Morgunblaðið - 19.10.2019, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 19.10.2019, Blaðsíða 41
DÆGRADVÖL 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 2019 þegar Eyþór Þorláksson og ég kynntumst Gunnari Ormslev og hann byrjaði að æfa með okkur. Okkur fannst svo stórbrotið að fá mann með okkur sem sagðist ekk- ert vera búinn að spila en spilaði svo heilu Glenn Miller-sólóin.“ Guðmundur er enn í fullu fjöri og spilaði síðast á Menningarnótt í Pennanum/Eymundsson og hann mun meðal annars spila á Sól- heimum í desember. Fjölskylda Eiginkona Guðmundar er Helga D. Benediktsdóttir, f. 22.6. 1944. Foreldrar hennar voru hjónin Benedikt Baldvin Guðmundsson, f. 1907, d. 1960, og Svandís Vil- hjálmsdóttir, f. 1910, d. 1988. Fyrri eiginkona Guðmundar var Sesselja Unnur Guðmundsdóttir, f. 29.3. 1930, d. 10.1. 2018. Börn Guðmundar og Unnar eru Kjartan Guðmundsson, f. 14.11. 1948, hann er búsettur í Hafnar- firði og á tvö börn; Guðrún Guð- mundsdóttir, f. 7.7. 1954, hún er búsett á Akranesi og á tvö börn; Lára Guðmundsdóttir, f. 20.6. 1956, hún er búsett í Danmörku og á einn son; Steingrímur Guðmunds- son, f. 4.1. 1958, hann er búsettur í Hafnarfirði og á tvö börn; Helga Guðmundsdóttir, f. 17.7. 1962, hún er búsett í Hafnarfirði og á fjögur börn. Systkini Guðmundar voru Þur- íður, f. 18.10. 1924, d. 2.10. 1999; Helga, f. 22.9. 1926, d. 5.5. 2016; . Hálfsystkini Guðmundar sam- mæðra voru Guðný, f. 23.4. 1914, d. 29.5. 1983, og Gísli Ásmundur, f. 11.3. 1918, d. 3.12. 1932. Foreldrar Guðmundar voru hjón- in Steingrímur Steingrímsson, f. 30.9. 1884, d. 11.10. 1965, verka- maður í Hafnarfirði, og Hallgerður Lára Andrésdóttir, f. 10.11. 1888, d. 9.11. 1980, verkakona í Hafnarfirði. Guðmundur Steingrímsson Hallgerður Þórhalladóttir húsfreyja á Nesjavöllum Grímur Þorleifsson refaskytta og bóndi á Nesjum, Brúsastöðum og Nesjavöllum Helga Grímsdóttir húsfreyja víða á Reykjanesi, í Ölfusi og Hafnarfi rði Hallgerður Lára Andrésdóttir verkakona í Hafnarfi rði Andrés Guðmundsson bóndi víða á Reykjanesi, í Ölfusi og Hafnarfi rði Kristín Andrésdóttir húsfreyja á Álftanesi Guðmundur Guðmundsson sjómaður á Álftanesi Sigríður Jónsdóttir húsfreyja í Amsturdammi Eggert Eggertsson bóndi í Amsturdammi í Mosfellssveit Þuríður Eggertsdóttir húsfreyja á Nesjum Steingrímur Jónsson bóndi í Nesjum á Hvalsnesi Helga Brynjólfsdóttir húsfreyja og yfi rsetukona í Hruna Jón Steingrímsson prófastur í Hruna Úr frændgarði Guðmundar Steingrímssonar Steingrímur Steingrímsson verkamaður í Hafnarfi rði Morgunblaðið/Júlíus Afmælisbarnið Guðmundur. Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ... að bjóða hinn vangann. GEISP LEGGST MORGUNN-INN VEL Í ÞIG? UMFERÐIN ER EKKI SVO SLÆM HALLÓ?! ÞAÐ ER KOMIÐ AÐ PÍLUKASTINU! STRÁKAR, VILJIÐ ÞIÐ EKKI SKEMMTA YKKUR? LÍFIÐ „ÞAÐ ER FERÐALAGIÐ EN EKKI BRJÁLÆÐINGURINN SEM ÞÚ NEYÐIST TIL AÐ SITJA VIÐ HLIÐINA Á SEM SKIPTIR MÁLI.” „STEBBI, ÞAÐ ER EINHVER GAUR HÉRNA. ÉG HRINGI Í ÞIG EFTIR FIMM MÍNÚTUR.” Gátan er sem endranær eftirGuðmund Arnfinnsson: Hagur sá í höndum er. Í hamri jafnan unir sér. Mæniásinn uppi ber. Afar smár er þessi ver. Guðrún Bjarnadóttir á þessa lausn: Dverghög er sú dánumær, með dvergi í bergi’ er unun kær. Trédvergur markar þar mænisás og minnsta fljóð, dvergur, skellti í lás. Þannig leysir Helgi R. Einarsson gátuna: Heldur smár, en hagur er, í hamrinum á kostum fer og mæniásinn uppi ber. Allt við dverginn passar hér. Sigmar Ingason svarar: Dverghagir jafnan dunda sér við smíð. Dvergarnir una í steinum ár og síð. Án „dverga“ myndi mænir niður falla. Mætti líka dverga stutta karla kalla. Eysteinn Pétursson á þessa lausn: Gáta þessi þung ei er. Því má vísu gera. Lausnin dvelur dátt hjá mér: Dvergur mun það vera. Sjálfur skýrir Guðmundur gátuna þannig: Dvergur halur hagur er. Í hamri dvergur unir sér. Dvergur ás þann uppi ber. Eins og dvergur lítill ver. Þá er limra: Við Jón sterka barðist Bergur, og þó Bergur sé smár eins og dvergur, þá rotaði hann þennan rammeflda mann, og því var hann nefndur Þorbergur. Og að lokum ný gáta eftir Guð- mund: Gáta bætist gátur við, góðu vinir Braga, óskaplegt er annríkið alla laugardaga: Fráleitt þessi frómur er. Frið í nafni sínu ber. Vera skar á kerti kann. Kanntu spilaleikinn þann? Þorsteinn Erlingsson orti um Bjarna Thorarensen: Þó að skyggi yfir öld og ýmsir tónar deyi, þá verður hvorki þögn né kvöld á þínum bjarta vegi. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Á gulli verða dvergarnir ginntir Börn og brúðhjón Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/ islendingar eða á islendingar@mbl.is ömlun, málhömlu sykursjúkir, endó úklingar, psorias æfisvefn, Alzheim addaðir, ADHD, a sjónskertir, Croh EKKI Með því að mæta ekki þörfum fatlaðs fólks er verið að úthýsa því úr samfélaginu. Bjóðum betur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.