Morgunblaðið - 19.10.2019, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.10.2019, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 2019 V ð f á 2024 SLT L iðLé t t ingur Austurvegur 69 - 800 Selfoss // Lónsbakk i - 601 Akureyr i // Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir Sími 480 0400 // jotunn@jotunn.is // www.jotunn.is er r 3.190.000 án vsk. STUTT ● Í nýrri spá hag- deildar ASÍ sem kom út í gær segir að eft- ir átta ára samfellt hagvaxtarskeið sé útlit fyrir lítils háttar og skammvinnan samdrátt í lands- framleiðslu á þessu ári, eða um 0,3%, og að á næsta ári taki hagkerfið við sér að nýju. Í spánni segir að talsverð óvissa ríki um efnahagsþróun á næsta ári s.s. um þróun á alþjóðavísu og í innlendri ferða- þjónustu en útlit sé fyrir að ágætis vöxtur þjóðarútgjalda drífi viðsnúning á næsta ári og þokkalegan vöxt á árinu 2021. Segir deildin að vöxturinn gæti orðið 0,6% árið 2020, en árið 2021 verði hann 2,3%. Hagkerfið tekur við sér að nýju árið 2020 Flug Óvissa ríkir í ferðaþjónustu. ● Fossar markaðir hafa samkvæmt til- kynningu, gengið til liðs við Climate Bonds Initiative (CBI) sem bakhjarl, fyrst íslenskra fyrir- tækja. Climate Bonds Ini- tiative eru alþjóðleg samtök sem vinna að því að virkja skuldabréfamarkaði á heimsvísu í þágu umhverfismála. Í tilkynningu Fossa segir að sérfræð- ingar CBI séu ráðgjafar ríkisstjórna í grænum skuldabréfaútgáfum auk þess sem CBI standi að alþjóðlegu staðla- og vottunarkerfi fyrir græn skuldabréf. Þá standi CBI að víðtækri skýrslugjöf varð- andi umfang og tækifæri grænnar skuldabréfaútgáfu á heimsvísu. Fossar verða bakhjarl Climate Bonds Initiative Fé CBI eru sér- fræðingar í græn- um skuldabréfum. Tæplega 40% svarenda í nýrri könn- un MMR fyrir netverslunina Heim- kaup.is, nefndu Heimkaup.is fyrst þegar spurt var „Hvaða íslenska vef- síða sem selur vörur eða þjónustu kemur fyrst upp í hugann?“ Könnunin var framkvæmd dagana 30. september-9. október sl. og náði til úrtaks fólks eldra en 18 ára, af öllu landinu. Þegar rýnt er í niðurstöður könn- unarinnar má sjá að Heimkaup.is er mun betur þekkt en aðrar íslenskar netverslanir, en sú sem er næst best þekkt, Hópkaup.is, var nefnd í 9,2% tilvika. Í þriðja sætinu er Elko.is með 7,4%, Aha.is kemur þar á eftir með 5,5% og Bland.is kemur þar á eftir með 3,6%. Til gamans má geta þess að Heim- kaup.is, Hópkaup.is og Bland.is eru öll í eigu sama fyrirtækisins, Wedo. Eins og sjá má í niðurstöðum könnunarinnar þá hefur Heimkaup- .is lengi haft yfirburði í þessum efn- um, eða allt frá árinu 2015 þegar mælingin var fyrst framkvæmd. Þá nefndu 30,8% svarenda Heimkaup.is fyrst. Gleðiefni að fleiri og fleiri kjósi innkaup á netinu „Þetta er óneitanlega gleðiefni fyrir okkur þegar fleiri og fleiri neyt- endur kjósa að gera sín innkaup á netinu. Skýr ásýnd er greinilega að skila sínu. Að auki er sterk innkoma okkar í matvörunni án vafa að skila sér og við því neytendum ofarlega í huga. Einnig vekur athygli að við er- um jafnvel enn ofar í huga innkaupa- stjóra heimilisins