Morgunblaðið - 19.10.2019, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 19.10.2019, Blaðsíða 23
23 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 2019 Hundur og hjól Þegar erindi eru rekin í miðborg Reykjavíkur kemur það sér vel að geta gripið í nálægt hlaupahjól til að komast ferða sinna. Eggert Þrjátíu ár eru liðin frá því Fukuyama skrifaði sín þekktu rit um Endalok sög- unnar (End of hi- story) um það leyti sem Sovétríkin hrundu og hann sá fyrir sér lýðræði og þingræði blómstra og leysa vanda mannkyns. Þetta var á hápunkti nýfrjáls- hyggjunnar með Reagan og Thatcher í fararbroddi. Um sama leyti var á vegum Sameinuðu þjóð- anna verið að leggja drög að al- þjóðasáttmálanum um loftslags- breytingar, sem innsiglaður var á Ríó-ráðstefnunni 1992. Þær vís- bendingar sem þar voru dregnar saman um áhrif iðnvæðingar á loft- hjúp jarðar byggðu á áratuga rannsóknum sem síðan hafa orðið að vissu og fengið viðurkenningu alþjóðasamfélagsins með Parísar- samþykktinni í árslok 2015. Enn finnast þó stjórnvöld og sterk hagsmunaöfl sem berja höfðinu við steininn og hafna augljósum stað- reyndum, fremst í flokki Banda- ríkin undir forystu Trumps. Á þetta vorum við rækilega minnt við Hringborð norðurslóða (Arctic Circle) í Hörpu um síðustu helgi þar sem öðrum bandarískum stjórnmálamanni, John Kerry, utanríkisráðherra 1913-1917, voru veitt verðlaun af aðstandendum samkomunnar. Með því var undir- strikað hvað er í húfi í loftslags- málum í forsetaskosningunum vestra eftir tvö ár, þótt í raun gangi einnig flestar aðrar ríkisstjórnir und- ir próf fram að þeim tíma. Afrek Ólafs Ragn- ars og aðstoðarfólks Hringborð norðurs- ins hefur frá árinu 2013 verið árviss haust- viðburður í Hörpu og nú er búið að dagsetja slíkar samkomur næstu þrjú árin. Ég er sann- færður um að engir fundir hérlendis hafa á þessu skeiði vakið aðra eins athygli á Íslandi vítt um veröld og Arctic Circle. Sú blanda af fyrirlesurum og þátttakendum sem fyllt hafa húsakynnin í Hörpu er í senn óvenjuleg og einstök þar sem sam- an eru leiddir áberandi stjórnmála- menn, vísindamenn og fólk úr við- skiptalífi allt frá Peking vestur um til Washington til að ræða málefni norðurslóða í víðu samhengi og einnig sértækt að eigin vali. Skipu- lagið hefur þróast og heflast frá ári til árs og aðsóknin vaxið, ekki síst með ungu fólki sem nú dregur vagninn gegn loftslagsvánni. Auk tilkvaddra þátttakenda gefst áhugafólki, samtökum og fyrir- tækjum hér kostur á að kynna sín áhugasvið. Eðlilega fá málefni norðurslóða mesta áherslu og þannig var dagskráin í ár mikilvæg lyftistöng fyrir Grænlendinga og samstök frumbyggja. Sem heild er samkoma sem þessi geysilegur fróðleiksbrunnur, bæði það sem sækja má í einstök erindi og tilvís- anir í frekari heimildir, en einnig þau tengsl sem myndast manna á milli. Ég hef ekki yfirlit um þátt- töku Íslendinga í þessum við- burðum, en sýnist þó að áhugi al- þingismanna okkar á samkomu sem þessari mætti vera meiri. Hingað leggja leið sína allmargir af landsbyggðinni og m.a. virtust mér Akureyringar nú eiga hér góð- an hlut að máli. Stofnun Vilhjálms Stefánssonar á Akureyri stendur hér líka árlega fyrir dagskrá með völdum fyrirlesurum, og að þessu sinni flutti Michael Bravo frá Cam- bridge frábært erindi um norður- pólinn í sögulegu ljósi. Ört versnandi horfur Ekki þarf langt að leita til að fá staðfestingu á vaxandi áhrifum hlýnunar af mannavöldum síðustu árin. Daglegar fréttir tengjast stigmögnun veðurfarsþátta á um- hverfi okkar, auknum eyðilegging- armætti fellibylja, skógareldum sem eru orðnir æ tíðari um allt tempraða beltið, rýrnun skóga og annars lífríkis í Mið-Evrópu, að ógleymdri bráðnun og hörfun jökla hér og annars staðar. Því síðast- talda er vel til skila haldið með skriðjöklamyndum Ólafs Elías- sonar í blaðauka Morgunblaðins um norðurslóðir („Björgum heim- inum“) nú í aðdraganda Arctic Circle. Ekki vantar mælingar til að staðfesta það sem hér er að gerast. Frá því um 1980 hefur meðalhiti á jörðinni hækkað um sem svarar +0,18°C á hverjum áratug og upp á síðkastið skotist yfir 1°C yfir meðaltalið frá tímabilinu 1850-1900 (Berkeley Earth-stofnunin). Hlýn- unin er hins vegar langtum örari en þessu nemur á norðurslóðum. Markmið Parísarsamkomulagsins er að stöðva þessa háskalegu þró- un við 1,5-2°C meðalhita, en því marki yrði ekki náð með núverandi hraða hlýnunar fyrr en á árunum 2040-2065. Það þarf ekki mikið ímyndunarafl til að gera sér í hug- arlund þau áhrif sem þessu myndu fylgja um veröld víða. Hér skiptir því öllu máli, ekki aðeins að ná að stöðva hlýnun við ofangreind mörk, heldur að koma á því jafn- vægi sem til þarf í orkubúskap fyrr en seinna. Losun CO frá orku- framleiðslu jókst hins vegar um 1,7% á síðasta ári og hefur aldrei verið meiri. Milliríkjanefnd SÞ um loftslagsbreytingar segir líka í skýrslu um síðasta ár, að miðað við áætlanir ríkja heims í loftslags- málum stefni í hlýnun upp á 3-4°C um aldamótin 2100. Vendipunktar í loftslagsþróun Í Hringborði norðurslóða eins og annars staðar þar sem loftslags- þróunin er til umræðu velta menn því fyrir sér, hvort og hvenær unnt sé að stöðva hlýnun við þau mörk sem Sameinuðu þjóðirnar hafa sett sér og hvaða breytingar geti leitt af sér allsherjarháska (tipping points). Í því sambandi horfa vís- indamenn ekki síst til bráðnunar Grænlandsjökuls og jökla suður- skautsins, sem gjörbreyta myndi sjávarstöðu. Um þetta var rætt á sérfundum og á aðalfundi Arctic Circle. Meðal þeirra sem þar töl- uðu og sátu fyrir svörum var Stef- an Rahmstorf frá þýsku Loftslags- stofnuninni í Potsdam, sem veitir þýskum stjórnvöldum ráðgjöf. Fyrir liggur að forysta hennar er afar ósátt við nýssamþykkta stefnu þýskra stjórnvalda í loftslags- málum, sem hún telur ganga alltof skammt. Rahmstorf var spurður í Hörpu hvernig hann mæti horf- urnar fyrir hönd sinna afkomenda. Svarið var einfalt: Ég er óttasleg- inn (I‘m scared). Ég hygg að það sé einmitt tilfinnig flestra sem gera sér ljósan þann vanda sem mannkynið hefur komið sér í, ekki síst í ljósi allsófullnægjandi við- bragða ráðamanna ríkja heims gagnvart því sem við blasir. Baráttan heldur áfram Uppreisn ungs fólks víða um lönd gegn þeim horfum sem við blasa, vekur vissulega vonir um viðnám gagnvart þessari sjálf- heldu. Nýlegt frumkvæði forstjóra Sameinuðu þjóðanna gegn lofts- lagsvánni var gott innlegg, sem vonandi kallar fram aðgerðir. En brekkan fram undan er gífurlega brött og þar er m.a. við ríkjandi efnahagskerfi að fást með sívax- andi misskiptingu og hagvaxtar- kröfu sem vinnur gegn brýnustu breytingum í loftslagsmálum. Um þau efni og álag á auðlindir jarðar vegna stjórnlausrar fólksfjölgunar var lítið rætt að þessu sinni við hringborðið í Hörpu. En Arctic Circle kemur saman á ný að ári og hver dagur þangað til kallar á við- nám gegn vaxandi háska. Eftir Hjörleif Guttormsson » Sem heild er samkoma eins og Hringborð norðurslóða geysilegur fróðleiks- brunnur sem og þau tengsl sem þar myndast manna á milli. Hjörleifur Guttormsson Höfundur er náttúrufræðingur. Heimsbyggðin að falla á tíma Hinn 6. september 1999 birtist grein eftir undirritaðan í DV, sem bar heitið „Undirskriftasöfnun til varnar hálendis- perlum“. Þar var í fyrsta sinn lagt til, að fram færi undir- skriftasöfnun til varn- ar hálendisperlunni á Eyjabökkum. Hinn 7. október 1999 lagði ég fram tillögu í borgarstjórn Reykja- víkur um að Reykjavíkurborg sem 45% eigandi Landsvirkjunar krefð- ist lögformlegs mats á umhverfis- áhrifum Fljótsdalsvirkjunar. Til- lögunni var vísað frá með 11 atkvæðum gegn þremur, með frá- vísunartillögu borinni upp af R- listanum, þar sem því var haldið fram að Reykjavíkurborg kæmi málið ekki