Morgunblaðið - 05.10.2019, Side 11

Morgunblaðið - 05.10.2019, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 2019 Dr. Halldór Ingimar Elíasson, stærðfræð- ingur og prófessor em- eritus við Háskóla Ís- lands (HÍ), lést á Landspítalanum 1. október, 80 ára gamall. Halldór fæddist 16. júlí 1939 á Ísafirði og ólst upp í Hnífsdal, á Skagaströnd og Ak- ureyri. Foreldrar hans voru hjónin Guðný Rósa Jónasdóttir hjúkrunarfræðingur og húsfreyja og Elías Ingimarsson bóndi, út- gerðarmaður, kaupfélagsstjóri og frystihússtjóri. Systkini hans eru Jónas prófessor emeritus (f. 1938), Þorvarður fyrrverandi skólastjóri (f. 1940), Elías Bjarni fyrrverandi yf- irverkfræðingur (f. 1942) og Mar- grét listmálari í Svíþjóð (f. 1946). Halldór lauk stúdentsprófi frá MA árið 1959 og hóf um haustið nám í eðlisfræði og stærðfræði við há- skólann í Göttingen í Þýskalandi. Hann lauk þaðan diplomprófi í stærðfræði árið 1963. Doktorspróf í stærðfræði tók Halldór við háskól- ann í Mainz í Þýskalandi árið 1964. Að loknu námi kenndi Halldór við MR veturinn 1964-1965. Hann vann að stærðfræðilegum rannsóknum við Insti- tute of Advanced Stud- ies í Princeton í Bandaríkjunum 1965- 1966 og var aðstoðar- prófessor við Brown- háskóla á Rhode Is- land í Bandaríkjunum 1966-67. Halldór var sérfræð- ingur við Raunvís- indastofnun HÍ 1967- 1970 og gestaprófessor við háskólann í Bonn í Þýskalandi 1970-1971 og við Warwick- háskóla í Englandi 1971-1972. Hann varð dósent í stærðfræði við verk- fræði- og raunvísindadeild HÍ 1972- 1973 og prófessor frá 1973. Halldór birti margar greinar um stærðfræði í viðurkenndum erlend- um stærðfræðitímaritum. Hann var ritstjóri Mathematica Scandinavica fyrir hönd Íslands 1973-1997. Eftirlifandi eiginkona Halldórs er Björg Cortes Stefánsdóttir, BA, kennari og læknaritari (f. 1947). Þau gengu í hjónaband 1970. Börn þeirra eru Stefán Valdimar (f. 1968), Anna Margrét (f. 1973) og Steinar Ingi- mar (f. 1975). Barnabörn Halldórs og Bjargar eru fimm talsins. Andlát Halldór I. Elíasson, prófessor emeritus Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Ef við viljum greiða okkar starfs- mönnum eitthvað umfram samninga þá er það okkar mál. Launanefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga semur um lágmarkskjör en hún telur sig hafa löggjafarvald og dómsvald í öllu saman,“ segir Tryggvi Harðar- son, sveitarstjóri Reykhólahrepps, um brottvísun sveitarfélagsins úr samráði sveitarfélanna í kjaravið- ræðum vegna greiðslu þess á launa- uppbót í trássi við vilja launanefndar sveitarfélaga. Auk Reykhólahrepps var Súðavík- urhreppi og Tjörneshreppi vikið úr kjarasamráðinu vegna brots á ákvæðum umboðs sem þeir veittu Sambandi íslenskra sveitarfélaga, eins og fram kom í blaðinu í gær. Röng nálgun hjá launanefnd Að sögn Braga Þórs Thoroddsen, sveitarstjóra Súðavíkurhrepps, ákvað hann í samráði við kjörna full- trúa að greiða ófaglærðum starfs- mönnum hreppsins eingreiðslu í sumar, vegna þess dráttar sem orðið hafði á kjaraviðræðum. Það hafi ver- ið gert í trássi við ábendingu frá launanefnd sveitarfélaga sem hann segir að hafi viljað halda uppi þrýst- ingi í kjaraviðræðunum. Verkalýðs- félögin höfðu þá vísað kjaradeildunni til ríkissáttasemjara. „Mér fannst þetta röng nálgun hjá launanefndinni. Áður var búið að ákveða að greiða öllum þessa ein- greiðslu. Mér fannst rangt að halda eftir greiðslu til lægstlaunaða fólks- ins,“ segir Bragi. Fjórir starfsmenn Súðavíkur- hrepps fengu eingreiðsluna sem var um 105 þúsund krónur. Reykjavík- urborg sem ekki er aðili að kjara- samráðinu greiddi þessa eingreiðslu. Það gerði Akranesbær einnig í sam- ráði við launanefndina eftir að verka- lýðsfélagið þar dró til baka vísun til ríkissáttasemjara. Eftir að viðræður hófust að nýju ákvað launanefndin að leggja til að eingreiðslan yrði greidd út nú í októ- ber. Hafa fjarlægst viðsemjendur Nú þurfa sveitarfélögin þrjú að annast sjálf samninga við sína starfs- menn. Þetta eru flóknir samningar við margar starfsstéttir, svo sem í grunnskólum, leikskólum, íþrótta- miðstöðvum, í áhaldahúsum og á skrifstofum sveitarfélaganna. Tryggva Harðarsyni líst ekki illa á það. „Ég mun semja við þau félög sem við þurfum að semja við. Ég reikna með að þeir verði að mestu samhljóða samningum sambandsins. Síðan verður það mat þessara sveit- arfélaga hvort þau vilji gera eitthvað öðruvísi. Ég reikna ekki með að það verði lakari samningar en sam- bandið gerir, fyrir starfsfólkið,“ seg- ir Tryggvi. Hann segir að þróunin hafi orðið sú að sveitarfélögin hafi verið að fjarlægjast sína viðsemjendur með samningum í gegnum miðstýrt apparat sem öllu vilji ráða. „Ég tel gott fyrir fulltrúa í sveitarstjórnum að þurfa að hugsa aðeins um þetta sjálfir,“ segir Tryggvi. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Súðavík Aðeins rúmlega 500 íbúar eru alls í sveitarfélögunum þremur sem vísað var úr samráði um kjaraviðræður. Líst vel á að gera eigin kjarasamninga  Vísað úr kjarasamráði vegna eingreiðslu til starfsfólks YFIRHÖFNIN FÆST Í LAXDAL TRAUST Í 80 ÁR VERÐ 29.900,- Skoðið laxdal.is Skipholti 29b • S. 551 4422 20% afsláttur af bleiku frá: Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is gisting.dk 499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími) Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 900 Kaupmannahöfn Bílar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.