því 45% kvenna nefna Heimkaup.is fyrst,“ segir Guð- mundur Magnason, framkvæmda- stjóri Heimkaup.is. Eins og kom fram í Morgun- blaðinu á dögunum lauk Wedo ný- lega hlutafjáraukningu og fjármögn- un að upphæð 300 milljónir króna. Í þeirri frétt kom einnig fram að tvö- falda eigi vöruúrvalið í matvörunni, og fara úr fimm þúsund vörunúm- erum í tíu þúsund. tobj@mbl.is  Styrkja stöðu sína í huga neytenda Netverslun Heimkaup.is er vel þekkt meðal Íslendinga. 40% nefndu Heimkaup.is BAKSVIÐ Pétur Hreinsson peturh@mbl.is „Við gjörbreyttum fyrirtækinu. Þetta var lítil stevíudropaframleiðsla í Hafnarfirði sem við fluttum til Hol- lands. Við breyttum strúktúrnum og um leið víkkuðum við vörulínuna yfir í sykurlausar matvörur án viðbætts sykurs. Í dag erum við með þróun og hönnun ásamt sölu- og gæðamálum hér á Íslandi,“ segir Garðar Stef- ánsson hjá íslenska fyrirtækinu Good Good sem hefur vaxið hratt und- anfarin ár og selur vörur sínar, m.a. sultur, sýróp, súkkulaðismjör og ste- víudropa, í 11 löndum víða í Evrópu og í Bandaríkjunum, í um 1.000 versl- unum. Good Good vinnur með við- urkenndum aðilum í Hollandi og Belgíu sem framleiða uppskriftir fyrirtækisins sem gerir því kleift að stækka hraðar en mögulegt hefði verið með sína eigin framleiðslu hér á landi. Áætluð velta fyrirtækisins á þessu ári er 250 milljónir króna sem er rúm sexföldun í veltu á tveimur ár- um og er stefnan sett á að tvöfalda veltuna á næsta ári. Sulturnar kveikja áhuga „Hönnunin, uppskriftirnar og í raun allt hugvit er hér á landi. Við seljum vörur til 11 landa. Það væri rosalega erfitt að standa undir öllum þessum vexti ef þetta væri allt á Ís- landi. Það að skala upp frá 1.000 verslunum upp í 10.000 verslanir er vel innan færis en ég ætla þó ekki að segja að það sé vandkvæðalaust. En það er mun auðveldara að gera það með þessu fyrirkomulagi.“ Sykurlausu sulturnar eru að sögn Garðars yfirleitt það sem kveikir áhuga verslana á fyrirtækinu en í kjölfarið koma fyrirspurnir vegna annarra vara. „Við förum alltaf fyrst inn með sulturnar. Þær hafa mikla sérstöðu og það er miklu léttara að komast inn á markað með glænýja vöru og fara svo inn með hinar. Svo í kjölfarið kemur áhuginn á öðrum vörum: ste- víudropunum, sætuefnunum, súkku- laðismjörinu og sírópinu,“ segir Garðar í samtali við Morgunblaðið. Fyrst um sinn einblíndi Good Good á Evrópumarkað, og eru vörur fyrir- tækisins m.a til sölu í Føtex, Bilka, El Corte Ingles, Auchan, Holland & Barret og SuperValu. Good Good hóf svo að selja vörur á Bandaríkjamark- aði fyrir um ári en þar hefur salan vaxið hvað hraðast og nemur nú þeg- ar um 46% af heildarveltu fyrir- tækisins. Sultur Good Good eru afar vinsælar en þær innihalda aðeins náttúruleg sætuefni á borð við stevíu. Sulturnar eru allar að sögn Garðars með þeim söluhæstu í sultuflokknum hjá Amazon.com þar sem fyrirtækið keppir við stærstu sultumerki í heimi, og er jarðarberjasultan í fyrsta sæti og hinar í topp 10. Hefur það hjálpað fyrirtækinu gríðarlega á Bandaríkjamarkaði. Amazon er lykill „Amazon er