Morgunblaðið - 19.10.2019, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 19.10.2019, Blaðsíða 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 2019 Kær vinur burt kallaður. Söknuður, eftirsjá – hugur reikar. Slíkum dap- urlegum kringumstæðum stendur maður frammi fyrir í auknum mæli með hækkandi aldri. Við Elli sáumst fyrst veturinn 1960-1961 þegar kærustur okkar, og síðar eiginkonur, Valgerður Anna, Bíbí hans Ella, og Þuríður Anna, hún Þurý mín, stunduðu af- ar hagnýtt nám í Húsmæðraskól- anum á Varmalandi og voru sam- an í herbergi með tveimur öðrum skólasystrum. Ekki kynntist ég Ella mikið á þessum tíma, en talsvert löngu síðar lágu leiðir saman á badmin- tonvöllum nokkurra íþróttahúsa. Sá góði tími stóð yfir í nokkra ára- tugi og til varð einlæg vinátta, sem aldrei bar skugga á, og ég er afar þakklátur fyrir. Þessum vel mönnuðu badmintonhópum, sem eins og gengur tóku einhverjum breytingum í áranna rás, fylgdu skemmtileg samskipti svo sem sögustundir í búningsherbergjum og gufuklefum. Utan vallar gagn- kvæmar heimsóknir, og minnist ég sérstaklega árlegra þorra- blóta, lengi vel. Elli vinur minn var ekki æs- ingamaður þótt skaplaus væri hann ekki. Minnist ég í því sam- bandi margra klaufabolta minna á vellinum sem hann sem samherji gerði aldrei athugasemdir við. Allt svona skiptir máli þegar menn eru fyrst og fremst að iðka íþróttir fyrir sjálfa sig og sigur ekki forgangsatriði. Þetta var greinilega lífsstefna hans, gamla keppnismannsins úr Val, sem ef ég man rétt var formaður knatt- spyrnudeildar félagsins árið 1968 þegar liði hans tókst að ná jafn- tefli við Benfica. Þá yfirgaf maður Laugardalsvöllinn eins og þar hefði unnist stórsigur. Minn mað- ur auðvitað yfir sig stoltur og ánægður, og mátti vera það. Þegar ég heimsótti Ella síðast á Sóltún hafði allmikið af honum dregið, þótt í mínum huga væri það ekki inni í myndinni að ég væri að kveðja hann hinsta sinni. Við Þurý sendum Önnu, eins og Valgerður Anna var ávallt nefnd á Varmalandi, innilegar sam- hryggðarkveðjur, svo og fjöl- skyldunni allri. Minning Elíasar Hergeirssonar er birtu vafin – góður drengur hefur kvatt. Óli H. Þórðarson. Kveðja frá Knattspyrnu- félaginu Val Elías Hergeirsson var Knatt- spyrnufélaginu Val dýrmætur. „Gullklumpur félagsins“ eins og Pétur Sveinbjarnarson, formaður Vals á sínum tíma, tók réttilega til orða. Hann sagði enn fremur: „Nokkrir menn stóðu við hlið mér eins og björg. Þetta voru menn sem haggast aldrei.“ Þannig mun- um við öll Ella Hergeirs, eina af styrkustu stoðum félagsins, hvers manns hugljúfi og með Valshjarta úr gulli. Sjálfur kynntist ég Elíasi þegar ég gekk í Val árið 1979. Einstakt ljúfmenni sem hafði enga þörf fyr- ir athygli en lét verkin tala. Í 100 ára sögu Vals, bókinni Áfram hærra, blasir fyrirsögnin við: „Tryggðatröllið Elías Hergeirs- son“. Það eru orð að sönnu. Elías byrjaði að sparka bolta á Framnesvellinum en hann gekk í Val og hóf knattspyrnuferilinn í 4. flokki, 13 ára gamall, varð þríveg- is Íslandsmeistari í yngri flokkun- um og var fyrst valinn í meistara- flokk árið 1956, aðeins 18 ára Elías Hergeirsson ✝ Elías Her-geirsson fædd- ist 19. janúar 1938. Hann lést 7. októ- ber 2019. Elías var jarð- sunginn 16. októ- ber 2019. gamall. Það ár varð hann Íslandsmeist- ari með liðinu. Hann lék sem framvörður, „vinstri-half“, og ávallt í peysu nr. 6. Keppnisleikirnir með meistaraflokki á árunum 1956-’62 urðu 100 talsins en Elías lagði skóna á hilluna 26 ára. Þá tóku félagsmálin og þjónusta við Val yfir. Á tímabili þjálfaði hann yngri flokka félags- ins, m.a. Hemma okkar Gunn í 5. flokki og átta árum síðar urðu þeir saman Reykjavíkurmeistarar. Elli