Morgunblaðið - 19.10.2019, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 19.10.2019, Blaðsíða 52
Klarínettan og víólan verða í brennidepli á tónleikum Kammer- músíkklúbbsins í Norðurljósum Hörpu á morgun kl. 16. Flytjendur eru Einar Jóhannesson á klarínett, Þórunn Ósk Marinósdóttir á víólu og Anna Guðný Guðmundsdóttir á píanó. Efnisskráin spannar rúm 200 ár og inniheldur verk eftir Mozart, Schumann-hjónin, György Kurtág og Þorkel Sigur- björnsson. Klarínettan og víólan í brennidepli í Hörpu LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 292. DAGUR ÁRSINS 2019 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í lausasölu 1.150 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Kringlukastarinn Guðni Valur Guðnason átti besta frjálsíþrótta- afrek Íslendinga á árinu 2019 og var eini fulltrúi þjóðarinnar á HM í Doha, en engu að síður var árið að mörgu leyti líkt og martröð fyrir þennan jákvæða og upplitsdjarfa Mosfelling. Hann er staðráðinn í að keppa á öðrum Ólympíuleikum sín- um næsta sumar. »43 Bestur á árinu sem var samt eins og martröð Bandaríska bókaútgáfan Macmill- an tryggði sér á bókamessunni í Frankfurt í vikunni réttinn á tveim- ur bókum Ragnars Jónassonar, Mistri og Hvítadauða sem kemur út á Íslandi á mánudag. Útgefandi Ragnars á Íslandi, Pétur Már Ólafsson, vill ekki gefa upp neinar tölur í þessu sambandi en segir að þetta sé risasamningur sem sýni bæði að Macmillan ætli sér stóra hluti með Ragnar og líka sterka stöðu hans í hinum enskumælandi heimi. Fyrr á þessu ári var sagt frá því að Drungi væri tilnefnd sem glæpasaga ársins í Bretlandi, Blackwell’s- bókabúðakeðjan valdi Snjóblindu sem eina af 100 bestu glæpasögum sögunnar. Semur við Macmillan ÍÞRÓTTIR MENNING Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Alþýðulist höfðar til margra og sýningar á verkum slíkra listamanna eru oft fjölsóttar. Það er mikill feng- ur að þessum myndum Sölva Helga- sonar, sem eru um margt mjög dæmigerðar fyrir myndlist hans og feril,“ segir Harpa Þórsdóttir, for- stöðumaður Listasafns Íslands. Í anddyri safnhússins við Fríkirkju- veg í Reykjavík verða um helgina sýndar átján teikningar og myndir eftir Sölva Helgason (1820-1895), flækinginn fræga fyrir norðan sem segir frá í Sólon Íslandus, skáldsögu Davíðs Stefánssonar. Utan alfaraleiða Um sína daga ferðaðist Sölvi að mestu utan alfaraleiða, í tvöfaldri merkingu þeirra orða, rétt eins og listrænt eðli hans bauð. Átti jafnvel til að skilja sem laun eða í þakklætis- skyni eftir sig myndir hvar hann kom á bæi til dæmis í Skagafirði. Enginn veit með vissu hver er saga eða tilurð myndanna sem hin danska Ingrid Hansen eignaðist, en hún starfaði hjá Popp kaupmanni á Sauðárkróki snemma á 20. öldinni. Hún sneri svo heim til Danmerkur með myndirnar sem Ingrid Nielsen sonardóttir hennar eignaðist síðar. Þegar Harpa Björnsdóttir list- fræðingur var að undirbúa Blómsturheima, sýningu á verkum Sölva sem var í Listasafni Reykja- víkur fyrr á þessu ári, komst hún á snoðir um tilvist þessara mynda. Þær fengust lánaðar á sýninguna – en meðfylgjandi voru þau skilaboð að myndirnar skyldu í framhaldinu verða eign listasafns þjóðarinnar, eins og nú hefur gengið eftir. Form- lega afhenti Eva Egesborg Hansen, sendiherra Dana á Íslandi, Lilju Al- freðsdóttur menntamálaráðherra myndirnar sl. fimmtudag, 16. októ- ber, á 135. afmælisdegi safnsins. Dönsk tenging „Okkur fannst vel við hæfi að minnast þeirra tímamóta sem af- mæli safnsins er með þessari dönsku tengingu. Halda verður því til haga að það var Björn Bjarnarson síðar sýslumaður sem stofnaði safnið 1884, þá búsettur í Kaupmannahöfn, sem safnaði verkum norrænna lista- manna, einkum danskra. Myndaði þannig stofngjöf Listasafns Íslands. Rætur listasafnsins er því að nokkru leyti danskar og rétt eins og við fáum þessar íslensku myndir Sölva nú frá Danmörku,“ segir Harpa Þórsdóttir, sem telur mikinn feng í verkunum. Þau einkennist af blóma- flúri, sem sé raunar áberandi í öllu kúnstverki Sölva. Myndir hans megi raunar finna víða í söfnum hérlendis og eitthvað á heimilum fólks, svo sem á Norðurlandi en þar stikaði listamaðurinn um sveitir og var ekki alltaf aufúsugestur. Myndir Sölva verða yfir helgina til sýnis í Listasafni Íslands, hvar er ókeypis inn yfir helgina vegna af- mælis safnsins. Á næsta ári verða þær svo sýndar í Safnasafninu á Svalbarðseyri við Eyjafjörð í tilefni af því að þá eru liðin 200 ár frá fæð- ingu Sölva. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Safnakonur Harpa Þórsdóttir forstöðumaður og Dagný Heiðdal, for- stöðumaður og skráningarstjóri Listasafns Íslands, við myndir Sölva. Myndir Sölva á sýningu  Alþýðulist 19. aldarinnar í gjöf frá Danmörku Blómaflúr Ein af myndum Sölva sem nú má líta augum í Listasafni Íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.