Morgunblaðið - 19.10.2019, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 19.10.2019, Blaðsíða 25
UMRÆÐAN 25 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 2019 Ein óvæntustu úrslit Ís-landsmóts skákfélaga ádögunum urðu þegarSkákfélag Akureyrar vann Hugin 5½:2½ í 4. umferð. Akur- eyringar höfðu styrkt sveit sína með hinum kunna danska stórmeistara Sune Berg Hansen en það var á neðri borðunum sem úrslit keppninnar réðust. Jón Kristinn Þorgeirsson, Rúnar Sigurpálsson, Áskell Örn Kárason og Arnar Þorsteinsson unnu á fjórða, fimmta sjötta og átt- unda borði og það gerði útslagið. Fyrr á þessu ári vann hinn tvítugi Jón Kristinn elsta aldursflokkinn á Norðurlandamóti 20 ára og yngri. Skákir hans margar einkennast af dirfsku og hugmyndaauðgi. Hann virtist ætla að brjóta allar brýr að baki sér í eftirfarandi viðureign á 4. borði en Einar Hjalti missti tækifæri strax í 8. leik og lenti fyrir vikið í varnarstöðu: Jón Kristinn Þorgeirsson (SA) – Einar Hjalti Jensson (Huginn) Ítalskur leikur 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bc4 Bc5 4. c3 Rf6 5. d4 cxd4 6. cxd4 Bb4+ 7. Rc3 Rxe4 8. d5?! Hæpinn leikur en þekkt er að 8. 0-0 Bxc3 9. d5 Bf6! gefur ekki neitt. 8. … Bxc3+? Stór mistök. Eftir 8. … Rxc3 9. bxc3 Bxc3+ 10. Bd2 Bxd2+ 11. Dxd2 Re7 hefur hvítur engar teljandi bæt- ur fyrir peðin tvö. 9. bxc3 Ra5 10. Bd3 Rf6 11. Da4 c5 12. Bg5 b6 13. 0-0 h6 Einari gast ekki að 13. … 0-0 14. Dh4 og varla er hægt að stugga við biskupinum vegna fórnar á h6. 14. Hfe1+ Kf8 15. Dh4 Bb7 16. He5 Kg8 17. Bxf6 Dxf6 18. Hae1! Hf8 Ekki 18. … Dxh4 19. He8+ og mátar. 19. Dg3 c4 20. Bb1 g6 21. Rd4 Kh7 22. H1e4 d6 23. Hf4! Glæsilega leikið. Ef nú 23. … Dxe5 þá 24. Hxf7+! Hxf7 25. Dxg6 mát. Svartur getur einnig reynt 23. … Dxf4 24. Dxf4 dxe5 25. Dxe5 He8 en þá kemur 26. Re6! og vinnur, t.d. 26. fxe6 27. Dc7+ Kg8 28. Bxg6 Hf8 29. dxe6 o.s.frv. 23. … Dg7 24. He7 Bxd5 25. Rf5! Df6 26. He3 He8 27. Rxh6 Hxe3 28. fxe3 – og svartur gafst upp. Eftir 28. … Dxc3 29. Rxf7! er hann varnarlaus. 97 skákir án taps Magnús Carlsen hefur nú teflt 97 kappskákir í röð án taps og nálgast met á þessu sviði. Kínverjinn Liren Ding var taplaus í 100 skákum og Mikhail Tal tefldi 95 skákir án taps á tímabilinu 1973-’74. Rússinn Sergei Tiviakov á samt metið en hann tefldi 110 skákir án taps fyrir nokkru. Magnaðasta sigurganga skáksög- unnar er hins vegar eignuð Bobby Fischer, sem vann 20 skákir í röð með sigrum í sjö síðustu umferðum millisvæðamótsins í Palma á Mall- orca í árslok 1970 og fram að annarri skákinni í einvíginu við Tigran Petr- osjan í Argentínu haustið 1971ásamt 12 sigrum í einvígjunum við Mark Taimanov og Bent Larsen. Talið er útilokað að það afrek verði nokkru sinni endurtekið meðal bestu skák- manna heims. Litlu munaði að Magnús tapaði fyrstu skák sinni frá 31. júlí 2018 fyrir Mamedyarov á skákmóti í Sviss. Í 4. umferð FIDE Grand Swiss-mótsins á Mön sl. sunnudag var hann með gjör- tapað tafl gegn Rússanum Kovalev en slapp með jafntefli. Eftir sjö um- ferðir af ellefu er hann í námunda við toppinn. Staða efstu manna er þessi: 1.-2. Caruana og Aronjan 5½ v. 3.-9. Magnús Carlsen, Wang, Grischuk, David Anton, Maghsood- loo, Alekseenko og Vitiugov 5 v. Sigurvegarinn öðlast sæti í áskor- endakeppninni á næsta ári. Caruana á þar víst sæti og Magnús Carlsen hefur einnig frítt spil. Hinir taplausu og sigurgangan mikla Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Morgunblaðið/John Saunders Stóri fiskurinn slapp Rússinn Kovalev var með unnið tafl gegn Magnúsi Carlsen. Indriði Þórkelsson fæddist 20. október 1869 í Sýrnesi í Aðaldal. Foreldrar hans voru hjónin Þórkell Guðmundsson og Ólöf Indriðadóttir. Indriði ólst upp á Syðra- Fjalli, hann naut ekki skóla- göngu en var þó víðlesinn. Hann varð bóndi á Ytra-Fjalli, en á Syðra-Fjalli var Jóhannes bróð- ir hans bóndi, faðir Þorkels há- skólarektors. Indriði kvæntist 1893 Kristínu Friðlaugsdóttur og áttu þau níu börn. Indriði réð yfir ágætu búi og var einnig oddviti, hreppstjóri og formaður sóknarnefndar. Hann gaf sér einnig tíma til að sinna skáldskap og ættfræði- fræðirannsóknum. Urðu marg- ar vísna hans þjóðkunnar en gaf ekki ljóðin sín út fyrr en hann stóð á sjötugu en þá kom út bók- in Baugabrot. Sigurður Nordal sagði í afmælisgrein um Indriða að sér væri til efs að hafa heyrt nokkurn mann tala jafn góða íslensku. Þegar á fermingaraldri var Indriði farinn að grúska í ætt- fræði og þegar hann lést þá lét hann eftir sig yfir fimmtíu bindi handrita af uppskriftum og frumsömdu efni um þingeysk fræði og ættfræði. Sonur hans, Indriði, hélt verki föður síns áfram og gaf út bækurnar Ættir Þingeyinga. Indriði lést 7.1. 