Morgunblaðið - 19.10.2019, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 19.10.2019, Blaðsíða 33
MINNINGAR 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 2019 ✝ Helgi SteinarGuðmundsson fæddist í Bakka- gerði á Stöðvarfirði 17. nóvember 1945. Hann andaðist á Hjúkrunarheimil- inu Dyngju á Egils- stöðum 3. október 2019. Foreldrar hans voru Guðmundur Björnsson, f. í Breiðdal 15.3. 1920, d. 28.3. 1981, og Rósalinda Helgadóttir, f. á Stöðvarfirði 13.11. 1921, d. 14.10. 2008. Systkini Steinars eru: Björn Hafþór, f. 16.1. 1947, maki Hlíf B. Herbjörnsdóttir; Arnlaug Heiðdís, f. 22.2. 1948, maki Viðar Jónsson; Halla Hafdís, f. 9.6. 1954, maki Sigurður Jóhannes- son; Kristín Bryndís, f. 26.4. 1957, maki Andrés Pétursson; Linda Hugdís, f. 13.7. 1959, maki Hreinn Pétursson; Ásta Snædís, f. 23.11. 1960. Eiginkona Steinars var Krist- ey Jónsdóttir, f. 3.7. 1951. Þau Indíana Dögg og Ísabella Dís, sem lést nýfædd. Steinar ólst upp á Stöðvar- firði. Að loknu námi í barnaskól- anum þar var hann í framhalds- námi í Reykjanesskóla við Ísafjarðardjúp árin 1961 til 1963. Eftir það hóf hann nám í Kenn- araskóla Íslands, en lauk því ekki. Hann lauk prófi sem fisk- iðnaðarmaður frá Fiskvinnslu- skólanum í Hafnarfirði árið 1992. Sem unglingur vann hann í Hraðfrystihúsi Stöðvarfjarðar og stundaði áfram ýmis störf á Stöðvarfirði, fyrst á síldarplani föður síns og síðar hjá fleiri fyrirtækjum á staðnum, m.a. við skrifstofustörf. Hann vann sem skrifstofustjóri hjá Hraðfrysti- húsi Stöðvarfjarðar í meira en áratug, eða þangað til hann flutti til Reykjavíkur árið 1990. Þar rak hann m.a. fiskbúð um tíma uns hann stofnaði fyrirtækið Álftafell hf. sem annaðist sölu á notuðum fiskvinnsluvélum og tengdum vörum í sjávarútvegi. Árið 2004 flutti Steinar í Egils- staði þar sem hann bjó til æviloka og starfaði áfram að ýmsum verkefnum sem tengdust útgerð og fiskvinnslu. Útför Steinars fer fram frá Egilsstaðakirkju í dag, 19. októ- ber 2019, og hefst athöfnin kl. 14. skildu árið 1988. Börn þeirra eru: a) Valgeir Þór, f. 14.3. 1970, maki Gunn- hildur Lilja Gísla- dóttir. Þau eiga þrjú börn, Kristeyju Lilju, Ívar Örn og Ægi Þór. Kristey Lilja er í sambúð með Birni Þor- steinssyni og eiga þau óskírðan son. Ívar Örn er í sambúð með And- reu Rán Ragnarsdóttur Breið- fjörð. b) Rósa Guðný, f. 21.8. 1972, maki Magnús Ástþór Jónasson. Þau eiga þrjá syni, Steinar Aron, Vigni Frey og Andra Hrannar. Steinar Aron er í sambúð með Söndru Sif Karls- dóttur. c) Linda Jónína, f. 23.12. 1980. Hún á tvo syni með fyrri maka sínum, Arnþóri Birni Reynissyni, Bjarka Fannar og Marinó Frey. Síðari maki Lindu Jónínu er Einar Ás Pétursson. Þau eiga eina dóttur, Hörpu Rós. Börn Einars frá fyrri sambúð eru Elsku pabbi. Um leið og við kveðjum þig í hinsta sinn viljum við þakka þér fyrir allt sem þú hef- ur gert fyrir okkur. Einnig erum við þakklát fyrir þann áhuga sem þú sýndir afabörnum þínum, þau voru þér allt. Við minnumst þín sem góðrar manneskju sem vildi allt fyrir alla gera, tilbúin að gefa öðrum allt sem hún átti. Hjartans þakkir, við söknum þín og elskum. Hvíl í friði. Valgeir, Rósa og Linda. Enn frá blómum æskudaga ilminn leggur fyrir vit, ennþá finn ég fanga og draga forna tímans sólskinsglit. Minninganna margt er sporið markað djúpt í helga jörð. Aldrei gleymist æskuvorið yndislegt við Stöðvarfjörð. (Björn Jónsson frá Kirkjubóli) Helgi Steinar, frumburður for- eldra okkar, fæddist 17. nóvember 