Morgunblaðið - 19.10.2019, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 19.10.2019, Blaðsíða 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 2019 ✝ Guðfinna Stef-ánsdóttir fæddist 8. júní 1923 í Skuld í Vestmannaeyjum og ólst þar upp. Hún lést á Dvalar- heimilinu Hraun- búðum 10. október 2019. Foreldrar henn- ar voru Stefán Björnsson, f. 16. júlí 1878, d. 10. mars 1957, og Margrét Jónsdóttir kona hans, f. 4. nóvember 1885 d. 29. sept- ember 1980. Systkini Guðfinnu sem upp komust voru Guðrún, Guðríður Eygló og Kolbeinn. Eiginmaður hennar er Egill Egilsson. Þau eiga þrjá syni, Hugin Magnús, Jóhannes og Davíð. 3) Tómas, f. 1956, kvæntur Fanneyju Björk Ás- björnsdóttur. Börn þeirra eru Tinna, Thelma Ýr, Tanja og Tómas Orri. 4) Stefán Haukur, f. 1959, kvæntur Halldóru M. Hermannsdóttur. Börn þeirra Agnes, Einar Hrafn og Stef- anía. 5) Ingunn Lísa, f. 1961. Eiginmaður hennar var Valtýr Þór Valtýsson, d. 2002. Börn þeirra eru Valur, Erna og Ar- on. Sambýlismaður Ingunnar er Sveinbjörn Guðmundsson. 6) Iðunn Dísa, f. 1961. Eigin- maður Ágúst Einarsson. Börn þeirra eru Minna Björk og Birkir. Barnabarnabörnin eru orðin 32. Útför Guðfinnu verður gerð frá Landakirkju í Vestmanna- eyjum í dag, 19. október 2019, og hefst athöfnin kl. 13. Þau eru öll látin. Eiginmaður Guðfinnu var Jó- hannes Tómasson, f. 13. mars 1921, d. 18. júlí 2016. Heimili þeirra stóð alla tíð í Fífilgötu 8 í Vestmanna- eyjum þar til þau fluttu að Dval- arheimilinu Hraun- búðum í desember 2014. Börn þeirra eru: 1) Mar- grét Rósa, f. 1948. Eiginmaður hennar er Gylfi Tryggvason. Þau eiga þrjá syni, Daða Jó- hannes, Kára Tryggva og Gylfa Mar. 2) Erna, f. 1950. Ung kynntist ég Guðfinnu Stefánsdóttur, Minnu, í Portúgal sumarið 1985. Það var mín gæfa. Við náðum saman frá fyrstu stundu. Í henni eignaðist ég góða vinkonu, fyrirmynd og tengda- móður. Varla er hægt að nefna Minnu án þess að nefna Jóhannes, mína yndislegu tengdaforeldra á Fífil- götu 8, eins samrýnd og þau voru. Heimili Minnu og Jóhannesar, Fífó, var þungamiðja stórfjöl- skyldunnar og litla eldhúsið hjart- að. Þær eru óteljandi samveru- stundirnar við eldhúsborðið í spjalli yfir kaffi í litríkum blóma- bolla frá ömmu, með dýrindis flat- kökum, kleinum og pönnukökum. Eða málsverðirnir þar sem boðið var upp á bestu kjötsúpu í heimi eða fiskibollur að hætti hússins. Fífó var umferðarmiðstöð fjöl- skyldunnar, úr og í bæinn. Til og frá Eyjum. Börn, tengdabörn og barna- börn sóttust eftir að koma við hjá þeim. Alltaf pláss og alltaf ein- hver að líta inn. Þröngt setið jú, en alltaf pláss fyrir aukasæti. Stóran hluta af ævi okkar höf- um við búið erlendis. Fífó stóð okkur alltaf opið og var fastur punktur í tilveru okkar. Þar átt- um við athvarf og börn okkar áttu þar rætur. Það var ávallt tilhlökkunarefni að koma heim á Fífó. Og alltaf var jafn notalegt að fá þau til okkar í heimsókn, með þeirra þægilegu nærveru. Þegar ég eignaðist son minn í Sviss voru Minna og Jó- hannes hjá okkur. Atlætið og um- vefjandi stuðningurinn sem hún sýndi mér fæ ég aldrei fullþakkað. Minna fór í gegnum lífið í stó- ískri ró. Hún var æðrulaus, hlý og fordómalaus með einstaklega gott geðslag. Skemmtileg, með leiftr- andi húmor. Minna kenndi mér og börnum mínum svo margt bæði með orð- um og atlæti. Og Jóhannes og Minna með sínu einstaka og kær- leiksríka sambandi voru fyrir- mynd fyrir okkur öll. Þau eign- uðust stóran hóp barna, tengdabarna, barnabarna og barnabarnabarna. Þau sáðu kær- leik og uppskáru