Morgunblaðið - 19.10.2019, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 19.10.2019, Blaðsíða 37
MINNINGAR 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 2019 ✝ Kristín BjörgJóhannsdóttir fæddist 18. september 1930 á Patreksfirði. Hún lést á Landspít- alanum í Fossvogi 1. október 2019. Foreldrar Krist- ínar voru Jóhann Pétursson skip- stjóri á Patreks- firði, f. 18. febrúar 1894, d. 1. apríl 1961, og Elín Bjarnadóttir húsmóðir, f. 27. júlí 1899, d. 18. júlí 1982. Krist- ín átti þrjú systkini, Odd- björgu, Pétur og Elínu Guð- björgu sem eru öll látin. Kristín var gift Rafni Hafn- fjörð, f. 21. desember 1928, d. 21. maí 2011. Rafn og Kristín eignuðust sjö börn, þau eru: Hjördís Hafnfjörð, f. 1950, gift Hirti Rúnari Zakaríassyni og eiga þau þrjár dætur, átta barnabörn, fjögur stjúp- barnabörn og eitt barnabarnabarn. Birna Hafnfjörð, f. 1954, gift Gunnari Erni Kristjánssyni, fjögur börn og sjö barnabörn. Hrafn- hildur Hafnfjörð, f. 1954, gift Kristjáni Gunnarssyni, tvö börn og fjögur barnabörn. Elín Þóra, f. 1955, var gift Steingrími Guðmundssyni, tvö börn og eitt barnabarn. Þyri, f. 1958, gift Elvari Erni Unnsteinssyni, þrjú börn og þrjú barnabörn. Jóhann Hafn- fjörð, f. 1961, d. 1965. Jóhann Hafnfjörð, f. 1965, var giftur Lilju Kúld, d. 2016, ein uppeld- isdóttir og eitt barnabarn. Nú- verandi sambýliskona Jóhanns er Dómhildur Árnadóttir, hún á tvö börn og eitt barnabarn. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Elskuleg móðir okkar er látin eftir stutta sjúkdómslegu, 89 ára gömul. Það kom okkur öllum í opna skjöldu þegar hún veiktist síðastliðið sumar, en fram að því hafði hún verið heilsuhraust. Foreldrar mömmu voru bæði fædd á Vatnsleysuströnd en fluttu til Patreksfjarðar þar sem Jóhann afi var skipstjóri í 25 ár. Sextán ára flutti mamma til Reykjavíkur og hóf nám við Verslunarskóla Íslands. Á þess- um árum bjó hún hjá Bjarna móðurbróður sínum og eiginkonu hans Báru á Bergstaðastræti 51. Mamma kynntist pabba í Gúttó árið 1949 og var það ást við fyrstu sýn. Þau gengu í hjónaband 30. desember 1950 á Patreksfirði og hófu búskap skömmu síðar, fyrst á Bergstaðastræti en fluttu síðan til foreldra mömmu að Sætúni á Seltjarnarnesi og bjuggu hjá þeim í fjögur ár. Síðar flutti fjöl- skyldan að Tunguvegi 40 og það- an að Austurgerði 5 þar sem mamma og pabbi byggðu sér ein- býlishús. Þegar börnin voru flutt að heiman seldu þau húsið sitt og fluttu í íbúð í Krókavaði og þar bjuggu þau þegar pabbi lést. Ári seinna flutti mamma í Árskóga þar sem hún undi hag sínum ein- staklega vel. Mamma var heimavinnandi á meðan við vorum ung. Við minn- umst þess hvað hún lagði mikla áherslu á að hafa heimilið fallegt og okkur börnin fallega klædd. Hún var mjög nýtin, saumaði á okkur fatnað eftir nýjustu tísku. Mjög erfiður tími var í lífi fjöl- skyldunnar þegar Jóhann bróðir okkar varð veikur og lést aðeins þriggja ára gamall. Söknuður okkar allra var mikill en á sama ári fæddist foreldrum okkar son- ur sem þau skírðu einnig Jóhann og varð hann mikill ljósgjafi í lífi okkar. Pabbi og mamma ráku Prent- smiðjuna Litbrá og gáfu út póst- kort, myndabækur um Ísland og fleira. Vegna þessa ferðuðust þau mikið um landið til að taka mynd- ir og dreifa póstkortum og ýms- um öðrum varningi. Þau voru bæði ákaflega hrifin af náttúru- fegurð Íslands og smituðu þau okkur systkinin