Morgunblaðið - 19.10.2019, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 19.10.2019, Blaðsíða 46
46 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 2019 DUXIANA Reykjavik | Ármuli 10 | Reykjavik | +354 5 68 99 50 | www.duxiana.is GÆÐI OG ÞÆGINDI SÍÐAN 1926 DUX 8008 – UNDRAVERÐUR SVEIGJANLEIKI Háþróuð tækni, alvöru handverk, strangar prófanir og vandlega valin efni tryggja góðan nætursvefn og passa upp á að líkaminn fái góða hvíld þegar þú þarf mest á því að halda. Harpa Árnadótt- ir myndlistar- maður opnar sýningu sína Djúpalogn/Deep Calm í Hverfis- galleríi í dag kl. 17. Er það þriðja einkasýning hennar í Hverf- isgalleríi og á henni leggur Harpa af stað í ferð inn í innra landslag, þar sem fjörðurinn, sköp- unargáfan og skrifin bregðast hvert við öðru, eins og segir í til- kynningu. „Það er sjálfsævisögu- legur tónn í sýningunni sem mótast af hugleiðingum um bernskuna. Við undirbúning sýningarinnar í sumar uppgötvaði Harpa vatnslitamynd eftir Ásgrím Jónsson (1876-1958), sem henni var sýnd í húsi ömmu hennar og afa sem hún fæddist í. Myndin var máluð á Bíldudal, þegar hann bjó og starfaði í þorpinu ung- ur maður í upphafi ferils síns,“ segir í tilkynningu og að þessi til- viljun hafi snert streng í hjarta Hörpu sem fékk málverkið lánað og er það hluti sýningarinnar. Djúpalogn Hörpu í Hverfisgalleríi Harpa Árnadóttir Listvinafélag Hallgrímskirkju stendur fyrir barokktónleikum í Hallgríms- kirkju í dag kl. 17. Á þeim koma fram barokkhóp- urinn Baroque- Aros frá Árósum í Danmörku og gestasöngkona á tónleikunum verður Sigríður Ósk Kristjánsdóttir mezzósópran. Ein- leikari verður óbóleikarinn Eric Beselin og semballeikari Lára Bryndís Eggertsdóttir. Baroque- Aros er skipaður atvinnutónlistar- mönnum og er hópurinn þekktur fyrir mikla spilagleði og útgeislun. Á tónleikunum verður flutt ítölsk barokktónlist eftir Monteverdi, Mainerio, Marcello, Porpora og Biago Marini. BaroqueAros í Hallgrímskirkju Sigríður Ósk Kristjánsdóttir Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Þessar góðu móttökur hafa komið okkur ánægjulega á óvart,“ segir Björk Jakobsdóttir sem leikstýrir sýningunni Mamma klikk! sem frum- sýnd er í Gaflaraleikhúsinu í dag. Um er að ræða nýja leikgerð Bjarkar á samnefndri skáld- sögu eftir Gunnar Helgason, eigin- mann hennar, sem fjallar um hina 12 ára gömlu Stellu sem finnst hún eiga alveg snarklikkaða mömmu sem er óperusöngkona og er endalaust að koma Stellu í vandræðalegar aðstæður. Eftir sér- staklega vandræðalega uppákomu ákveður Stella að nú sé nóg komið og setur í gang plan til að gera mömmu sína venjulega. Á ýmsu gengur og margir koma við sögu eins og bræður hennar, þeir Siggi og Palli, pabbi hennar prófessorinn, Hanni granni og auðvitað amma snobb. Óhætt er að segja að viðtökur hafi verið góðar því uppselt er á allar sýn- ingar fram að áramótum sem samtals eru 17, en sýningar í janúar er þegar komnar í sölu á tix.is. „Það er aug- ljóst að bæði Gunnar og þessi bóka- flokkur eiga sér stóran aðdáenda- hóp,“ segir Björk og rifjar upp að um helgina hafi