Morgunblaðið - 19.10.2019, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 19.10.2019, Blaðsíða 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 2019 MÁNUDAGINN 21. OKT 17:00-17:30 Íslensk tunga hefur verið í brennidepli síðustu dagana. Síðasta miðviku-dag var haldið málþing um íslenska máltækni þar sem efnt var til kröft-ugs samtals milli háskóla, stofnana og atvinnulífsins. Í titli þingsins varspurt hvort íslenska væri góður „bissness“, og þar með hvort fyrirtæki sæju sér hag í því að fjár- festa í henni. Það var aug- ljóst að svarið var já. Eins og alkunnugt er hafa stjórnvöld nú fjárfest mynd- arlega í viðamikilli mál- tækniáætlun til næstu fimm ára, og það er ævintýri líkast að sjá hve hratt og vel mál- tæknigeirinn hefur tekið við sér. Tekist hefur samstarf milli háskóla, stofnana og fyrirtækja, sem tryggir bestan mögulega árangur. Ný verkefni spretta upp um allan bæ og það er full ástæða til að vera bjartsýn að okkur takist að koma ís- lenskunni inn í símana og öll raddstýrð tæki á næstu misserum. Renturnar af máltækni- átaki verða vitaskuld ekki aðeins mældar í krónum og aurum. Menningarlegur ávinningur er okkur eðlilega ofarlega í huga, en íslensk máltækni mun ekki síður tryggja öryggi og jafnræði borgaranna hvað varðar þátttöku þeirra í lýðræði- legu samfélagi og aðgang að bráðnauðsynlegri þjónustu, eins og heilbrigðisþjónustu. Á málþinginu var form- lega ýtt úr vör söfnun radda Íslendinga til að ljá íslenskri tungu í tækjunum rödd. Er ástæða til að hvetja alla til að fara inn á veffangið www.samromur.is og gefa raddsýni. Tungumálið var líka í stóru hlutverki á alþjóðlegri ráðstefnu sem haldin var á fimmtudag og föstudag í tilefni af 200 ára afmæli Jóns Árnasonar þjóðsagna- safnara. Þjóðsögur og ævintýri eru margslungnar og spennandi heimildir um íslenskt tungutak. Heimildarfólk sagnanna í safni Jóns Árnasonar koma víða að á landinu, konur og karlar af ólíkum stigum samfélagsins, og þau hnika við orðum og einstökum efnisatriðum til að tengja þær betur við veruleika sinn, eins og Rósa Þorsteinsdóttir sýndi svo skemmtilega í sínu erindi. Ævintýrin sjálf snúast einnig oft um orðkynngi og orðsnilld. Þær persónur sem ráða yfir tungumálinu og töfraformúlum geta snúið á andstæðinga sína eða náð undirtökum í atburðarásinni. Sömu ævintýrin eru sögð um allan heim, en þau eru sífellt löguð að ólíkum aðstæðum og nýrri tækni. Þegar ævintýrin eru flutt inn í heim kvikmynda og tölvuleikja drottnar maðurinn ekki lengur einn yfir náttúrunni, heldur hafa skúrkarnir umbreyst í vélmenni sem ógna manninum. Hér mætir máltæknin ævintýrunum, og tölvan völvunni. Þess verður jafnvel ekki langt að bíða að þau geti mælt við okkur á íslenska tungu. Ævintýrin gerast enn Tungutak Guðrún Nordal gnordal@hi.is 200 ára Jón Árnason þjóðsagnasafnari. Getur verið að venjuleg mannleg samskipti séuað verða eitt helzta vandamál okkar litla ogfámenna samfélags hér norður í höfum?Þegar horft er til frétta síðustu daga, vikna, mánaða, missera og jafnvel ára er þessi spurning ekki út í hött. Reykjalundur er nýjasta dæmið. Ég hef stundum haft á orði að ég hafi lært meira af tæplega áratugar starfi í Heimdalli, félagi ungra sjálf- stæðismanna í Reykjavík, en í lagadeild Háskóla Ís- lands. Rökin fyrir slíkri staðhæfingu eru þau að í starfi í stjórnmálaflokki kynnist maður mörgum þáttum mann- legra samskipta, bæði góðum og vondum, sem er ómet- anlegur lærdómur vegna þess lífs sem kann að vera