kærleik. Á ævi- kvöldinu heima í Eyjum var hún umvafin börnum sínum og niðjum. Ég vil þakka henni fyrir allt. Ég þakka forsjóninni fyrir að hafa séð til þess að ég kynntist þessari einstöku konu. Með andláti Jó- hannesar fyrir þremur árum og nú Minnu er stærsta kafla í sögu Fífilgötufjölskyldunnar lokið. Við söknum þeirra og syrgjum. En þau gáfu okkur ríkulegt veganesti og hlýjar minningar sem lifa. Halldóra Hermannsdóttir. Amma Minna er fallin frá og sameinuð afa Jodd sem hún sakn- aði svo mikið í draumalandinu. Amma Minna var og verður ávallt fyrirmynd okkar á svo mörgum sviðum. Alltumvefjandi umhyggjusemin, hjálpsemin og kærleikurinn einkenndi þessa einstöku konu sem snerti okkur barnabörnin með margvíslegum hætti. Við eigum eftir að sakna hennar sárt en um leið ylja okkur við allar ánægjulegu minning- arnar. Handverkskonan: Þegar hún sat löngum stundum í hæginda- stólnum inni í stofu og prjónaði lopapeysur eða heklaði bangsa, teppi, dúkku- og barnaföt fyrir litlu börnin. Tónlistarkonan: Þegar hún settist niður við píanóið og spilaði af hjartans innlifun blaðlaust og nótnalaust eins og hún hafði kennt sér sjálf á barnsaldri. Listakonan: Þegar hún gæddi fjörusteinana lífi með litríkum og fallegum málverkum og skapaði heilu fjölskyldurnar sem hún stillti upp hjá vinum og vanda- mönnum án þeirra vitundar. Bakarinn: Þegar hún setti viskastykkið yfir hárið og bakaði heimsins bestu flatkökur og pönnukökur og leyfði öllum þeim sem vildu gæða sér á kræsingun- um að borða eins mikið og maginn leyfði. Dönskukennarinn: Þegar hún las dönsku blöðin spjaldanna á milli og hjálpaði okkur með dönskuverkefnin í skólanum. Dýravinurinn: Þegar hún fór út á köldum vetrarmorgnum með brauðmylsnu og annað góðgæti sem hún hafði blandað saman og gaf fuglunum með því að dreifa um lóðina. Skvísan: Þegar hún vildi alltaf vera fin og sæt og hafði varalitinn alltaf við höndina. Enga mynd mátti taka nema búið væri að laga sig til og ekki vildi hún hitta lækn- inn, þegar hún þurfti eitt sinn að leggjast inn á spítalann, án þess að búið væri að setja lit á varirn- ar. Sundkonan: Þegar hún fór á hverjum morgni í sund með afa og í kjölfarið góðan bíltúr um Eyj- una. Súperamman: Þegar hún útbjó hádegissnarl á Fífó og sendi mann upp í rauða sófann á eftir til að taka sér kríu áður en haldið var aftur til vinnu. Best af öllu var þó þegar hún breiddi teppi yfir til að halda á manni hita. Sú hjartagóða: Þegar hún hvatti okkur til að fara í skálina uppi á skenk og næla okkur í einn sælgætismola. Eiginkonan: Þegar hún gaf afa alla þá ást og umhyggju sem hún átti og sýndi okkur í verki mik- ilvægi þess að rækta sambandið við okkar nánustu og halda lífi í ástareldinum sama á hvaða aldri þú ert. Hún var sannarlega klett- urinn í lífi afa sem okkar allra. Nú kveðjum við þig elsku amma, þú hefur markað líf okkar sem og fjölda annarra. Sá sem auðgar líf annarra hefur vissulega lifað góðu og þýðingarmiklu lífi. Minning þín mun lifa í hjarta okkar og munum við deila öllum skemmtilegu sögunum af þér með börnum okkar. Í okkar huga er eins og heimili afa og ömmu á Fífó hafi verið fyrrimynd bestu handrita um afa og ömmur, þannig heimili langar okkur einnig að skapa. Takk fyrir samveruna, gleðina og umhyggjuna. Fyrir hönd barnabarna Minnu, Jóhannes Egilsson. Nú hafa orðið kynslóðaskipti í ættinni. Guðfinna Stefánsdóttir, Minna, eins og hún var jafnan kölluð, var yngsta barn hjónanna Margrétar og Stefáns í Skuld í Vestmannaeyjum. Á slíkum vega- mótum staldra