1943. Merkir Íslendingar Indriði Þórkelsson Verslun – Snorrabraut 56, 105 Reykjavík Sími 588 0488 | feldur.is BELGINGUR mokkahanskar 6.200 MÓA prjónahúfa 11.500 HRÖNN refaskinnsvesti 79.000 GOLA Finn raccoonkragi 16.800 Velkomin í hlýjuna ELÍN mokkakápa 248.000 EIR úlpa m/refaskinni 158.000 DRÍFA skinnkragi 31.900 Fasteignir Það er fagnaðarefni að loksins skuli hafa náðst sátt um að fara þurfi í samgöngu- bætur á höfuðborgar- svæðinu. Hins vegar verður nýr samgöngu- sáttmáli að teljast ansi rýr í roðinu hvað varð- ar fjármögnun. Þá verður jafnframt að teljast ansi sérstakt að samgöngusamningur ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu skuli vera nefndur sáttmáli, enda ríkir engin sátt um hinn svokallaða sáttmála. Menn hljóta að spyrja sig hvaðan sáttin dregur nafn sitt en benda má á að í borgarstjórn Reykjavíkur var meirihlutinn klof- inn í afstöðu sinni til þessa máls. Pír- atar sáu ástæðu til þess að gera fyrirvara við hinn svokallaða sátt- mála á sama tíma og allur minnihlut- inn, eins og hann lagði sig, lagðist gegn þessum sáttmála. Í samkomulaginu eru þó stigin ákveðin skref í rétta átt. Lögð er áhersla á alla mögulega ferðamáta. Engu að síður er óvissuþættirnir margir, eins og kom fram hér að ofan, en sá stærsti snýr að skatt- borgurum og vösum þeirra. Samkomulagið kveður á um að ráðast strax í markvissar aðgerðir um bætt umferðarljósakerfi á höf- uðborgarsvæðinu og nýtingu nýrra tæknilausna, eins og Sjálfstæð- isflokkurinn hefur áður lagt til. Verði staðið við þann hluta samn- ingsins má búast við því að umferð á stofnbrautum gangi greiðar fyrir sig og leysi tímabundið úr þeim vanda sem víða má finna í borginni. Byrjað á öfugum enda Næsta skref ætti eðlilega að snúa að vinnu um heildstætt og hlutlaust umferðarmódel fyrir svæðið allt. Með því væri hægt að öðlast ýmsar forsendur fyrir framkvæmdum með upplýsingum um fjölgun íbúa, fyrir- tækja og stofnana á ákveðnum svæðum. Enn fremur myndu fást sviðsmyndir varðandi fjölgun far- þega í almennings- samgöngum sem og fjölgun þeirra sem nýta munu hjóla- og göngu- stíga til þess að komast leiðar sinnar í leik og starfi. Niðurstöður úr slíku umferðarmódeli með forsendum fyrir fram- tíðarskipulagi um íbúaþróun og staðsetn- ingu fyrirtækja og stofnana á höfuð- borgarsvæðinu ættu að leggja grunn að þeim áætlunum og fram- kvæmdum sem nauðsynlegt yrði að fara í, með tilliti til arðsemismódels. Slíkt hefur ekki verið gert. Tvískattaðir höfuðborgarbúar Sú spurning hlýtur að vakna hvort byrjað hafi verið á öfugum enda í vinnslu þessa samkomulags. Fjár- mögnun verkefnisins er í óvissu, ekki er vitað hvernig og hvaðan eigi að sækja aurinn í vasa almennings, hver borgar framúrkeyrslur verk- efna, hvernig sveitarfélögin ætla að reka nýtt almenningssamgöngu- kerfi, hvort íbúar höfuðborgar- svæðisins verði tvískattaðir og svo áfram mætti telja. Óvissa fjármögnunarinnar er svo mikil að í fyrsta sinn á kjörtíma- bilinu klofnar meirihlutinn í borgar- stjórn. Það sætir miklum tíðindum að meirihlutinn gangi ekki í takt í þessu risastóri máli, en hingað til hafa allir samstarfsflokkar borg- arstjóra varið hann og samflokks- menn hans fram í rauðan dauðann, þrátt fyrir ótal afglöp í starfi. Klofinn meirihluti í Reykjavík Eftir Egil Þór Jónsson Egill Þór Jónsson » Óvissa fjármögn- unarinnar er svo mikil að í fyrsta sinn á kjörtímabilinu klofnar meirihlutinn í borgarstjórn. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. egill.thor.jonsson@reykjavik.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.