af áhuga sínum. Á hverju ári voru margir viðburð- ir sem mamma og pabbi skipu- lögðu fyrir alla fjölskylduna s.s. veiðiferðir, jólaboð, jólaböll og samvera á gamlárskvöld. Mamma hætti að vinna 75 ára gömul, þegar foreldrar okkar seldu Litbrá og hefði hún alveg viljað vinna lengur. Hún var ein- stök kona, falleg, hlý, skapgóð, skemmtileg og fróð. Hún var bókhneigð og beið spennt, líkt og smástelpa, eftir bókabílnum alla föstudaga. Henni var margt til lista lagt, var góður veiðimaður og snilldar kokkur. Síðustu árin naut hún þess að sauma út gull- fallega dúka og prjóna. Gott var að leita ráða hjá mömmu og mun- um við sakna þess sárt að geta ekki deilt með henni sorgum og gleði í lífinu. Mamma fylgdist vel með fólkinu sínu, var góður hlust- andi, hafði gaman af rökræðum og var mjög pólitísk. Síðustu árin hittumst við systkinin alltaf hjá mömmu á miðvikudögum og borðuðum saman kvöldmat. Þessar stundir eru okkur algjör- lega ómetanlegar. Við þökkum þér, elsku mamma, fyrir allan stuðninginn og að vera alltaf til staðar fyrir okkur öll. Við elskum þig og þú lést okkur, hverju og einu, líða eins og við værum uppáhalds. Þín verður sárt saknað. Þín börn, Hjördís, Birna, Hrafnhildur, Elín Þóra, Þyri og Jóhann. Elskuleg tengdamóðir mín lést 1. október síðastliðinn. Okkar kynni hófust 1974 þegar ég fór að venja komur mínar í Austurgerði 5 og gera hosur mínar grænar fyrir dóttur hennar Hrafnhildi. Kristín eða Diddí eins og hún var kölluð var alin upp á Patreksfriði, í Jóhannshúsi, en faðir hennar Jóhann Pétursson var farsæll skipstóri og mikil aflakló. Við Hrafnhildur byrjuðum okkar bú- skap hjá Elínu móður Kristínar þegar hún var orðin ekkja. Frá okkar fyrstu kynnum fann ég að Kristín var einstök kona. Hún bar ekki tilfinningar á torg og vildi ekki kossaflangs eða knús, en hún var afskaplega hlý og góð manneskja, heilsteyptari kona er vandfundin. Hún var frá- bær kokkur og fram á síðasta dag safnaði hún uppskriftum og eld- aði fyrir börn og barnabörn. Þau hjónin Kristín og Rafn Hafnfjörð ráku prentsmiðjuna Litbrá til fjölda ára, ferðuðust um landið, tóku myndir og stund- uðu veiði. Það er varla sá staður á landinu sem Kristín þekkti ekki með nafni. Hún var góður veiði- maður, kastaði flugu eins og best gerist og veiddi vel. Það eru ófáir stórlaxar sem hún landaði. Kristín las mikið sakamálasög- ur og hafði áhuga á stjórnmálum og þjóðmálum almennt. Hún hafði einstakt minni og þeir sem spiluðu við hana Trivial Pursuit töpuðu oftast. Það var virkilega gaman að ræða við Kristínu um stjórnmál og hin síðari ár kom ég oft í heimsókn til hennar í Ársali og við ræddum pólitík. Diddí var mjög hógvær og mikil fjölskyldumanneskja. Oft sat hún við árbakkann og las sakamálasögur til að leyfa öðrum að veiða, það var hennar stíll. Hún var mikill dugnaðarforkur, vann til 75 ára aldurs og eignaðist sjö börn. Diddí var afskaplega réttsýn og það var gott að fá hennar álit, því mátti treysta. Ég kveð einstaka konu, á henni mikið að þakka og mun sakna hennar. Kristján Gunnarsson. Elsku yndislega amma og langamma. Mikið er ég þakklát fyrir að hafa átt margar góðar stundir með þér í gegnum árin, hvort sem það var í prentsmiðjunni, á ferða- lögum eða í rólegheitum heima hjá þér. Þú hafðir svo góða nær- veru og það var alltaf gott að vera hjá þér. Það var svo yndislegt að vinna hjá ykkur í