1945 en á næstu 15 árum bættust við sex önnur börn, einn drengur og fimm stúlkur. Það var gaman að alast upp á stóru heimili. Oft mikið fjör, erill og skoðanaskipti. Ung fórum við að vinna á síldarplaninu hjá pabba eða öðrum fyrirtækjum hans tengdum sjávarútvegi. Það var því eðlilegt að Steinar skyldi ætíð vinna við þá grein enda þekking hans yfirgripsmikil og nutu marg- ir góðs af. Hann lauk prófi frá Fisk- vinnsluskólanum í Hafnarfirði sem fiskiðnaðarmaður árið 1992. Var hann af mörgum í greininni kallaður „reddarinn“, enda út- sjónarsamur og hjálplegur. Snemma bar á tónlistarhæfi- leikum hans. Sem ungur maður spilaði hann á harmonikku, gítar, bassa, saxófón og greip jafnvel í trommur. Bræðurnir báðir, ásamt fleiri félögum á staðnum, gerðu garðinn frægan í hljómsveitinni Essgó, sem átti vinsældum að fagna á síldarárunum. Einnig sungu þeir bræður í Karlakór Stöðvarfjarðar. Á uppvaxtarárunum lukum við skólaskyldu annars staðar en í heimahögum og var eðlilegt að fara í Eiðaskóla. Svo var ekki með Steinar því hann ákvað að fara heldur í Reykjanesskóla við Ísafjarðar- djúp. Lengra var varla hægt að fara í þessu skyni. Þá var hann einnig í námi við gamla Kennaraskólann, en starfaði aldrei sem kennari. Þar sem síldarárin gáfu vel í aðra hönd eignaðist hann fljótlega flott- an bíl, Mustang, og stimplaði sig rækilega inn sem aðalgæinn á svæðinu. 1964 fór hann til Bourne- mouth í Englandi og dvaldi þar sumarlangt. Steinar var á yngri árum fé- lagslyndur og einn af máttarstólp- um Lionsklúbbs Stöðvarfjarðar. Einnig tók hann virkan þátt í starfi Umf. Súlunnar á Stöðvar- firði og var gjaldkeri þess. Hann tók knattspyrnuna á staðnum upp á arma sína, aflaði tekna með því að selja auglýsingar við knattspyrnuvöllinn. Þá var hann fremstur meðal jafningja, þegar að því kom að þökuleggja malarvöllinn á staðnum. Átti hann öðrum fremur þátt í að koma því verki í höfn og var ánægjulegt fyr- ir marga að taka þátt í því æv- intýri, þegar ungmennafélagsand- inn á Stöðvarfirði reis hvað hæst. Fátt gladdi Steinar meira en góður matur og eftir að hann flutti að heiman átti hann það til að gera sér ferð til að gá í búrskápinn hjá mömmu og kanna afgangana. Gleymdi hann einhverju heima þá var víst að hann gengi að því vísu í skápnum góða. Gæðastund- irnar voru við matargerðina, væri hann búinn að gera sér 100 fiski- bollur, snyrta annað fiskmeti og setja í frysti þá voru honum allir vegir færir. Steinar upplifði á lífsgöngu sinni bæði gleði og sorg. Börnin þrjú, barnabörn og nýfætt lang- afabarn urðu hans mestu auðævi, enda var hann afar stoltur af þeim og vildi veg þeirra allra sem mestan. Að leiðarlokum kveðjum við okkar ástkæra bróður í hinsta sinn og þökkum honum samfylgd- ina. Hann hvíli í friði. Systkinin frá Vengi, Björn Hafþór, Arnlaug Heið- dís, Halla Hafdís, Kristín Bryndís, Linda Hugdís, Ásta Snædís. Meira: mbl.is/andlat Helgi Steinar Guðmundsson ✝ Ingvar Ingv-arsson fæddist í Birkilundi í Bisk- upstungum 20. júní 1957. Hann lést á heimili sínu 3. október 2019. Hann var sonur hjónanna Ingvars Ingvarssonar, f. 2. maí 1920, d. 9. okt. 1980, og Helgu Pálsdóttur, f. 18. sept. 1936. Systkini hans eru Gunnlaugur, f. 18. nóv. 1955; Auður, f. 17. maí 1960; Mímir, f. 11. maí 1962; Kjartan, f. 14. er Harpa Hauksdóttir; 4) Reu- ben Jens, f. 26. maí 2003, hans móðir er Veronica Wall. Ingvar vann ýmis störf til sjós og lands sem sjómaður, rafvirki, vélstóri og sölumaður, hann