Morgunblaðið - 19.10.2019, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 19.10.2019, Blaðsíða 49
TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Í ágúst var ég boðaður meðskömmum fyrirvara á téða há-tíð og ég spurður hvort ég gæti flutt lykilerindi ráðstefn- unnar, en þema hennar var í þetta sinnið núningurinn á milli megin- straums- og neðanjarðartónlistar og áhrif streymisvæðingarinnar á þessi fyrirbæri. Ég átti sem betur fer færi, og eftir að hafa ráðfært mig við góða vini og samstarfsmenn í íslenska tónlistarbransanum var hlaðið í eitt stykki fyrirlestur. Bergen, hér kem ég! Síðast heimsótti ég þetta höfuð- setur Vestur-Noregs árið 2012, þá í erindum fyrir Morgunblaðið. Vann annars vegar frétt og myndskeið um uppsetningu Þjóðleikhússins á Gerplu í Den National Scene og hins vegar setti ég saman örmynd- skeið um sögu svartþungarokksins, en vagga þess er í Bergen. Nú var ég hins vegar komin til að upplifa Vill Vill Vest, tónlistar- Villtir, trylltir … Norðmenn Ljósmynd/John Patrick Rokkað Tónlistarkonan Hilma Nikolaisen og hljómsveit á Appolon. hátíð og ráðstefnu sem var fyrst sett á laggirnar fyrir fjórum árum. Forsvarsmennirnir tjáðu mér að ástæðan fyrir því að hún var sett á laggirnar hefði einfaldlega verið skortur á slíku á svæðinu, en íbúa- fjöldi á þessu svæði fer fram úr þeim íslenska. By:Larm, tónlistar- hátíð Oslóar, flakkaði á milli svæða í eina tíð en því var svo hætt, sem skýrir þetta líka. Vill Vill Vest er annars hefðbundin hátíð af þessu taginu. Áhersla er á kynningar eða „showcase“ og voru allar hljóm- sveitir óþekktar. Komu þær fram á u.þ.b. tíu stöðum á Bergen-svæðinu. Ráðstefnuhlutinn var í tvo daga og komu um fimmtíu fyrirlesarar fram, úr röðum iðnaðarins, fræða- heimsins og tónlistarmannanna sjálfra. Þemað sem ég opnaði á var rætt frá ýmsum hliðum, í vinnu- smiðjum, á pallborðum og í fyrir- lestrum. Ef eitthvað er var heldur vel í lagt hvað fjölda varðaði og í raun óþarfi að vera með fjóra fyrir- lestra í gangi á sama tíma. Dreifing áheyrenda var einfaldlega of mikil. Skipulag var með miklum sóma. Allt á hreinu, og ég hef kynnst tveimur hliðum á slíku hér í Noregi, þótt ótrúlegt sé. En bara einfaldir hlutir eins og öpp, þetta þarf að vera í lagi. Vill Vill Vest-appið var þannig frábærlega hannað og for- ritað. Ef eitthvað kom upp á í mann- heimum voru hlutirnir leystir og ekkert „computer says no“ í gangi. Við náðum svo að reka inn nef- ið hér og hvar á tónleika. Stærðar- innar beituskúr við höfnina, Skur 14, var settur upp sem tónleikastað- ur þar sem við börðum ungsveit augum („erum búin að gefa út eitt lag. Það er á Spotify“). Ekki margir í salnum en sveitin, Daufødt, frá- bær. Gríðarleg orka og söngkona sem rumdi eins og rostungur. Misst- um hins vegar af hljómsveitinni Tacobitch sem fær hér með Arnars Eggerts-verðlaunin fyrir stórkost- legt nafn. Daginn eftir fórum við í Holuna („Hulen“) hvar Avast lék. Holan er tónleikastaður sem er í gömlu neðanjarðarbyrgi og tónlist Avast svartmálmur með atmosfer- ískum síðþungarokksblæ. Full- komið semsagt. Á síðasta degi var bransaliðið sem mætt var dregið um borð í skip og við tók þriggja tíma sigling um norsku firðina. Aðstandendur hátíðarinnar sáu líka til þess að tengja rétta hluti saman, Bergen bauð boðsgestum frítt inn á söfn, í almenningssamgöngur o.s.frv. þannig að þessari sölu á borgum/svæðum sem álitlegum viðkomustað var fléttað sniðuglega saman við hátíðina. » Gríðarleg orka ogsöngkona sem rumdi eins og rostungur. Misstum hins vegar af hljómsveitinni Tacobitch sem fær hér með Arnars Eggerts-verðlaunin fyrir stórkostlegt nafn. Pistilritari sótti tón- listarhátíðina og ráð- stefnuna Vill Vill Vest í Bergen heim í lok september og varð margs fróðari. Ljósmynd/Arnar Eggert Gaman Hresst fólk að lokinni ráðstefnunni Vill Vill Vest í Bergen. MENNING 49 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 2019 tónleikaröð Mezzo,flauta og píanó22/10/19 kl. 19:30 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is „Við ákváðum að setja upp þessa sýningu til að vekja athygli á heildarskrá verka Sigurjóns á vefsíðu safnsins en einnig til að minna á að til er fræðslupakki fyrir grunnskólabörn undir heitinu Farvegur myndlistar til framtíðar. Þar eru verkefni fyrir grunnskólanema sem fjalla um mörg þeirra verka sem eru núna á sýningunni. Þessi fræðslupakki er aðgengilegur fyrir skóla, ekki að- eins í nágrenni safnsins hér í borginni