Morgunblaðið - 19.10.2019, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 19.10.2019, Blaðsíða 35
MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 2019 ✝ Kjartan Jó-hannesson fæddist 13. októ- ber 1925 í Breiðu- vík á Tjörnesi. Hann lést á Skógarbrekku 8. október 2019. Móðir hans var Jakobína Guðna- dóttir, f. 16. sept- ember 1893, og faðir hans Jóhann- es Kristjánsson, f. 29. desem- ber 1857. Kjartan fór í fóstur til móðursystur sinnar, Konst- antínu Vilhelmínu Sigurjóns- dóttur, f. 28. maí 1878 á Hall- bjarnarstöðum, og manns hennar, Árna Sigurbjarnarson- ar, f. 25. desember 1873. Kjartan átti eina hálfsystur, sammæðra, Margréti Vigfús- dóttur. Konstantína og Árni ólu Kjartan upp sem sinn eigin son, ásamt þeirra sonum, þeim Sigurbirni, Valdimar og Baldri. Þau eru nú öll látin. Kjartan kvæntist Kristínu Aðalheiði Þórðardóttur, 13. október 1949, d. 21. september 2018. Kjartan og Kristín bjuggu Sigurður Gíslason, hann á dóttur sem heitir Eygló Arna. 5) Árný Ósk, f. 10. júní 1957, d. 19. júlí sama ár. 6) Árni Óskar, f. 1958, börn hans eru Árni Már, Hulda Berglind og barnabörnin eru fjögur. 7) Að- alheiður, f. 1961, gift Jóni Ingasyni, þau eiga dóttur sem heitir Guðný. Aðalheiður á fjögur börn úr öðrum sam- böndum þau eru Elí, Kristján, Álfheiður, Sóley Hulda og eitt barnabarn. 8) Rósa Guðbjörg, f. 1963, gift Jónasi Jónassyni, börn þeirra eru Bjarni, Haf- þór, Heiða og barnabörnin eru sjö. 9) Berta Jóhanna, f. 1964, gift Jóhanni Garðari Ólafssyni, börn þeirra eru María Jó- hanna, Björn Rúnar og eitt barnabarn. 10) Aðalsteinn, f. 1965, kvæntur Stellu Árna- dóttur, börn þeirra eru Eva Rakel, Anna Marý og Elmar Leó. Kjartan ólst upp á Hall- bjarnarstöðum á Tjörnesi. Kjartan vann ýmsa verka- mannavinnu, s.s. við akstur bíla, húsbyggingar, pípulagnir, póstútburð og fiskvinnslu. Kjartan átti um tíma lítinn bát sem hét Hafliði, stundaði grá- sleppu, síðan handfæri og línu og veiddi vel, enda þekkti hann vel miðin út með nesinu. Útför Kjartans verður gerð frá Húsavíkurkirkju í dag, 19. október 2019, klukkan 14. lengst af á Þórð- arstöðum á Húsa- vík. Þau eignuðust 10 börn. Þau eru: 1) Dalrós Hulda, f. 1950, gift Ólafi Jóni Héðinssyni, börn þeirra eru Kristín Svanhild- ur, Héðinn, Eydís og barnabörnin eru tvö. 2) Þórður, f. 1952, kvæntur Steinunni Hrund Jóhanns- dóttur og eiga þau tvo syni, þeir eru Skarphéðinn og Haf- steinn. Þórður á tvo syni og eina uppeldisdóttur af fyrra hjónabandi, þau eru Júlíana Sigríður, Kjartan Arnþór, Páll Bergþór og barnabörnin eru þrjú. 3) Vilhelmína Ásdís, f. 1953, gift Vigfúsi Sigurðssyni, börn Ásdísar eru Skarphéðinn, Steinþór, Kristbjörg Lilja og barnabörnin eru níu. 4) Sig- rún, f. 1955, eiginmaður henn- ar var Haukur Tryggvason, f. 1949, d. 2011, börn þeirra eru Sólrún, Árný Ósk, Kjartan Jó- hannes, barnabörnin eru átta og langömmubörnin þrjú. Sambýlismaður Sigrúnar er Elsku pabbi minn, nú ertu kominn í sumarlandið til mömmu. Hún og litla systir hafa örugglega tekið á móti þér opnum örmum. Þú hefðir orðið 94 ára á sunnudaginn 13. októ- ber ef þú hefðir lifað. Þá áttuð þið mamma 70 ára brúðskaups- afmæli. Núna yljar maður sér við