Morgunblaðið - 19.10.2019, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.10.2019, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 2019 Fylgdu okkur á facebook Skipholti 29b • S. 551 4422 TRAUST Í 80 ÁR LAXDAL FYRIR KONUR Á ÖLLUM ALDRI Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is gisting.dk 499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími) Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 900 Kaupmannahöfn Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Ég þykist vita að stjórnvöld og einkageirinn allur vinni nú að því að koma réttum skilaboðum út á við, en það verður þó að segjast að þessi staða er með ólíkindum,“ segir Ásta S. Fjeldsted, framkvæmda- stjóri Viðskipta- ráðs Íslands, í samtali við Morg- unblaðið og vísar í máli sínu til ákvörðunar FATF, alþjóðlegs fjármálaaðgerða- hóps ríkja um að- gerðir gegn pen- ingaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, að setja Ís- land á svokallaðan „gráan lista“ yfir ríki sem þykja ekki hafa gripið til full- nægjandi aðgerða gegn peninga- þvætti og fjármögnun hryðjuverka. Auk Íslands bættust Mongólía og Simbabve við hóp ríkja á gráa listan- um en Eþíópía, Srí Lanka og Túnis komust aftur á móti af honum. Alls var um að ræða 51 ágalla sem FAFT nefndi og var búið að bregðast við nær öllum. Þrjú atriði standa aftur á móti út af, að mati FATF. Aðspurð segir Ásta að hvorki sé hægt né tímabært að segja til um hvaða afleiðingar þetta muni hafa. Skoða þurfi vandlega ferla og vinnu- lag til að koma í veg fyrir að svona geti gerst aftur. „Maður ber traust til stjórnvalda og ráðuneytanna um að þau standi vörð um þessi mál. Fyrstu viðbrögð eru auðvitað bara að vinna að því hörðum höndum að koma okkur af þessum lista,“ segir Ásta og bætir við að sú ákvörðun að setja Ísland á listann sé „ansi hörð“ enda eigi það ekki heima þar. „Þetta sýnir okkur samt hvernig staðan er í alþjóðaumhverfinu og að við verðum alltaf að vera vakandi og bregðast fljótt við þeim kröfum sem á okkur eru lagðar – og standast þær“. „Við höfum undanfarin ár verið að byggja upp traust út á við frá hruni og sterka innviði. Ég trúi ekki öðru en að okkar alþjóðlegu viðskiptavinir séu vel meðvitaðir um það.“ Áhrifin verði óveruleg „Stjórnvöld hafa ásamt erlendum ráðgjöfum lagt mat á möguleg áhrif af því að Ísland lendi á listanum. Það er samdóma álit þeirra að áhrifin verði óveruleg og er hvorki talið að niðurstaða FATF hafi bein áhrif á al- menning né fjármálastöðugleika á Ís- landi,“ segir í tilkynningu sem birt er á heimasíðu dómsmálaráðuneytisins vegna þessarar stöðu Íslands. Í tilkynningunni er einnig bent á þau þrjú atriði sem FATF telur þörf á að bæta. Er um að ræða aðgang að upplýsingum um raunverulega eig- endur, upplýsingakerfi og starfs- mannafjölda hjá skrifstofu fjármála- greininga lögreglu og eftirlit með eftirfylgni við þvingunaraðgerðir og yfirsýn yfir starfsemi almannaheilla- félaga. Samkvæmt upplýsingum frá stjórnvöldum er þegar verið að bregðast við þessum atriðum. Þá segir í tilkynningu stjórnvalda að á fundi aðildarríkja FATF, sem fram fór í vikunni, hafi íslensk stjórn- völd mótmælt tillögu um að setja Ís- land á listann þar sem þau telja að niðurstaðan endurspegli á engan hátt stöðu landsins í vörnum gegn pen- ingaþvætti og fjármögnun hryðju- verka. Sú afstaða mætti skilningi meðal nokkurs fjölda aðildarríkja. Niðurstaðan byggist á stöðuskýrslu sérfræðingahóps FATF sem lá fyrir 24. september síðastliðinn. Mikilvæg að skoða ferla og vinnulag  Ísland komið á „gráan lista“ ásamt Mongólíu og Simbabve Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Stjórnarráðið Ísland er nú á lista yfir ríki sem þykja ekki hafa gripið til fullnægjandi aðgerða gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Ásta Sigríður Fjeldsted Allt um sjávarútveg Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í gær Seðlabanka Íslands til að veita Ara Brynjólfssyni, blaðamanni á Fréttablaðinu, upplýsingar um samning sem gerður var við Ingi- björgu Guðbjartsdóttur, þáverandi framkvæmdastjóra gjaldeyris- eftirlits bankans, árið 2016. Stefán Jóhann Stefánsson, rit- stjóri Seðlabankans, sagði í samtali við mbl.is að bankinn mundi gefa sér tíma til að fara yfir dóminn áð- ur en tekin yrði ákvörðun um áfrýj- un. Spurður hve langan tíma það gæti tekið neitaði Stefán að svara því. Þá vildi hann ekki svara hvort blaðamanni yrðu veittar umbeðnar upplýsingar áður en ákvörðun verður tekin um áfrýjun, þótt dómsmálið yrði þá vitanlega mark- laust. Í nóvember í fyrra sendi Ari fyrirspurn á bankann þar sem ósk- að var eftir upplýsingum um til- högun námsleyfis Ingibjargar árin 2016-2017 er hún sótti MPA-nám í Bandaríkjunum, en að námi loknu sneri Ingibjörg ekki aftur til starfa hjá bankanum. Seðlabankinn neit- aði að veita upplýsingarnar. Gert að veita upp- lýsingar  Dómstóll dæmdi blaðamanni í vil

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.