Hergeirs var í fyrsta ung- lingaráði Vals árið 1958, í fyrstu stjórn knattspyrnudeildar Vals 1959 og formaður knattspyrnu- deildar 1966 til 1969, árin sem meistaraflokkur blómstraði og var nánast áskrifandi að Íslands- meistaratitlinum. Flestir Íslend- ingar muna eftir leiknum gegn Benfica 1968 en fyrir þann leik var í mörgu að snúast hjá Elíasi og stjórninni. „Það var svo mikil ásókn í miða á leikinn að við feng- um að setja stóla á hlaupabraut- ina,“ sagði formaðurinn í viðtali. Elías sat í aðalstjórn Vals í fjöl- mörg ár, í stjórn Knattspyrnuráðs Reykjavíkur í átta ár fyrir hönd félagsins og var í stjórn KSÍ í ára- tug. Þá var hann gjaldkeri KSÍ í átta ár. Eftir keppnisferilinn tók hann dómarapróf en dæmdi lítið vegna anna við stjórnarstörf fyrir Val en tók fram flautuna þegar dómarahallæri ríkti hjá félaginu. Elías vildi aldrei taka að sér for- mennsku í Val þótt til hans væri leitað því hann sagðist nýtast bet- ur í öðrum störfum á Hlíðarenda. Hann var m.a. í bygginganefnd um nýja íþróttahúsið sem var árið vígt 19. september 1987. Elías sat í fyrstu stjórn Vals- manna hf. og hann var fenginn til að lesa yfir 100 ára sögu Vals áður en bókin fór í prentun. Fáir voru bónbetri en Elli Hergeirs. Árið 2010 var hann spurður um þró- unina í Val og svarið lét ekki á sér standa: „Lið vinnur sjaldnast titla í meistaraflokki nema kjarninn sé uppaldir leikmenn. Ástríðufullir þjálfarar samhliða öflugu fé- lagsstarfi er lykillinn að árangri.“ Við í Val söknum Ella Her- geirs. Hann var ein af grunnstoð- um félagsins og naut þess að koma á leiki á Hlíðarenda. Hann lét lítið fyrir sér fara en augnaráð- ið, brosið og viðmótið sögðu meira en þúsund orð. Þakkir eru færðar þessum heiðursmanni sem allir vildu umvefja kærleika og hlýju af því hann endurspeglaði hvort tveggja. Um leið og við kveðjum „tryggðartröllið“ vottum við Val- gerði Önnu, börnum hans, afa- börnum, vinum og ættingjum okkar dýpstu samúð. Afkomend- ur Elíasar bera honum fagurt vitni. F.h. Knattspyrnufélagsins Vals, Þorgrímur Þráinsson. Kveðja frá Knattspyrnu sambandi Íslands Fótboltinn á Íslandi á sínar hetjur, bæði innan vallar og ekki síst utan hans. Elías Hergeirsson eða Elli Hergeirs, eins og hann var gjarnan kallaður, var einn af þessum hetjum sem báru uppi starfið í íslenskum fótbolta til svo margra ára. Elli byrjaði sem leik- maður með Val bæði í yngri flokk- um og í meistaraflokki þar sem hann varð m.a. Íslandsmeistari árið 1956. Eftir að fótboltaferlinum lauk gerðist hann stjórnarmaður í Val og var m.a. formaður knatt- spyrnudeildar um fjögurra ára skeið. Einnig sat hann í stjórn Knattspyrnuráðs Reykjavíkur áð- ur en hann tók sæti í stjórn KSÍ árin 1987-1999, lengst af sem gjaldkeri. Það var alltaf hægt að reiða sig á Ella til hinna ýmsu starfa hvort sem það var sem stjórnarmaður eða grípa í flautuna þegar vantaði dómara í yngri flokkunum. Elli stökk þá til og reddaði hlutunum. Hann var með eindæmum bón- góður og alltaf boðinn og búinn til starfa og gaf mikið af sér. Elli var ljúfur og hlýr maður sem auðvelt var að þykja vænt um og við mun- um sakna hans nú þegar hann kveður okkur eftir erfið veikindi síðustu ára. Elli skilaði góðu ævistarfi og vann hjá Vélsmiðjunni Héðni nán- ast allan sinn starfsferil, lengst af sem yfirbókari. Hann kom einnig víða við í félagsstörfum sínum eins og áður er getið. Fyrir þessi störf hlaut hann m.a. silfur- og gull- merki KSÍ ásamt heiðurskrossi ÍSÍ. Hann var þó fyrst og fremst fjölskyldumaður og hefur fjöl- skyldan fetað í hans fótspor og hafa m.a. dætur hans, Margrét og Ragnheiður, starfað í áratugi hjá knattspyrnusambandinu. Við öll hér á KSÍ og knatt- spyrnuhreyfingin