Morgunblaðið - 19.10.2019, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 19.10.2019, Blaðsíða 43
ÍÞRÓTTIR 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 2019 Grand Hótel Reykjavík Sigtún 38 | 105 Reykjavík | 514 8000 | info@grand.is | islandshotel.is VILLIBRÁÐARBRUNCH 3. nóvember 5.800 kr. á mann Börn 6-11 ára fá 50% afslátt 5 ára og yngri fá frítt Villibráðarhlaðborð 26. október 2. nóvember VILLIBRÁÐARHLAÐBORÐ VILLTA KOKKSINS Á GRAND HÓTEL 15.900 kr. á mann Pantaðu borð á islandshotel.is veitingar@grand.is eða í síma 514-8000 Úlfar Finnbjörnsson, yfirkokkur á Grand Hotel Reykjavík, reiðir fram 60 ómótstæðilega veislurétti úr úrvals villibráð UPPSELT Það er ekki skrýtið að fólk klóri sér aðeins í höfðinu yfir um- spilinu sem nú eru yfirgnæfandi líkur á að Ísland taki þátt í í undankeppni EM karla í fótbolta. Með því að tengja umspilið Þjóðadeildinni hefur UEFA flækt málið mjög, og það verður ekki endanlega skýrt fyrr en 22. nóv- ember þegar dregið verður um endanlega röðun í umspilshópa og staðsetningu úrslitaleikja. Ég rýndi aðeins í kristalskúl- una fyrir síðustu umferðirnar í undankeppninni, sem fara fram um miðjan næsta mánuð, og mér finnst mjög líklegt að að þeim loknum standi Ísland eftir sem eina A-þjóðin (samkvæmt Þjóða- deildarflokkun) í „okkar“ um- spili. Um tíma var útlit fyrir að Sviss gæti orðið með í þessu umspili en sigur Sviss gegn Ír- landi á þriðjudag breytti því. Þess vegna tippa ég núna á að Ísland fari í umspil með einni B-þjóð (Slóvakíu, Írlandi eða Norður-Írlandi) og tveimur C- þjóðum (úr hópi Búlgaríu, Ísraels og Rúmeníu). Um það hvaða lið koma úr hvorum sviga verður dregið 22. nóvember. Ef Írar kæmust á EM á kostnað Dana (úrslitaleikur í Dublin 18. nóv- ember) þá myndi Ísland auðvitað ekki geta mætt Írlandi en fengi Slóvakíu eða Norður-Írland með í umspilið. Ísland er öruggt um heimaleik 26. mars, hvernig sem farið verður að því að koma því í kring, við C-þjóð. Löngu áður en umspilið hefst, eða 30. nóvember, ætlar UEFA að draga í riðla lokakeppni EM. Þar munum við Íslendingar fylgjast með því í hvaða riðli „sigurvegari A-umspils“ lendir. Því miður eru sigurvegarar um- spilanna í fjórða og neðsta styrk- leikaflokki, en Ísland var svo sem einnig í þeim flokki áður en liðið fór á EM í Frakklandi 2016 og komst þó áfram og í 8-liða úrslit. BAKVÖRÐUR Sindri Sverrisson sindris@mbl.is FRJÁLSAR Sindri Sverrisson sindris@mbl.is „Maður hlýtur að fá að ferðast aðeins niður í móti eftir þessa bröttu brekku sem árið 2019 var,“ segir Guðni Valur Guðnason, kringlukastari og ólymp- íufari. Guðni átti besta frjálsíþrótta- afrek Íslendinga á árinu 2019 og var eini fulltrúi þjóðarinnar á heims- meistaramótinu í Doha, en engu að síður var árið að mörgu leyti líkt og martröð fyrir þennan jákvæða og upplitsdjarfa Mosfelling. Hann er staðráðinn í að keppa á sínum öðrum Ólympíuleikum næsta sumar. „Það fór einhvern veginn allt úr- skeiðis sem gat farið úrskeiðis á þessu ári,“ segir Guðni við Morgun- blaðið. Hans besti árangur á árinu, og um leið besti árangur Íslendings á árinu, kom í Eistlandi í lok maí þegar hann kastaði kringlunni 64,77 metra. Þeim árangri náði Guðni Valur eftir að hafa legið lengi á sjúkrahúsi og áð- ur en hann meiddist á Smáþjóðaleik- unum í júní en þau meiðsli hafa trufl- að hann síðan. Úr 205 í 60 kg í bekkpressunni „Ég var veikur í byrjun árs, fékk lífhimnubólgu og var inni á spítala í mánuð, og mátti ekki gera neitt í einn og hálfan mánuð eftir það. Það var svakalega erfitt að geta ekki æft, sér- staklega þegar það komu eymslalaus- ir dagar þar sem maður fann engan hita eða verki og fannst eins og mað- ur væri orðinn góður, en gat svo ekki gert neitt ef maður reyndi. Til að setja þetta í samhengi þá gat ég lyft 205 kg í bekkpressunni þegar ég veiktist, var alveg við bætingu og get lyft meiru núna, en á næstu æfingu eftir veikindin man ég að ég lyfti 60 kílóum fjórum sinnum, og fannst það erfitt!