Morgunblaðið - 19.10.2019, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 19.10.2019, Blaðsíða 44
ÓL 2020 Kristján Jónsson kris@mbl.is Tiger Woods, næstsigursælasti kylf- ingur allra tíma í karlaflokki, segist í samtali við Reuters leggja allt kapp á að komast á Ólympíuleikana sem fram fara í Tókýó næsta sumar. Keppt var í golfi á leikunum í Ríó 2016 í fyrsta skipti síðan á Ólympíu- leikunum 1904. Tiger segir að ólympíuverðlaun yrði skrautfjöður í hatt sinn, en hann hefur náð að sigra á öllum risamót- unum í íþróttinni. Raunar oftar en einu sinni á þeim öllum. Tiger er 43 ára gamall og bendir á að tækifærin fyrir sig að komast á Ólympíuleika verði ekki mörg. „Ég sé ekki fyrir mér að ég fái mörg önnur tækifæri til að komast á Ólympíuleika en á næsta ári. Þegar leikarnir verða haldnir 2024 verð ég orðinn 48 ára,“ hefur Reuters eftir Tiger, en þegar kemur að Ólympíu- leikunum er ekkert gefið. Þótt Tiger hafi átt glæsilegan feril flýgur hann ekki inn á leikana frekar en annað íþróttafólk. Eins og í ýmsum öðrum greinum er gífurleg samkeppni á milli íþróttafólks í Bandaríkjunum að komast inn á leikana í sinni grein. Tiger gerir sér grein fyrir þessu og segir að erfitt verði fyrir sig að ná einu af þeim sætum sem í boði eru fyrir bandaríska kylfinga. Banda- ríkjamenn gætu mest átt fjóra kylf- inga í karlaflokki. Sem stendur er Tiger í 9. sæti heimslistans og eru fimm landar hans fyrir ofan hann á þeim lista sem stendur. Horfði á í Los Angeles Þegar Tiger Woods var átta ára gamall var hann áhorfandi á Ólymp- íuleikum. „Ég sótti Ólympíuleika í fyrsta skipti þegar þeir voru haldnir í Los Angeles árið 1984 en nú á ég í fyrsta skipti á ævinni raunhæfa möguleika á að keppa sjálfur. Mikil- vægt er fyrir íþróttina að vera hluti af Ólympíuleikunum og það hjálpar til við útbreiðsluna. Íþróttin er orðin alþjóðleg og breiðir enn úr sér. Ég tel að golf sem ólympíugrein sé rök- rétt framhald af því og mig langar að vera þátttakandi,“ sagði Tiger enn fremur í viðtalinu. Myndi vekja mikla athygli Í ljósi þess hversu frægur Tiger Woods er í nánast öllum heims- hornum myndi þátttaka hans vafa- laust vekja mikla athygli á leikunum. Golfhreyfingin fagnar því sjálfsagt að Tiger sýni metnað varðandi Ól- ympíuleikana. Þótti mörgum að bestu kylfingar heims áttuðu sig ekki nægilega á því tækifæri sem í því felst að keppa á Ólympíuleikum fyrir leikana 2016. Einhverjir þeirra kepptu og sigraði Englendingurinn Justin Rose í karlaflokki og Inbee Park frá Suður-Kóreu í kvenna- flokki. Ýmsir kylfingar báru fyrir sig að keppnistörn þeirra væri mjög stíf og leikarnir væru á óhentugum tíma. Nú hafa stærstu mótin verið færð töluvert fram og verður risamót- unum lokið hjá körlunum þegar leik- arnir hefjast 2020. Setur stefnuna á Ólympíuleikana  Tiger Woods leggur áherslu á að komast til Tókýó  Mikil samkeppni AFP Heimsfrægur Nævera Tigers myndi auka sjónvarpsáhorf enn frekar. 44 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 2019 FORNUBÚÐUM 12, 220 HAFNARFJÖRÐUR | S: 555 0800 | SIGN@SIGN.IS Þýskaland Leverkusen – Hoffenheim...................... 1:3  Sandra María Jessen var ekki í leik- mannahópi Leverkusen. A-deild karla: Eintracht Frankfurt – Leverkusen........ 3:0 Frakkland B-deild: Grenoble – Orleans ................................. 0:0  Kristófer Ingi Kristinsson var ekki í leikmannahópi Grenoble. Holland B-deild: Maastricht – Excelsior............................ 0:0  Elías Már Ómarsson lék fyrstu 80 mín- úturnar. Tyrkland B-deild: Akhisarspor – Eskisehirspor ................. 2:1  Theódór Elmar Bjarnason tók út leik- bann og var ekki með Akhisarspor. Danmörk B-deild: Viborg – Fremad Amager...................... 