fékkst við kennslu og starfaði sem framkvæmda- stjóri. Hann lauk sveinsprófi í rafvirkjun í Iðnskólanum í Reykjavík árið 1982 og löggild- ingarnámi rafvirkja í Tækni- skóla Íslands árið 1990. Enn fremur lauk hann námi við Vél- skóla Íslands og tölvu- og kerfisfræðinámi við Rafiðn- aðarskólann. Útför Ingvars fer fram frá Dómkirkjunni í dag, 19. októ- ber 2019, og hefst athöfnin klukkan 13. júní 1966; Sigurður Ólafur, f. 26. apríl 1968, og Ólöf Vala, f. 20. febrúar 1971. Börn Ingvars eru: 1) Sigrún Lena, f. 23. des. 1979, eiginmaður hennar er Peter Bolding og dætur þeirra eru Ellen Dagmar, f. 17. jan. 2009, og Helga Dagrún, f. 11. júlí 2012; 2) Helga Vala, f. 21. maí 1985. Þeirra móðir er Sigríður Einarsdóttir. 3) Ingv- ar, f. 5. apríl 1997, hans móðir Rís þú, friðland, stjörnudjúps af stormi, ströndin, þar sem sál vor allra bíður. – Tími er svipstund ein, sem aldrei líður, algeims rúm, ein sjón, einn dýrðar- bjarmi. (Einar Benediktsson) Ingi bróðir er dáinn. Söknuður og eftirsjá og sorg lita dagana. Aldrei aftur í þessu lífi fæ ég að hitta hann og sjá blik í auga og stríðnislegt bros. Hann var stundum á skjön við tíðaranda og sammæltar skoðanir og þá óþol- andi viss um að hann hefði nú rétt fyrir sér. Við gátum þráttað um ýmislegt systkinin enda ein- þykkni og þrjóska einkennandi fyrir okkur bæði. En við gátum líka verið hjartanlega sammála og samstiga. Ég minnist hans sem hjálparhellu á árum áður sem ég gat leitað til um margt. Synir mínir muna eftir frændan- um skemmtilega og kankvísa sem ræddi við þá eins og jafn- ingja. Inga var margt þjóðvel gefið. Hann var hugmyndaríkur og skarpur og hafði ágæta kímni- gáfu. En hann átti líka sínar erf- iðu og sáru hliðar og bresti. Ég hef stundum orðað það svo að hann væri haldinn Egils Skalla- grímssonar-heilkenninu. Sumir kölluðu það durtshátt. „Að bíta á jaxlinn þótt blæði undir“ eða „bregða sér hvorki við sár né bana“ þykir ekkert endilega heppileg tilfinningatjáning í nú- tímanum. En það var Inga líkt að vilja deyja og kveðja án mála- lenginga. Fyrir aðstandendur er það erfið leið, þannig kvaddi líka faðir okkar fyrir 39 árum. „Lífið manns hratt fram hleypur haf- andi enga bið,“ sagði Halli Pé fyr- ir margt löngu. Það eru orð að sönnu. Dauðsfallið er okkur sem eftir lifum áminning. Að muna eftir því sem máli skiptir. Ég og við öll sem syrgjum Inga og finn- um að hann átti rými í hjarta okk- ar þökkum fyrir lífsgönguna með honum. Megi kærleiksríkur Guð, græðarinn mikli, lina sorgina. Við hittumst svo hinum megin við ströndina, í ljósinu eilífa. Auður Ingvarsdóttir. Elsku Ingi frændi. Okkur bræður langar að minnast þín með nokkrum minningabrotum. Þegar við hugsum um Inga frænda okkar þá minnumst við hans helst frá barnæsku okkar. Ósjaldan hjálpaði Ingi til hvort sem það var að laga tölvu eða skutlast með okkur. Ingi var allt- af svo til í að spjalla við litlu frændur sína og þá aðallega um fótbolta. Já og auðvitað varð hann skyndilega enn harðari Valsari þegar honum varð ljóst að frændur hans væru byrjaðir að æfa fótbolta með KR. Við tók margra ára stríðni og metingur, þó alltaf í gamni. Ljóst er að Ingi ýtti undir fótboltaáhuga okkar bræðra því við fórum saman á þó- nokkuð af leikjum, hvort sem það voru landsleikir eða KR-leikir. Ísland-Frakkland okkar fyrsti landsleikur þegar Atli Eðvalds skoraði með hælnum. Góð minn- ing. Þegar við vorum 16 til 17 ára fórum við með Inga frænda til Ísafjarðar og vorum