við! Hinn 19. október 1999 hittust sjö einstaklingar á fundi, þar sem stofnun Umhverfisvina, undir minni forystu, var ákveðin. Auk mín mættu á fundinn Gunnar Hólm Hjálmarsson, Gunnar Helga- son, Hjálmar H. Ragnarsson, Sig- mar B. Hauksson, Stefán Aðal- steinsson og Sveinn Aðalsteinsson. Styrkur þessa hóps var einkum sá að hann var þverpólitískur og hafði grasrótartengsl við útivistarfólk og náttúruunnendur. Fyrir lá, á þessum tíma, að eng- in starfandi umhverfis- og náttúru- verndarsamtök treystu sér í það risavaxna verkefni sem söfnun handskrifaðra undirskrifta um land allt fæli í sér. Þar yrði kröfunni um lögformlegt umhverfismat sam- kvæmt nýjum lögum, en ekki gömlum lögum frá 1991, fylgt eftir til hins ýtrasta. Sú forneskjulega aðgerð, sem fyrirhuguð Fljótsdals- virkjun var stæðist engin umhvefisleg rök og raunar ekki efna- hagsleg rök heldur, þó að í engu væri tekið tillit til gífurlegra náttúruspjalla með risalóni á Eyjabökkum og opnum skurðum eftir endilangri Fljóts- dalsheiði. Með aug- ljósum þjóðarvilja skyldi virkjanaofforsi Alþingis hnekkt. Al- þingi samþykkti virkj- analeyfi vegna Fljótsdalsvirkjunar 21. desember 1999 með 39 atkvæð- um gegn 22. Allt frá því fyrir stofnun Um- hverfisvina hafði ég verið í sam- bandi við þá Hagkaupsbræður, Sigurð og Jón Pálmasyni, og leitað ásjár hjá þeim um fjárhagslegan stuðning til að svo yfirgripsmikil undirskriftasöfnun gæti fengi skrifstofuhúsnæði og ráðið til sín starfsfólk. Það varð úr að Umhverfisvinir fengu skrifstofuað- stöðu í Síðumúla 34 og tveir starfs- menn voru ráðnir. Það voru Jakob Frímann Magnússon tónlist- armaður, sem var ráðinn fram- kvændastjóri samtakanna, og Kristín Halldórsdóttir, fv. al- þingiskona, en hún hélt utan um skrifstofuna í Síðumúla. Undirskriftasöfnun Umhverfis- vina hófst formlega með glæsi- legum fundi í Síðumúlanum hinn 10. nóvember 1999. Þar fluttu ávörp, auk okkar Jakobs og Krist- ínar, Steingrímur Hermannsson, fv. forsætisráðherra, Hákon Aðal- steinsson, skáld og skógarbóndi frá Húsum, og Þóra Guðmundsdóttir, arkitekt á Seyðisfirði. Gríðarlega hörð mótstaða var við undirskriftasöfnunina hjá ýmsum hagsmunaaðilum. En þrátt fyrir að undirskriftalistar væru rifnir um land allt komu í hús yfir 45.000 undirskriftir. Þær voru afhentar forsætisráðherra, umhverfis- ráðherra og iðnaðarráðherra í and- dyri Alþingis 14. febrúar árið 2000, af okkur Hákoni Aðalsteinssyni, Kristínu Halldórsdóttur og Sveini Aðalsteinssyni. Sama dag afhenti Jakob Frímann Magnússon, ásamt Ásdísi Franklín, íklæddri fjallkonu- búningi, forráðamönnum Norsk Hydo skjal þessu til staðfestingar í Ósló. Þrátt fyrir að Alþingi hunsaði þjóðarviljann í þessu máli, þá virtu Norðmenn hann. Sex vikum eftir afhendingu undirskriftalistanna lýsti Norsk Hydro því yfir, að hætt yrði við Fljótsdalvirkjun. Hetjuleg og fórnfús barátta Umhverfisvina hafði skilað sér til komandi kyn- slóða og 30. mars árið 2000 verður skráður í sögubækurnar sem stærsti sigurdagur lýðræðislegrar umhverfisverndarbaráttu á Íslandi. Frá því að undirritaður hóf bar- áttu sína fyrir undrirskriftasöfnun til bjargar hálendisperlunni Eyja- bökkum, hinn 6. september árið 1999, liðu alls 207 dagar þar til Norsk Hydro hætti við Fljótsdals- virkjun, hinn 30. mars árið 2000. Þessi barátta var löng og erfið hvern einasta dag. Það var fyrst og fremst eldheitri hugsjón, fum- kvæði, fórnfýsi, þrautseigju og út- haldi margra að þakka að þessi mikli lýðræðissigur vannst. Eftir Ólaf F. Magnússon » Þrátt fyrir að undir- skriftalistar væru rifnir um land allt komu í hús yfir 45 þúsund undirskriftir. Ólafur F. Magnússon Höfundur er læknir og fv. borgar- stjóri. Hann var forsvars- og ábyrgðarmaður undirskrifta- söfnunar Umhverfisvina. Undirskriftasöfnun Umhverf- isvina bjargaði Eyjabökkum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.