fram undan. Það er ekki bara Reykjalundur sem kallar þessar hugleiðingar fram. Dæmin eru fjölmörg um framkomu fólks hvers við annað sem ekki er við hæfi. Það hafa verið vaxandi umræður seinni árin um einelti barna í skólum og hvernig takast eigi á við þau vanda- mál á fyrstu árum ævinnar, sem geta bæði verið erfið og haft alvarlegar afleiðingar fyrir þau börn, sem verða fyrir slíku, síðar á ævinni. En það eru ekki jafn miklar umræður um einelti hinna fullorðnu, sem er stundað bæði á vinnustöðum, á vettvangi stjórnmálanna og víðar í samfélaginu. Það er eins og þeir sem eru í einhverjum „valdastöð- um“ – sem eru að vísu fáar, ef nokkrar, á Íslandi sem máli skipta – hafi ríka tilhneigingu til þess að láta aðra finna fyrir sér. Nokkuð reglulega birtast fréttir um að sálfræðingar hafi verið kallaðir til vegna ágreinings og átaka á vinnu- stöðum. Og miðað við fréttir í fjölmiðlum virðist vera meira um slík vandamál hjá opinberum aðilum en einka- aðilum. Getur skýringin verið sú að atvinnuöryggið er meira hjá hinu opinbera en hjá einkafyrirtækjum? En með sama hætti og við höfum áhyggjur af einelti eða öðrum samskiptavandamálum hjá börnum í skólum er full ástæða til að hafa áhyggjur af sams konar fyrir- bærum á meðal hinna fullorðnu. Mynd sem birtist hér í Morgunblaðinu sl. miðvikudag sagði mikla sögu. Hún var tekin á starfsmannafundi á Reykjalundi, þar sem stjórnendur voru að kynna ákvarðanir sínar fyrir starfsmönnum. Á myndinni voru aðallega tómir stólar en aðeins örfáir einstaklingar. Skýringin var sú að starfsmenn voru að mótmæla starfs- háttum æðstu stjórnenda þessarar stofnunar með því að mæta ekki. Fyrir meira en hálfri öld gátu stjórnendur á fjölmenn- um vinnustöðum komist upp með að stjórna að eigin geðþótta. Það er löngu liðin tíð í samfélaginu öllu, hvort sem er á fámennum eða fjölmennum vinnustöðum. Það eru vafalaust margar ástæður fyrir því, en ein er sú að fólk er bæði betur menntað og betur upplýst en áður. Það er ekki fráleitt að halda því fram að hið sama eigi við um samskipti kjósenda og kjörinna fulltrúa. Upplýs- ingamiðlun í samfélögum lýðræðisríkja er orðin svo mik- il og víðtæk að einstakir kjósendur eru jafn vel að sér um einstök mál og kjörnir fulltrúar. Þeir stjórnmála- menn sem hafa ekki áttað sig á þessum einföldu sann- indum eru annaðhvort felldir í prófkjörum innan flokka sinna eða verða að sæta því að fá yfir sig miklar útstrik- anir í kosningum, sem eru skýrar vísbendingar um að frambjóðandi hafi ofboðið kjósendum á einhvern hátt. Það er kominn tími til að taka á þeirri meinsemd sem úrelt viðhorf til vinnubragða stjórnenda eða yfirmanna á vinnustöðum eru augljóslega orðin, vegna þess að þau vinnubrögð eru farin að valda vanlíðan í samfélaginu, sem ekki er á bætandi. Og hvernig verður það bezt gert? Með því að tala opið um svona vandamál, bæði á vinnustöðum og í skólum, og taka upp kennslu í skólum um mikilvægi mannlegra samskipta í lífi fólks. Það má halda því fram að eitt mikilvægasta vega- nestið út í lífið sé færni í mannlegum samskiptum. Víða í fyrirtækjum og stofnunum er fólk farið að átta sig á að mannleg samskipti í því umhverfi eru eitt af því sem skiptir mestu máli. Annars staðar ríkir einhver furðuleg forneskja. Það er margt sem bendir til þess að það þurfi ár hvert að ræða málefni af þessu tagi, bæði á vinnustöðum og í skólum, til þess að fólk gleymi sér ekki. Sá sem er yfirmaður á vinnustað í dag getur stundum verið fljótur að gleyma