algjör lykill að Banda- ríkjamarkaði. Innkaupastjórar versl- anakeðja geta þar fengið mikilvægar upplýsingar og t.d. lesið dóma um vörurnar og sölusögu. Okkar vörur tala sínu máli þar,“ segir Garðar og heldur áfram. „Næsta verkefni er að ráða fleira fólk, bæði á Íslandi og í Bandaríkj- unum, til að fylgja eftir þeirri miklu eftirspurn frá bandarískum versl- unum í framhaldi af velgegni á Ama- zon. Við erum búin að klára samn- inga um að fara inn í Safeway, Albertssons, Rouses, Loblaws og Amazon GO-búðirnar á næstu mán- uðum samtals 650 búðir. Amazon GO-verslanirnar eru verslanir fram- tíðarinnar. Það eru snertilausar búð- ir þar sem viðskiptavinurinn gengur inn, tekur vöruna, gengur út og fær svo reikning í tölvupósti án þess að þurfa að koma við á búðarkassa. All- ar verslanakeðjur í Bandaríkjunum eru að horfa á Amazon. Hvað fyrir- tækið er að gera og hvaða vörur eru vinsælar þar. Það er hjálpa okkur að ná þessari góðu dreifingu og vekur áhuga stærri keðjanna. KeHE, eitt stærsta vörudreifingar fyrirtæki Bandaríkjanna, sér svo um dreifingu fyrir Good Good í Bandaríkjunum en þeir dreifa heilsuvörum í rúmlega 40.000 búðir um öll Bandaríkin,“ segir Garðar. Svar við sykruðum sultum Að sögn Garðars felast mikil tæki- færi fyrir Good Good í aukinni til- hneigingu fólks til þess að forðast sykur. „Það er mikil vitundarvakning á heimsvísu hvað þetta varðar. Aðal- ástæðan er sú að sykur er búinn að skaða heilsu manna í langan tíma og sykursýki tvö hefur t.a.m. aldrei mælst jafn mikil í Bandaríkjunum og er að aukast í Evrópu og Asíu. En þessu fylgir krafa um betri vörur og við búum til sætar vörur án sykurs,“ segir Garðar. „Ef við tölum um sultur almennt þá eru þær venjulega 60-70% sykur og súkkulaðismyrjur meira en 50% sykur. Við gefum börnunum okkar þetta á ristað brauð og erum þá í raun að setja hvítan sykur á brauðið þeirra. Maður myndi auðvitað aldrei gera það en í þessum vörum er svona mikill sykur. Við erum að finna lausn- ir við því sem fólki líkar vel við. Þær eru sætar en á sama tíma án sykurs- ins með öllum þeim vandamálum sem honum fylgir,“ segir Garðar. Good Good í sókn án sykurs  Fyrirtækið Good Good selur sykurlausar matvörur í um 1.000 verslunum í 11 löndum  Hóf sölu í Bandaríkjunum fyrir ári  Veltan sexfaldast á 2 árum Morgunblaðið/Árni Sæberg Sykurlaust Mikil tækifæri felast í aukinni vitund almennings um skaðsemi sykurs fyrir Garðar og félaga hjá Good Good sem selja sykurlausar matvörur. 19. október 2019 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 124.36 124.96 124.66 Sterlingspund 160.28 161.06 160.67 Kanadadalur 94.35 94.91 94.63 Dönsk króna 18.484 18.592 18.538 Norsk króna 13.572 13.652 13.612 Sænsk króna 12.79 12.864 12.827 Svissn. franki 125.38 126.08 125.73 Japanskt jen 1.1426 1.1492 1.1459 SDR 171.04 172.06 171.55 Evra 138.11 138.89 138.5 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 167.8274 Hrávöruverð Gull 1484.45 ($/únsa) Ál 1703.0 ($/tonn) LME Hráolía 58.99 ($/fatið) Brent

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.