Morgunblaðið - 19.10.2019, Side 10

Morgunblaðið - 19.10.2019, Side 10
er á milli Grindavíkur og Reykjanesbæjar. Lagður er jarðstrengur út úr Hafnarfirði, um 1,4 km leið, og síðan loftlína þá 32 kílómetra sem eftir eru. Aukin umsvif á Suðurnesjum Framkvæmdum við Suðurnesjalínu 2 seinkar um nokkur ár vegna andstöðu hluta landeigenda. Sverrir Jan segir að fram- kvæmdin sé jafn mikilvæg og áður og mikil- vægari ef eitthvað er. „Þetta er ein mikilvæg- asta framkvæmd Landsnets og ef til vill sú mikilvægasta í raforkukerfinu í heild, bæði út frá þeim miklum flutningum sem fara um lín- una og afhendingaröryggi. Á Suðurnesjum eru tvær stórar virkjanir sem áform eru um að stækka, alþjóðaflugvöllur landsins og fjöl- menn og vaxandi byggð,“ segir Sverrir. Áform voru um að byggja línu fyrir 220 kílóvolta spennu en reka hana á 132 kV til að byrja með. Nú er talin þörf á að reka hana frá upphafi á 220 kV spennu. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Við endurtekið umhverfismat á framkvæmd- um við lagningu Suðurnesjalínu 2 var farið vandlega yfir hugsanlegar línuleiðir, bæði í lofti og jörðu, og niðurstaðan varð sú að loft- lína samhliða núverandi Suðurnesjalínu væri besti kosturinn. Aðalvalkosturinn er nokkurn veginn sá sami og kom út úr mati á Suðvest- urlínum á sínum tíma. Þegar komið var að framkvæmdum á árinu 2016 ógilti Hæstiréttur eignarnám sem Landsnet hafði fengið heimild til að gera hjá þeim landeigendum sem neituðu samningum. Ástæðan var ekki síst sú að jarðstrengja- kostir þóttu ekki nógu vel rannsakaðir. Í samræmi við aðalskipulag Endurtekna umhverfismatið er mun ítar- legra og fór í gegnum meira samráðsferli en hið fyrra, að sögn Sverris Jans Norðfjörð, framkvæmdastjóra þróunar- og tæknisviðs Landsnet, og fleiri steinum var velt við. Jarðstrengslausnir voru skoðaðar vel, með- al annars jarðstrengur meðfram Reykjanes- braut, loftlína á nýjum stað og blandaðar lausnir þar sem hluti af línunni færi í jörðu. Segir Sverrir Jan að áhrif kostanna á um- hverfið séu áþekk en loftlína mun ódýrari en jarðstrengur. Hann bendir á að jarðstrengur meðfram Reykjanesbrautinni þyrfti að fara um óraskað land að stórum hluta, þar sem tengivirkin séu ekki við Reykjanesbrautina. Loftlínan hefur hins vegar meiri áhrif á ásýnd svæðisins og eykur hættu á áflugi fugla. Sverrir segir að aðalvalkostur Landsnets sé í samræmi við aðalskipulag sveitarfélag- anna og falli að stefnu stjórnvalda um val á línukostum. Hann sé um svæði sem þegar er raskað. Strengurinn liggur frá tengivirkinu Hamranesi í Hafnarfirði og að Rauðamel sem Mikilvægasta framkvæmdin  Loftlína á sama stað er niðurstaðan af endurteknu umhverfismati fyrir Suðurnesjalínu 2  Jarð- strengjakostir skoðaðir sérstaklega vegna dóms Hæstaréttar  Loftlína mun ódýrari en jarðstrengur Morgunblaðið/Eggert Svartsengi Mikil raforkuframleiðsla er á Suðurnesjum og mikil orkuknotkun. Þá hafa komið fram áhyggjur af ótryggri tengingu alþjóðaflugvallarins. Áform eru um að stækka tvær virkjanir. 10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 2019 www.volkswagen.is HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · BVA Egilsstöðum www.hekla.is/volkswagensalur Volkswagen T-Roc Ef þú vilt áberandi hönnun, möguleika á sérsniðnu útliti og gæði niður í minnstu smáatriði þá er T-Roc málið. Með T-Roc gefst þér tækifæri til að prófa nýstárlegan sportjeppa sem vekur eftirtekt með öflugu útliti. Fæddur til að skara framúr Verð frá 4.390.000,- Matsskýrsla umhverfismatsins er nú til umfjöllunar hjá Skipulagsstofnun. Þegar álit hennar liggur fyrir verður gengið til samninga við þá landeigendur á línuleið- inni, þá sem ekki hefur þegar verið samið við, og loks óskað eftir framkvæmdaleyfi hjá sveitarfélögunum fjórum sem línan liggur um. Framkvæmdir hefjast að loknu þessu ferli, í fyrsta lagi á næsta ári. Áætlað hefur verið að lagning Suður- nesjalínu 2 myndi kosta 2,3 milljarða króna. Framkvæmt á næsta ári? EFTIR AÐ SEMJA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.