því að það kemur dagur eftir þennan dag. Í stað þess að líta á málefni sem þessi sem einhvers konar feimnismál á að ræða þau opinskátt. Svo Reykjalundur sé enn nefndur til sögunnar skortir töluvert á að fólkið í þessu landi hafi fengið upplýsingar um hvað þar hefur raunverulega verið að gerast eða gerjast. Þetta er heilbrigðisstofnun sem fólki hefur þótt gott að leita til og hefur góða reynslu af. En starfsfólki sem líður illa af einhverjum innanhússástæðum getur reynzt erfitt að veita þá þjónustu sem þarf. Og sjúkling- ar og aðstandendur þeirra, sem fylgjast með svona at- burðarás utan frá, kunna að veigra sér við að leita þangað. Það eru of mörg dæmi um það að opinberir aðilar skilji ekki eða hafi gleymt því að þeir hinir sömu eru í þjónustustörfum en ekki eitthvert yfirvald sem getur hagað sér eins og því sýnist. Og það eru of mörg dæmi um það að „yfirmenn“ hafi gleymt því til hvers þeir voru ráðnir. Og það eru reyndar líka of mörg dæmi um það að kjörnir fulltrúar fólksins gleymi því að það er stutt í næstu kosningar. Við þurfum að gera átak í því að bæta mannleg sam- skipti í okkar litla samfélagi. Um mannleg samskipti … … að gefnu tilefni Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Almennt er talið að Íslendingarhafi ekki átt annars úrkosta árið 1262 en játast Noregskonungi og gjalda honum skatt gegn því að hann friðaði landið, tryggði að- flutninga og virti lög og landssið. En er þessi skoðun óyggjandi? Því má ekki gleyma að Íslendingar voru mjög tregir til, ekki síst af þeirri ástæðu, sem Snorri Sturlu- son lagði Einari Þveræingi í munn, að konungar væru ætíð frekir til fjárins. Hvers vegna hefði þjóðveldið ekki getað staðist án atbeina kon- ungs? Þeim vísi að borgarastríði, sem hér mátti greina um miðja 13. öld, hefði ella lokið með sigri ein- hvers höfðingjans eða málamiðlun tveggja eða fleiri þeirra. Sam- göngur voru komnar í það horf að Íslendingar hefðu getað verslað við Skota, Englendinga eða Hansa- kaupmenn ekki síður en kaupmenn í Björgvin. Tvennt gerðist síðan skömmu eftir lok þjóðveldisins, sem hefði hugsanlega rennt traust- ari stoðum undir það: Hinn ásælni og harðskeytti Hákon gamli lést í herför til Suðureyja árið 1263, og markaðir stækkuðu víða í norður- álfunni fyrir íslenska skreið. Það hefði ekki verið Noregskonungi áhlaupsverk að senda flota yfir Atlantsála til að hernema landið og enn erfiðara hefði verið að halda því gegn vilja landsmanna. Vilhjálmur kardínáli af Sabína sagði þóttafullur árið 1247 að það væri „ósannlegt, að land það þjón- aði eigi undir einhvern konung sem öll önnur í veröldinni“. Að vísu var athugasemd hans ein- kennileg, því að sjálfur hafði kard- ínálinn röskum tveimur áratugum áður verið fulltrúi páfa í löndum við Eystrasalt, sem voru ekki und- ir stjórn neins konungs, heldur þýskrar riddarareglu. Og eitt land í norðurálfunni laut þá sem nú ekki neinum konungi: Sviss. Saga þess kann að veita vísbendingu um mögulega þróun Íslands. Árið 1291 stofnuðu þrjár fátækar fjallakant- ónur, Uri, Schwyz og Unter- walden, svissneska bandaríkið, Eidgenossenschaft, og smám sam- an fjölgaði kantónum í því, þótt það kostaði hvað eftir annað hörð átök, uns komið var til sögunnar Sviss nútímans, sem þykir til fyr- irmyndar um lýðræðislega stjórn- arhætti, auk þess sem það er eitt auðugasta land heims. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Hinn kosturinn árið 1262

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.