um 400 grunnskólabörn kíkt á æfingu hjá leikhópnum í tengslum við Bóka- og bíóhátíð barnanna í Hafnarfirði. „Þau þekktu allar persónur með nöfnum. Ábyrgð okkar, sem erum að færa bókina á svið, er því mikil. En ég hef mjög góða tilfinningu fyrir þessari sýn- ingu,“ segir Björk og bendir á að við- brögð nemanna á æfingunni hafi lof- að góðu. Hvað er það við þessa bók og bóka- flokkinn í heild sem höfðar jafnsterkt til barna og raun ber vitni? „Gunnar talar ótrúlega vel til barna, sem sést á vinsældum annarra bóka hans. Hann hefur þennan hæfi- leika að tala beint til barna – sem helgast kannski af því að honum hef- ur tekist einstaklega vel að varðveita barnið í sjálfum sér. Honum finnst prump enn eitt það fyndnasta sem hann veit,“ segir Björk og tekur fram að húmorinn hjá Gunnari virki líka fyrir allan aldur. „Þannig gefst okkur tækifæri til að hlæja innilega með persónunum samhliða því sem verkið býður upp á ýmis gæsahúðar- augnablik. Í mínum huga er Gunnar á pari við Guðrúnu Helgadóttur og Astrid Lindgren,“ segir Björk og tek- ur fram að skilaboðin í Mömmu klikk! séu líka svo einstaklega falleg og fel- ist í spurningunni hvað sé að vera venjulegur. „Því það er enginn venju- legur. Það vilja allir vera eins og allir aðrir, en samt spes,“ segir Björk og vitnar þar í einn lagatextanna, en tón- list sýningarinnar samdi Hallur Ing- ólfsson. Stígur Steinþórsson gerir leikmynd og Freyr Vilhjálmsson hannar ljós. Leikhópinn skipa Gríma Valsdóttir, Valgerður Guðnadóttir, Felix Bergsson, Þórunn Lárusdóttir, Ásgrímur Gunnarsson, Auðunn Sölvi Hugason, Matthías Davíð Matthías- son, Agla Bríet Einarsdóttir, Thea Snæfríður Kristjánsdóttir, Vera Stef- ánsdóttir og Gunnar Helgason. Var sjálfgefið að höfundurinn myndi leika í sýningunni? Gunnar hefur náttúrlega ekki farið dult með það að bókaflokkurinn sé innblásinn af ykkar fjölskyldu? „Það vill reyndar svo skemmtilega til að Ilmur Stefánsdóttur, mamma Grímu sem leikur Stellu, var Gunnari líka innblástur að mömmu klikk t.d. þegar kemur að því að setja sófa upp í tré,“ segir Björk og bendir á að sonur þeirra hjóna, Ásgrímur, leiki einnig í sýningunni, en hann lauk nýverið leikaranámi í London. „Hann leikur Palla, en sú persóna er byggð á honum,“ segir Björk og tekur fram að Siggi sé byggður á yngri strák þeirra hjóna. „En auðvitað eru allar persón- ur ýktar, því hafa skal það er fyndn- ara reynist.“ Að sögn Bjarkar plataði hún Gunn- ar til að leika í uppfærslunni með lof- orði um að hann fengi að leika Hanna granna. „Svo vildi Felix Bergsson vera Hanni og að sjálfsögðu sagði ég já við því og tilkynnti Gunnari í fram- haldinu að hann yrði að leika pabb- ann. Það er auðvelt að leika pabba- hlutverkið þannig að það verði frekar litlaust, en ég vissi að ef Gunnar myndi leika hann yrði hann alltaf fyndinn og skemmtilegur, því hann lætur ekkert tækifæri ónotað til þess. Mér finnst líka fara vel á því að hann leiki pabbann því hann er svo mikill pabbi bókanna um Stellu og fjöl- skyldu hennar.