverks- maður sem lét sér annt um vandað verklag og lagði hann alúð við að byggt væri á hefðum og þekkingu á fornum búskap- ar- og þjóðháttum. Hann brýndi okkur hin til góðra verka af reynslu og visku. Völundarsmiðurinn og öð- lingurinn Hallgrímur gladdist yfir hverjum áfanga viðgerða gamla bæjarins. Hallgrímur var virkur í Félagi íslenskra safna og safnmanna. Hann þekkti forna búskapar- hætti betur en flestir og miðlaði af þekkingu sinni til okkar sam- starfsfólksins og safngesta þar sem sýndi hvers kyns handverk á vegum Minjasafnsins á Bust- arfelli. Bustarfell er minjastað- ur sem á brýnt erindi við sam- tímann þegar áherslur um sjálfbæra þróun gefa minjunum þar enn dýpri merkingu til framtíðar litið. Bustarfell er sannarlega mikilvægur hlekkur einstaks torfhúsaarfs Íslands sem er á yfirlitsskrá Íslands vegna heimsminjaskrár Menn- ingarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Hallgrímur var öðlingur með glampa í augum og hlýtt vin- arþel og þegar ég hugsa til hans koma upp margar ljúfar minn- ingar. Ég minnist ánægjulegra samskipta um yfirstandandi viðgerðir hverju sinni á liðnum áratugum þar sem hann var ætíð ráðagóður um réttu að- ferðirnar. Einnig vingjarnlegra ábendingar um þarfar viðgerðir sem ekki mættu bíða. Ég minn- ist einnig gleðistunda með góðu samstarfsfólki hjá Minjasafninu á Bustarfelli þar sem ávallt rík- ir vinátta og hlý gestrisni. Þá minnist ég ógleyman- legrar sýningaropnunar um álf- konudúkinn merka frá Bustar- felli. Ég minnist með hlýju ógleymanlegrar heimsóknar og skoðunarferðar um Vopnafjörð fyrir tveimur árum þegar hann sýndi mér heimahagana í blíðskaparveðri. Þessar minn- ingar mun ég varðveita og öll þau góðu ráð sem hann gaf. Hallgrímur var kær vinur og samstarfsmaður sem gaf af sér og fyrir það er þakkað. Með þekkingu sinni og miðl- un hennar hafði hann mótandi áhrif á varðveislu torfhúsaa- rfsins og sanngildi hans. Hann er sannarlega einn af okkar merku frumkvöðlum og fyrir hönd Þjóðminjasafns Íslands þakka ég Hallgrími vináttu, samstarf og ómetanlegt framlag til þjóðminjavörslu á Íslandi. Ég votta fjölskyldu Hallgríms sem var honum svo kær mína innilegustu samúð. Heiðruð sé minning Hallgríms Helgasonar. Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður. „Kemur þú ekki með okkur til Dublin? Jú, auðvitað kemur þú með, ert með svo góð laun.“ Og svo kom þessi smitandi hlátur. Ég var nýbyrjuð í starfi á Sól- vangi, hafði frétt að hluti stafs- fólksins væri að safna fyrir ferð til Dublin um haustið. Tveir mánuðir í túrinn og því að hrökkva eða stökkva. Jú, ég kem með svaraði ég og þar með upphófst mikið ævin- týri sem oft var vitnað í. Auð- vitað var Anna Guðna potturinn og pannan í öllum skemmtileg- heitunum. Hún var algjörlega einstök hún Anna, hörkudugleg, samviskusöm, grönn en fyrir- ferðarmikil, hlý, nærgætin og einstaklega skemmtileg. Aldrei var lognmolla kringum Önnu og við elskuðum hana öll. Það hef- ur verið sagt að þeir sem láta sér annt um dýr, gróður og gamalt fólk séu góðar mann- eskjur, hún vinkona okkar var svo sannarlega ein af þeim. Anna hóf störf á Sólvangi í Hafnarfirði 18 ára gömul og átti þar langan, fjölbreyttan og far- sælan starfsferil