Morgunblaðið - 19.10.2019, Side 19

Morgunblaðið - 19.10.2019, Side 19
ÚR BÆJARLÍFINU Gunnlaugur Auðunn Árnason Stykkishólmi Sumarið hefur farið almennt vel með Hólmara. Eftirminnilegastur er 37 daga kafli þegar ekki féll dropi úr lofti. Alveg úrkomulaust var frá 21. maí til 26. júní og er það lengsti sam- felldi þurrkur sem mælst hefur þar frá upphafi mælinga haustið 1856. Fyrra met var 35 dagar frá árinu 1931 þegar þurrt var í Stykkishólmi frá 15. maí til 20. júní. Þurrkurinn í ár féll þó þannig á mánuði að hvorki féll þurrkamet í maí né júní eða í mánuðunum tveim- ur sameiginlega. Í júlí og ágúst var úrkoma nærri meðallagi og í sept- ember var hún nærri þreföld á við það sem venjulegt er og hefur aðeins einu sinni mælst meiri í september. Sérlega mikið rigndi þá um miðjan mánuðinn, 93,5 mm á þremur dög- um, og er það óvenjulegt.    Grásleppan er ein af auðlindum Breiðafjarðar og eru veiðar á henni mikið stundaðar frá Stykkishólmi á sumrin. Þessum veiðiskap hafa alltaf fylgt sveiflur í verði og veiði. Í sumar voru aðstæður óvenju góðar, góð veiði og gott verð. Það liggur vel á grásleppukörlum að vertíð lokinni Alls stunduðu 34 bátar veiðarnar og hafa sjaldan verið fleiri. Alls var landað 1.096 tonnum af heilli grá- sleppu sem er óvenju mikill afli. Verð fyrir grásleppuna var 340 kr. fyrir hvert kíló og er það 35% hækkun frá því í fyrra. Mestur aflinn var verkaður í Stykkishólmi hjá Ag- ustson ehf. og Þórishólma ehf. Afla- hæsti báturinn var Djúpey BA frá Flatey sem landaði 56,2 tonnum.    Dúntekja gekk mjög vel við Breiðafjörð í sumar. Má það fyrst og fremst þakka einstöku þurrviðri sem var við fjörðinn í vor meðan á varp- tíma og dúntekju stóð. Almennt var dúntekja meiri en síðasta sumar á svæðinu. Bæði voru fleiri hreiður í vörpum og svo var dúnninn ein- staklega þurr og góður. Þegar veðurfar er svona þurrt verður nýt- ingin á dúninum betri og dúnninn verður því meiri. Verð fyrir dúninn sveiflast líka á milli ára. Á síðustu árum hefur verð farið lækkandi eftir góð ár þar á undan. Íslenskur æðardúnn ehf. í Stykkishólmi tekur á móti miklu magni af dúni til hreinsunar og sölu.    Stærstu framkvæmdir Stykk- ishólmsbæjar á árinu tengjast lóðum við grunnskólann og dvalarheimilið. Fyrsti áfangi við skólalóðina fólst í jarðvegsskiptum, malbikun og öðr- um frágangi. Kostnaður var um 65 milljónir króna. Íbúar á dvalarheim- ilinu höfðu lengi beðið eftir lagfær- ingum á aðkomu að heimilinu. Í sum- ar var gengið í það verk. Bílastæði lagfærð og malbikuð og hitalagnir í gangstéttir verða brátt tiltækar.    Eftir langa bið er skriður kom- inn á að hefja endurbyggingu á St. Fransiskusspítala með það að markmiði að koma fyrir 16 hjúkrunarrýmum í stað þeirra sem eru á dvalarheimilinu og bæta að- stöðu bak- og endurhæfingardeildar sjúkrahússins. Aðilar sem koma að breytingunum hafa gefið út tíma- áætlun. Teikningar að fyrsta áfanga eiga að liggja fyrir í lok mánaðarins og í kjölfarið verður verkið boðið út. Verklok eru áætluð í ágúst 2021. Endurbæturnar munu styrkja mik- ið rekstur St. Fransiskusspítala og þjónustu við þá sem þurfa á henni að halda.    Mikil gróska er í byggingariðn- aðinum. Mörg íbúðarhús eru í bygg- ingu og í haust var úthlutað íbúðar- húsalóðum sem framkvæmdir hefjast við í vetur. Auk þess hefur verið unnið við viðhald á eldri húsum. Má þar nefna Hótel Stykkishólm og húsnæði Marz- sjávarafurða sem áður var gamla pósthúsið. Atvinnuástand hefur ver- ið gott á þessu ári og líkur eru á að flestir geti fengið vinnu sem það vilja.    