“ Hverjar hafa helstu áskoranirnar verið við að færa bókina á svið? „Bókin afhjúpar ekki ákveðna sér- stöðu Stellu fyrr en á lokametrunum. Það hefði auðvitað verið ógerningur að leyna því fram undir lok sýningar, en mér tókst að finna skemmtilega leið til að seinka afhjúpuninni. Önnur megináskorunin felst í því að þétta söguna, en það býður upp á að hlutir séu sagðir fremur sjónrænt í stað orða. Hliðarpersónurnar fá fyrir vikið aðeins minna pláss textalega séð, en verða sýnilegri í tónlistaratriðunum,“ segir Björk og bendir á að Carmen, sem mamman leiki, sé útfærð í heild sinni á tíu mínútum í sýningunni. Mamma klikk! Gríma Valsdóttir og Valgerður Guðnadóttir í hlutverkum sínum sem Stella og mamma hennar í uppfærslu Gaflaraleikhússins. „Ýmis gæsahúðaraugnablik“  Mamma klikk! frumsýnd í Gaflaraleikhúsinu  „Það er enginn venjulegur,“ segir leikstjórinn Björk Jakobsdóttir  Uppselt er á fyrstu 17 sýningarnar Björk Jakobsdóttir Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is „Þetta er í fjórða skiptið sem við sýn- um saman, þessi hópur sex lista- manna,“ segir Tumi Magnússon, einn þeirra sex íslensku myndlistarmanna sem opna samsýningu í Tbilisi í Georgíu í dag og einnig á miðvikudag í næstu viku í annarri borg, Batumi, í sama landi. Auk Tuma eru þátttak- endur Sólveig Aðalsteinsdóttir, Ráð- hildur Ingadóttir, Ingólfur Arnars- son, Ívar Valgarðsson og Kristinn G. Harðarson. „Þetta hófst árið 2011 á bókamess- unni í Frankfurt þegar Ísland var þar heiðursgestur, en þá bað galleristinn hjá galleríinu, Kim Behm, okkur Ráðhildi að setja saman íslenskan hóp sem hún vildi að sýndi í galleríinu hennar á sama tíma og bókamessan væri. Þá bjuggum við Ráðhildur til þennan hóp og kölluðum sýninguna Nasasjón,“ segir Tumi og bætir við að þau Ráðhildur hafi starfað mikið með þessu galleríi í gegnum tíðina og í seinni tíð einnig Ívar. „Okkur líkaði vel við þennan hóp sem við settum saman og okkur fannst gott að sýna með þessu fólki. Sýningin þótti okkur líka falleg, svo við héldum hana aftur nokkrum ár- um síðar í Aberdeen í Skotlandi, á stað sem heitir Peacock Visual Art. Fyrir tveimur árum héldum við hana í þriðja sinn í Kunstverein í Speyer í Þýskalandi og síðan duttum við niður á það að vera boðið hingað til Georgíu. Við tókum því fagnandi að setja Nasasjón upp í fjórða sinn.“ Að sjá eitthvað með nefinu Tumi segir að sýningin saman- standi af nýjum verkum sem unnin séu í ýmsa miðla og að þau séu mjög ólík innbyrðis. „Við sex sem myndum þennan hóp erum að vissu leyti ólíkir listamenn en það sem sameinar okkur er að við erum öll af sömu kynslóð. Við erum fædd á árunum milli 1954 og 1959 og sprettum því að vissu leyti upp úr sama farvegi og stefnum. En við höf- um unnið úr því á mismunandi hátt og nálgumst það hver með sínum hætti í listinni. Fyrir vikið er þetta góð nasasjón, en nafnið fannst okkur einmitt tilvalið af því sýningin gefur ákveðna nasasjón af íslenskri nú- tímalist, sérstaklega af okkar kyn- slóð. Á bak við nafnið er líka þessi Þar sem áður hvíldust úlfaldar  Íslendingar sýna Nasasjón í Georgíu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.