Morgunblaðið - 19.10.2019, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 19.10.2019, Blaðsíða 48
48 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 2019 Smáralind | Kringlunni | Reykjanesbæ | Akranesi | Sími 511 2022 | dyrabaer.is ULTRA KATTASANDUR – fyrir dýrin þín ■■■ Sporast lítið ■■■ Lyktarlaus ■■■ Frábær lyktareyðing ■■■ Náttúrulegt hráefni ■■■ 99.9% rykfrír ■■■ Klumpast vel Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Það fer ekki milli mála þegar komið er inn í vestursal Kjarvalsstaða að verkin sem þar prýða gólf og veggi eru eftir Íslending. Enda hefur lista- maðurinn, Ólöf Nordal, vísað í verk- um sínum til þjóðsagnaarfsins, þjóð- legrar arfleifðar og menningarlegs minnis, eins og bent er á á vef Lista- safns Reykjavíkur. Ferill Ólafar spannar nú um þrjátíu ár og vekur frágangur verkanna á sýningunni Úngl ekki síður athygli en mynd- efnið, hér er vandað eins vel til verka og mögulegt er. Sýningarstjóri Úngl er nafna listakonunnar, Ólöf Kristín Sigurðardóttir, sem jafnframt er safnstjóri Listasafns Reykjavíkur sem Kjarvalsstaðir heyra undir. Eins og að lesa handrit Ólöf, þ.e. listakonan, er önnum kafin við uppsetningu á þessari yfir- litssýningu á verkum sínum þegar blaðamann ber að garði, þeirri fyrri af tveimur því önnur verður opnuð í nóvember í Ásmundarsafni og þá helguð verkum Ólafar í almennings- rými. Hún gefur sér góðan tíma í að ræða við blaðamann þó mikið sé að gera, gengur milli verka og útskýrir hvað vakti fyrir henni við gerð þeirra. Og er þar af nógu að taka. Ólöf lærði bæði textílmennt og skúlptúr í Bandaríkjunum, hlaut meistaragráðu í báðum greinum og á gólfi má sjá verk frá þeim tíma er hún var enn í námi í skúlptúr við Yale-háskóla, frá árinu 1992. Þar er augljóslega skúlptúr á ferð og er Ólöf spurð að því hvort einhver verkanna á sýningunni beri þess merki að hún hafi líka lært textíl. „Jú, nýju verkin mín,“ segir hún og bendir á glæsilegan móhrauk. „Mór er náttúrlega bara trefjar,“ segir Ólöf og að þannig geti hann flokkast sem textíll. „Þetta er fjörumór sem ég tók á Snæfellsnesi, hann var und- ir sjónum og aðeins aðgengilegur á stórstraumsfjöru. Þetta er land sem er að brotna niður og hverfa, tíu þús- und ára gamall skógarbotn,“ út- skýrir listakonan og blaðamaður fær allt aðra sýn á verkið. „Þetta er eins og að lesa handrit, nær svo ofboðs- lega langt aftur í tímann og maður verður svo lítill þegar maður hugsar um þetta, að geta farið aftur um tíu þúsund ár. Þarna finnur maður ferskar lífrænar leifar af einhverju tímabili sem við þekkjum ekki.“ Ólöf strýkur móinn og blaða- maður ákveður að gera það líka. Má það? Nei, segir listakonan kímin. Hún megi það en veiti blaðamanni sérstakt leyfi til að snerta lista- verkið í þetta sinn. Allt kraumandi í hnausnum Við förum fram á gang. Þar má sjá skúlptúra, nýja af nálinni, úr torfi. Við föllumst á að þeir séu líka textíll en ólíkt móhrauknum er styttra tímabil fólgið í torfinu sem kemur beint upp úr mýri. „Þessi partur er svona 500 ár í okkar sögu og það er tímaskeið sem við skynj- um,“ segir Ólöf og strýkur torfið. Blaðamaður lætur strokur eiga sig í þetta sinn. „Þetta er torf úr mýr- lendi sem er verið að þurrka upp en við það drepst allt líf