Morgunblaðið - 19.10.2019, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 19.10.2019, Blaðsíða 45
ÍÞRÓTTIR 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 2019 Úrval fræsivéla og fylgihluta HANDBOLTI Grill 66 deild karla Grótta – Valur U................................... 29:33 Þór Ak. – Fjölnir U .............................. 30:28 Haukar U – KA U................................. 33:29 Staðan: Þór Ak. 5 4 1 0 148:132 9 Þróttur 5 3 1 1 166:148 7 Valur U 5 3 0 2 149:147 6 Haukar U 5 3 0 2 142:129 6 KA U 5 3 0 2 163:139 6 Víkingur 5 2 1 2 122:125 5 FH U 5 2 0 3 142:139 4 Grótta 5 2 0 3 129:139 4 Stjarnan U 5 1 1 3 123:158 3 Fjölnir U 5 0 0 5 122:150 0 Grill 66 deild kvenna FH – ÍR ................................................. 25:22 Grótta – Fylkir...................................... 21:17 Staðan: Fram U 5 5 0 0 167:121 10 Selfoss 4 4 0 0 98:80 8 FH 5 4 0 1 133:117 8 Grótta 5 4 0 1 125:115 8 ÍR 5 3 0 2 129:117 6 HK U 4 2 0 2 103:102 4 ÍBV U 4 2 0 2 100:108 4 Fylkir 5 1 0 4 93:111 2 Valur U 5 1 0 4 131:137 2 Fjölnir 4 1 0 3 98:110 2 Víkingur 4 0 0 4 94:119 0 Stjarnan U 4 0 0 4 92:126 0 Danmörk Kolding – Ribe-Esbjerg ...................... 28:26  Ólafur Gústafsson og Árni Bragi Eyj- ólfsson skoruðu ekki fyrir Kolding.  Rúnar Kárason skoraði 3 mörk fyrir Ribe-Esbjerg, Daníel Þór Ingason 4 og Gunnar Steinn Jónsson 2. Frakkland B-deild: Billere – Cesson-Rennes ..................... 26:24  Geir Guðmundsson skoraði ekki fyrir Cesson-Rennes. Undankeppni ÓL 2020 Asía, átta liða úrslitakeppni karla: Barein – Kúveit.................................... 26:21  Aron Kristjánsson þjálfar Barein. Krasimir Balakov er hættur sem þjálfari búlgarska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Uppsögnin kemur nokkrum dögum eftir 0:6 skell gegn Englandi í undankeppni EM. Búlgaría hefur ekki unnið leik eftir sjö umferðir í keppninni. Jafnteflin eru þrjú og töpin fjögur. Árangur sem ekki þykir viðunandi en liðið getur í besta falli náð næstneðsta sæti riðilsins úr því sem komið er. Balakov er hættur Í KEFLAVÍK Skúli B. Sigurðsson skulibsig@mbl.is Körfuboltastórveldin suður með sjó, Keflavík og Njarðvík, mættust í þriðju umferð Dominos-deildar karla í gærkvöldi, en leikið var í norðurhluta Reykjanesbæjar (Keflavík) að þessu sinni. Fyrir leik voru Keflvíkingar taplausir og tölu- vert líklegri til sigurs ef tekið er mið af spilamennsku liðanna í upphafi móts. Þrátt fyrir þá staðreynd hafa spádómar fyrir þessar viðureignir ekki verið burðugir, sama hver staða liðanna hefur verið í deildinni eða spilamennska í fyrri leikjum. En framan af virtist Keflavík ívið sprækari og leiddu með 14 stigum í hálfleik, nokkuð verðskuldað. Það var ekki fyrr en í fjórða leikhluta að Njarðvíkingar hófu að spila þann körfuknattleik sem þeir kunna. Fram að því voru Keflvíkingar á sjálfstýringu í höfn með sigurinn nokkuð öruggan. Það fór vissulega um marga Keflvíkinga í húsinu þeg- ar Njarðvíkingar hófu áhlaup og komu muninum niður í þrjú stig. Það virtist vera ákveðinn vendipunktur fyrir Njarðvíkinga þegar Evaldas Zabas kom inn á í stað Jón Arnórs Sverrissonar þegar um fjórar mín- útur voru til loka leiks. Keflvíkingar gengu á lagið og komu leiknum aftur í sínar hendur og lönduðu sigrinum mikilvæga. Leikurinn var á heildina litið fremur daufur og það var ekki fyrr en undir lokin þegar áhlaup Njarð- víkinga kom að leikmenn sem stuðn- ingsmenn tóku virkilega við sér. Keflvíkingar líta nokkuð vel út fram- an af móti og eru taplausir. Í raun fimm réttir í „útlendingalottóinu“ fræga, en þeir leikmenn sem komu til liðsins passa ekki bara vel inn í leik liðsins heldur einnig í þennan Keflavíkuranda sem einkennt hefur liðið til margra ára. Hinum megin furðar undirritaður sig á því að Njarðvíkingar komi ekki