góðar minningar frá æsku- dögum. Ég man vel þegar ég var lítil stelpa þegar þú varst að spila á harmonikkuna þína. Það var gaman, stundum dönsuðum við systur inn í stofu við harm- onikkuspilið. Núna spila ég diskinn sem þú spilaðir þín uppáhaldslög og gafst okkur öllum í jólagjöf eitt árið. Ég man eftir ógleymanlegri ferð með ykkur mömmu út á Tjörnes, nánar tiltekið í Hall- bjarnastaði. Faratækið var vörubíll. Börnin voru svo mörg að þú settir okkur fjögur elstu upp á pallinn. Við sátum þar og þú settir eitthvert reipi um mittið á okkur til að halda okk- ur kyrrum á pallinum. Mamma var inni í bílnum með líklega tvö systkini okkar og örugglega ólétt. Því þið eignuðust tíu börn á 15 árum. Geri aðrir betur. En þetta gekk allt vel. Við sem eldri vorum pössuðum þau yngri. Ég man líka einu sinni þegar mamma skrapp að heiman, sem ekki var oft, að mér datt í hug að plata agúrku ofan í pabba minn. Hann borðaði ekki agúrku. Ég smurði brauð handa honum, setti þunna sneið af agúrku svo smjör og álegg. En, viti menn, hann fann lykt- ina af agúrkunni og snerti ekki brauðið. Svo þessi hrekkur mis- tókst. Pabbi var líka duglegur að smíða. Gaman að segja barna- börnunum sínum þegar þau koma til okkar og labba með okkur um bæinn að afi þeirra hafi rennt alla pílárana við Veitingahúsið Sölku. Svo spilaði hann með Stráka- bandinu og þeir gáfu út tvo geisladiska. Þeir hafa verið honum einstaklega góðir fé- lagar. Ég man líka þegar við fórum með ykkur mömmu út í Tungu- lendingu þegar hún var opnuð. Þá sagðir þú „sólarlagið er svo fallegt á Tjörnesinu“. Þú dýrk- aðir að koma í Hallbjarnastaði. Þar áttir þú þínar bestu stundir í uppvextinum. Takk, elsku pabbi, fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig. Þín dóttir Vilhelmína Ásdís. Ég vil kveðja pabba minn í hinsta sinn með örfáum orðum. Hann var alinn upp á Hall- bjarnastöðum á Tjörnesi, hon- um þótti ofurvænt um Nesið sitt. „Það er fallegt sólsetrið á Nesinu,“ sagði hann fyrir stuttu. Þó að heilabilunin hafi verið farin að taka margt frá honum, tók hún ekki gömlu minningarnar hans, frá honum. Hann gat alltaf rifjað upp eitt- hvað fallegt og gott af Nesinu, Hallbjarnastaðakamburinn og Tungulending voru honum sér- lega hjartkær, hann mundi mörg örnefni þaðan. Á Nesinu lærði hann að dansa og á balli í gamla félagsheimilinu 1948 kynnist hann mömmu, sem var hans stóra ást í gegnum lífið. Pabbi var heiðarlegur, hæg- látur, fámáll, hafði jafnaðargeð, var félagslyndur, handlaginn og iðinn. Ég er þakklát fyrir góða for- eldra. Ég átti góða barnæsku. Mamma var mest heimavinn- andi, pabbi vann fyrir heim- ilinu, framanaf. Verkaskipting- in var skýr, mamma eldaði, bakaði, þreif, þvoði þvotta, saumaði, prjónaði og keypti inn. Pabbi vann úti, hugsaði um garðinn, mokaði snjó á vetrum, smíðaði, málaði og teppalagði, hann var alltaf að betrumbæta húsið, utan sem innan. Þau mamma ólu upp stóran barnahóp, það hefur sennilega ekki alltaf verið úr miklu að moða en ég man ekki til þess að okkur hafi skort nokkurn hlut, alltaf nóg að bíta og brenna, enda voru þau nægju- söm, fóru vel með, en voru allt- af til í að gefa til góðra mál- efna. Pabbi