prentsmiðjunni og ennþá nota ég 8 og 1-aðferðina við talningu. Mér þykir ótrúlega skrítið að geta ekki heimsótt þig næst þeg- ar ég fer í bæinn en heimsóknir til þín voru gríðarlega mikilvæg- ur hluti af bæjarferðum okkar mæðgna. Ferðirnar voru skipu- lagðar með það í huga að við gæt- um alltaf komið við hjá þér og fengið ís, kaffibolla og eitthvað sætt með. Ef ég var á ferðinni í hádeginu varstu búin að elda ommelettu eða hita upp afganga. Ég var far- in að leggja það í vana minn að láta þig ekki vita fyrirfram að við værum að koma svo þú værir ekki að hafa of mikið fyrir okkur enda varstu með eindæmum gestrisin. Núna geta systurnar ekki klárað ísinn þinn, farið í keppni um hver fær að sitja í hæginda- stólnum og Freyja Kristín fær ekki poka hjá þér svo hún geti valið gullpeninga úr smámynta- krúsinni þinni. Þú varst alltaf með allt á hreinu, mundir alla afmælisdaga, varst mjög áhugasöm um hvað við fjölskyldan værum að gera, hvað væri að frétta af okkur og það var ekkert sem þú vissir ekki. Elsku amma, það verður skrít- ið að geta ekki spjallað um glæpasögur við þig eða fengið lánaða eins og eina bók, að fara ekki á jólaball hjá þér og að geta ekki knúsað þig. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að vera hjá þér á sjúkra- húsinu, að geta setið og spjallað um allt milli himins og jarðar og að hafa verið hjá þér þegar þú kvaddir okkur. Þú varst mér ótrúlega dýrmæt og mikill missir að hafa þig ekki hjá okkur aðeins lengur. Þín er og verður alltaf saknað. Þín ömmustelpa, Kristín og langömmustelp- urnar Esther Júlía, Þóra Vigdís og Freyja Kristín. Elsku amma Diddý mín er fall- in frá. Það sem situr eftir er gíf- urlegt þakklæti. Ég er þakklát fyrir að hafa átt ömmu sem tók virkan þátt í lífi mínu, mætti á alla tónleika og spurði mig spjör- unum úr um líf mitt í hverri ein- ustu heimsókn. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þessari mögn- uðu konu sem elskaði bæði að lesa og horfa á góðan „krimma“ og fylgdist betur með hvað var að gerast í heiminum heldur en við unga kynslóðin. Ég er líka sorg- mædd að ég náði ekki að kveðja og að hún féll frá þegar hún átti svo mikið eftir að gefa. En að- allega er ég sorgmædd yfir að ég fái aldrei að sjá hana aftur. Ég elska þig, amma, takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér. Edda María Elvarsdóttir. Kristín Björg Jóhannsdóttir ✝ Jóhann Sigurð-ur Jónsson, Siggi Bessa, fædd- ist 7. október 1925 í Neskaupstað. Hann lést á Skjól- garði, Höfn í Hornafirði, hinn 7. október 2019. Foreldrar hans voru Jón Bessason frá Neskaupstað, f. 16. apríl 1874, d. 2. október 1959, og Þóranna Arn- olda Pétursdóttir Andreasen frá Mjóafirði, f. 10. júlí 1907, d. 16. september 1972. Alsystkini hans voru Ágústa, f. 3.8. 1927, d. 2.1. 1996, Árni, f. 22.4. 1929, d. 2.10. 2019, Helgi, f. 29.8. 1930, d. 27.8. 2014, Þor- geir, f. 6.2. 1932, d. 13.3. 2015, Bjarnlaugur, f. 27.9. 1933, d. 11.6. 1936, Karen, f. 1.10. 1934, d. 12.3. 2009, Bjarnlaugur, f. 12.9. 1936, d. 4.11. 1936, Anton, f. 28.10. 1937, d. 15.10. 1992, Jón, f. 14.11. 1939, d. 3.7. 2000. Sammæðra: Pétur Hákon Björnsson, f. 8.7. 1941, d. 6.5. 17.6. 1953, gift Árna Sigurðs- syni. Börn þeirra eru Petrína Margrét (d. 2011), Kristófer Ei- ríkur og Þorkell. 4) Þorgerður, f. 11.11. 1956, gift Guðmundi L. Magnússyni. Dætur þeirra eru Ingibjörg og Sigrún Bessý. 