Morgunblaðið - 19.10.2019, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.10.2019, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 2019 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Sveitarstjórn Mýrdalshrepps hefur óskað eftir viðræðum við önnur sveitarfélög í Vestur-Skaftafellssýslu og Rangárvallasýslu um kosti og galla sameiningar sveitarfélaganna. Anton Kára Halldórssyni, sveitar- stjóra Rangárþings eystra, líst vel á að hefja slíka könnun og telur að margir sveitarstjórnarmenn á svæð- inu séu sömu skoðunar. Spennandi verkefni „Þessi sveitarfélög eru í ýmiss kon- ar samstarfi, meðal annars um félags- og skólaþjónustu, og héraðsnefndirn- ar eiga saman Skóga undir Eyja- fjöllum. Ríkið er mögulega að marka stefnu um lágmarks íbúafjölda. Ég vona að allir séu tilbúnir að skoða með opnum huga kosti og galla sam- einingar. Ég held að það geti orðið spennandi verkefni,“ segir Einar Freyr Elínarson, oddviti Mýrdals- hrepps. Anton Kári tekur fram að erindi Mýrdalshrepps verði lagt fyrir næsta sveitarstjórnarfund í Rangárþingi eystra. „Sjálfum líst mér mjög vel á að fulltrúar sveitarfélaganna setjist niður og skoði kosti og galla samein- ingar. Það er ómögulegt að svara því hverju sameining skilar fyrr en við setjumst yfir málið. Ef við sjáum möguleika á að veita íbúum okkar betri þjónustu og sinna skyldum okk- ar betur og vera betur í stakk búnir til að taka við verkefnum frá ríkinu kemur þetta vel til greina. Ég held að það sé rétti tíminn til að gera þetta núna. Fjárhagur allra sveitarfélag- anna er í þokkalegu standi og enginn í kröggum,“ segir Anton. Gott að byrja stórt Innan hugsanlegs nýs sveitarfélags yrðu Skaftárhreppur með Kirkju- bæjarklaustur sem þéttbýlisstað, Mýrdalshreppur með Vík, Rangár- þing eystra með Hvolsvöll, Rangár- þing ytra með Hellu og Ásahreppur saman í sveitarfélagi. Þar eru nú 5.100 íbúar, flestir í Rangárþingi eystra, rúmlega 1.900, fæstir í Ása- hreppi, tæplega 250. Stjórnvöld hafa boðað þá stefnu að fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar verði sveitarfélög með 250 íbúa og færri þvinguð til að sameinast öðrum og fjórum árum seinna verði lág- markstala íbúa 1.000 manns. Skaftár- hreppur og Mýrdalshreppur myndu þurfa að huga að sameiningu fyrir þarnæstu kosningar, að óbreyttu. Anton Kári telur að það sé gott fyrsta skref að skoða stóra samein- ingu. Ekki kæmi á óvart að hún þró- aðist út í smærri sameiningar. Það yrði tíminn að leiða í ljós. Þá yrði hafið lögformlegt sameiningarferli. Hella og Hvolsvöllur í eina sæng? Morgunblaðið/Eggert Suðurströndin Mýrdalshreppur hefur frumkvæði að athugun á því hverju sameining sveitarfélaga skilar.  Sveitarstjórn Mýrdalshrepps stingur upp á könnun á kostum og göllum sameiningar allra sveitarfé- laga í Vestur-Skaftafells- og Rangárvallasýslu  Rétti tíminn, segir sveitarstjóri Rangárþings eystra „Staða efnahagsmála á Íslandi er sterk og ég tel að ef við skoðum hag- stjórnina frá hruni þá höfum við ver- ið að ná fram verulegum úrbótum í ólíkum ríkisstjórnum þegar kemur að því að styrkja stoðir ríkisfjármála, peningastefnu og vinnumarkaðar. Við höfum búið í haginn með því að skila verulegum afgangi sem nýtist okkur vel nú þegar um hægist í hag- kerfinu,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs (VG) og forsætis- ráðherra, m.a. í opnunarræðu sinni á landsfundi VG í gær. Fundinum, sem fram fer á Grand hótel í Reykjavík, lýkur á hádegi á sunnudag. Katrín fór yfir ríkisstjórnarsam- starfið og þær áskoranir sem því hefðu fylgt fyrir flokkinn. Hún sagði að ríkisstjórnin væri nú stödd í hálf- leik, eftir að hafa átt að mörgu leyti góðan fyrri hálfleik. Hún kvaðst þess fullviss að að leikslokum myndu þau fagna sigri. Hún sagði að í næsta hálfleik kjörtímabilsins yrðu stór skref stigin í