heila helgi því hann vantaði aðstoð til þess að ferja fiskvinnsluvélar frá Ísa- firði til Reykjavíkur. Þetta var ágætis ferðalag á Benz-anum sem bilaði á leiðinni sem gerði ferðalagið enn lengra. Já og til að toppa ferðina þá afrekuðum við það að fara einhverja skrýtna og laaaaaanga leið til Ísafjarðar. Þú allavega spurðir einhvern bónda til vegar sem í raun afvegaleiddi okkur enn meir. Svona í alvöru talað, held að bílferðin hafi tekið níu tíma. Í minningunni var þetta samt bara skemmtileg ferð þar sem við spjölluðum og áttum góð- ar stundir saman. Kæri frændi, þín verður sárt saknað, en góðar minningar lifa. Ari og Orri. „Hvaða Ingi?“ „Ingi í Birkilundi?“ „Skalli!“ „Já, hann,“ sagði ég og allir vissu við hvern var átt og það var ekki í bínefninu neinn broddur en því meiri saga. Saga af því þegar popphraglandi Bítlanna tók að berast upp í afdal þann þar sem við Ingi slitum barnsskónum. Þar fór því fjarri að drengbörn á bæjum kæmust upp með þau firn að ganga í þremur reifum eins og útigangar. Stöku náðu að skæla sig upp í að lubbinn hyldi á þeim eyrun en fráleitt meira. Ekki nema Birkilundarbræður, synir Helgu Pálsdóttur sem var af allt öðru tímaskeiði en allur hávaðinn af uppsveitafólki þess tíma. Birkilundarstrákarnir voru þessir guðumlíku töffarar með hár niður á herðar, berfættir og sólbrúnir. Og svo mitt í skælunum yfir skærum rakarans Österby ber- ast þá ekki þessi tíðindi að Ingi í Birkilundi hafi látið vini sína í Héranum snoða sig. Hvernig gat nokkur sem átti annað eins bítla- hár gert slíkt? Hvað mátti nú aumur einn ég halda? Áratug síðar bar fundum okk- ar Skalla saman í Reykjavík og úr varð að við leigðum saman í nokkur misseri. Tveir gemsmikl- ir sveitadrengir sem lifðu í hinni fullkomnu núvitund drykkjubolt- ans. Brothættir, viðkvæmir og týndir eins og ungra manna er háttur. Og þó að okkur yrði á þessum tíma oftast vel til bæði fjár og kvenna í endalausum myrkviðum hinnar broslegu borgar þá lifðum við líka fyrir harminn og þungsinnið. Þessa fögru sókn eftir sársauka sem þeir þekkja sem gengist hafa Bakkusi á hönd. Ingi hafði allt til að bera á þessum bekk. Gáfurnar, sér- viskuna og eitraðan húmorinn. Rólyndur drengur og í reynd hneigður til einveru. Minnti um sumt á frænda sinn tónsnilling- inn Pétur sem færði Sóleyjar- kvæði Jóhannesar úr Kötlum í tóna. Pétri brá fyrir í bernsku- heimsóknum mínum í Birkilundi og ég hygg að þeir hafi átt það sameiginlegt Ingi og móðurbróð- irinn Pétur að vera ljósfælnir menn og dularfullir, ekki lausir við feimni, sem einfaldir menn halda að sé ómerkilegur kvilli. Sukk þessara ára var saklaust og samt gróft. Ruddalegt og samt fullt elsku. Ofurpartí í Sörlaskjóli og lundapartí í Birkilundi. Um það er lauk lágu margs konar lík um velli alla. Við sigruðum borg- ina og heiminn ekki bara einu sinni heldur oft en máttum líka oftlega snapa gams. Vissum full- vel að þetta var lausn og mark- mið í sjálfu sér – en líka fjötur. Við töluðum um það og drukkum með uppstyttum. Báðir komumst við að því þar fullkeyptu, að þótt konungsgarður væri víður inn- göngu gegndi öðru máli um út- göngu. Leiðir okkar skildi og þú hvarfst mér sjónum sem og flest- um okkar sameiginlegu kunn- ingjum. Það er máske seint, en mig langar að þakka þér að hafa kennt mér að búa til heilastöppu- paté meðan sviðahausarnir möll- uðu í potti í Sörlaskjóli. Fyrir að hafa bangað saman fyrir mig brotnum Trabant. Fyrir að baka óvænt brauð of- an