Morgunblaðið - 19.10.2019, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 19.10.2019, Blaðsíða 18
Agnes segir að MS Brim hafi kostað um 48 milljónir norskra króna, eða um 650 milljónir ís- lenskra. Skipið er úr áli, 50% af því eru nú þegar endurnýtt, byggt hjá Maritime Partner í Álasundi og hönnuður þess er Einar Hareide. Fyrirtækið Brim Explorer var stofn- að í byrjun síðasta árs og með- stofnandi Agnesar var Espen Larsen-Hakkebo, nú fjármálastjóri Brim Explorer. Agnes, foreldrar hennar, systkini og vinir eiga rúm- lega 50% hlutafjár í fyrirtækinu, en alls eru hluthafar um 40. Síð- asta vor, þegar ákveðið var að ráð- ast í smíði skips númer tvö, sem verður sömu gerðar, hafi norskt fjárfestingarfélag verið fengið í hluthafahópinn með 17% hlut. ÍSLENDINGAR MEÐ STÓRAN HLUT Í BRIM EXPLORER Kostaði um 650 milljónir Lagt af stað Á siglingu út úr höfn í Álasundi til Tromsö. Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Íslendingar með sterk tengsl við Húsavík standa í stafni í norska ferðaþjónustufyrirtækinu Brim Explorer í Tromsö. Fyrir rúmri viku tók fyrirtækið í notkun nýjan umhverfisvænan bát, MS Brim, sem gerður verður út til að fylgjast með norðurljósum og hvölum. Fyrst í stað er stefnan tekin á svæðið úti fyrir Tromsö, en á næsta ári bætist nýtt skip við og þá einnig ferðir frá Svalbarða og Lofoten. Frumherjar í hvalaskoðun Agnes Árnadóttir frá Húsavík er framkvæmdastjóri Brim Explorer og annar stofnenda fyrirtækisins fyrir hálfu öðru ári. Faðir hennar er Árni Sigurbjarnarson, en hann og Hörður bróðir hans voru frum- herjar í hvalaskoðun hér við land og stofnuðu Norðursiglingu á Húsavík 1995. Agnes segir að það hafi verið dýrmætt að hafa föður sinn og afa með um borð er nýju skipi var siglt frá Álasundi norður til Tromsö. „Afi minn, Sigurbjörn Sörensson, er gamall sjómaður, sem fylgdi Norðursiglingu þétt frá upphafi. Þrátt fyrir að hann sé orðinn 89 ára lét hann sig ekki muna um að vera með okkur í fyrstu siglingunni í síð- ustu viku,“ segir Agnes. MS Brim er tvíbytna, 24 metra langt skip og 11 metrar á breidd. Það tekur 146 farþega í dags- ferðum og eru tveir stórir salir um borð, báðir bjóða upp á mikið út- sýni. Brúin er á palli eða þriðja þil- farinu með útsýni til allra átta. Skipið er ýmist knúið með rafoku eða olíu og eru tveir rafhlöðupakk- ar, samtals 800 kílóvött. Agnes seg- ir að hægt sé að keyra í um 10 tíma á einni hleðslu þegar siglt sé á 8-9 sjómílum, sem sé algengur hraði í skoðunarferðum. Þegar nauðsyn sé til að auka hraðann eða fara lengri vegalengdir sé notast við dísil. Hljóðlátur og umhverfisvænn Dýrmætt sé að geta verið með hljóðlátan og umhverfisvænan bát í skoðunarferðum til að auka upp- lifun ferðamanna, hvort sem mark- miðið sé að skoða norðurljós eða hvali. Þar hafi þau meðal annars notið góðs af reynslu frá Norður- siglingu, sem hafi breytt tveimur eldri fiskibátum, Ópal og Andvara, sem nú eru rafdrifnir. „Við ákváðum hins vegar að byggja nýj- an bát í stað þess að endurgera gamlan,“ segir Agnes. Hún flutti til Noregs rétt fyrir efnahagskreppuna