Morgunblaðið - 19.10.2019, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 19.10.2019, Blaðsíða 40
40 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 2019 Opið: 8-18 virka daga 10-14 laugardaga Sími 588 8000 slippfelagid.is Blár vinur í stofunni, yndislegur litur sem nýtur sín vel í flestum rýmum. Skoðaðu litaúrvalið okkar á slippfelagid.is Notalegur 50 ára Jóhanna ólst upp í Skerjafirði í Reykjavík en býr í Kópavogi. Hún er lyfjafræðingur að mennt frá Háskóla Ís- lands og starfar sem ábyrgðarhafi hjá Actavis. Jóhanna hefur gaman af því að fara í fjallgöngu og mun fara upp á Þyril í tilefni dagsins. Hún hefur einnig gaman af því að syngja og hefur verið í kór. Börn: Steinar Andri Einarsson, f. 1993, Grétar Atli Einarsson, f. 1996, og Björk Sigríður Steinarsdóttir, f. 2007. Foreldrar: Sveinn Jónsson, f. 1935, löggiltur endurskoðandi, búsettur í Mosfellsbæ, og Ásta Ólafsdóttir, f. 1932, fyrrverandi skrifstofumaður, búsett í Reykjavík. Jóhanna Þyri Sveinsdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Gamalt mál úr fortíðinni lifnar við og kemur þér á óvart. Einhver kemur þér ræki- lega á óvart. 20. apríl - 20. maí  Naut Fólk veitir þér eftirtekt í dag. Þér finnst best að vera í einrúmi og reyndu af fremsta megni að fá tíma með sjálfum þér á degi hverjum. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Nú er komið að því að vinur þinn verður að endurgjalda þér greiða. Reyndu að fara gætilega og láta þér ekki sjást yfir smáatriði, lestu smáa letrið. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Ekki er ósennilegt að þú hafir áhyggjur af einhverju sem tengist vinnunni. Mundu að margur verður af aurum api. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Gerðu þér grein fyrir því að þú nærð engum árangri án fórna og fyrirhafnar. Löngun þín til að eignast hlutina er ekki í neinu samræmi við þarfir þínar. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Töfrar verða til hvar sem er og hve- nær sem er. Allir hafa gott af einhverjum breytingum þótt bylting sé ekki á dagskrá. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú færð fullt af góðum hugmyndum sem bætt gætu stöðu þína hvað varðar tekjur. Ef þú heldur svona áfram að tala áð- ur en þú hugsar þá muntu örugglega missa eitthvað út úr þér á óheppilegum tíma. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Skipulagning er lykilorð fyrir þá sem vilja færast upp á við í valdabrölti. Kíktu eftir tækifærum til þess að ganga í augun á öðrum þeim sem þú hefur auga- stað á. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Vertu á verði gagnvart tungu- lipru fólki og mundu að ekki er það alltaf sannleikurinn sem hrýtur af munni þess. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það sem þú veist ekki getur ekki skaðað þig, en það gæti sóað tíma þínum. Njóttu þess að vera með öðrum í starfi og leik því félagsskapurinn mun endurnæra þig. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Líttu á björtu hliðarnar og gerðu sem flest sem gleður þig. Láttu ekki brjóta á rétti þínum, sæktu það sem er þitt af öryggi og festu. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú þarft ekki að takast á við ævintýr- ið ein/n, hetjurnar hafa þegar rutt brautina. Ekki gera hlutina með hangandi hendi. spilamennskunni. „Ég vann verka- mannavinnu á bryggjunni frá því ég man eftir mér. Svo fór ég í byggingarvinnu; ég vann við bygg- ingu Sólvangs, ég vann líka í tækj- unum í Íshúsi Hafnarfjarðar og á Mölunum, líka á bílaverkstæði, við réttingar, logsuðu og sprautun.“ Guðmundur hóf einnig kokkanám en það starf passaði illa við spila- mennskuna svo hann hætti því námi. Síðast vann hann hjá Skatt- stofunni í Reykjavík, frá 1978 til 2001. G uðmundur Steingrímur Steingrímsson er fæddur 19. október 1929 á Norðurbraut- inni í Hafnarfirði. Hann ólst upp í Hafnarfirði og átti heima lengst af í Arahúsi við Ara- stétt ofan Thorsplans við Strand- götuna og einnig á Norðurbraut- inni. „Systir mín Þuríður lærði á gítar og meðal annars um ýmsar takt- tegundir. Hún miðlaði þekkingu sinni áfram til mín, notaði fingurna til útskýringar og sló taktinn á borðplötuna í eldhúsinu. Ég varð fljótt hugfanginn af þessum galdri og fór að berja í sífellu á allt sem fyrir varð, bæði heima og í skól- anum.