í heild sinni þökkum á þessari stundu Ella fyr- ir sitt mikla og góða starf fyrir fót- boltann í landinu. Það sem eftir stendur nú er minningin um góðan mann, félaga og vin sem við kveðjum með sökn- uði og virðingu. Ég vil votta Valgerði Önnu, eiginkonu Elíasar, og börnum þeirra Hergeiri, Margréti, Ragn- heiði og Jónasi, barnabörnum og ástvinum hans öllum okkar inni- legustu samúð. Blessuð sé minning Ella Her- geirs. Guðni Bergsson, formaður KSÍ. „Elli er kominn,“ kallaði mamma og þeir sem voru heima í bragganum þetta síðdegi vissu hvað klukkan sló. Ég þeytti íþróttafötunum og fótbolta- skónum niður í tösku og hentist út fullur eftirvæntingar. Elías var engin gunga. Hann þorði að ganga í gegnum braggahverfið í Camp Knox og mæta kjaftforum gaurum. Þar var ekkert að óttast. Hann kom við hjá mér eins og oft áður og við urðum samferða á fót- boltaæfingu hjá 4. flokki í Val. Við gengum og skokkuðum upp Hofsvallagötu og hlupum við fót eftir Hringbrautinni sem leið lá austur á Hlíðarenda. Þegar við komum á æfingu höfðum við þeg- ar skokkað 4-5 kílómetra! Það jók úthaldið. Foreldrar okkar höfðu oft nefnt það við okkur systkin að góður vinur væri dýrmætari en auður og gull. Við hugsuðum kannski ekki svo oft um það í hita og þunga dagsins en fengum svo sannarlega að reyna það á eigin skinni þegar árin liðu. Elías var einn af þessum góðu og traustu vinum, heilsteyptur, hlýr, ákafur og rólegur í senn og skemmtilegur. Það var unun að horfa á hann í leik. Hann gafst aldrei upp, hélt alltaf áfram þang- að til leik var lokið. Og minning- arnar með góðum dreng hrannast upp: Allar æfingarnar með ís- lenskum og erlendum þjálfurum, allar keppnisferðirnar norður á Akureyri, Sauðárkrók og Siglu- fjörð, fótboltaleikir á Framnes- vegsvellinum með KR-ingum, vin- um okkar, ævintýravika í Vatnaskógi, haustmótin, Reykja- víkurmótin, Íslandsmótin – já, fé- lagslífið var í fullum gangi á þess- um árum og það var gott að eiga góða að eins og Frímann Helga- son, Grímar Jónsson í Varmá, Pál Guðnason æskulýðsleiðtoga og Úlfar Þórðarson lækni. Ég man sérstaklega eftir spennandi úr- slitaleiknum 1951 þegar við rétt töpuðum fyrir Þrótti – en fögnuð- um þeim svo vel að loknum leik því að meðal þeirra áttum við margan góðan félaga sem áttu heima í ná- grenni við okkur í Vesturbænum. Og nú á Þróttur 70 ára afmæli! Félagslífið og vináttuböndin urðu okkur meira virði en við gerðum okkur grein fyrir í þrótt- mikilli æsku okkar og eldmóði bernskunnar. Minningarnar um Elías urðu sífellt fleiri eftir því sem við uxum úr grasi. Hann var hlýr og traustur, einlægur og hreinskiptinn. Ég hafði eignast góðan vin. Ég horfi um öxl og þakka ein- læga og eftirminnilega samfylgd um leið og ég votta fjölskyldu hans og ástvinum einlæga samúð mína. Þórir S. Guðbergsson. Sigurfinna móð- ursystir mín hefur fengið hvíldina, enda orðin slitin eftir langan vinnu- dag. Það verður væntanlega vel tekið á móti henni af þeim sómamönnum Sveini og Valtý. Finna, eins og hún var kölluð, var hörkudugleg, ósérhlífin og settist iðulega á aftari bekk til að hleypa hinum að og skyggja ekki á, ekkert fyrir að trana sér fram. Undir alvarlegum svip var mikil hlýja og stutt í glens- ið. Finnu var umhugað um sitt fólk og sannur dýravinur. Þann- ig er minningin um Finnu frænku. Hún var elst af fjórum systk- inum, næst kom Kristjón, svo Lára og yngst var Una, mamma mín. Mikill var systrakær- Sigurfinna Pálmarsdóttir ✝ SigurfinnaPálmarsdóttir fæddist 16. ágúst 1925. Hún lést 1. október 2019. Útför hennar fór fram 11. október 2019. leikurinn og stóðu þær vaktina yfir bróður sínum þeg- ar annarra naut ekki við. Ég hef alltaf hugsað með