Morgunblaðið - 19.10.2019, Page 2

Morgunblaðið - 19.10.2019, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 2019 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. VERÐ FRÁ419.900 KR. LÚXUS FERÐ FYRIR ALLA VÍNUNNENDUR&MATGÆÐINGA 22. - 29. ÁGÚST 2020 NÁNAR Í SÍMA 585 4000 EÐA Á UU.IS BÚRGÚNDÍ & PARÍSAR Skemmtiferðaskipið Magellan var á Akureyri í gær og voru 1.300-1.400 farþegar um borð að sögn Péturs Ólafssonar hafnarstjóra. „Við vorum með skip í gær og skip í dag. Þau fengu bæði flotta daga. Hvíta tinda, bjart veður og logn,“ sagði Pétur í gær. Farþegarnir nýttu sér ýmsar skoðunar- ferðir sem voru í boði. Pétur sagði að þessi vertíð skemmti- ferðaskipa hefði slegið fyrri met. Á þessu ári hafa komið til Akureyrar tæplega 150.000 farþegar með skemmtiferða- skipum en voru mest um 123.000 áður. Unnið hefur verið að því að lengja skemmtiferðaskipatímann og virðist það hafa tekist vel. Von er á síðasta skemmtiferðaskipi ársins til Akur- eyrar 21. október. gudni@mbl.is Morgunblaðið/Margrét Þóra Metsumar í komum skemmtiferðaskipa til Akureyrar Hann var ánægjulegur, afmælis- dagurinn hjá Ágústu Elínu Ingþórs- dóttur, áskrifanda Morgunblaðsins, í gær. Ágústa var fyrr í vikunni dregin út sem vinningshafi í áskriftarleik Morgunblaðsins og í gær var komið að því að sækja vinninginn. Haraldur Johannessen, ritstjóri Morgunblaðsins, afhenti Ágústu lyklana að spánnýjum Toyota Corolla í umboði Toyota í Kauptúni. „Maður er bara enn í losti,“ segir Ágústa, en hún gat valið á milli þriggja ólíkra tegunda af nýjum Corolla. Ágústa er vel að verðlaun- unum komin, en hún hefur verið áskrifandi í yfir tvo áratugi, eða nær allt frá því hún hleypti heim- draganum. „Það er alveg nauðsyn- legt að vera í áskrift ef maður ætlar sér að fylgjast með því hvað er að gerast,“ segir hún. Tilviljun ein réð því að afhend- ingardaginn bar upp á afmælisdag Ágústu, en því til viðbótar voru í gær átta ár, upp á dag, frá því að hún keypti síðasta bíl sinn, Toyota- jeppa. Spurð hvað verður um þann bíl núna segir hún það óráðið en mögulega muni hún halda í þann bíl. „Þegar svona margir eru í heimili er ekki vandamálið að halda tveimur bílum í notkun.“ Undir það tekur Páll Þorsteinsson, upplýs- ingafulltrúi Toyota, og bætir við að átta ára gamall Toyota sé eins og nýr, sé honum vel við haldið. Fékk nýja Toyotu í af- mælisgjöf frá Mogganum  Ágústa var dregin út í áskrifendaleik Morgunblaðsins Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Lyklaskipti Haraldur Johannessen ritstjóri afhendir Ágústu lyklana. Á Íslandi voru 37 manndráp framin á árunum 1999-2018 samkvæmt málaskrá lögreglu. Í 43% tilvika voru náin tengsl eða fjölskyldu- tengsl á milli geranda og brotaþola eða gerandi tengdist maka þolanda náið. Í 35% tilfella voru gerandi og brotaþoli vinir eða kunningjar, en í 22% tilfella voru gerandi og brota- þoli ókunnugir. 24 fórnarlömb voru karlkyns en 13 kvenkyns. Þetta kemur fram í svari dóms- málaráðherra við fyrirspurn Andr- ésar Inga Jónssonar, þingmanns Vinstri grænna, um heimilisofbeldi. Hann spurði m.a. um hvernig skráningu heimilisofbeldis væri háttað hjá lögregluembættum. Einnig spurði hann hve mörg manndráp hefðu verið framin á ár- unum 1999-2018 hér á landi og hversu mög þeirra féllu undir skil- greiningu lögreglu á heimilisof- beldi. Markvissari skráning Á árunum 2008-2014 voru heim- ilisofbeldismál á bilinu 265-413 tals- ins á ári hverju. Árið 2014 voru verklagsreglur um heimilisofbeldi endurskoðaðar og fjölgaði heimilis- ofbeldismálum mikið í kjölfarið. Ár- ið 2014 voru 413 mál skráð en árið 2015 voru málin 807. Má þessa gríð- armiklu fjölgun helst rekja til markvissari skráningar í kjölfar endurskoðunar verklagsregla. Á síðasta ári voru 866 heimilis- ofbeldismál skráð á málaskrá lög- reglu, þar af 702 hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Frá janúar þessa árs fram í ágúst hafa 606 til- vik heimilisofbeldis verið skráð á málaskrá lögreglu. Verklagsreglur um heimilisofbeldi voru uppfærðar árið 2014 og hefur mikil áhersla verið lögð á markvissari vinnu og rétta skráningu. 37 manndráp 1999-2018  Fjöldi heimilisofbeldismála nær tvöfaldaðist þegar verk- lagsreglum var breytt  Markvissari vinna og rétt skráning Bæði íbúðaverð og leiguverð íbúða- húsnæðis hækkaði í september frá fyrri mánuði. Þetta kemur fram á heimasíðu Þjóðskrár Íslands (skra.is). Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgar- svæðinu var 632,9 stig í september 2019 og hækkaði um 0,6% á milli mánaða. Vísitala íbúðaverðs á höfuð- borgarsvæðinu sýnir breytingar á vegnu meðaltali fermetraverðs. Síðastliðna þrjá mánuði hækkaði vísitalan um 1,3%, síðastliðna sex mánuði hækkaði hún um 2,1% og síðastliðna tólf mánuði hækkaði hún um 3,5%. Vísitala leiguverðs á höfuðborgar- svæðinu var 199,6 stig í september 2019 og hækkaði um 0,8% frá fyrri mánuði. Síðastliðna þrjá mánuði hækkaði vísitalan um 1,8% og síðast- liðna tólf mánuði hækkaði hún um 5,3%. Vísitala leiguverðs á höfuð- borgarsvæðinu sýnir breytingar á vegnu meðaltali fermetraverðs. Þjóðskrá hefur tekið saman upp- lýsingar um leiguverð eftir staðsetn- ingu og stærðarflokkum fasteigna á landinu í september 2019. Sam- kvæmt töflu var hæsta leigan á fer- metra í stúdíóíbúð í Reykjavík, vest- an Kringlumýrarbrautar, og á Seltjarnarnesi, eða 4.591 kr./fer- metra. Lægsta leigan á fermetra var ef leigð var 4-5 herbergja íbúð á Norðurlandi utan Akureyrar, 1.140 krónur. gudni@mbl.is Íbúðarhúsnæði hækkaði í verði  Bæði leiga og fasteignaverð hækkaði Morgunblaðið/Eggert Húsnæði Verð á íbúðarhúsnæði hækkaði í september 2019.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.