Morgunblaðið - 19.10.2019, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 19.10.2019, Blaðsíða 42
TINDASTÓLL Sindri Sverrisson sindris@mbl.is „Það eru forréttindi að vera úr litlum bæ og geta alltaf keppt um titilinn með sínu heimaliði,“ segir Pétur Rúnar Birgisson, 23 ára leik- maður Tindastóls. Sauðkrækingar hafa í vetur, líkt og nær allan meistaraflokksferil Péturs, á að skipa afar öflugum leikmannahópi sem ætlar sér að berjast um titlana á þessari körfuboltaleiktíð. Pétur lék sinn fyrsta leik á tíma- bilinu í fyrrakvöld í sigri á Stjörn- unni, en hásinarmeiðsli héldu hon- um frá keppni í fyrstu tveimur leikjunum; tapi gegn Keflavík og sigri á Njarðvík. Eftir að hafa óvænt fallið út í 8-liða úrslitum Dominos-deildarinnar í fyrra er lið Tindastóls gjörbreytt, með fjóra nýja erlenda leikmenn og nýtt þjálfarateymi, en Pétur segir Stól- ana líta á sig sem meistarak- andídata: „Klárlega. Ég held að allir í lið- inu geri það. Við getum farið alla leið með þetta en það er aftur á móti langur vegur framundan, og núna snýst þetta bara um að bæta sig dag frá degi. Okkur finnst við vera með mjög sterkan hóp og það sýndi sig í gær [fyrrakvöld] þegar við unnum liðið sem spáð er í 2. sæti.“ Bandaríkjamaðurinn Gerel Sim- mons, hinn 38 ára gamli Króati Jasmin Perkovic og Slóvenarnir Sinisa Bilic og Jaka Brodnik hafa bæst í leikmannahópinn sem ann- ars er að öllu leyti skipaður Sauð- krækingum (Hannes Ingi Másson er reyndar frá Hvammstanga, en hefur spilað með Tindastóli síðan í grunnskóla). Hvernig hefur gengið fyrir útlendingana að aðlagast og hvernig leikmenn eru þetta? „Þeir eru allir að reyna að koma sér inn í samfélagið, eru jákvæðir og opnir, alltaf tilbúnir að heilsa krökkunum og svona. Þeir hafa að- eins kvartað yfir því hvað búið er að vera kalt, en þeir skella sér bara í góðar úlpur,“ segir Pétur léttur. Hann leggur áherslu á að allir séu nýju leikmennirnir afar viðkunnan- legir og bendir á að þeir hafi stuðning hver af öðrum. Íslenskur þjálfari í fyrsta sinn í langan tíma „Gerel er ótrúlegur skorari. Hann er með svakalegt fyrsta skref og getur nánast skorað að vild. Jaka, Sinisa og Jasmin kunna körfubolta rosalega vel. Svo eru þeir um eða yfir 2 metrar og kunna að beita skrokknum. Við erum að spila svolítið öðruvísi en í fyrra, fara alltaf inn í teig og nýta okkur hæðarmismun þar sem hann er. Þeir eru ótrúlega góðir í að lesa að- stæður, hvenær þeir eiga að klára færið og hvenær þeir eiga að senda út. Þetta eru líka toppmenn utan vallar, sem er mjög mikið lykil- atriði í þessu,“ segir Pétur. Hann er afar ánægður með Baldur þjálf- ara, sem nýtir til dæmis nokkrar mínútur í upphafi hverrar æfingar í hugleiðslu, til að skerpa á einbeit- ingu manna: „Það er gaman að hafa íslenskan þjálfara í fyrsta sinn í 7-8 ár. Hann er með sína sýn og fer alla leið í henni. Hann er að vinna í að fylla okkur sömu trú, með hugleiðslu og svona, og svo lifir hann algjörlega sjálfur eftir því sem hann predikar. Hann er mjög flottur, bæði á æf- ingum og svo í leikjunum sjálfum, og Jan aðstoðarþjálfari hjálpar líka.“ Nýta hæðar- mismun og hugleiðslu Ljósmynd/Þórir Tryggvason Lykilmaður Pétur Rúnar Birgisson er mikilvægur hlekkur í mikið breyttu liði Tindastóls sem hann segir að stefni ótrautt á meistaratitilinn í vetur.  Tindastólsmenn setja stefnu á titil  Erlendu leikmennirnir smella vel inn 42 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 2019 Við framleiðum lausnir Sími 577 6700 / islandshus@islandshus.is / www.islandshus.is NJÖRVI & NJÖRVI+ Öflug árekstrarvörn Njörvi er öflugur stólpi til að verja mannvirki og gangandi fólk. Hentar líka vel til skyndilokana vega og til að afmarka akstursleiðir og bílaplön. MIÐHERJAR: Helgi Rafn Viggósson Jasmin Perkovic Þjálfari: Baldur Þór Ragnarsson. Aðstoðarþjálfari: Jan Bezica. Íslandsmeistari: Aldrei. Bikarmeistari: 2018.  