Morgunblaðið - 19.10.2019, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.10.2019, Blaðsíða 1
L A U G A R D A G U R 1 9. O K T Ó B E R 2 0 1 9 Stofnað 1913  246. tölublað  107. árgangur  AFREKSFÓLK FYRR OG NÚ ÚR RÖÐUM FATLAÐRA MAMMA KLIKK! FRUMSÝND GAFLARALEIKHÚSIÐ 46ÍÞRÓTTIR FATLAÐRA Í 40 ÁR Anna Lilja Þórisdóttir Guðni Einarsson Viðhaldi verður að einhverju leyti frestað, ítrasta aðhalds gætt við inn- kaup, launafyrirkomulag endurskoð- að og ekki verður ráðið í vissar stöður sem losna. Þetta er meðal þeirra sparnaðaraðgerða sem ráðist verður í á Landspítala. Gangi þær eftir verður kostnaður við rekstur spítalans skor- inn niður um tæpan milljarð á þessu ári og tvo og hálfan milljarð á árs- grundvelli, þ.e. á næsta ári. Páll Matthíasson, forstjóri Land- spítala, skrifaði í pistli í gær að það væri ekki létt verk að hagræða í rekstri spítalans og ekki einfalt að ná jafnvægi á milli þeirra krafna sem gerðar væru til þjónustunnar og þeirra fjárveitinga sem ríkisvaldið ætlaði til hennar. Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis, sagði að vel hefði verið farið yfir rekstur spítalans í september í tengslum við sex mán- aða uppgjör hans. Þá voru kjara- samningar farnir að vega þyngra í rekstrinum. Aðgerðir til að bregðast við mönnunarvanda í hjúkrun höfðu einnig farið fram úr áætlun. Auk þess hafði sjúkrahótelið ekki verið komið fyllilega í gagnið. Willum sagði að bráðum kæmi níu mánaða uppgjör og vonandi sýndi það að menn hefðu náð betur utan um rekstur spítalans. „Það er mikilvægt að stofnanir haldi sig innan fjárheimilda,“ sagði Willum. „Um leið verðum við að vanda okkur varðandi þessa mikilvægu stofnun. Það eru unnin kraftaverk á Land- spítalanum á hverjum degi.“ Skorið niður á Landspítala  Aðhald á öllum sviðum  Spara á tæpan milljarð í rekstri á þessu ári  Mikil- vægt að stofnanir haldi sig innan fjárheimilda, segir formaður fjárlaganefndar MSparnaðaraðgerðir »4 Morgunblaðið/Árni Sæberg Good Good Sykurlausu sulturnar fást í um 1.000 búðum í 11 löndum. Íslenska fyrirtækið Good Good hefur vaxið hratt. Það selur vörur sínar, m.a. sultur, síróp, súkkulaðismjör og stevíudropa, í ellefu löndum; víða í Evrópu og í Bandaríkjunum, í um eitt þúsund verslunum. „Við gjörbreyttum fyrirtækinu. Þetta var lítil stevíudropaframleiðsla í Hafnarfirði sem við fluttum til Hol- lands. Við breyttum strúktúrnum og um leið víkkuðum við vörulínuna yfir í sykurlausar matvörur án viðbætts sykurs. Í dag erum við með þróun og hönnun ásamt sölu- og gæðamálum hér á Íslandi,“ segir Garðar Stefáns- son hjá Good Good. „Hönnunin, upp- skriftirnar og í raun allt hugvit er hér á landi.“ Good Good vinnur með viður- kenndum aðilum í Hollandi og Belg- íu sem framleiða uppskriftir fyrir- tækisins, sem gerir því kleift að stækka hraðar en mögulegt hefði verið með sína eigin framleiðslu hér á landi. Áætluð velta fyrirtækisins á þessu ári er 250 milljónir króna, sem er rúm sexföldun í veltu á tveimur ár- um, og er stefnan sett á að tvöfalda veltuna á næsta ári. »20 Selja sykurlausar sultur  Fyrirtækið Good Good gerir það gott víða um heim Mótmælendur gerðu götuvirki úr færanlegum girðingum þegar kom til átaka nálægt höfuð- stöðvum lögreglunnar í Barcelona í gær. Að- skilnaðarsinnar í Katalóníu höfðu hvatt til alls- herjarverkfalls og fjöldamótmæla í borginni. Þúsundir brugðust við hvatningunni og storm- uðu út á göturnar. Fólkið flykktist í „frelsis- göngur“ og fordæmdi fangelsisdóma yfir níu leiðtogum aðskilnaðarsinna Katalóna. Hörð mótmæli í Barcelona í gær AFP  Eigi sjálfkeyrandi bílar að geta ekið um Ísland í öllum veðrum er nauðsynlegt að umferðarmerki séu þannig búin að snjallbílar geti skynjað umferðarmerkin án þess að þurfa að geta „lesið“ á merkið. Ef treysta þarf á myndgreiningu, eins og nú er staðan, þarf ekki nema smávegis snjó til að setja skynjun- ina úr skorðum. Starfshópur um endurskoðun umferðarmerkja hef- ur verið skipaður og ber honum að skila af sér í febrúar. »22 Geti skynjað umferðarmerkin Sveitarstjórn Mýrdalshrepps hefur óskað eftir viðræðum við önnur sveitarfélög í Vestur-Skaftafells- sýslu og Rangárvallasýslu um kosti og galla sameiningar sveitarfélag- anna. Anton Kára Halldórssyni, sveitarstjóra Rangárþings eystra, líst vel á að hefja slíka könnun og tel- ur hann að margir sveitarstjórnar- menn á svæðinu séu sömu skoðunar. Einar Freyr Elínarson, oddviti Mýrdalshrepps, segir að þessi sveitarfélög séu í ýmiss konar sam- starfi, meðal annars um félags- og skólaþjónustu, og héraðsnefndirnar eigi saman Skóga undir Eyjafjöllum. „Ég vona að allir séu tilbúnir að skoða með opnum huga kosti og galla sameiningar. Ég held að það geti orðið spennandi verkefni,“ segir Einar . Hjalti Tómasson, varaoddviti í Rangárþingi ytra, kvaðst hafa heyrt af þessum hugmyndum. Hann sagði að þær hefðu ekki verið ræddar formlega á vettvangi sveitar- stjórnar. „Ég held að það séu skiptar skoðanir um þetta,“ sagði Hjalti. Hann sagði að þetta snerist um hvað væri hagkvæmast fyrir íbúana. »4 Vilja skoða samein- ingu sveitarfélaga „Ég tel að það sé lítið sem út af stendur en engu að síður er það alvarlegt að við séum á þessum lista og við mun- um gera allt í okkar valdi til að fara af honum sem fyrst,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráð- herra. „FATF fundar bæði í febrúar og í júní á næsta ári og við bindum mikl- ar vonir við það að fara af listanum í kjölfar þeirra funda,“ bætti hún við. Ljóst varð í gær að Ísland væri komið á svokallaðan gráan lista FATF, alþjóðlegs starfshóps um að- gerðir gegn peningaþvætti og fjár- mögnun hryðjuverka, eftir að stjórnvöld náðu ekki að bregðast við öllum athugasemdum FATF. „Maður ber traust til stjórnvalda og ráðuneytanna um að þau standi vörð um þessi mál,“ sagði Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri Við- skiptaráðs Íslands. „Fyrstu við- brögð eru auðvitað bara að vinna að því hörðum höndum að koma okkur af þessum lista.“ »11 og 22 Sem fyrst af gráa listanum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir  Vonar að staðan breytist á næsta ári

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.