lærði ungur að spila á harmónikku af Baldri bróður sínum og naut þess svo innilega að grípa í nikkuna, hann spilaði alltaf eftir eyranu. Hann spilaði í mörg ár með Strákabandinu, þeim yndislegu mönnum og góðu vinum okkar allra. Hann naut sín best með harmónikk- una framan á sér. Ég minnist æskunnar við ör- yggi, áhyggjuleysi, leik og frjálsræði í Brekkunni okkar. Ég þakka þér samfylgdina pabbi minn og óska þér góðrar ferðar í sumarlandið til hennar mömmu. Nú getið þið aftur tekið upp hald og dansað inn í eilífðina. Aðalheiður Kjartansdóttir. Elsku pabbi. Þá ertu kominn í sumarland- ið til mömmu sem kvaddi fyrir ári, þið áttuð 70 ára brúðkaups- afmæli núna 13. október, það er býsna langur tími. Þú ólst upp á Hallbjarnarstöðum, nesið var alltaf þinn uppáhaldsstaður. Á veturna þegar veður var gott og færðin góð settirðu á þig gönguskíðin á laugardags- morgni og skíðaðir út í Hall- bjarnarstaði og komst til baka seinnipart á sunnudegi. Þegar hugurinn reikar til bernskuár- anna þá fór oft rafmagnið af á veturna, þá varst þú fljótur að taka fram prímusinn og bjarga málunum. Þú áttir bát sem hét Hafliði, eitt sinn fékk ég að fara með þér á sjó, ég hef lík- lega verið 8 eða 9 ára gömul. Við fórum um fimmleytið um morguninn af stað, mér fannst skrýtið að ganga um bæinn og enginn á ferli. Þú varst á hand- færum, við veiddum ágætlega, mikið var gaman að sitja á þóftunni með nestið og heyra i máfunum og hlusta á öldunið- inn. Þetta var skemmtileg ferð sem ég gleymi ekki. Þú varst einstaklega handlaginn, sama hvað það var. Þú málaðir, breyttir og stækkaðir húsið eft- ir þörfum því fjölskyldan var stór. Þú eignaðist ungur harm- onikku sem þú spilaðir á þér til skemmtunar. Þú hafðir unun af því að spila, þú kenndir mér að spila eitt lag á nikkuna þegar ég var 10 ára, það var lagið Nú blika við sólarlag. Mér þótti vænt um að geta gripið í nikkuna og spilað þetta lag fyrir þig þegar þú gast ekki lengur spilað sjálfur. Elsku pabbi, þá er komið að leiðarlok- um, góða ferð í sumarlandið. Takk fyrir allt. Þín dóttir, Sigrún. Kjartan Jóhannesson Mjög góð vin- kona mín er látin, Ásta Þórðardóttir, mikil mannkosta- kona. Maður hennar var Theodór Georgsson lögmaður, mjög góður og traustur maður sem lést fyrir nokkrum árum. Ég hitti Ástu hjá Indu tengda- móður minni en þær voru mjög góðar vinkonur og bjuggu báðar uppi á lofti á Þingvöllum. Við hjónin fórum að byggja á sama tíma, við á Sóleyjargötu en þau á Fjólugötu. Stutt var á milli og mikill samgangur var á meðal okkar. Þau voru búin að eignast tvær yndislegar stelpur en stuttu seinna bættust við tveir góðir drengir. Við eignuðumst einnig tvo drengi á svipuðum tíma og léku þeir sér mikið saman og voru góðir vinir. Þau fluttu svo til Reykjavíkur 1966 en við héldum alltaf sam- Ásta Þórðardóttir ✝ Ásta Þórðar-dóttir fæddist 16. október 1930. Hún lést 19. september 2019. Útför hennar fór fram 16. október 2019. bandi í síma og heimsóttum þau þegar við áttum leið til Reykjavíkur. Fyrir nokkrum ár- um komu þau til Eyja á ættarmót og gistu hjá okkur og var það yndislegur tími. Ásta vildi alltaf ganga menntaveg- inn en aðstæður leyfðu það ekki hjá