Tindastóll tapaði fyrir Keflavík á heimavelli í fyrstu umferð deildarinnar en hefur síðan unnið Njarðvík á útivelli og Stjörnuna á heimavelli. Tindastóll sækir Val heim næsta fimmtudag. BAKVERÐIR: Eyþór Lár Bárðarson Friðrik Þór Stefánsson Gerel Simmons Hannes Ingi Másson Pétur Rúnar Birgisson Viðar Ágústsson Örvar Freyr Harðarson FRAMHERJAR: Axel Kárason Hlynur Freyr Einarsson Jaka Brodnik Sinisa Bilic Lið Tindastóls 2019-20 KOMNIR: Gerel Simmons frá Rilski Sportist (Búlgaríu) Jaka Brodnik frá Þór Þ. Jasmin Perkovic frá Inter Brat- islava (Slóvakíu) Sinisa Bilic frá Rogaska Crystal (Slóveníu) FARNIR: Brynjar Þór Björnsson í KR Danero Thomas í Hamar Dino Butorac, óvíst Helgi Freyr Margeirsson, hættur Ragnar Ágústsson í Þór Ak. Urald King í Maritime Boulogne (Frakklandi) Breytingar á liði Tindastóls  Það verður fróðlegt að fylgjast með Baldri Ragnarssyni á sínu öðru ári sem þjálfara eftir frá- bæra byrjun á nýliðaárinu sínu.  Pétur Rúnar Birgisson hefur verið meiddur í upphafi móts en það er lykilatriði fyrir Stólana að fá sinn besta Íslending í gang sem fyrst.  Stólarnir gera klárlega tilkall til allra titla sem eru í boði í vetur en það eina sem ég hef áhyggjur af er hvernig tekst að búa til sterka liðsheild með fjórum erlendum at- vinnumönnum.  Síðasta vetur toppuðu Stólarnir alltof snemma og það hlýtur að vera markmiðið í vetur að toppa á réttum tíma í úrslitakeppninni. Benedikt Guðmundsson um Tindastól HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild kvenna, Olísdeildin: Varmá: Afturelding – HK...................... L14 Framhús: Fram – Stjarnan ................... L16 Vestmannaeyjar: ÍBV – Haukar........... L16 1. deild kvenna, Grill 66-deildin: Kórinn: HK U – ÍBV U........................... S14 TM-höllin: Stjarnan U – Víkingur......... S18 Hleðsluhöllin: Selfoss – Fjölnir ........ S19.30 KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild kvenna: Dalhús: Fjölnir – Keflavík b .................. L16 Hertz-hellirinn: ÍR – Grindavík b ......... L16 Sauðárkrókur: Tindastóll – Njarðvík ... L16 ÍSHOKKÍ Íslandsmót karla, Hertz-deildin: Egilshöll: Fjölnir – SA ...................... L16.45 Enski boltinn á Síminn Sport Everton – West Ham ........................ L11.30 Chelsea – Newcastle ......................... L14.00 Crystal Palace – Manchester City ... L16.30 Manchester United – Liverpool ....... S15.30 UM HELGINA! Eitt ogannað  Sigurður Ragnar Eyjólfsson hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs Keflavík- ur í knattspyrnu, við hlið Eysteins Haukssonar sem hefur stýrt liðinu frá því í júlí 2018. Milan Stefán Jankovic var Eysteini til aðstoðar í ár en er kom- inn í nýtt starf sem yfirmaður knatt- spyrnumála í Grindavík. Sigurður Ragnar þjálfaði kvennalandslið Íslands 2007 til 2013 og karlalið ÍBV 2014 en var síðan aðstoðarþjálfari Lilleström í Noregi, og aðalþjálfari Jiangsu Suning í Kína og síðan kínverska kvennalands- liðsins. Keflavík hafnaði í 5. sæti 1. deildar á nýliðnu tímabili.  Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson er á heimleið frá danska handknattleiksliðinu Skjern að þessu tímabili loknu. Frá þessu var greint á vef Skjern í gær og haft eftir Björgvini að hann væri á heimleið af fjölskylduástæðum en hygðist spila handbolta í tíu ár til viðbótar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.