“ Guðmundur gekk í Barnaskóla Hafnarfjarðar, sem síðar hét Lækj- arskóli. Hann var í sveit á Bala á Suðurnesjum og einnig í Norð- urkoti á Kjalarnesi og líkaði svo vel þar að hann var tvo vetur í skóla á Klébergi á Kjalarnesi. „Við Eyþór Þorláksson vorum saman í Lækjarskóla og kynntumst þar. Hann spurði mig einu sinni hvort ég væri eitthvað að spila og bauð mér að grípa í trommusett sem hann var með í láni og ég fór heim til hans á Öldugötunni og við fórum að spreyta okkur tveir.“ Þeir fóru ásamt öðrum að spila á árshá- tíðum og fleiri skemmtunum í Hafnarfirði en fyrsta alvöruballið var í félagsheimilinu Vatnsleysu í Biskupstungum 1944. Þar léku Eyþór á gítar og harmonikku, Guð- mundur á trommur og Bragi Björnsson á harmonikku. Guð- mundur keypti fyrsta trommusettið sitt árið 1945 og var það Ludwig- sett, allt úr timbri nema skrúf- urnar. Guðmundur vakti athygli þegar hann starfaði með Gunnari Orms- lev saxófónleikara og varð lands- kunnur sem trommari í KK- sextettinum. Síðar gekk hann til liðs við Hljómsveit Hauks Mortens og Hljómsveit Ragnars Bjarna- sonar, sem voru meðal vinsælustu hljómsveita landsins á sínum tíma. Guðmundur vann alltaf með Seinni hluta ævinnar hefur Guð- mundur mest fengist við djass- tónlist og hann átti stóran þátt í þeirri miklu djassvakningu sem gengið hefur yfir landið frá árinu 1975. Fyrir bragðið hefur hann stundum verið kallaður „Papa Jazz“ meðal samstarfsmanna og djassunnenda. Meðal þeirra sem Guðmundur hefur leikið með síðustu áratugina eru Tríó Guðmundar Ingólfssonar, Jazzmiðlar, Tríó Björns Thorodd- sen og fjöldi annarra djasssveita. Hann hefur gjarnan veitt ungu tón- listarfólki brautargengi og aðstoðað það við að kynnast töfrum sveifl- unnar. Þrátt fyrir mikil afköst á löngum ferli hefur Guðmundur ekki gefið neitt út í eigin nafni. Hann hefur jafnan kosið að falla inn í hópinn og vera í skugga annarra tónlistarmanna, þó svo að flestir séu sammála um að hann hafi jafn- an verið fremstur meðal jafningja. Meðal hljómplatna sem Guð- mundur hefur spilað á eru KK- sextett og Ragnar Bjarnason – Óli rokkari, Vor við sæinn og fleiri lög, 1957, Skapti Ólafsson – Allt á floti og fleiri lög, 1958, Samstæður 1970/ 1980, Viðar Alfreðsson – Spilar og spilar, 1980, Guðmundur Ingólfsson – Nafnakall, 1982, Haukur Mortens – Melódíur minninganna, 1985, Guðmundur Ingólfsson – Þjóðlegur fróðleikur, 1987, Björk Guðmunds- dóttir & Tríó Guðmundar Ingólfs- sonar – Gling gló, 1990, Tríó Björns Thoroddsen – Við gengum svo léttir, 1993, KK-sextett – Gull- árin, 1998, Ljóð & Jazz – Október- lauf, 2000 „Þegar ég lít til baka þá er mér einna minnisstæðast í músíkinni Guðmundur Steingrímsson trommuleikari – 90 ára Morgunblaðið/Styrmir Kári KK-sextett og Raggi Bjarna árið 1956 F.v.: Ólafur Gaukur, KK, Guð- mundur, Árni Scheving, Raggi Bjarna, Kristján Magnússon og Jón bassi. Papa Jazz enn í fullu fjöri Djassinn dunar Frá vinstri: Reynir Sigurðsson, Gunnar Hrafnsson, Guðmundur og Björn Thoroddsen árið 2015. 40 ára Pamela ólst upp í Connecticut- ríki í Bandaríkjunum en fluttist til Íslands 2008. Hún tók sam- eiginlega doktors- gráðu frá Háskóla Ís- lands og Háskólanum í Washington-ríki í líffræði. Hún er fiskifræðingur hjá Hafrannsóknastofn- un. Pamela hefur gaman af fjall- göngum, siglingum og að stunda skíði. Maki: Hafþór Hafsteinsson, f. 1983, verkstjóri hjá Félagsbústöðum Reykja- víkurborgar. Börn: Sævin Ævar, f. 2014, og Sóley Þóra, f. 2016. Foreldrar: Charles H. Woods, f. 1935, teiknaði pípulagnir í kafbáta, og Hedwig Woods, f. 1940, fyrrverandi skrifstofumaður. Þau eru búsett í Connecticut. Pamela Jean Woods Til hamingju með daginn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.