heldur fyrir kennara út um allt land sem geta nálgast hann á netsíðu safnsins,“ seg- ir Birgitta Spur, sýningarstjóri sýn- ingarinnar Sjón er sögu ríkari, sem verður opnuð í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar á Laugarnestanga í dag, laugardag, kl. 15. Birgitta og dr. AlmaDís Krist- insdóttir myndmenntakennari og myndmenntamiðlari sömdu fyrrnefnt fræðsluefni fyrir nokkrum árum. „Við unnum þetta saman og kynnt- um á netinu á sínum tíma, en með sýningunni núna er verið að fylgja þessu eftir, minna á að þetta fræðsluefni er til. Á sýningunni eru valin verk frá listamannsferli Sigurjóns allt frá námsárunum í Danmörku og fram til 1982, sem var árið sem hann lést,“ segir Birgitta og leggur áherslu á að sýningin myndi heild og því sé til- valið fyrir kennara sem hafa nýtt sér fræðsluefnið á net- inu að koma með nemendur á staðinn til að skoða verkin í raunheimum. Skiptir máli að standa frammi fyrir listaverki „Sýningin er mjög spennandi og falleg, á henni eru 26 verk eftir Sigurjón og þar eru til dæmis nokkur helstu lykilverk hans frá fótboltatímabilinu svokallaða 1936 og 1937. Við sýnum nokkrar frummyndir að verkum sem hafa verið stækkuð og staðsett utandyra í opinberu rými, svo sem verkið Fótboltamenn sem stendur á Faxatorgi á Akranesi, Grímu sem var reist við Borgar- leikhúsið í Reykjavík og frumdrög að Víkingi sem Sig- urjón hjó í grástein og stendur fyrir utan Listasafn Ís- lands á Fríkirkjuvegi. Þessi sýning veitir líka foreldrum kjörið tækifæri til að koma með börnin sín hingað og opna fyrir þeim heim myndmennta. Sýningin er ekki síður fyrir hinn almenna sýningargest; að skoða breitt úrval verka Sigurjóns frá öllum hans ferli.“ Birgitta segir að sér finnist skipta óhemjumiklu máli að myndlist fyrirfinnist í umhverfi barna. „Ég hef heyrt hvaða áhrif það getur haft á fólk seinna meir að það hafi í bernsku verið í sjónfæri við góða myndlist. Nemendur í Laugarnesskóla geta til dæmis upplifað slíkt, því þar er heill salur með verkum Jó- hanns Briem. Það má ekki vanmeta þessi beinu tengsl barna við listina; að þau geti staðið frammi fyrir lista- verkum, sjái þau ekki einvörðungu í bókum, því það er alls ekki sama upplifun,“ segir Birgitta og bætir við að myndlist sé afar ung listgrein á Íslandi. „Í raun er myndlistin á bernskustigi hér á landi ef við berum saman við bókmenntirnar. Það hefur verið lif- andi umræða um bókmenntir hér á landi alveg frá því Rasmus Christian Rask stofnaði Hið íslenska bók- menntafélag árið 1816. Það er hefð fyrir því hér að fjalla um bókmenntir og sú umræða á sér stöðugt stað. Bók- menntirnar eru tengdar tungumálinu en myndlistin er allt annar miðill, sem gerir þetta svolítið snúið. Hvernig á að nálgast listaverk? Það þarf einhvern lykil til að opna skilning fólks á myndlist.“ Frekari upplýsingar um fræðslu- og viðburðadagskrár á www.listasafn.is. Vanmetum ekki bein tengsl barna við list Fótboltamenn Eitt verkanna sem verða á sýningunni. Birgitta Spur Félag um átjándu aldar fræði heldur málþing í dag undir yfirskrift- inni Jón Espólín – 250 ára minn- ing í fyrirlestra- sal á 2. hæð Þjóðarbókhlöð- unnar. Málþingið hefst kl. 13.30. Meðal þeirra sem halda erindi eru Kristrún Halla Helgadóttir, sagn- fræðingur og sérfræðingur hjá Ís- lenskri erfðagreiningu, sem fjalla mun um samskipti Espólíns við stórfjölskyldu sína, og Guðmundur Hálfdanarson, prófessor í sagn- fræði við Háskóla Íslands og forseti hugvísindasviðs Háskóla Íslands, sem flytur erindið „Legið á hleri: samfélagslegur boðskapur sög- unnar um Árna ljúfling“. Fundar- stjóri verður Halldór Baldursson, sagnfræðingur og læknir. Málþing haldið um Jón Espólín Guðmundur Hálfdanarson Inga Lára Bald- vinsdóttir, sviðs- stjóri Ljós- myndasafns Íslands, leiðir gesti um sýning- una Með Ísland í farteskinu. Ljós- myndir, úrklipp- ur og munir úr fórum Pike Ward í Þjóðminjasafni Íslands á morgun kl. 14. „Ward var kunnur maður á Ís- landi um aldamótin 1900. Hann gerði út frá Hafnarfirði en ferðað- ist einnig um landið og keypti fisk til útflutnings. Hann kenndi Íslend- ingum að nýta minni fisk og stað- greiddi með peningum sem var ný- lunda hér á landi. Ward var áhuga- ljósmyndari og tók myndir af dag- legu lífi og frá fáförnum slóðum áður en Íslendingar hófu að taka myndir af áhugamennsku,“ segir m.a. um sýninguna í tilkynningu. Leiðir gesti um sýningu safnsins Inga Lára Baldvinsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.