í okkur á erfiðum mánudags- morgni þegar allt var þrotið og brotið á Eiríksgötunni og ekki annað til en lúka eða tvær af hveiti í bréfpoka. Það brauð var þá upprisan og lífið – og minn- ingin um það fögur. Samúðarkveðjur til barnanna fjögurra, systkina og þinnar góðu móður. Bjarni Harðarson. Ingvar Ingvarsson Eftir því sem tímabilið lengist styttist það, þannig er það og hefur allt- af verið. Við erum gestir á þessari jörð og verðum það alltaf og því verð- ur ekki breytt. Að lokum höldum við á braut yfir móðuna miklu á fund æðri máttarvalda. Mér er þakklæti efst í huga þegar ég fékk að kynnast Einari Eylert og eignast minn trygg- asta og besta vin til margra ára- tuga. Kynni okkar hófust á Hvanneyri. Eftir að vinna við erfiða heimahjúkrun tímabundið í Reykjavík ákvað ég að breyta til, fékk vinnu á Hvanneyri í borðstofu nemenda. Þarna var kátt ungt fólk sem gaman var að kynnast. Einn nemandinn neitaði að þurrka hnífapör og diska, vildi heldur þvo og bursta og var fljót- ur að tæma balann af matarílát- um og skipta um vatn í balanum þegar ekki sást lengur til botns. Einar var góður námsmaður, framtakssamur og sístarfandi at- hafnamaður meðan honum entist líf og heilsa og lét ekkert stoppa sig. Rökfastur og hafði sterkar skoðanir á nánast öllum hlutum. Flest húsdýrin á þessu jarðríki fengu sína sterku umfjöllun og skoðanir Einars féllu kannski ekki öllum, en hann hélt sínu striki enda breytti hann mörgum búskaparháttum á jákvæðan og skilvirkari hátt og það var hlust- að á hann. Hann hækkaði bara röddina ef þess þurfti með. Hrossaræktun hans heillaði mig. Þegar hann var bústjóri á Hesti ásamt eigin hrossarækt Einar Eylert Gíslason ✝ Einar EylertGíslason fædd- ist 5. apríl 1933. Hann lést 5. sept- ember 2019. Útförin fór fram 13. september 2019. færði hann mér og Jóni syni mínum gjöf, unga hryssu Rakel að nafni, sem við höfum síðan ræktað út af og eignast undan henni spennandi afkvæmi. Eitt sinn lagði ég af stað frá Hvann- eyri með tvo til reið- ar upp að Árbakka til þess að koma Skeifu minni undir Hrafn frá Árnanesi. Ég kom Skeifu inn í girðinguna og gat forðað mér að verða ekki fyrir þegar Hrafn kom á hvínandi stökki til að ná í hryssuna. Á heimleið reið ég upp að Hesti yfir mig ánægð með af- rekið. Einar var ekki yfir sig hrifinn af framtakssemi minni. „Hvað hefur þú núna gert? Það átti að skipta um holl og setja aðrar hryssur í girðinguna eftir tvo daga.“ Ég horfði á vin minn taka flotta hliðarsveiflu og svo sagði hann við mig „það er ekki einu sinni hægt að skamma þig Bogga“. Fyrir mörgum árum auðnaðist mér gleði þegar þau Ásdís og Einar bjuggu á Hesti og Ásdísi langaði að fara með manni sínum ríðandi vestur á Löngufjörur. Ég fékk það hlutverk að passa drengina þeirra. Fór ég ríðandi upp að Hesti. Ásdís gat notað mína hesta í ferðalagið með manni sínum. Mér fannst öruggara að passa drengina uppi á Hesti í því um- hverfi sem þeir þekktu. Einar sýndi okkur alltaf kær- leiksríka vináttu og ævilanga tryggð sem aldrei mun gleymast. Á ég þessum besta vini svo margt að þakka. Leiðsögn þín og gengin spor munu marka djúp spor í minn- ingarsjóð minn. Hvíl þú í friði, kæri vinur. Samúðarkveðjur elsku Ásdís mín og þín yndislega fjölskylda. Sigurborg Ágústa Jónsdóttir og fjölskylda. Sálm. 16.11 biblian.is Kunnan gerðir þú mér veg lífsins, gleðignótt er fyrir augliti þínu, yndi í hægri hendi þinni að eilífu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.