í hnausnum,“ útskýrir Ólöf og bendir á að hnaus- inn sé enn fullur af lífi, farinn að mygla og sveppir farnir að skjóta upp kollinum. „Það er allt að krauma í þessu,“ segir Ólöf hugfangin. Inni í salnum má svo sjá grábrúna kúlu á gólfi, unna úr torfi. „Þetta er efni sem er ekki til neins staðar annars staðar í heiminum. Torf sem er fullt af ösku og verður því svona hart,“ segir Ólöf og bankar í kúluna til að sýna blaðamanni hversu hörð hún er. Hljóðið minnir á holan trjábol. Viðurkenning á skáldskapnum En hvers vegna heitir sýningin þessu furðulega nafni, Úngl? Ólöf segir söguna af því, eða þjóð- söguna öllu heldur, af kölska og Kol- beini jöklaskáldi. Kölski veðjaði við Kolbein um að hann gæti kveðið hann í kútinn. Sá sem tapaði átti að steypa sér fram af Þúfubjargi undir Snæfellsjökli, á bólakaf í sjóinn. Kol- beinn botnaði fyrst fyrri parta kölska og kölski síðan fyrri parta Kolbeins. Nótt var úti og tungl óð í skýjum. Kolbeinn tekur þá upp hníf og heldur honum fyrir framan glyrn- ur kölska svo eggina bar við tungl. Hann hendir fram fyrri parti: Horfðu í þessa egg, egg/ undir þetta tungl, tungl. Kölski reiðist Kolbeini og segir þetta ekki skáldskap þar sem ekkert orð rími við tungl. Kol- beinn botnar þá vísuna: Ég steypi þér þá með legg, legg / lið sem hrær- ir ungl-, ungl. „Það er þetta orð, ungl, sem mér finnst áhugavert því það er ekki til en er samt orð sem kölski lætur Kol- bein hanka sig á. Þessi uppdiktaða orðmynd er svo máttug að hún getur unnið á hinu illa sem játar sig þegar sigrað gegn frumlegri og opinni hugsun,“ segir Ólöf. Toppurinn á ísjakanum Ekki er hlaupið að því að setja upp yfirlitssýningu á verkum lista- manns sem hefur verið að í 30 ár og skilið eftir sig mikinn fjölda verka. Það vita þær nöfnur. „Þetta er náttúrlega bara toppurinn á ísjak- anum, þetta eru mjög fá verk miðað við allt það sem ég hef gert,“ segir listakonan sem gegnir stöðu dósents við Listaháskóla Íslands, kennir þar skúlptúr. Hún segir fáa skúlptúra á sýningunni og að úr því verði bætt á næstu sýningu, þeirri í Ásmundarsal sem mun bera titilinn úngl, úngl, nema hvað. Ólöf segir öll verkin fjalla um brot úr fortíðinni og hvernig mannskepn- an skáldi í þær eyður sem liggi milli brotanna. „Það segir okkur ekki bara mikið um fortíðina heldur líka samtímann og jafnvel framtíðina. Brotið fjallar því ekkert endilega um fortíðina, það fjallar alveg jafnmikið um okkar tíma. Ég held að það sé límið í þessari sýningu.“ –Fortíðin er líka alltaf að breyt- ast … „Það er af því að við breytum henni, túlkum hana öðruvísi. Það sem ég hef gert er að vinna með minni úr þjóðsögum, ekki síst hluti sem við höfum notað til að móta okk- ar sjálfsmynd sem þjóð. Við þurftum að réttlæta okkur þegar við urðum sjálfstæð frá Dönum og byggja upp okkar sjálfstraust. Ég er af þeirri kynslóð sem lenti í því að reyna að finna út hvernig þjóð við vildum verða. Þá glímu getum við séð í svo mörgum verkanna á sýningunni.