Morgunblaðið - 19.10.2019, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 19.10.2019, Blaðsíða 15
Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 2019 Nýr Mitsubishi ASX hefur verið nútímavæddur, fínstilltur og endurskilgreindur til að mæta þínum þörfum. Hann býður upp á fjöldann allan af sjónrænum uppfærslum og er einstak- lega þýður í akstri sem skilar sér vel á lengri ferðum. Svo kemur hann einnig fjórhjóladrifinn sem eykur enn á öryggið. Nýr ASX 2020 hefur allt sem þarf til að skapa þitt eigið ævintýr. Komdu og hittu nýja andlit ævintýranna; endurhannaðan ASX 2020. SKAPAÐU ÞITT EIGIÐ ÆVINTÝR Á NÝJUM ASX HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · BVA Egilsstöðum 5 ár a áb yr gð fy lg ir fó lk sb ílu m H E K LU að up pf yl ltu m ák væ ðu m áb yr gð ar sk ilm ál a. Þ á er að fin na á w w w .h ek la .is /a by rg d ASX2020 Verð frá 4.090.000 kr. Skoðaðu úrvalið á www.hekla.is/mitsubishisalur Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Frá því í júní 2018 hefur Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, lagt fram eða verið aðili að 290 fyrirspurnum og til- lögum í borgarstjórn, forsætis- nefnd og borgarráði. Þar af eru 7 fyrirspurnir og 9 tillögur í for- sætisnefnd, 14 tillögur í borgar- stjórn og 129 fyrirspurnir og 131 tillaga í borgarráði. Á síðasta borgarráðsfundi var upplýst að nú væri unnið að Gagnsjá Reykja- víkur, þar sem upplýsingar sem þessar verði aðgengilegar öllum. Helga Björk Laxdal, skrifstofu- stjóri borgarstjórnar, hefur birt svar við fyrirspurn Kolbrúnar frá í júlí. Þar óskaði hún eftir að fá ná- kvæman lista yfir öll mál flokksins frá upphafi með upplýsingum um hvernig þau voru afgreidd á sér- stökum lista og hvaða mál eru óaf- greidd og hvar þau eru þá stödd. Í svarinu kemur fram að 31 mál, 10 tillögur og 21 fyrirspurn eru í umsagnarferli, 94 fyrirspurnum hefur verið svarað, 52 tillögur hafa verið afgreiddar og 83 málum hefur verið vísað annað til meðferðar, 69 tillögum og 14 fyrirspurnum. Meðalafgreiðslu- eða svartími mála er 36,5 dagar. Loks er í svarinu birtur listi yfir mál fulltrúa Flokks fólksins á kjörtímabilinu og af- greiðslur þeirra þar sem það á við. Í bókun þakkaði Kolbrún fyrir listann og telur mikilvægt að yfirlit eins og þetta sé til og það sé upp- fært t.d. á sex mánaða fresti. Ansi flókið verkefni Í bókun fulltrúa meirihlutans kemur fram að síðastliðið vor hafi verið samþykkt að hefja undirbún- ing Gagnsjár Reykjavíkur. Gagnsjá verði hluti af lýðræðis- og sam- skiptakerfum borgarinnar, stuðli að gagnsæi, bættri þjónustu, upp- lýsingagjöf og auðveldi borgar- búum að falast eftir ítarlegri upp- lýsingum. Í Gagnsjá verði t.d. á einfaldan hátt hægt að sjá stöðu mála og yf- irlit yfir mál hvers kjörins fulltrúa ásamt fylgigögnum og tengingu við skyld mál. „ Verkefnið er ansi flók- ið og gæti tekið tíma en þessi breyting verður mikilvæg bót og mun auka verulega aðgengi allra borgarbúa að upplýsingum um virkni borgarinnar,“ segir í bókun- inni. Morgunblaðið/Hari Ráðhúsið Unnið er að gerð gagnsjár sem verður öllum aðgengileg. Borgin lætur útbúa gagnsjá  Borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur lagt fram 290 fyrirspurnir og tillögur Kolbrún Baldursdóttir Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Kristján Þór Júlíusson, sjávarút- vegs- og landbúnaðarráðherra, kveðst ekki hafa skýringar á því að ekki hafi tekist að ná heildarsam- komulagi um stjórnun makríl- veiða milli allra strandríkja í samningalotu sem lauk í Lond- on á fimmtudag. „Við mættum til þessa fundar bjartsýnir eftir viðræður við samningsaðila – ekki vegna þess að við héldum að okkur tækist að semja um skiptingu milli þjóðanna endilega – heldur að öll strandríkin kæmu að því að ræða og taka ákvörðun um það hversu stóran hluta stofnsins við ætlum að nýta. Öll strandríkin hafa ábyrgð og skyldu til að leggja eitt- hvað af mörkum í því og það voru viðræður milli manna um það að við kæmum að því borði. Svo bara á síð- ustu metrunum vildu Norðmenn, Evrópusambandið og Færeyingar sitja einir að þeirri ákvörðun,“ segir Kristján. Ráðherrann segist ætla að ræða við samningamennina í næstu viku. „Það eru veruleg vonbrigði að þessar nágrannaþjóðir okkar, Norðmenn og Færeyingar ásamt Evrópusamband- inu, hafi ekki hleypt Íslandi að því að taka ákvörðun um hversu stóran hluta stofnsins á að veiða.“ Ósanngjarnt Spurður um þá gagnrýni sem Ís- lendingar hafa hlotið vegna makríl- deilunnar svo sem ásakanir um græðgi og rányrkju, segir Kristján hana ósanngjarna og ekki rétta. „Við stöndum einfaldlega á okkar rétti. Þetta er fiskur sem gengur inn í okkar lögsögu og okkur ber skylda til, og við eigum að sýna þá ábyrgð Íslendingar, að taka þátt í ákvörð- unum um það hvernig þessi stofn er nýttur. Svo geta þjóðirnar rifist um það hversu stóran hluta hver og ein á að fá. En grundvallaratriðið er að þær taki allar þátt í ákvarðanatök- unni.“ Makrílviðræður mikil vonbrigði  Útilokaðir á síðustu metrunum Kristján Þór Júlíusson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.