menn við, gera sér grein fyrir gangi lífsins og nálægð dauðans, þakka genginni kynslóð umhyggju og leiðsögn og minnast þess er vel tókst. Móðir mín kallaði yngstu syst- ur sína Minnu, þar sem hún var minnst, og festist þetta gælunafn við hana. Svo sterkt var það að hún var eina konan auk einnar mágkonu minnar sem ég kallaði gælunafni sínu. Minna var góð frænka. Það fékk ég að reyna þegar mér var komið í fóstur til þeirra hjóna, fjögurra ára gömlum, hálfgerðum vandræðagrip vegna frekju og of- stopa. Ég notaði fyrsta tækifærið og strauk, en komst ekki langt. Allt leystist þetta og fór svo að ég undi hag mínum vel. Dætur hennar reyndust mér einnig vel og stjön- uðu við þennan litla, hálfbrjálaða frænda sinn, sem þótti undur vænt um þær og virti systurnar mikils. Árið 1956 höfðu þau hjónin keypt ný hljómtæki og var hægt að hljóðrita samtöl við fólk. Minna tók fyrsta viðtalið við mig og var ég afar stoltur. Var það í fram- haldi af því að ég missti tönn á meðan ég var í fóstrinu og þótti það stórmerkilegt. Samskipti fjölskyldunnar voru mikil enda stóð vinfengið á traust- um grunni. Jóhannes Tómasson, eiginmaður Minnu, var einnig mjög barngóður og löðuðust börn ekki síður að honum. Þegar á leið ævina fækkaði ferðum til Vestmannaeyja og samskiptin urðu þar af leiðandi minni. En gott var að vita af móð- ursystur minni þar og samheld- inni fjölskyldu hennar. Við hjónin þökkum liðnar stundir og biðjum Minnu blessun- ar á því sviði er hún flýgur nú um. Arnþór Helgason. Örlög og skapanornir vefa und- arlega þræði fyrir mannfólkið. Það var ungur maður, sem flutti að lokum að heiman, þegar hann flutti í annan bæ, eignaðist þar allt í einu ekki minna en þrjár fjöl- skyldur og tvíburadætur manns- ins, sem fæddust snemma í nýju vistinni, eignuðust þrjár auka- ömmur og tvo aukaafa. Nú kveður ein amman og kona sem gekk mér sem næst í móð- urstað. Guðfinna Stefánsdóttir var hlý kona og hjartahrein. Allt hennar líf var bjart og fallegt. Hún var stoð og stytta mannsins síns, sem hét hjá henni Diddi minn en hjá öðrum Jodd eða Jóhannes í bank- anum eða í Höfn. Sjálf varð hún rödd Útvegsbankans í Vest- mannaeyjum á morgnana. Væntumþykju hennar fyrir börnum og tengdabörnum þarf ekki að útskýra fyrir þeim er nærri standa. Við áttum mikla samstöðu í tvíburauppeldinu. Ekkert barnanna flutti al- mennilega til Reykjavíkur en tvö hafa dvalið langdvölum erlendis. Því var óþarfi að fara til Reykja- víkur, nema ef vera skyldi til að fara til Keflavíkur á leið til Lúx, Genf eða Brussel. Guðfinna sagði aldrei mikið, en það sást á henni hvað hún hugs- aði. Hún bar harma fjölskyldunn- ar í hljóði og tók gleðina einnig hljóðlátt. Minna og Jodd voru samrýnd hjón. Það sást best þeg- ar þau sváfu í sjónvarpsstólunum sínum. Ég og fjölskylda mín erum for- sjóninni þakklát fyrir að hafa átt kynnin við Guðfinnu og Jóhannes í full fjörutíu ár. Eftir situr minn- ing, sem verður okkur til gleði og lífsfyllingar. Hugur minn er hjá börnum hennar Guðfinnu og Jóhannesar og fjölskyldum þeirra. Góðu lífi er lokið en eftir lifir minningin um Guðfinnu Stefáns- dóttur, hana Minnu. Verði minn- ing hennar Guði falin. Megi Guðfinna Stefánsdóttir heiðrast í vitund þinni. Vilhjálmur Bjarnason. Nú í dag er borin til grafar mikil sómakona, Minna í Skuld, sem ég var svo lánsöm að kynnast í gegnum vinkonu mína Möggu Rósu. Við bjuggum í Lúxemborg og voru hjónin Minna og Diddi oft í heimsókn hjá Möggu og Gylfa í gegnum árin, sem eru orðin æði mörg. Alltaf var Minna