einbeittari og grimmari til leiks. Það er með engu móti hægt að bera í bætifláka fyrir liðið eftir þessa viðureign. Lítil gleði og enn minna sjálfstraust langt fram eftir leik. Ef þeir hefðu spilað leikinn líkt og síðustu tíu mínút- urnar hefði sigurinn líkast til orðið grænn þetta kvöldið. Fyrsti sigur ÍR-inga ÍR náði í fyrsta sigur sinn er liðið hafði betur gegn Val, 99:90, á heima- velli sínum í Breiðholtinu. Valsmenn byrjuðu töluvert betur og náðu mest tólf stiga forskoti í öðrum leikhluta. ÍR-ingar héldu sér hins vegar í leiknum þangað til í fjórða leikhluta, þegar þeir tóku fram úr Völsurum og tryggðu sér sterkan sigur. ÍR, sem fór alla leið í lokaúrslitin á síðustu leiktíð, er mikið breytt og eru leikmenn sem fáir Íslendingar kannast við mættir í Breiðholtið. Það tekur tíma fyrir nýtt lið að spila sig saman en það er ljóst að það eru sterkir leikmenn komnir í Breið- holtið. Georgi Boyanov lítur mjög vel út, Evan Singletary er stór- hættulegur og Collin Pryor nýtur sín betur í stærra hlutverki en hann var í hjá Stjörnunni. Þá kom Daði Berg Grétarsson sterkur af bekkn- um og Sæþór Elmar Kristjánsson lék gríðarlega vel í síðasta leikhlut- anum. Það verður spennandi að sjá ÍR þegar liðið er búið að spila sig enn betur saman með hinn klóka Borche Ilievski við stjórn. Valsmenn eru búnir að smíða saman vel mannað lið sem hefur valdið vonbrigðum til þessa, þrátt fyrir tvo sigra. Um leið og ÍR-ingar komust yfir fóru Valsmenn að hengja haus og voru ekki líklegir til að snúa taflinu við á ný. Ragnar Ágúst Nathanaelsson er orðinn al- gjör lykilmaður hjá Val, en hann spilaði aðeins 16 mínútur í gær og án hans áttu Valsmenn erfitt. Ef skytt- urnar hjá Val hitta illa og Ragnar er ekki á vellinum virðist ekkert plan B til staðar. johanningi@mbl.is Keflvíkingar sprækari  Keflvíkingar með montréttinn í Reykjanesbæ  Erlendu leikmennirnir passa vel inn í Keflavíkurandann  Valsmenn stöðvaðir af ÍR-ingum í Seljaskóla Morgunblaðið/Hari Í Breiðholti Valsarinn Illugi Steingrímsson sækir en ÍR-ingurinn Daði Berg Grétarsson er til varnar. Blue-höllin, Dominos-deild karla, föstudag 18. október 2019. Gangur leiksins: 2:4, 7:11, 17:13, 26:19, 34:21, 36:28, 42:33, 50:36, 54:42, 56:46, 63:48, 71:56, 73:62, 75:72, 83:75, 88:84. Keflavík: Dominykas Milka 24/11 fráköst, Deane Williams 20/13 frá- köst/4 varin skot, Khalil Ullah Ah- mad 19/5 fráköst, Hörður Axel Vil- hjálmsson 8/10 stoðsendingar, Reggie Dupree 7, Andrés Ísak Hlyns- son 6/4 fráköst, Magnús Már Traustason 4. KEFLAVÍK – NJARÐVÍK 88:84 Fráköst: 26 í vörn, 9 í sókn. Njarðvík: Wayne Ernest Martin Jr. 20/10 fráköst, Mario Matasovic 19/ 10 fráköst, Maciek Stanislav Bag- inski 14, Logi Gunnarsson 9, Kristinn Pálsson 8/6 fráköst, Evaldas Zabas 7, Ólafur Helgi Jónsson 7. Fráköst: 21 í vörn, 14 í sókn. Dómarar: Leifur S. Gardarsson, Jó- hannes Páll Friðriksson, Rögnvaldur Hreiðarsson. Áhorfendur: 700. Hertz-hellirinn, Dominos-deild karla, föstudag 18. október 2019. Gangur leiksins: 2:7, 8:16, 14:22, 19:26, 25:29, 29:36, 35:44, 44:52, 53:58, 61:66, 65:73, 72:78, 80:78, 86:83, 92:86, 99:90. ÍR: Evan Christopher Singletary 27/7 fráköst/5 stoðsendingar, Georgi Boyanov 27/13 fráköst, Coll- in Pryor 16/4 fráköst, Florijan Jov- anov 13/4 fráköst, Sæþór Elmar Kristjánsson 13/4 fráköst, Daði Berg Grétarsson 3. ÍR – VALUR 99:90 Fráköst: 24 í vörn, 9 í sókn. Valur: Christopher Rasheed Jones 25, Frank Aron Booker 17/4 fráköst, Austin Magnus Bracey 14, Pavel Er- molinskij 14/9 fráköst, Ragnar Ágúst Nathanaelsson 10/6 fráköst, Illugi Auðunsson 5, Benedikt Blön- dal 3, Illugi Steingrímsson 2/6 frá- köst. Fráköst: 17 í vörn, 12 í sókn. Dómarar: Kristinn Óskarsson, Davíð Kristján Hreiðarsson, Helgi Jónsson. Áhorfendur: 114.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.