“ segir Guðni sem er iðinn við að henda á loft hundruðum kílóa enda tröll að burðum. „Í mars var líkaminn farinn að venjast æfingaálaginu aftur, ég gat svo farið að keppa og allt var á réttri leið eins og sýndi sig svo á þessu móti í Eistlandi í lok maí þar sem ég kast- aði mjög vel. Ég fór svo mjög spennt- ur til Svartfjallalands á Smáþjóða- leikana, vissi að ég fengi alvöru- samkeppni um titilinn og að þarna væru góðar aðstæður, en ég fann strax í fluginu þangað að mér leið ekki nægilega vel. Það fór illa um mig í fluginu og ég gat ekkert hreyft mig, og daginn eftir var ég svo að skokka til að teygja aðeins úr mér og fann þá meiðsli í náranum, líkt og ég hefði tognað. Samt var ég ekki að gera neitt, þannig séð. Ég keppti samt, og náði raunar að bæta mig í kúluvarpi, en það gekk ekki vel í kringlunni og síðan þá hef ég ekki getað beitt mér eins og ég vildi. Ég er með beinbjúg í vinstra líf- beininu, sem er einhver bólga í bein- mergnum, sem ég held að virki þann- ig að hún veiki allar vöðvafestingar og það lýsir sér eins og tognun. Ég þurfti því að hvíla mig, fékk sterasp- rautu hjá lækni sem hjálpaði til, og fékk svo grænt ljós á að kasta eftir þetta. Mér gekk reyndar ótrúlega vel á æfingum eftir þetta, náði lengri köstum en ég hef yfirleitt verið að gera, og þetta var þremur vikum fyr- ir HM,“ segir Guðni. Daginn sem Guðni hélt á HM í Doha, undir lok síðasta mánaðar, fékk hann enn eitt „kjaftshöggið“ og Guðni endaði í 32. og neðsta sæti á mótinu enda ekki nálægt því að kasta eins og hann getur. Staðráðinn í að fara til Tókýó „Maður bjóst við því að maður yrði feginn að fara á HM og klára stórmót en svo varð maður bara fyrir von- brigðum með að hitta akkúrat á skelfilegan dag. Ég veiktist morgun- inn sem við flugum út, og þó að ég hafi verið orðinn fínn af því þegar ég keppti þá var maður ekki upp á sitt besta til að „negla á það“ á heims- meistaramóti. Það var einhvern veg- inn allt á móti mér á þessu ári,“ viður- kennir þessi 24 ára gamli frjáls- íþróttamaður, sem varð í 21. sæti á Ólympíuleikunum í Ríó 2016. Hann horfir hins vegar brattur fram á við og grínast með að vera farinn að geta pantað mat á japönsku, klár í slaginn fyrir leikana í Tókýó næsta sumar. Til að komast þangað þarf hann að kasta 66 metra eða vera í hópi 32 efstu á heimslistanum sem gefinn verður út 29. júní (þar hjálpar einnig að kvóti er á hverja þjóð, svo að há- marki þrír frá hverju landi keppa í hverri grein): „Eins og ég horfi á þetta þá er markmiðið mitt bara að klára 66 metra kast og tryggja mig inn á Ól- ympíuleikana. Fyrsta skrefið að því er að fá nárann til að verða 100%. Ég hvíli núna, eða er alla vega ekkert að áreita nárann, hlusta vel á sjúkra- þjálfara og ef allt verður í lagi þá finnst mér 100% líkur á að ég nái þessu lágmarki auðveldlega og Ís- landsmetið ætti að falla um svipað leyti,“ segir Guðni kokhraustur. Hann hefur lengst kastað 65,53 metra hingað til og gangi allt að ósk- um er kannski ekki svo ýkja langt í Íslandsmet Vésteins Hafsteinssonar; 67,64 metra. „Það var allt á móti mér á þessu ári“  Guðni Valur tókst á við ýmislegt en átti samt besta frjálsíþróttaafrek ársins Ljósmynd/ÍSÍ Kringlan Guðni Valur Guðnason með kringluna í hendi á Smáþjóðaleik- unum í Svartfjallalandi í sumar þar sem hann keppti einnig í kúluvarpi. Þó að átta leikir séu á dagskránni í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag er leikurinn sem flestir bíða eftir sá eini sem fer fram á morgun. Klukkan 15.30 að íslenskum tíma verður flautað til leiks í viðureign erkifjendanna Manchester United og Liverpool á Old Trafford en munurinn á þessum tveimur liðum hefur sjaldan verið eins mikill og einmitt núna. Liverpool er fimmtán stigum og ellefu sætum á undan United en þegar átta umferðir eru búnar eru lærisveinar Jürgens Klopps með fullt hús stiga, 24 talsins og með átta stiga forskot á Manchester City á toppi deildarinnar. Ole Gunnar Solskjær og hans menn í Manchester United hafa hinsvegar aðeins unnið tvo af fyrstu átta leikjunum, eru með 9 stig í tólfta sætinu, og gætu reynd- ar verið dottnir niður í sautjánda sætið áður en flautað verður til leiks, ef úrslit leikja dagsins í dag verða þeim óhagstæð. Liverpool hefur ekki sótt þrjú stig á Old Trafford í fimm ár en ætti að eiga meiri möguleika á því á morgun en oftast áður, miðað við framgöngu liðanna það sem af er þessu tímabili. Óvíst er hvort David de Gea og Paul Pogba verða með United í leiknum vegna meiðsla en Liver- pool virðist vera með alla lykilmenn sína tiltæka. Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton hefja umferðina í dag á því að reyna að komast úr fallsæti deildarinnar þegar þeir fá West Ham í heimsókn klukkan 11.30. Jó- hann Berg Guðmundsson verður hins vegar fjarri góðu gamni vegna meiðsla þegar Burnley sækir Leic- ester heim í einum þeirra sex leikja sem hefjast klukkan 14. vs@mbl.is Fimmtán stig skilja erkifjendurna að AFP Efstir Jürgen Klopp og Mo Salah mæta með gott forskot til leiks.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.