öllum í þá daga en eftir að þau fluttu til Reykjavíkur með fjögur börn hóf hún nám. Mikill var dugnaður hennar og lauk hún prófi sem félagsráðgjafi og vann hjá Reykjavíkurborg sem slíkur. Í seinni tíð höfum við hjónin farið oft til útlanda með þeim hjónum Ástu og Ted og voru það yndislegar ferðir. Mikið var oft gaman hjá okkur enda mikið hlegið og talað. Það vafðist ekki fyrir okkur að leysa heimsmálin, þó aðallega á Íslandi. Innilegar samúðarkveðjur til elsku Katrínar, Finnu, Georgs og Þórðar. Ásta mín, það verður vel tekið á móti þér. Guð blessi heimkomu þína. Ég kveð þig með söknuði, blessuð sé minning þín. Ingibjörg (Lilla) og Svanur. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓNA HALLDÓRA BJARNADÓTTIR frá Hóli í Bolungarvík, lést miðvikudaginn 9. október á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum. Útför hennar fer fram frá Guðríðarkirkju í Grafarholti mánudaginn 21. október klukkan 15. Gunnlaugur Jónsson Kristín Jónsdóttir Gísli Geir Jónsson Bergþóra Jónsdóttir Eggert Gunnarsson Gerður Jóndóttir Eldey Huld Jónsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐJÓN A. FRIÐLEIFSSON, Gerðhömrum 25, Reykjavík, lést mánudaginn 9. september. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Guðmundur Guðjónsson Lára Bergsveinsdóttir Agnar Georg Guðjónsson Örn Ómar Guðjónsson Seble Work Mamo barnabörn og barnabarnabörn Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON auglýsingateiknari, Hamragerði 31, Akureyri, lést laugardaginn 12. október á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Hlíð. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 25. október klukkan 13.30. Björg Þórðardóttir Kristján Kristjánsson Kristín S. Hjálmtýsdóttir Jakob Þór Kristjánsson Þórunn Bryndís Kristjánsd. Högni Hjálmtýr Kristjánsson Brynja Björg Kristjánsdóttir Kári Kristjánsson FALLEGIR LEGSTEINAR Auðbrekku 4, 200 Kópavogi, sími: 537-1029, www.bergsteinar.is Á góðu verði Verið velkomin Opið: 10-17 alla virka daga Eiginmaður minn og bróðir okkar, SNORRI ÞORSTEINN PÁLSSON frá Dagverðartungu, Fjólugötu 13, lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 13. október. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 24. október klukkan 13.30. Nittaya Nonghee Gylfi, Ragna, Gísli og Snjólaug Pálsbörn Ástkær bróðir minn, mágur og frændi, RANDVER VÍKINGUR RAFNSSON, Akursíðu 2, Akureyri, lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 12. október. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 28. október klukkan 13.30. Jarðsett verður í Hólakirkjugarði Eyjafjarðarsveit. Geirlaug Jóna Rafnsdóttir Hörður Hallgrímsson Klara Árný Harðardóttir Guðni Rafn Harðarson Davíð Örn Harðarson Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN SIGURVEIG JÓHANNSDÓTTIR dagmóðir, lést á Landspítalanum Hringbraut 16. október. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju föstudaginn 25. október klukkan 13:00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameins- og/eða Blindrafélagið. Jóhanna Gunnarsdóttir Sigurður Gunnarsson Rannveig Gunnarsdóttir Ólafur Gunnarsson Þórný Birgisdóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.