Morgunblaðið - 19.10.2019, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.10.2019, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 2019 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is F inna má tugi örnefna í Surtsey, bæði skráð en önnur sem eru aðeins til í munnmælum meðal þeirra fáu útvöldu sem heimsækja hafa mátt eyna. Sum nafna þessara vísa til jarðfræðilegra atburða sem urðu á tímum Surts- eyjarelda á árunum 1963-1967 og önnur til vísindamanna og annarra þeirra sem áttu þess kost að fylgjast með framvindu gossins þegar lands- ins yngsta eyja myndaðist. Þetta segir Birna Lárusdóttir, fornleifa- fræðingur og sérfræðingur hjá Stofnun Árna Magnússonar í ís- lenskum fræðum. Nýtt land undir fótum Í dag, laugardaginn 19. október 2019, verður Birna með fyrirlestur á vegum Nafnfræðifélagsins sem hún nefnir Land, land! Nýtt land undir fótum. Samkoman verður í Odda, húsi Háskóa Íslands og hefst kl. 13.15. Þar segir Birna frá leiðangri líffræðinga til Surtseyjar sumarið 2019, en hún slóst með í hóp þeirra ásamt öðrum fornleifafræðingi. Surtsey er á heimsminjaskrá UNESCO vegna einstakra skilyrða til að skoða framgang lífs og land- mótunar án áhrifa mannsins og helsti tilgangur ferða út í Surtsey er að fylgjast með þróun jarðmyndana, gróðurfars og dýralífs. „Maður og náttúra mætast í ör- nefnunum. Síðan er alltaf mjög mis- jafnt hvort einstaka staðarheiti fá formlega viðurkenningu og komast á skrá eða kort eða lifa aðeins í munn- mælum og þröngum hópum,“ segir Birna. – Því má bæta við að allt frá fyrstu tíð hafa mannaferðum í Surts- ey verið ströng skilyrði sett og þang- að fá helst engir að fara nema vís- indamenn. Þurfa þeir þá sérstakt leyfi til eyjarferðar. Af þessu leiðir að örnefni á staðnum eru gjarnan sprottin af máli þeirra eða vísa jafn- vel til einstaka manna sem í Surtsey hafa verið. Hellir flugstjórans Meðal staðarheita í Surtsey sem notuð hafa verið eru Desembergígur, sem myndaðist rétt fyrir jól, og Ný- árshraun sem rann fram í ársbyrjun. Nöfnin vísa þannig til framgangs gossins en hvorugt heitið virðist not- að í dag. Brimið sverfur sífellt af eynni og Þórólfshellir er meðal horf- inna staða en hann var kenndur við Þórólf Magnússon flugstjóra, sem fór margar ferðir í eyna og lenti þar við, á stundum, háskaleg skilyrði. Enn eru síðan til gígurinn Ós- valdur, kenndur við Ósvald Knudsen kvikmyndagerðarmann og Sigurð; urð sem kennd var við Sigurð Þór- arinsson jarðfræðing. Hann var meðal þeirra vísindamanna sem mest og best fylgdust með Surts- eyjargosinu, auk heldur sem hann var mjög orðhagur og gott skáld. Nafnið Surtsey, sem vísar til goða- fræðinnar, er til dæmis talið komið frá honum og Halldóri Halldórssyni málfræðingi. Það var hins vegar Sturla Friðriksson vistfræðingur sem átti nafnið Jólnir, en svo hét eyja sem myndaðist í gosi rétt sunn- an við Surtsey um jólin 1965. Jólnir brotnaði svo niður í brimi á fáum mánuðum. Risavaxin rannsóknarstofa „Surtsey er í raun risavaxin rannsóknarstofa og fræðafólk úr mörgum greinum hefur farið þangað út til að kynna sér aðstæður og stað- hætti. Þar hafa jarðvísindamenn og líffræðingar farið fremstir en nú var einnig reynt að varpa ljósi á menn- ingarsögu staðarins með því að skoða örnefni. Það er mjög fágætt að hægt sé að rannsaka nafngiftir í nýju landi allt frá upphafi; kanna tilurð þessara heita sem mannfólkið gefur náttúr- unni. Í Surtsey hefur hins vegar fengist frábært tækifæri til slíks, rannsóknir sem eru hluti af doktors- verkefni mínu,“ segir Birna. Nýárshraun og Sigurð eru örnefni í Surtsey Maður og náttúra mætast í örnefnum. Ýmsum stöðum í hinni leyndardómsfullu Surtsey hafa verið gefin nöfn þar sem skemmtilegar sögur búa að baki. Birna Lárusdóttir fornleifafræðingur hefur kannað málið og er með fyrirlestur í dag. Ljósmynd/Birna Lárusdóttir Útsýn Horft af Austurbunka til lands. Fremst Tanginn svonefndi sem stöðugt brotnar vegna ágangs sjávar. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Sögumaður Fágætt er að rannsaka nafngiftir í nýju landi, segir Birna Lárusdóttir um örnefnin í Surtsey en skráningin er doktorsverkefni hennar. Ljósmynd/Birna Lárusdóttir Land Marga undrasmíð náttúrunnar er að finna í Surtsey, staði sem enn hafa ekki fengið nöfn þó staðhættir geti gefið ímyndunaraflinu flug til slíks. eiki, Parkinson, stam, talhö ND, MS, lungnasjúklingar, s rklasjúklingar, brjóstholssj klingar, stómi, tourette, kæ k, slagsjúklingar, mænuska mi, þroskahamlaðir, blindir, ÞÉR ER BOÐIÐ!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.