jafn falleg, ut- an sem innan, og aldrei féll henni verk úr hendi, alltaf að prjóna eða hekla. Róleg og yfirveguð kenndi hún mér að lykkja fyrir löngu sem ég hef aldrei gleymt, rómur hennar kemur í huga mér er ég hugsa til þeirra ánægjustunda sem við áttum saman. Okkur hjónum lánaðist að heimsækja heiðurshjónin á Fífil- götu einu sinni og var okkur tekið með kostum og kynjum. Mikið var gaman að koma og skoða eyjuna sem ég hafði heyrt svo mikið talað um í gegnum tíð- ina. Elsku Magga mín, Erna, Tommi, Stebbi, Iðunn og Ingunn, með sorg og gleði í hjarta votta ég ykkur öllum samúð en ég veit að þið eigið margar góðar minn- ingar sem lifa í hjörtum okkar allra. Takk fyrir allt, Matthildur (Matta). Guðfinna Stefánsdóttir HINSTA KVEÐJA Í dag kveðjum við Minnu tengdamóður mína. Með þakklæti í huga minnist ég hennar og okkar einlægu vináttu. Hún tók mér vel frá fyrstu kynnum. Ég var eins og eitt af hennar börnum en við vorum líka meira en tengdadóttir og tengda- mamma, við vorum vin- konur. Við áttum einlægt tal saman um það sem á okkar daga hafði drifið. Hún sagði mér frá reynslu sinni og hlustaði á mína. Við eigum öll eftir að sakna þín elsku Minna mín. Takk fyrir allt. Fanney Björk Ásbjörnsdóttir. HJARTAVERND Minningarkort 535 1800 www.hjarta.is Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 Ástkær móðir okkar, amma og langamma, ERNA RUTH KONRÁÐSDÓTTIR, Reykjavík, lést á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Barmahlíð þriðjudaginn 15. október. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 24. október klukkan 11. Rakel Sigurgeirsdóttir Þórir Sigurgeirsson Sturla Sigurgeirsson Konráð Jón Sigurgeirsson Telma Eir Aðalsteinsdóttir Tinna Eik Rakelardóttir Sunna Rut Óskardóttir Þórisdóttir Sigurgeir Bjartur Þórisson Heiðdís Árný Þórisdóttir og barnabarnabörn Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, HJÁLMAR SIGMARSSON, Hólkoti, Unadal, lést sunnudaginn 13. október á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki. Útförin fer fram frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 26. október klukkan 13. Hann verður jarðsettur á Hofi á Höfðaströnd. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki. Steinunn Hjálmarsdóttir Hafsteinn Ragnarsson Kristjana S. Hjálmarsdóttir Valdimar H. Birgisson Guðmundur U.D. Hjálmars. Erla Sigurðardóttir Halldór Ingólfur Hjálmarsson Hulda Gísladóttir Ingibjörg Ásta Hjálmarsd. Sigurður Þorleifsson Guðrún Hjálmdís Hjálmarsd. Grétar Jakobsson Jakobína Helga Hjálmarsd. Þórarinn Þórðarson Guðfinna Hulda Hjálmarsd. Steen Johansson Haraldur Árni Hjálmarsson María Pétursdóttir Hjálmar Höskuldur Hjálmars. Linda Friðriksdóttir barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn Okkar ástkæra GUÐBJÖRG GÍSLADÓTTIR, Miðtúni 12, Selfossi, andaðist á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum á Selfossi þriðjudaginn 8. október. Jarðsungið verður frá Selfosskirkju fimmtudaginn 24. október klukkan 14. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Vinafélag Foss- og Ljósheima. Gísli Skúlason Elísabet Valtýsdóttir Skúli Gíslason Hákon Gíslason Kári Hrafn Kjartansson Guðrún Valdimarsdóttir Berglind Emilía, Adríana Andrá, Arnhildur, Oddný og Bergur Einir Móðir mín, tengdamóðir okkar og systir, SIGURRÓS EYJÓLFSDÓTTIR, lést á Droplaugarstöðum þriðjudaginn 15. október. Viðar Gunngeirsson Halla Guðmundsdóttir Friðrik Björnsson Sigríður Eyjólfsdóttir og fjölskylda hinnar látnu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.