fyrir rúmum áratug og hóf nám í stjórnmála- fræði haustið 2008 við Háskólann í Osló. Hún er nú 33 ára og er í sam- búð í Tromsö þar sem verkefnin tengjast ekki háskólamenntuninni heldur miklu frekar því sem hún ólst upp við á Húsavík. Agnes segir að fjölmörg fyrir- tæki í Norður-Noregi skipuleggi skoðunarferðir á sjó með ferða- menn. Að mörgu leyti sé ferðaþjón- ustan þó ekki komin jafn langt í Tromsö og á Íslandi og fyrirtækin mest með gamla fiskibáta eða gamlar ferjur í bátaferðum með ferðamenn. Þau séu bjartsýn á reksturinn og telji sig hafa margt að bjóða umfram aðra. „Þess vegna þorðum við að fjár- festa í þessum rekstri,“ segir Agnes. „Þetta fer ágætlega af stað hjá okkur, en ferðamennirnir eru flestir frá Þýskalandi og Bretlandi. Það er þó alls ekki þannig að við séum ein um hituna hér í Tromsö, en við teljum að það sé nægt pláss fyrir fyrirtæki eins og okkar sem býður gæðaþjónustu á nýjum, full- komnum, hljóðlátum og umhverfis- vænum skipum. Við ætlum okkur og þurfum að veita mjög góða þjón- ustu, það verður okkar sérstaða.“ Með samning við Hurtigruten Nýtt skip er vætanlegt í mars í vetur og hefur það fengið nafnið MS Bard. Stefnan verður þá tekin norður til Svalbarða, en þar hefur verið gerður samstarfssamningur til nokurra ára við Hurtigruten, stærsta ferjufyrirtæki í Noregi. Siglt verður frá Longyearbyen með ströndum þessarar norðlægu eyjar, m.a. til rússnesku bæjanna Bar- entsburg og Piramiden. „Síðustu daga höfum við verið að þróa leiðirnar sem við siglum, þjálfa mannskapinn og vinna í sölu- málum,“ segir Agnes. „Háannatím- inn í þessum siglingum frá Tromsö er yfir veturinn frá nóvember og fram í febrúar, þá er yfirleitt mest af norðurljósum og hnúfubakar og háhyrningar elta síldina upp á grunnið. Norðurljósin eru lang- mesta aðdráttaraflið fyrir ferða- mennina, hvalirnir koma þar á eftir. Á Svalbarða er ferðamannatím- inn hins vegar yfir sumartímann og Bard verður gerður út frá Tromsö yfir veturinn. Brim verður hins vegar gerður út frá Lofoten allt ár- ið þegar skipin verða orðin tvö,“ segir Agnes framkvæmdastjóri, leiðsögumaður og háseti, en frá því að Brim Explorer hóf siglingar með ferðamenn laugardaginn 12. október hefur Agnes gengið í flest störf um borð. Gert út á gæðin frá N-Noregi  Fyrirtækið Brim Explorer með tengsl við Húsavík  Nýtt umhverfisvænt skip gert út frá Tromsö  Svalbarði og Lofoten á næsta ári  Ferðafólk sækir í norðurljós og hvalaskoðun yfir vetrartímann Ljósmyndir/Brim Explorer Þrír ættliðir Árni Sigurbjarnarson, Sigurbjörn Sörensson og Agnes Árnadóttir í jómfrúarsiglingu MS Brims. Tröllafjörður Ferðir verða á Lofoten-svæðinu á næsta ári.Í brúnni Espen Larsen-Hakkebo og Agnes Árnadóttir. 18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 2019 Vínlandsleið 16 Grafarholti urdarapotek.is Sími 577 1770 Opið virka daga kl. 09.00-18.30 og laugardaga kl. 12.00-16.00 Hugsaðu vel um húðina þína – alltaf Bjóðum fjölbreytt úrval húðvara, jafnt fyrir andlitið, hendurnar, fæturna og kroppinn allan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.