Morgunblaðið - 19.10.2019, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 19.10.2019, Blaðsíða 26
GIMLI fasteignasala / Grensásvegi 13, 108 Rvk. / s 570 4800 / gimli@gimli.is www.gimli.is Við vitum hvað þín eign kostar 26 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 2019 Hver króna sem fer í gott atlæti og örvun ungra barna skilar sér í sjö krónum síðar til samfélagsins. Nóbels- verðlaunahafi í hag- fræði, James Heck- man, reiknaði það út með vísindalegum að- ferðum að snemmtæk íhlutun er varðar alla þroskaþætti ungra barna skiptir sköpum fyrir framtíð þeirra. Það helgast af því að einstaklingur sem fær góða umönn- un, mikla mál- og vits- munaörvun á fyrstu ár- um ævinnar er líklegri til að ljúka grunn- og framhaldsskóla, fara í frekara nám í iðn- eða háskólagreinum, fer síður á atvinnuleysis- bætur, þarf síður að nota félags- og heil- brigðisþjónustu og lendir síður á glap- stigum með tilheyrandi fangelsisvist. Þá er ekki reiknað út verðmæti þess sem ham- ingja og heilbrigði færir einstaklingi sem tekst að láta drauma sína ræt- ast, læra og fást við það sem hugur hans og hjarta stendur til. Á Íslandi er mikil og góð umræða um máltækni og snjalltækjavæðingu íslenskunnar sem mun þá hljóma í þeim tækjum og tólum sem ung börn nota frá degi til dags. Íslensk stjórnvöld eru að taka mikilvæg skref í samstarfi við háskólasamfé- lagið til að íslenskan lifi í stafrænum heimi. Viðhald og verndun tungu- málsins okkar er líklega að stórum hluta undir því komið. Það verður hins vegar ekki hægt að líta framhjá því að tækni framtíðarinnar mun líka byggjast á því að einstaklingar hafi góðan orðaforða, góð tök á les- skilningi, hugtakaskilningi, stærð- fræði og skilningi á úrlausnum og hvernig ýmis vandamál eru leyst. Allir þessir þættir byggjast á góðum mál- og vitsmunaþroska, grunni sem er lagður frá unga aldri þegar heil- inn er hvað næmastur fyrir örvun. Frumkvöðlar framtíðarinnar spretta úr frjóum jarðvegi hugsunar sem er nátengd málþroska og læsi. Góð færni á talað og ritað mál er dýrmætur auður sem fylgir barni fram á fullorðinsár. Jöfn tækifæri barna inn í framtíðina grundvallast á því að einstaklingur hafi góðan málþroska sem hefur áhrif á allt síð- ara nám. Um allan heim er alþjóðlegum degi málþroskaröskunar fagnað. James Heckman minnti okkur á að þegar um krónur og aura er að ræða í umönnun barna er þeim vel varið. Spörum ekki í aðbúnaði og góðu atlæti fyrir börn. Spörum ekki orða- fjöld, gagnvirku samtölin og sam- veruna með börnunum okkar. Spörum ekki í menntun og launum fagstétta sem vinna með börnunum okkar. Framtíðin er vissulega í húfi. Málþroski og tækni Eftir Bryndísi Guðmundsdóttur Bryndís Guðmundsdóttir » Íslensk stjórnvöld eru að taka mikil- væg skref í samstarfi við háskólasamfélagið til að íslenskan lifi í staf- rænum heimi. Höfundur er talmeinafræðingur. Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Rétt eftir aldamótin 1800, þegar Napóle- onsstríð geisuðu og ár- ferði var á köflum slæmt á Íslandi, sat sýslumaður einn norð- ur í landi og skrifaði Íslandssögu. Þetta var Jón Espólín (1769- 1836). Hinn 22. októ- ber 2019 verða 250 ár liðin frá fæðingu hans. Í tilefni þess mun Fé- lag um átjándu aldar fræði halda málþing í dag, 19. október, til að heiðra minningu Espólíns og vekja athygli á hinu mikilvæga starfi sem hann innti af hendi. Ævistarf hans á sviði sagnaritunar og ættfræði, þar sem hann átti fáa jafnoka, var sann- arlega drjúgt og þakkarvert. Sam- tímamaður Espólíns og frændi, Bjarni Thorarensen, skáld og amt- maður, lýsti honum með fallegum hætti í bréfi. Bjarni sagði að Jón Espólín hefði verið „einhvör hinn lærdasti Madur og mesti Ydiumadur á Islandi og þaradauki