þar til hún fór á eftirlaun. Önnu þótti vænt um vinnu- staðinn sinn og það var sann- arlega gagnkvæmt, „ekki í mín- um verkahring“ var ekki til í hennar orðaforða. Sögurnar sem hún sagði okkur frá fyrri tímum voru óborganlegar. Starfsstúlkur utan af landi bjuggu á efstu hæðinni á fyrstu árum Sólvangs. Auðvitað var glugginn á líkhúsinu ávallt op- inn því það þurfti að komast inn eftir að búið var að læsa. Á þessum tíma reyktu flestir og alls staðar var leyft að reykja. Anna var á kvöldvakt eitt gaml- árskvöldið og fann þá mikla reykjarlykt leggja fram á gang- inn. Þá hafði lifandi sígarettu Anna Ragnheiður Guðnadóttir ✝ Anna Ragn-heiður Guðna- dóttir fæddist 25. janúar 1942. Hún lést 27. september 2019. Útför Önnu Ragnheiðar fór fram 4. október 2019. verið kastað í ruslafötuna á kló- settinu og logaði glatt. „Vertu ánægð, Anna mín, að ég kveikti í á réttum tíma, er ekki alltaf kveikt í brennunum kl. 20?“ spurði sá seki. Það ríkti mikil samheldni á Sól- vangi, öll reyndum við eftir bestu getu að þjóna heimilisfólkinu sem best, hafa fagmennsku og gleði ríkjandi, gera þannig Sólvang að framúr- skarandi vinnustað. Skemmtikvöldin, tískusýning- arnar, dansleikirnir, basarinn, allt sjálfboðavinna og Anna ávallt boðin og búin að hjálpa til ásamt því að baka með Lóu í litlu jólafagnaðina. Ávallt vin- átta og hlýja fyrir heimilisfólk- ið. Starfsmannafélagið var dug- legt að standa fyrir hvers kyns uppákomum. Ferðirnar á Sól- bakka, hús Sólvangs í Hvera- gerði, gleymast seint. Fyrrverandi starfsmenn hitt- ast alltaf og fá sér kaffisopa saman fyrsta fimmtudag í hverjum mánuði. Hver hélt uppi fjörinu? Auðvitað Anna Guðna. Hún var höfðingi heim að sækja, frægt er skópartíið sem haldið var á sólpallinum og rat- aði í blöðin. Við vinir hennar frá Sólvangi sitjum saman og söknum, vitum hreinlega ekki hvernig við för- um að næst þegar við hittumst. Sama verður um aðventu- fagnaðinn sem nokkrar okkar koma að. En sárastur er söknuðurinn hjá eiginmanni, börnum og þeirra fjölskyldum, enda dá- samleg fjölskylda sem Anna átti. Það hefur verið röggsöm kona sem krafðist inngöngu hjá Lykla-Pétri enda var hún boðs- gestur Jesú Krists og er nú skráð í Lífsins bók með stóru, stóru letri. Hugheilar samúðarkveðjur sendum við Birgi og fjölskyld- unni allri. F.h. vina þinna og samstarfs- félaga á Sólvangi, Sigþrúður Ingimundardóttir. Innilegar þakkir sendum við öllum sem sýndu okkur samúð og vináttu vegna andláts eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, dóttur, tengdadóttur og ömmu, HELGU ÞÓREYJAR SVERRISDÓTTUR hundakonu, Lyngholti 5, Hauganesi. Sverrir E. Torfason Dagný Davíðsdóttir Karl Þorkelsson Auðbjörg María Kristinsd. Fannar Hafsteinsson Hildur Ýr Kristinsdóttir Konráð Már Sverrisson Helga María Ólafsdóttir Torfi Brynjar Sverrisson Ester Hafdís Ásbjörnsdóttir María Aldís Sverrisdóttir Birkir Örn Stefánsson foreldrar, tengdaforeldrar og ömmubörn Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síð- una. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið sent er ráðlegt að senda myndina á netfangið minning@mbl.is og láta umsjónarmenn minningargreina vita. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.