Ásbyrgi er vinnustaður fyrir fólk með skerta starfsgetu. Fyrir stuttu var tekið í notkun nýtt og glæsilegt hús sem byggt er fyrir starfsemi Ásbyrgis, sem er á vegum Félags- og skólaþjónustu Snæfells- ness. Í Ásbyrgi starfa fimm nem- endur og þrír starfsmenn. For- stöðumaður er Sigríður Erna Guðmannsdóttir sem hóf störf í haust.    Bensó, einu sjoppu bæjarins, var lokað 1. september. Þar hefur Olís verið með sjoppu frá því að bensínstöðin var byggð árið 1985. Nú er ekki hægt að kaupa sígar- ettur né neftóbak í Stykkishólmi. Það hefði áður fyrr þótt saga til næsta bæjar. Það ríkir afar slæmt ástand hjá reykingafólki þegar ekki er hægt að hlaupa út í sjoppu og versla. Það þarf að sýna fyrirhyggju til að verða ekki uppiskroppa og fá þá sem eru á ferðinni til að kaupa fyrir sig. Háværar kvartanir hafa þó ekki heyrst. En öll él birtir upp um síðir. Eigendur veitingastaðarins Skúrsins hafa tekið Bensó á leigu og ætla að flytja veitingastaðinn þang- að og veita líka þjónustu þeim sem nota tóbak.    Samkvæmt úttekt frá Byggða- stofnun hefur opinberum stöðugild- um í Hólminum fækkað um 17% síð- ustu 15 ár og það er sárt að sjá á eftir þeim. Opinber störf eru lands- byggðinni ekki síður mikilvæg en höfuðborgarsvæðinu þar sem þeim störfum fjölgar áreynslulaust. Framkvæmda- gleði og góð grásleppuveiði Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Stykkishólmur Nemendur og starfsmenn vinnuheimilisins Ásbyrgis eru ánægðir með nýja og fína aðstöðu. FRÉTTIR 19Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 2019 Eskifjörður | Sporður hf. á Eski- firði hefur hætt framleiðslu á bita- harðfiski. Fyrirtækið var stofnað 1952 af svilunum Agli Karlssyni og Lúðvík Ingvarssyni sýslumanni. Þegar Egill féll frá 1994 tóku börn hans, Atli Börkur og Ágústa, við rekstrinum. Það er mikill sjónarsviptir að fyrirtækinu og munu fjölmargar kröfuharðar harðfiskætur sakna bitafisksins frá Eskifirði. Upphafið á rekstri fyrirtækisins má rekja til áranna 1947-1948 en þá hóf þáverandi sýslumaður Suð- ur-Múlasýslu, Lúðvík Ingvars- son, tilraunir til verkunar á harð- fiski. Þar byggði hann á eigin reynslu og ann- arra, að fiskur sem frystur er við vægt frost er sæt- ari og bragðmeiri en ferskur fiskur eða hraðfrystur. Einnig keyptu þeir félagar gamalt sláturhús og breyttu því í frystihús, sem notað er til flökunar og fryst- ingar. Einnig var keyptur gamall herbraggi sem var notaður við þurrkunina og hófst verkun og fram- leiðsla á þessum gæðabitaharðfiski 1952. Fyrsti bitafiskurinn á Íslandi var í upphafi nefndur sætfiskur en líka sýslumannskonfekt. Allt ferli vinnslunnar er handa- vinna og nostur sem líkja má við framleiðsluaðferðir dýrustu vína. Vinnsluaðferðin hefur lítið breyst frá upphafi. Sporður hættir framleiðslu Morgunblaðið/Emil Thorarensen Harðfiskur Þurrkhúsið gamla sem Sporður notaði á Eskifirði, allt frá 1952.  Framleiðsla Sporðs á harðfiski hófst 1952 á Eskifirði  Tilraunir hófust 1947 hjá þáverandi sýslumanni Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla z Árstíðabundinn lager z Lager z Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla z Kæligeymsla z Leiga til skemmri eða lengri tíma

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.