Morgunblaðið - 19.10.2019, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 19.10.2019, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 2019 Atvinnuauglýsingar 569 1100 Umhyggja er félag sem vinnur að bættum hag langveikra barna og fjölskyldna þeirra, en undir hatti Umhyggju starfa 18 foreldrafélög langveikra barna á Íslandi. Markmið Umhyggju er að standa vörð um réttindi langveikra barna og styðja við fjölskyldur þeirra á margvíslegan hátt. Sálfræðiþjónusta fyrir foreldra langveikra barna er meðal þeirrar þjónustu sem Umhyggja býður upp á. Umhyggja – félag langveikra barna óskar eftir sálfræðingi í 50-100% starfshlutfall Helstu verkefni og ábyrgð • Stuðnings- og ráðgjafarviðtöl við foreldra langveikra barna • Þátttaka í fræðslustarfi, fyrirlestrum eða námskeiðum um sálfræðileg málefni fyrir fjölskyldur langveikra barna • Önnur verkefni sem framkvæmdastjóri/stjórn felur starfs- manni Menntun og hæfniskröfur • Réttindi til að starfa sem sálfræðingur á Íslandi • Þekking og reynsla á málefnum langveikra barna æskileg • Þekking og reynsla af vinnu með áföll æskileg • Sérlega góð færni í mannlegum samskiptum • Frumkvæði, sjálfstæði, jákvæðni og sveigjanleiki Umhyggja býður sanngjörn kjör og sveigjanleika í starfi. Umsóknum ásamt ferilskrá og kynningarbréfi skal skilað til Umhyggju -félags langveikra barna, Háaleitisbraut 13, 108 Reykjavík, eða í tölvupósti á netfangið arny@umhyggja.is eigi síðar en 1. nóvember. Miðað er við að starf hefjist sem fyrst eftir áramótin, eða í samráði við starfsmann. Nánari upplýsingar veitir Árný Ingvarsdóttir, sálfræðingur og verkefnastjóri í síma 6617166 eða arny@umhyggja.is Mjólkursamlag Kaupfélags Skagfirðinga leitar nú að öflugum aðila til þess að leiða markaðs-, sölu- og vöruþróunarmál á öðrum framleiðsluvörum en hefðubundnum mjólkurvörum. Um er ræða spennandi vöruþróunarverkefni sem bæði snúa að núverandi framleiðslu en einnig mörgum nýjum framleiðsluvörum m.a. úr prótein- og etanólafurðum ásamt samhæfingu á kynningar-, markaðs- og sölustarfi á þessum hluta framleiðslunnar. Starfsstöðin er á Sauðárkróki. FORSTÖÐUMAÐUR SÖLU-, MARKAÐS- OG VÖRUÞRÓUNAR HJÁ MJÓLKURSAMLAGI KS Ábyrgðarsvið • Skipuleggja og leiða virðisaukandi vöruþróunarstarf • Leiða kynningar- og markaðsstarf • Daglegur rekstur á hluta framleiðslunnar • Virkja og viðhalda mælikvörðum til að meta árangur starfsins • Þátttaka í stefnumótun og gæðastarfi • Önnur tilfallandi verkefni og sem samlagsstjóri úthlutar Hæfniskröfur • Háskólamenntun á sviði viðskipta, vöruþróunar, markaðsfræða eða önnur menntun sem nýtist í starfi æskileg • Reynsla af stýringu sölu- og markaðsmála • Reynsla af rekstri æskileg • Skilningur í lestri rekstrar- og efnahagsupplýsinga • Sjálfstæði, frumkvæði, metnaður og vinnusemi • Góð samskiptahæfni • Gott vald á talaðri og ritaðri ensku nauðsynlegt • Góð tölvukunnátta Umsóknarfrestur til og með 28. október nk. Mjólkursamlag KS skiptist í tvö svið, mjólkurafurðasvið og aðra framleiðslu. Það sem tilheyrir annarri framleiðslu eru m.a. vörumerkin E. Finnsson, Mjólka, Voga, kaldir kaffidrykkir og fæðurbótarefni. Einnig gert ráð fyrir virðisaukandi framleiðslu úr þurrkuðu mysupróteini og mysuetanóli. Umsóknir óskast fylltar út á hagvangur.is Vacant positions at the Official Residence: CHEF (full time) U.S. Ambassador’s Residence is currently hiring one full time Chef with knowledge of Japanese and Asian cuisine. Please submit your CVs to ReykjavikOREVacancy@state.gov latest by October 24, 2019. atvinna@mbl.is Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.