5) Margrét Þóra, f. 9.2. 1962, gift Halldóri Lúðvígssyni. Börn Margrétar frá fyrra hjónabandi eru Kristjana, Guðmundur Theodor, Jóhanna Ellen og Sig- urður Örn. 6) Ólöf Ragnhildur, f. 15.9. 1963, gift Bjarka Gunn- arssyni. Börn þeirra eru Eva Björt, Marinó Bessi og Rakel Hulda. Dóttir Ólafar frá fyrra hjónabandi er Jóhanna Vilborg. 7) Guðrún, f. 4.4. 1968. Sonur hennar er Brynjar Páll. Langafabörnin eru 32 og langalangafabörnin fimm. Sigurður hóf ungur að aldri að stunda sjómennsku sem varð að hans ævistarfi og gerði hann út eigin báta að mestu leyti all- an sinn starfsferil. Síðustu þrjá- tíu árin stundaði Sigurður sjó- mennsku við hlið sinnar ást- kæru eiginkonu, eða allt til ársins 2015, þá orðinn níræður að aldri. Hann gerði út bátinn sinn Glað SU 97 allt til ársins 2019. Útför Sigurðar fer fram frá Djúpavogskirkju í dag, 19. októ- ber 2019, kl. 13. 2005. Samfeðra: Sigríður, f. 19.6. 1900, d. 18.11. 1965, Mettkín, f. 23.9. 1905, d. 19.11. 1905, Pétur, f. 23.3. 1907, d. 4.11. 1969, Ingibjörg, f. 28.10. 1910, d. 6.2. 1918. Eiginkona Sig- urðar til 70 ára var Hulda Kristófers- dóttir frá Holti á Djúpavogi, f. 19.7. 1925, d. 1.10. 2015. Árið 1947 byggðu þau húsið sitt Dagsbrún á Djúpavogi og bjuggu þar öll sín búskap- arár. Börn Sigurðar og Huldu eru: 1) Þráinn, f. 12.12. 1948, giftur Emiliönu Lovísu, dætur þeirra eru María Emily og Þór- unn Amanda. Börn Þráins frá fyrra hjónabandi eru Unn- steinn, Hulda Sigurdís og Katr- ín Birna. 2) Jóna Sigurbjörg, f. 19.12. 1950, sambýlismaður hennar er Mustafa M. Koca. Dætur Jónu frá fyrra hjóna- bandi eru Kristbjörg, Ásta Huld og Íris Sif. 3) Sigurbjörg, f. Elsku pabbi. Þegar þú kvaddir vorum við á leiðinni til þín, ætluðum að heimsækja þig á afmælisdaginn en kallið kom og þú sáttur við að fara. Ég trúi því að mamma hafi tekið á móti þér á afmælisdaginn þinn með vöfflum og kaffi og þið notið veitinganna saman. Með söknuði kveð ég þig pabbi minn en minningarnar lifa í hjörtum okkar. Á langri lífsleið er ekki bara sól og sæla en þið mamma voruð svo sannarlega sólarmeg- in í lífinu. Þið megið vera stolt af því hver þið voruð og af verkum ykkar. Dugnaður og iðjusemi fleytti ykkur áfram eins og svo mörgum af ykkar kynslóð. þið bjugguð fjölskyld- unni fallegt og notalegt heimili, húsið ykkar Dagsbrún, þangað var alltaf gott að koma til ykk- ar með barnabörnin, sem eru orðin mörg. Það er margs að minnast og ofarlega í huga mér eru gönguferðirnar sem var farið svo iðulega í á sunnudög- um og haft nesti með í för, sem gerði þetta allt meira spenn- andi. Berjaferðirnar eru ógleymanlegar þegar farið var á bátnum yfir fjörðinn og lagt við klettana fyrir neðan Skála, þetta voru sannkallaðar ævin- týraferðir. Það var ekki alltaf hægt að fara í næstu verslun og kaupa það sem vantaði og þá varð að bjarga sér, ég man sér- staklega eftir sleðunum sem þú gerðir fyrir okkur og hillunum sem þú smíðaðir í herbergin okkar enda flottar hillur. Mamma var mikil húsmóðir, saumaði föt á okkur krakkana, prjónaði, bakaði og enginn bak- aði eins góðar kleinur, hún var líka listakokkur. Þó svo að við værum mörg í heimili þá voru allir velkomnir í Dagsbrún til ykkar og oft var margt um manninn hjá okkur sem gerði lífið svo sannarlega skemmti- legra. Þú hafðir gaman af því að segja frá og hafðir einstaka hæfileika á því sviði og áttir auðvelt með að fá fólk