Morgunblaðið - 19.10.2019, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 19.10.2019, Blaðsíða 47
MENNING 47 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 2019 hugmynd að sjá eitthvað með nefinu, sem getur falið í sér að sjá hlutina eða upplifa þá með öðrum hætti en venja er.“ Sýna í fornu sögufrægu húsi Sýningin sem verður opnuð í dag er í nútímalistadeild á sögusafni Tibilisiborgar, Tbilisi History Mus- eum. „Þetta er tæplega þrjú hundruð fermetra salur sem við sýnum í og mjög fallegt rými. Þetta er mjög skemmtilegt húsnæði frá sautjándu öld; gamalt „caravanserai“ eða áningarstaður fyrir bæði úlfalda- og hestalestir sem hér fóru um silkileið- ina. Hér er stórt opið rými í miðjunni þar sem komið var inn með flutnings- dýrin og þau fengu hvíld, vatn og tuggu. Kaupmennirnir hvíldust og gistu á hæðunum fyrir ofan, í her- bergjum með svölum. Það er virki- lega gaman að sýna í þessu forna sögufræga húsnæði og salurinn þar sem sýningin okkar er hefur verið einhvers konar gistirými á sínum tíma.“ Nasasjónin sem opnuð verður í Batumi á þriðjudag verður í Con- temporary Art Space þar í borg. Á hinum forna áningarstað F.v. Ráðhildur Ingadóttir, Kristinn G. Harðar- son, Tumi Magnússon, Ívar Valgarðsson og Sólveig Aðalsteinsdóttir. Á myndina vantar Ingólf Arnarson, sem er sá sjötti sem tilheyrir hópnum. Þegar Dóri DNA gaf út ljóða-bók sína, Órar, martraðirog hlutir sem ég hugsa umþegar ég er að keyra, fékk ég áritað eintak. Þar ítrekaði hann innihald bókarinnar: „Það er svo gott að láta sér líða illa.“ Þetta vanlíð- unarstef er sterkt í Kokkáli en bókin sendir lesandann í sann- kallaðan tilfinn- ingarússíbana sem nær ekki endastöð, ekki einu sinni við lok bókarinnar. Van- líðan er helsta til- finningin sem bókin kallar fram en ég skellti þó ósjaldan upp úr meðan á lestrinum stóð og roðnaði jafnvel vegna grafískra kynlífslýsinga. Titill bókarinnar segir mikið um efni hennar. Hún fjallar um Össa, fjallmyndarlegan karlmann sem á jafnvel myndarlegri kærustu sem kokkálar hann og er óljóst hvort framhjáhaldið er á ábyrgð Össa eða kærustunnar, Hrafnhildar. Enn óskýrara er hvort framhjáhaldið, sem framið er af Hrafnhildi og fyrr- verandi afbrotamanninum Tyrone, fyllir upp í eða skapar tómarúmið sem augljóslega fyrirfinnst innra með Össa. Sagan er einhvers konar ævisaga um tímabilin í lífi karlmanns fyrir, eftir og meðan á kokkálun stendur. Persónur bókarinnar eru margar og hver annarri eftirminnilegri en þær eiga allar þátt í því að gera Össa eins og hann er og samtímis eru þær á einhvern hátt ábyrgar fyrir þeirri stöðu sem hann, eða Hrafnhildur, er búin að koma Össa í. Hver einasta persóna bókarinnar fær gríðarlega mikið rými og Dóri málar þær snilldarlega upp svo þær standa ljóslifandi fyrir hugskots- sjónum lesandans. Persónurnar eiga í harðri baráttu um athygli lesand- ans og þær gera sögusvið bókarinn- ar örlítið óraunverulegt. Skáldsagan er fersk og grafísk, svolítið eins og teiknimyndasaga fyr- ir fullorðna. Hún er ekki fyrir við- kvæma en Kokkáll ögrar og tekst á við ýmis samfélagsmál á sama tíma og