hlýju til Finnu frænku því hún bjó til dásamlegar minn- ingar með því að leyfa níu ára borg- arbarninu að dvelja í sveitinni í heila viku þótt hún hafi haft í nógu að snúast með fimm börn og stórt bú. Seinni árin þegar við kíktum í heimsókn til Finnu austur í Unhól sögðumst við koma við i bakaríi á leiðinni en samt var ekki bara heitt á könnunni held- ur búið að bera fram heljarinn- ar býsn af góðgæti þótt Finna væri vart göngufær. Síðustu misseri hafa verið Finnu erfið en hún tók öllu af æðruleysi með góða skapið að vopni. Megi minningin um Finnu frænku lifa. Sigríður Guðmundsdóttir. Ég vil hér með nokkrum orðum og miklu þakklæti í huga minnast ynd- islegrar konu sem faðmaði breitt, fyrir utan sína stóru fjöl- skyldu. Ég kynntist Pöllu og Sveini þegar Jóhanna dóttir þeirra og ég urðum bestu vin- konur meðan við vorum nemend- ur í gagnfræðaskóla Garða- bæjar. Þau voru ófá skiptin sem ég gisti hjá þeim, og við stelp- urnar nutum þess að fá kakó og meðlæti um morguninn áður en við fórum í skólann. Gestrisni þeirra og hlýja gagntók mann. Þegar ég svo fluttist til Dan- merkur komum við fjölskyldan oft í heimsókn til Íslands á jólum og í sumarfríum. Þá heimsóttum við Pöllu og nutum góðs af gest- risni hennar, ljúffengum kökum og góðum mat. Og þegar við kvöddum eftir yndislega sam- veru fengum við nesti með, með- al annars hennar frábæru flat- kökur og lifrarpylsu. Palla var dugleg hannyrðakona og lék allt í höndum hennar. Það var svo fjörugt og skemmtilegt að vera með Pöllu, Pálhanna Þuríður Magnúsdóttir ✝ Pálhanna Þur-íður Magnús- dóttir fæddist 16. febrúar 1928. Hún lést 6. ágúst 2019. Útför hennar fór fram 15. ágúst 2019. við náðum svo vel saman. Ég minnist sérstaklega ferðar í Bjarkalund þar sem við sungum alla leið meðan við sátum á kössum aftan í Landróvernum sem pabbi keyrði. Þetta var yndisleg ferð í alla staði og Inga á Hótel Bjarkalundi tók svo vel á móti okkur. Það sem einkenndi Pöllu mest í sínu starfi á vinnumark- aðnum var einstök samvisku- semi, vinnusemi og orka. Þeir voru lánsamir sem höfðu hana sem starfsmann. Hún var í ess- inu sínu þegar fjölskyldan var samankomin og ljómaði eins og sól þegar talið barst að barna- börnunum og langömmubörnun- um. Samt var alltaf pláss fyrir vini og vandamenn eins og mig og mína fjölskyldu. Við munum varðveita minninguna um þessa elskulegu heiðurskonu í hjörtum okkar. Blessuð sé minning henn- ar. Ég vil kveðja kæra vinkonu með þessu litla ljóði eftir móður mína. Elsku Jóhanna mín, sam- úðar kveðja til þín og allrar fjöl- skyldunnar. Signdu mig sól og sendu geisla þína mín sár að græða og veit mér hugarfró, Drottning allsherjar dásamlega bjarta dýrð sé þér móðir lífs um jarðarból. Anna Soffía Daníelsdóttir og fjölskylda, Danmörku. Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram- kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Guðmundur Baldvinsson, umsjón útfara Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Vesturhlíð 2, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru eiginkonu, mömmu og systur, INGIBJARGAR SIGMUNDSDÓTTUR, Öldugötu 13, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til allra sem komu að hjúkrun hennar og umönnun. Albert H.N. Valdimarsson Óskar Bergmann Albertsson Guðmundur H. Sigmundsson Svavar Sigmundsson Ragnheiður Sigmundsdóttir Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, GUÐMUNDAR JÓNSSONAR, fv. hæstaréttardómara. Fríða Halldórsdóttir Jón Guðmundsson Kristín Björk Gunnarsdóttir Halldór Guðmundsson Valrós Sigurbjörnsdóttir Árni Guðmundsson Guðrún Hannesardóttir Einar Rúnar Guðmundsson Hildur Elín Vignir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.