mesta Gód- menni“. Telja má Íslands Árbækur í sögu- formi (oftast nefndar Árbækur Espólíns) merkasta rit Jóns Espól- íns. Hið íslenska bókmenntafélag gaf ritið út á árunum 1821-1855. Þetta sagnfræðiverk, sem er geysimikið að vöxtum, fjallar um Íslandssöguna frá 1262 til 1832. Espólín var ljóst að hverju mannsbarni var nauð- synlegt að fá tækifæri til þess að öðlast skiln- ing á sögu þjóðar sinn- ar, jafnt þeirri nýju sem gömlu. Með ritverkinu fetaði Espólín ótroðnar slóðir því að ekkert rit sem fjallaði um Íslands- söguna í heild á þessu tímabili var til fyrir. Verkið naut vinsælda meðal almennings. Jón var fæddur inn í höfðingja- ættir á Íslandi, sonur Sigríðar Stef- ánsdóttur, systur Ólafs Stefánssonar stiftamtmanns, og Jóns Jakobs- sonar, sýslumanns í Eyjafjarðar- sýslu og sagnritara. Fjölskyldan bjó á Espihóli í Eyjafirði. Jón Espólín var mikill eljumaður við ritstörf. Skrifaði hann um öll tímabil Íslandssögunnar og sömu- leiðis um mörg tímabil í sögu Evrópu og heimsins. Honum var því fátt óviðkomandi. Ættvísi Jóns Espólíns var annáluð. Liggur eftir hann mikið verk á því sviði en ættfræðin var öðr- um þræði einn máttarstólpi sög- unnar og mátti með henni greina rætur hátt settra valdsmanna og margra annarra Íslendinga, svo og konungsætta. Jón Espólín var fremur íhalds- samur embættismaður og eindreg- inn stuðningsmaður konungs- stjórnar á þeim tímum er vaxandi fylgi var við nýja stjórnarhætti sem komu fram um hans daga, m.a. í kjöl- far frönsku byltingarinnar sem hófst árið 1789 þegar Espólín var nítján ára gamall. Áhrif upplýsingarinnar, hinnar fjölþjóðlegu hugmynda- stefnu, má þó hæglega greina í skrif- um sagnaritarans Espólíns en hann var hlynntur auknu frelsi á til- teknum sviðum mannlífsins, m.a. í verslun. Þá vildi hann að fleiri hefðu tækifæri til menntunar en var á hans tíð. Á málþinginu „Jón Espólín – 250 ára minning“, mun Guðmundur Hálfdanarson, prófessor í sagnfræði og forseti Hugvísindasviðs Háskóla Íslands halda erindi undir yfirskrift- inni „Legið á hleri: samfélagslegur boðskapur sögunnar um Árna ljúf- ling“; Ingi Sigurðsson, prófessor em- eritus í sagnfræði við Háskóla Ís- lands, mun fjalla um þær viðtökur sem Árbækur Espólíns hlutu, en Ingi hefur rannsakað ítarlega þær hugmyndastefnur sem mótuðu skrif Espólíns á sviði sagnaritunar; Krist- rún Halla Helgadóttir, sagnfræð- ingur og sérfræðingur hjá Íslenskri erfðagreiningu, mun fjalla um sam- skipti Espólíns við stórfjölskyldu sína; og Margrét Gunnarsdóttir, doktorsnemi í sagnfræði við Háskóla Íslands, mun halda erindi undir yf- irskriftinni „Skyggnst inn í heim bréfritarans Jóns Espólíns“. Fundarstjóri verður Halldór Bald- ursson, sagnfræðingur og læknir. Málþingið fer fram í Þjóðar- bókhlöðu, fyrirlestrasal á 2. hæð, og stendur kl. 13.30-16.15. Eftir Margréti Gunnarsdóttur Margrét Gunnarsdóttir »Espólín var ljóst að hverju mannsbarni var nauðsynlegt að fá tækifæri til þess að öðl- ast skilning á sögu þjóð- ar sinnar. Höfundur er sagnfræðingur og formaður Félags um átjándu aldar fræði. mag59@hi.is Jón Espólín – 250 ára minningVelvakandiSvarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12. Lesandi hafði fyrir stuttu samband við Velvakanda og vildi koma þeirri ábendingu á framfæri við ráðamenn og aðra hversu ofnotuð sögnin að rýna er. Menn tala um að nefndir séu að rýna í niðurstöður kannana og skýrslna þegar vel er hægt að nota fjölbreyttara orðalag. Eins rifj- aði hún upp að í æsku hennar hefði sögnin að rýna verið notuð í því sam- hengi að einhver væri sjóndapur, sæi illa og þyrfti því að rýna í bækur sökum þess. Halldóra. Að rýna eða rýna ekki Samrýndar Rýnt inn um glugga. ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.