bókin er einhvers konar kyn- svallssplatter. Í stuttu máli tekst Dóra einstaklega vel upp í þessari fyrstu skáldsögu sinni. Hann fær lesandann til að taka andköf, tárast úr hlátri, gráta af vanlíðan og yggla sig. Þó fær maður á stundum á til- finninguna að bókinni hefði mátt rit- stýra með harðari hendi. Stundum er lopinn teygður og óþarfa endur- tekningar koma fyrir í textanum en það skemmir ekki fyrir heildarupp- lifuninni. Kokkáll er svolítið eins og óslípaður demantur; grófur og hrár en umfram allt spennandi. Morgunblaðið/Árni Sæberg Velheppnuð „Í stuttu máli tekst Dóra einstaklega vel upp í þessari fyrstu skáldsögu sinni. Hann fær lesandann til að taka andköf, tárast úr hlátri, gráta af vanlíðan og yggla sig,“ segir gagnrýnandi m.a. um Kokkál. Fersk og grafísk frumraun Dóra DNA Skáldsaga Kokkáll bbbbn Eftir Dóra DNA. Bjartur, 2019. Innbundin, 336 bls. RAGNHILDUR ÞRASTARDÓTTIR BÆKUR Bókaútgáfan Hólar gefur út ellefu bækur á þessu ári. Fyrirferðarmest er bókin Gústi – alþýðuhetjan, fiski- maðurinn og kristniboðinn, eftir Sigurð Ægisson. Í bókinni er rakin saga Gústa guðsmanns, sem var annálað hraustmenni, kjarnyrtur og bölvaði út í eitt og ragnaði á milli þess sem hann lét gott af sér leiða. Hann studdi fátæk börn úti í heimi til náms og gaf til þess nánast allt sem hann aflaði á trillunni sinni. Náttúruþankar, eftir feðginin Bjarna E. Guðleifsson og Brynhildi dóttur hans, fjallar um náttúruna í umhverfi okkar á víðtækan hátt og lýsir áhrifum mannlegra athafna á náttúruna, svo sem gróðureyðingu, vatnsmengun, loftslagsbreytingum og orkunýtingu. Döggslóð í grasi er ljóðabók eftir Kristbjörgu Freydísi Steingríms- dóttur. Hún ólst upp við ljóða- og vísnagerð en fékkst lítið við þá iðju sjálf fyrr en eftir fertugt. Töfra-Tapparnir, eftir Valdísi Ingibjörgu Jónsdóttur, er léttlestr- arbók um tvo töfratappa sem velta því fyrir sér hvaðan röddin kemur og hvernig hægt sé að breyta henni á ýmsan hátt. Tilgangur bókarinn- ar er að fræða börn um raddheilsu og hvernig megi forðast að valda skaða á henni. Munaðarlausa stúlkan, ævintýri í endursögn Sigurgeirs Jónssonar, fyrrverandi kennara í Vestmanna- eyjum, með myndskreytingum eftir hina 16 ára gömlu Eyjastúlku, Sunnu Einarsdóttur, er ævintýri þar sem góðsemi og velvild er umb- unað. Einnig gefa Hólar úr gam- ansögur líkt og fyrri ár, nú 105 „sannar“ þingeyskar lygasögur sem Jóhannes Sigurjónsson tók saman, Það eru ekki svellin – sögur og sagnir af Borgfirðingum eystri í samantekt Gunnars Finnssonar og Hann hefur engu gleymt – nema textunum!, sem geymir sögur af tónlistarmönnum og Guðjón Ingi Eiríksson safnaði til. Væntanlegar eru og Spurningabókin 2019 og Fótboltaspurningar 2019. Fyrr á árinu kom út bókin Fimmaura- brandarar sem Fimmaurabrand- arafjelagið annaðist. arnim@mbl.is Gaman og Gústi guðsmaður  Ellefu bækur gefnar út af Hólum Valdís Ingibjörg Jónsdóttir Brynhildur Bjarnadóttir Sigurður Ægisson Bjarni Eyjólfur Guðleifsson Guðjón Ingi Eiríksson Sunna Einarsdóttir Sigurgeir Jónsson Kristbjörg Freydís

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.