5:0  Ingvar Jónsson var varamarkvörður hjá Viborg. England B-deild: Cardiff – Sheffield Wednesday............... 1:1 KNATTSPYRNA Dominos-deild karla ÍR – Valur.............................................. 99:90 Keflavík – Njarðvík.............................. 88:84 Staðan: KR 3 3 0 290:241 6 Keflavík 3 3 0 271:250 6 Tindastóll 3 2 1 253:242 4 Valur 3 2 1 271:259 4 Haukar 3 2 1 286:279 4 Stjarnan 3 2 1 276:247 4 Njarðvík 3 1 2 244:243 2 Fjölnir 3 1 2 261:262 2 Þór Þ. 3 1 2 238:260 2 ÍR 3 1 2 245:278 2 Grindavík 3 0 3 259:283 0 Þór Ak. 3 0 3 234:284 0 1. deild karla Álftanes – Höttur ................................. 76:85 Snæfell – Skallagrímur........................ 73:69 Vestri – Selfoss ..................................... 87:64  Staðan: Hamar 6, Breiðablik 4, Vestri 4, Höttur 4, Álftanes 2, Selfoss 2, Snæfell 2, Sindri 0, Skallagrímur 0. Evrópudeildin Barcelona – Alba Berlín ................... 103:84  Martin Hermannsson skoraði ekki fyrir Alba og gaf eina stoðsendingu. KÖRFUBOLTI Martin Hermannsson, landsliðs- maður í körfuknattleik, rak sig á vegg í gærkvöldi í Euroleague, sterkustu deild í Evrópu. Alba Berl- ín heimsótti þá stórlið Barcelona til Katalóníu og tapaði 103:84. Martin átti erfitt uppdráttar, sem er orðið sjaldgæf sjón. Martin skoraði ekki í leiknum og gaf aðeins eina stoð- sendingu. Hann lenti í villuvand- ræðum og fékk þriðju villuna í fyrri hálfleik. Nikola Mirotic, sem lék í NBA í fimm ár, skoraði 18 stig fyrir Barca, sem unnið hefur alla þrjá leiki sína í keppninni. Hljóp á vegg gegn stórliðinu Morgunblaðið/Hari Barningur Andstæðingarnir hafa góðar gætur á Martin. Hlynur Bæringsson, fyrirliði Stjörnunnar og fráfarandi lands- liðsfyrirliði, leikur væntanlega með Garðbæingum í næstu leikjum vegna meiðsla. Hlynur tjáði Morgunblaðinu í gær að hann væri með brákað rifbein og var hans sárt saknað þegar Stjarnan tapaði fyrir Tindastóli í vikunni. Fram undan er athyglisverð leikjahrina hjá Stjörnunni gegn öll- um Suðurnesjaliðunum. Gegn Keflavík 25. október, gegn Njarð- vík 1. nóvember og Grindavík 7. nóvember. kris@mbl.is Hlynur er með brákað rifbein Morgunblaðið/Hari Reyndur Hlynur Bæringsson er leiðtogi Garðbæinga. Lausum þjálfarastöðum í knattspyrnunni hérlendis fækkar nú ört, en í gær gengu tvö lið í næstefstu deild karla á Íslandsmótinu frá ráðningu. Páll Viðar Gíslason tekur við liði Þórs á Akureyri og Gunnar Guðmundsson mun stýra Þrótti. Páll snýr aftur til Þórs, en hann þjálfaði liðið frá 2010 og 2014. Hann lék með meistaraflokki félagsins bæði í knattspyrnu og handknattleik á sínum tíma. Síðustu tvö árin hefur Páll þjálfað Magna á Grenivík, sem einnig leikur í næstefstu deild. Gunnar er þekktastur fyrir að hafa þjálfað HK þegar liðið komst upp í efstu deild í fyrsta skipti. Hefur hann einnig þjálfað Selfoss, Gróttu og yngri landslið Íslands. Síðasta sumar var Gunnar aðstoðarþjálfari í Grindavík. Enn eiga tvö lið í deildinni eftir að ráða þjálfara, en það eru Afturelding í Mosfellsbæ og Víkingur í Ólafsvík. Þar urðu tímamót þegar Ejub Purisevic yfirgaf félagið eftir sautján ára starf. Páll og Gunnar ráðnir Páll Viðar Gíslason Lærisveinar Arons Kristjánssonar í karlalandsliði Barein í handknatt- leik fara vel af stað í undankeppn- inni í Asíu fyrir Ólympíuleikana í Tókýó á næsta ári. Barein hafði betur gegn Kúveit í gær, 26:21og Barein yfir 12:10 að loknum fyrri hálfleik. Í undankeppninni berjast átta þjóðir um eitt sæti á Ólympíu- leikunum. Spilað er í tveimur fjög- urra liða riðlum og fara efstu tvö liðin áfram í undanúrslit. Barein er með Íran og Suður-Kóreu í riðli, ásamt Kúveit. johanningi@mbl.is Sigur gegn Kúveit Morgunblaðið/Hari Sigur Aron stýrir Barein í undan- keppni ÓL þessa dagana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.