“ Langalangalangafi í Las Palmas Blaðamaður spyr Ólöfu hvort ekki sé þá óhætt að segja að öll hennar list sé afskaplega þjóðleg. „Jú, ef það að líta aftur er að vera þjóð- legur. Ég er náttúrlega svolítið að rannsaka okkar þjóðfélag út frá myndlistarlegum forsendum og kannski er ég að stinga á nokkrum kýlum,“ svarar hún og nefnir verkið „Musée Islandique“, ljósmyndir sem hún tók af afsteypum úr gifsi af ís- lensku fólki frá 19. öld en eftir- myndir af þeim voru á safni á Kanaríeyjum þegar Ólöfu var bent á þær. „Ég fór á ættarmót og þar var frændi minn að tala um að til væri haus af langalangalangafa okkar, Birni Gunnlaugssyni, sem var stærðfræðingur og yfirkennari í Lærða skólanum,“ segir Ólöf og blaðamaður getur ekki annað en hlegið að þessari sögu. „Mér fannst svo gjörsamlega súrrealískt að til væri haus af honum í Las Palmas,“ segir Ólöf. Hún hafi kannað málið og komist að því að safnið í Las Palmas hafi keypt eftirmyndir af afsteyp- unum af mannfræðisafninu í París til að hafa sem dæmi um hinn hreina kynstofn til mótvægis við hina óæðri kynstofna jarðarinnar. Á ljósmynd á sýningunni má sjá eftirmyndina af Birni með Las Palmas í bakgrunni. Þjóðsögur tengjast samtíma Talið berst að lokum að þjóðsög- unum. Ólöf segist leita mikið í þær enda sé mikinn sannleika að finna í þeim. „Þær hafa einhverja tímalausa sögn í sér. Mér finnst gaman að við- halda þessum þræði aftur af því hann getur sagt okkur svo mikið um okkar samtíð,“ segir listakonan. Hún nefnir sem dæmi söguna um selmeyna sem bóndi tekur með sér nauðuga heim, getur henni fjölda barna og á endanum gengur hún í sjóinn. „Þetta er saga um ánauð, konu sem hefur verið seld og talar ekki tungumálið, er ekki með mann- inum sem hún vill eiga og gengur svo bara í sjóinn,“ bendir listakonan á. „Hver tími skrifar sína sögu.“ Morgunblaðið/Eggert Yfirlit Ólöf við móhraukinn í vestursal Kjarvalsstaða. Þar verður í dag opnuð yfirlitssýning á verkum hennar. Fortíð, nútíð og framtíð  Úngl, yfirlitssýning á verkum Ólafar Nordal, verður opnuð á Kjarvalsstöðum í dag  Titillinn fenginn úr þjóðsögu um kölska og Kolbein jöklaskáld  Skáldað í eyður milli brota úr fortíðinni hennar síðastlið- inn áratug og fór hún að líta á þau sem fundin mál- verk vegna myndmálsins á emaleruðu yfir- borði þeirra. „Brotin kveiktu hugrenningar um það hvernig þessi máðu postulíns- og leirbrot úr heimi menningar höfðu lent í haf- inu, velkst þar um og orðið þannig aftur hluti af náttúrunni, og settu jafnframt svip á hana: fínlega mál- uð blóm og munstur ófu sig inn í flóru og lífríki fjörunnar þar sem molnuð brotin líktust fjörugrjóti og skeljabrotum,“ skrifar Anna m.a. í tilkynningu sinni. Anna Jóa býður til spjalls á morgun kl. 15 í Listasafni Árnesinga en þar stendur nú yfir sýningin Heimurinn sem brot úr heild þar sem hún sýnir með Gústav Geir Bollasyni. „Verk mín á sýningunni hverfast um sköp- unarferlið og um myndbreytingar- eðli umhverfis og hugarheima. Þau eru sprottin af skynrænni snert- ingu við efni og mynstur á dvalar- stöðum mínum og í hversdagsleg- um veruleika. Um er að ræða lit- blýantsteikningar, ljóðræna texta, vatnslita- og gvassmyndir og olíu- málverk sem tengjast efnislegum hlutum, formi þeirra og ásýnd, og þeirri brotakenndu merkingu sem lesa má úr þeim,“ segir Anna í til- kynningu og að stór hluti verkanna sæki innblástur í safn postulíns- brota sem rekið hafi á fjörur Anna Jóa segir frá verkum sínum Anna Jóa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.