Morgunblaðið - 19.10.2019, Side 21

Morgunblaðið - 19.10.2019, Side 21
FRÉTTIR 21Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 2019 Glæsilegir skartgripir innblásnir af íslenskri sögu GULL SM IÐUR & SKARTGR I PAHÖNNUÐUR Skólavörðustíg 18 – www.fridaskart.is Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Samkomulag Bandaríkjastjórnar við Tyrki um hlé á árásum þeirra í norðanverðu Sýrlandi er álitið sigur fyrir Recep Tayyip Erdogan Tyrk- landsforseta, sem fékk það sem hann vildi. Sigurinn gæti þó reynst skammgóður vermir án stuðnings Rússa, að mati fréttaskýrenda. Mike Pence, varaforseti Banda- ríkjanna, skýrði frá samkomulaginu eftir að hann átti fund með Erdogan í Ankara í fyrradag. Tyrkneski for- setinn samþykkti að gera hlé á árás- um á yfirráðasvæði Kúrda í norðan- verðu Sýrlandi í fimm daga og hætta þeim alveg að þeim tíma liðnum ef Kúrdar hafa flutt herlið sitt frá um 32 km breiðu landamærabelti þar sem Erdogan hyggst koma á öryggissvæði. Stjórn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta hét því að aflétta refsiaðgerðum sem hún hafði gripið til gegn tyrkneskum embættismönnum og ráðuneytum og kvaðst ekki ætla að grípa til frek- ari refsiaðgerða gegn Tyrklandi ef hernaðinum yrði hætt. „Eins og börn sem slást“ Trump lýsti yfir sigri á Twitter þegar skýrt var frá samkomulaginu. „Þetta er frábær dagur fyrir hinn siðmenntaða heim,“ sagði forsetinn. „Fólk hefur reynt að ná þessum „samningi“ í mörg ár. Milljónum mannslífa verður bjargað.“ Seinna líkti forsetinn Tyrkjum og Kúrdum við börn þegar hann varði þá ákvörðun sína að flytja banda- ríska hermenn frá landamærunum og greiða fyrir hernaði Tyrkja gegn Kúrdum eftir símasamtal við Erd- ogan. „Það sem ég gerði var óhefð- bundið. Ég sagði að þeir myndu þurfa að berjast um tíma,“ sagði hann á fundi með stuðningsmönnum sínum í Texas. „Eins og tvö börn á lóð, maður þarf að leyfa þeim að slást en stía þeim síðan í sundur,“ sagði hann. Nær 100 óbreyttir borgarar hafa beðið bana í átökunum frá því að hernaður Tyrkja hófst og allt að 300.000 manns hafa þurft að flýja heimkynni sín, að sögn sýrlensku mannréttindahreyfingarinnar SOHR. Hersveitir Kúrda voru mikilvægir bandamenn Bandaríkjahers í barátt- unni gegn samtökunum Ríki íslams og ákvörðun Trumps um að greiða fyrir hernaði Tyrkja gegn þeim hef- ur því sætt gagnrýni margra þing- manna í Bandaríkjunum, þeirra á meðal repúblikana. Repúblikaninn Marco Rubio, annar öldungadeildar- þingmanna Flórída, sagði á Twitter að svo virtist sem samkomulagið í fyrradag breytti ekki markmiðum Erdogans. „Hann ætlar enn að losa sig við Kúrda af svæðinu og koma á „öryggissvæði“ en setur þeim úr- slitakosti: þeir geta farið þaðan sjálf- viljugir eða farið dauðir.“ „Hernaðurinn borgaði sig“ Segja má að Erdogan hafi ekki getað óskað sér betri gjafar frá stjórn Trumps verði samkomulagið til þess að herlið Kúrda fari af landa- mærasvæðinu án frekari átaka. Hen- rik Breitenbauch, yfirmaður her- fræðistofnunar Kaupmannahafnar- háskóla, segir að stjórn Trumps hafi í raun heimilað Tyrkjum að leggja landamærasvæðið undir sig. Erdog- an hafi ekki þurft að fallast á neinar tilslakanir aðra en þá að gera hlé á árásunum í fimm daga og svo virðist sem Tyrkir hafi frjálsari hendur að þeim tíma liðnum. Anthony Skinner, sérfræðingur í málefnum Mið-Austurlanda, segir að með samkomulaginu skuldbindi bandarísk stjórnvöld sig til að sjá til þess að herlið Kúrda skilji eftir þungavopn við landamærin og fari frá bækistöðvum sínum þar eins og Tyrkir hafi krafist síðustu árin. „Þetta er sigur fyrir Erdogan for- seta,“ hefur fréttaveitan AFP eftir Skinner. „Hann fær skriflega stað- festingu frá Bandaríkjaforseta á því að hann samþykki að her Tyrklands fái yfirráð yfir norðausturhluta Sýr- lands.