til að hlæja. Þið mamma voruð mjög náin og það var aðdáunarvert hve vel þú hugsaðir um hana síðustu árin hennar. Þið voruð okkur góð fyrirmynd og ég er sannarlega stolt af því að hafa átt ykkur sem foreldra. Elsku pabbi, í dag kveð ég þig í hinsta sinn en minningin um þig og mömmu mun lifa í hjörtum okkar. Ég trúi því að þið séuð saman á ný og siglið um heimsins höf. Takk fyrir allt elsku pabbi. Þú vakir, faðir vor, og verndar börnin þín, svo víð sem veröld er og vonarstjarna skín, ein stjarna hljóð á himni skín. (Sigurbjörn Einarsson) Hvíldu í friði. Þín dóttir, Ólöf Ragnhildur. Fallinn er frá Sigurður Jóns- son í Dagsbrún, Siggi Bessa eins og við vinir og vandamenn þekktum hann. Það má segja að Siggi og hans fjölskylda hafi verið hluti af daglegu lífi fjöl- skyldu minnar sem bjó í Hátúni um og yfir 50 ár, enda ekki margir metrar á milli heimila okkar sem bjuggum þar og fjöl- skyldunnar í Dagsbrún. Þessar tvær fjölskyldur reistu sér hús á hæðinni fyrir ofan voginn á Djúpavogi á Holtshæðinni upp úr 1950 og bjuggu þar öll sín búskaparár. Það var mikið líf á Holtshæðinni, ellefu börn í þessum tveimur húsum og sjö fullorðnir. Það reyndi því oft á þolinmæði foreldra okkar þegar uppátækin fóru yfir ákveðin mörk. Siggi var natinn við okkur krakkana, umburðarlyndur. Fór með okkur á vorin út í eyj- ar til að tína egg, en í þá daga voru eyjarnar úti á Búlands- nesinu margar hverjar ekki landfastar. Þá óð Siggi með okkur á bakinu yfir sundin milli lands og eyja. Siggi var sjómaður alla sína tíð. Reri á bátum frá Djúpa- vogi, oftar en ekki sem skip- stjóri. Hann var glúrinn sjómaður, fiskinn og þekkti miðin vel. Lengst af gerði hann út sína eigin báta. Það var ekki óalgengt að hann gaukaði að okkur krökk- unum fiski til að fara með heim til foreldra okkar. Oftar en ekki endaði fisk- urinn hjá Sigrúnu og Halldóri sem ráku verslun í Framtíðinni, þar sem við fengum ýmis sæt- indi að launum. Ég hafði mikið dálæti á Sigga Bessa, fannst hann ákveðin fyrirmynd á upp- vaxtarárum mínum á Djúpa- vogi. Tímanum var því oft eytt í beitningarskúrnum hjá honum. Hann var natinn við að leið- beina manni við línubeitn- inguna. Eftir að hafa ná tökum á beitningunni var markmiðið að beita sem mest og fá að launum línuróður með honum og félaga hans. Ég man eftir róðri með línu vestur að Hvítingum með þeim félögum á Jakobi NK, Gísla og Sigga Bessa. Eftir að búið var að draga línuna og ganga frá var ég sett- ur við stýrið og þeir félagar lögðu sig. Mér var sagt að stefna á ákveðin mið við Papey og þegar þangað væri komið að beygja þá inn í Sandeyjarálinn og vekja þá félaga. Allt gekk þetta vel og stoltur 13 ára peyi lærði þar hvernig siglt væri frá Hvít- ingum inn á Djúpavog. Ég kveð þennan hægláta og vingjarnlega 94 ára öðling með ákveðnum söknuði. Mann sem í tvígang á langri ævi var nánast talinn af. Í fyrra skiptið þegar bátur sem hann var á hraktist á sjó vélarvana í átta daga og þegar skot úr byssu hans fór í höfuðið á honum með þeim afleiðingum að honum var ekki hugað líf. Þegar maður lítur um öxl og fer yfir þá þætti sem skipta máli í lífinu, þá er umhverfið sem maður elst upp í þar stór þáttur og þar með nágrannar. Í þeim málum hefði ég ekki viljað breyta neinu. Hvíldu í friði kæri vinur. Ólafur Áki Ragnarsson. Jóhann Sigurður Jónsson Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.