Morgunblaðið - 19.10.2019, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.10.2019, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 2019 SKECHERS ENERGY VATNSFRÁHRINDANDI HERRASKÓR MEÐ MEMORY FOAM INNLEGGI. STÆRÐIR 41-47,5. FÁST EINNIG LJÓSGRÁIR. HERRASKÓR 14.995 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Þetta hófst með því að þegar við fluttum í Neskaupstað á árinu 2004 urðum við strax heilluð af umhverf- inu, mannlífinu og fólkinu. Við urðum hugfangin af útsýninu yfir Norð- fjarðarflóa og til eyðifjarðanna Hellisfjarðar og Viðfjarðar og yfir á Barðsnes,“ segir Páll Björgvin Guð- mundsson, fyrrverandi bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Hann er hugmynda- smiður að útsýnispalli sem Sam- vinnufélag útgerðarmanna (SÚN) er að byrja að byggja við Norðfjarðar- vita. Páll Björgvin og Hildur Ýr Gísla- dóttir, kona hans, ákváðu að byggja sér hús úti á Bökkunum, austast í Neskaupstað, þar sem útsýnið er einna glæsilegast. Hann segir að mikil umferð hafi verið í kringum vit- ann sem er rétt austan við bæinn, jafnt heimamenn og ferðamenn að njóta útsýnisins. „Ég fékk þá hug- mynd að koma þarna upp veitinga- stað. Ég fékk stuðning frá SÚN til að þróa hugmyndina en það gekk frekar hægt að fjármagna framkvæmdina,“ segir Páll Björgvin. Hann tók svo við annasömu starfi bæjarstjóra og hug- myndin fékk hvíld í átta ár, á meðan hann gegndi því starfi. Þróar þjónustu á pallinum „Í fyrrahaust, þegar um hægðist, fór fólk að spyrja mig hvort ég ætlaði ekki að klára þetta mál og fyrir hvatningu þess fór ég aftur af stað. Þá þróaðist hugmyndin þannig að fyrst yrði gerður útsýnispallur sem væri þannig úr garði gerður að hægt væri að byggja hús ofan á hann síðar. Ég fékk styrk til að þróa þetta áfram og láta hanna mannvirkið og SÚN ákvað að byggja útsýnispallinn,“ segir Páll Björgvin. „Þetta var samfélagsleg hugsun hjá mér, liður í því að efla byggðar- lagið. Ég er óskaplega ánægður með að Samvinnufélagið hafi ákveðið að gera þetta fyrir staðinn. Það skapar möguleika til að njóta útsýnisins við betri aðstæður og verið er að íhuga hvernig best er að nýta pallinn. Þarna er hægt að borða nesti og jafnvel hafa minni viðburði. Mér finnst þetta vera góður staður til að iðka jóga og íhugun og hugmyndin er að koma þarna fyrir öflugum sjón- auka.“ Páll Björgvin er fluttur í Garða- bæinn og tekinn við starfi fram- kvæmdastjóra Samtaka sveitar- félaga á höfuðborgarsvæðinu. Hann er þó enn með hugann við þetta verk- efni og hvernig hægt er að þróa þjón- ustu í kringum pallinn. Hann segir vel hugsanlegt að veitingahús rísi þar, þótt síðar verði. Aðstaða í Fólkvangi lagfærð Búið er að afla allra leyfa og semja við verktaka og framkvæmdir við byggingu pallsins og handriðs í kring hefjast í næstu viku, að sögn Guð- mundar R. Gíslasonar, fram- kvæmdastjóra Samvinnufélags útgerðarmanna. Pallurinn á að vera tilbúinn næsta vor en gæti orðið það mun fyrr ef hagstætt veður helst til framkvæmda. Áætlað er að hann kosti um 20 milljónir kr. Austan við Norðfjarðarvita er Fólkvangur Neskaupstaðar, sem friðlýstur var á árinu 1972 og var sá fyrsti sinnar tegundar á landinu. Meðal vinsælla staða þar eru Urðir og Páskahellir. Fjarðabyggð fékk styrk úr Upp- byggingarsjóði fermannastaða til að bæta aðgengi ferðamanna að svæð- inu og verja viðkvæma náttúru með uppbyggingu innviða. Er meðal ann- ars verið að koma upp bílastæði, þjónustuhúsi með salernum og göngustígum. Áningarstaðurinn er skammt frá Norðfjarðarvita. Páll Björgvin bendir á að hann rími vel við þær framkvæmdir sem sveitar- félagið vinnur að á staðnum. Urðum hugfangin af útsýninu Norðfjarðarviti Stórfenglegt útsýni er frá pallinum sem Ölver Þórarinsson hannaði. Í forgrunni sést í Vitapollinn á bílastæðinu en hann er svo heilagur að þá sjaldan hann þornar upp kemur slökkviliðið og dælir í hann vatni. Veitingahús Pallurinn er hannaður þannig að síðar verður hægt að reisa hús fyrir veitingastarfsemi eða aðra starfsemi ofan á honum.  Fyrrverandi bæjarstjóri þróaði hugmynd um útsýnisveitingahús við Norðfjarðarvita  SÚN er að hefja framkvæmdir við útsýnispallinn SÚN á hlut í Síldarvinnslunni og nýtir stærstan hluta arðsins sem eignin skilar til samfélagsverk- efna á Norðfirði. Ráðist er í stök verkefni og einnig er styrkjum úthlutað til menningarmála og íþróttastarfs tvisvar á ári. Meðal annarra verkefna sem unnið er að um þessar mundir má nefna að félagið festi kaup á aflögðu verslunarhúsi, Nes- bakka, austast í byggðinni. Nú er verið að hanna viðbyggingu og umbreytingu á húsinu í klasa fyr- ir fyrirtæki og stofnanir, aðallega skrifstofur en einnig rann- sóknarstofur og aðstöðu fyrir nýsköpun. Segir Guðmundur framkvæmdastjóri að fram- kvæmdir hefjist fljótlega. Klasi fyrir fyrirtæki og stofnanir ARÐUR AF ÚTGERÐ Fjölmenni var við setningu Reykja- víkurþings Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, í Valhöll í gær og fullt úr úr dyrum. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfa- dóttir, varaformaður Sjálfstæðis- flokksins og ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, setti þingið. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæð- isflokksins í Reykjavík, flutti ávarp í kjölfarið. Sagði hann m.a. að sam- göngurnar í borginni væru það erf- iðar að meira að segja fólk í öllum þeim flokkum sem eru við stjórn í borginni í dag væri sammála um að það ástand þessara mála sem þau bjuggu til á væri komið í ógöngur. Þetta er í annað sinn sem Reykja- víkurþing Varðar er haldið. Því verður haldið áfram í dag og gefst sjálfstæðisfólki tækifæri til að ræða málefni borgarinnar og setja mark sitt á stefnu flokksins. Unnið verður í fjórum málefnahópum í dag og rætt sérstaklega um skóla- og frí- stundamál, velferðarmál, umhverf- is- og skipulagsmál og framtíðar- borgina Reykjavík. Ljósmynd/Håkon Broder Lund Reykjavíkurþing Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, flutti ávarp. Borgarmálin rædd á Reykjavíkurþingi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.