“ „Við fengum nákvæmlega það sem við vildum á fundinum,“ hefur AFP eftir hátt settum embættismanni í Tyrklandi um viðræður Pence og Erdogans. „Hernaður Tyrklands borgaði sig.“ Fjölmiðlar í Tyrklandi lýstu einn- ig samkomulaginu sem sigri fyrir Erdogan. „Við sigruðum við samn- ingaborðið og á vígvellinum,“ sagði dagblaðið Sabah sem styður stjórn Erdogans. Fréttaskýrendur segja þó líklegt að sigurinn verði skammgóður vermir og sumir þeirra telja að markmið Erdogans með hernaðinum séu óraunhæf. „Samkomulagið verð- ur sennilega til þess að vinsældir Er- dogans aukast í Tyrklandi, en þær höfðu minnkað áður en hann hóf hernaðinn 9. október,“ hefur AFP eftir Gareth Jenkins, stjórnmála- skýranda í Istanbúl. „Meðbyrinn verður þó líklega skammvinnur. Tyrkir hljóta að þurfa að hætta hernaðinum á einhverju stigi án þess að ná markmiðum sínum.“ „Pútín ræður ferðinni“ Gert er ráð fyrir því að öryggis- svæðið nái um 32 kílómetra suður fyrir landamærin og Erdogan vill að það verði 444 km langt. Sérfræðing- ar í öryggismálum telja að erfitt verði fyrir Tyrki að ná öllu þessu svæði á sitt vald. Þeir benda m.a. á að Sýrlandsstjórn hefur þegar sent hermenn til tveggja bæja á landa- mærasvæðinu eftir að Kúrdar ósk- uðu eftir aðstoð sýrlenska hersins. Hermt er að Rússar hafi einnig sent hermenn á svæðið. Líklegt þykir að afdrif samkomu- lags Erdogans og stjórnar Trumps ráðist af viðbrögðum Vladimírs Pút- íns Rússlandsforseta, mikilvægasta bandamanns einræðisstjórnarinnar í Sýrlandi. Gert er ráð fyrir því að Er- dogan eigi fund með Pútín í rúss- nesku borginni Sotsjí við Svartahaf á þriðjudaginn kemur. Ege Seckin, sérfræðingur í málefnum Tyrklands, telur líklegt að á fundinum ráðist hversu viðamikill hernaður Tyrkja verði. „Pútín ræður ferðinni í þessu máli,“ sagði hann. Álitið sigur fyrir Erdogan AFP Þjáningar Móðir huggar stúlku sem lögð var inn á sjúkrahús nálægt bænum Ras al-Ain eftir að hún særðist í árás Tyrkja á svæði Kúrda í Sýrlandi.  Tyrklandsforseti fékk það sem hann vildi með samkomulaginu við stjórn Trumps en sigur hans gæti reynst skammgóður vermir  Forseti Bandaríkjanna líkir átökum Tyrkja og Kúrda við slagsmál barna Mannskæð loftárás þrátt fyrir samkomulagið » Tyrkir gerðu loftárás á þorp í norðanverðu Sýrlandi í gær og fjórtán óbreyttir borgarar biðu bana, að sögn mannréttinda- hreyfingarinnar SOHR. » Skv. samkomulagi Banda- ríkjastjórnar við Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, eiga Tyrkir að gera hlé árásum á svæði Kúrda í fimm daga. » Erdogan sagði í gær að hann myndi hefja hernaðinn að nýju á þriðjudagskvöld ef herlið Kúrda færi ekki af öryggis- svæði sem hann hyggst koma á við landamærin. Til átaka kom milli lögreglumanna og hundraða ungmenna í Barcelona í gær þegar rúm hálf milljón manna tók þátt í götumótmælum gegn fangelsisdómum yfir níu leiðtogum katalónskra sjálfstæðissinna á mánudaginn var. Þúsundir manna tóku þátt í „frelsisgöngu“ frá fimm bæjum í Katalóníu og henni lauk í miðborg Barcelona. Lögreglan sagði að alls hefðu 525.000 manns tekið þátt í mótmælunum og þau fóru friðsamlega fram þar til óeirð- ir blossuðu upp meðal ungmenna sem kveiktu elda á breiðgötunni Via Laietana. Lögreglan beitti táragasi til að dreifa ungmenn- unum. Efnt var einnig til verkfalls í Katalóníu og það varð m.a. til þess að 57 flugferðum var aflýst á flug- velli Barcelona, loka þurfti versl- unum og ferðamannastöðum og al- menningssamgöngur röskuðust. AFP Fjölmenn mótmæli og átök í Barcelona

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.