lykilmálaflokkum og þar sem áherslur VG lægju. Hún nefndi m.a.: Aukna fjárfestingu í nýsköpun sem mun tryggja blómlegt efna- hagslíf til framtíðar. Raunverulegar aðgerðir til að bregðast við fjórðu iðnbyltingunni þannig að ávinningur hennar gagnist samfélaginu öllu. Að áfram verði dregið úr kostnaði sjúk- linga við að sækja sér heilbrigðis- þjónustu. Nýtt stuðningskerfi fyrir námsmenn. Ákvæði um þjóðareign á auðlindum og umhverfisvernd í stjórnarskrá ásamt öðrum stjórnar- skrárbreytingum og loks stofnun Miðhálendisþjóðgarðs, sem hefur verið baráttumál VG til margra ára. Katrín sagði að þetta væru ekki tæmandi upptalning og að verkefnin væru miklu fleiri. gudni@mbl.is Boðar sóknarleik í seinni hálfleiknum  Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, setti landsfund í gær Morgunblaðið/Hari Landsfundur VG Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, fjallaði m.a. um stjórnarsamstarfið í opnunarræðu sinni. NÝTT OG SPENNANDI FRÁ HOL TA Hefur þú prófað Holta drumsticks? Í fundargögnum landsfundar VG 2019 eru meðal annars 47 álykt- anir sem taka þarf afstöðu til. Í ályktun um jarðamál telur stjórn VG í Borgarbyggð „afar mikilvægt að settar verði skorður þannig að bújarðir og aðrar landareignir safnist ekki á fárra hendur“. VG á Austurlandi vill ályktun um „að stjórnvöld komi hið fyrsta böndum á óheft upp- kaup á jarðeignum hér á landi“. Ung vinstri græn leggja fram ályktun þar sem það er harmað að enn hafi ekki verið afgreitt frum- varp um lækkun kosningaaldurs. Einnig ályktun um að landsfund- urinn krefjist þess að kjörnir fulltrúar hreyfingarinnar „beiti sér gegn frekari uppbyggingu og um- svifum bandaríska hersins og NATO á Keflavíkurflugvelli“. 47 ályktanir lagðar fram LANDSFUNDUR VG 2019 Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Viðhaldi verður að einhverju leyti frestað, ítrasta aðhalds gætt við inn- kaup, launafyrirkomulag endurskoð- að og ekki verður ráðið í vissar stöður sem losna. Þetta er meðal þeirra sparnaðaraðgerða sem ráðist verður í á Landspítala. Gangi þær eftir verður kostnaður við rekstur spítalans skor- inn niður um tæpan milljarð á þessu ári og tvo og hálfan milljarð á árs- grundvelli, þ.e. á næsta ári. Sex mánaða uppgjör spítalans, sem birt var í sumar, sýndi að að óbreyttu stefndi í hátt í fimm milljarða króna framúrkeyrslu í ár. Þessar aðgerðir eru til þess ætlaðar að bregðast við því. Lögum samkvæmt hefur heil- brigðisráðherra verið greint frá stöðu mála og segir Páll Matthíasson, for- stjóri Landspítala, gott samstarf við ráðuneyti og Alþingi um mögulegar lausnir á þessum vanda. Hann segir að föst hagræðingarkrafa upp á 5-7% hafi verið lögð á allar stoðdeildir spít- alans og að nokkurs óróa gæti meðal starfsfólks vegna fyrirhugaðra að- gerða. Meðal þeirra aðgerða sem þegar hefur verið ráðist í er að lækka laun stjórnenda, en laun fram- kvæmdastjóra spítalans hafa nú verið lækkuð um 5%, jafnframt því að fækkað var í framkvæmda- stjórninni um næstum því helm- ing eftir skipulagsbreytingar um síð- ustu mánaðamót. Spurður hvort fólk hafi verið sátt við að láta lækka laun sín segir Páll fullan skilning hafa ver- ið á því. Önnur aðgerð sem þegar er komin í framkvæmd er aðhald í innkaupum, risnu og ferðakostnaði. Páll segir að forðast verði í lengstu lög að segja fólki upp. Nýta eigi eðlilega starfs- mannaveltu á þessum stóra vinnustað til að fækka starfsfólki. Leitast eigi við að ráða sem minnst í staðinn fyrir fólk sem segir upp eða hættir vegna aldurs. „Þetta er næstum því 6.000 manna vinnustaður með mörg hundr- uð manna starfsmannaveltu á ári og við teljum að þarna gefist tækifæri til sparnaðar,“ segir Páll. Sparnaðaraðgerð- ir á Landspítala  Brugðist við framúrkeyrslunni Páll Matthíasson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.