Morgunblaðið - 19.10.2019, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.10.2019, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 2019 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ekkert varð úr þeim áformum að af- greiðsla flugfarþega á Reykjavíkur- flugvelli færðist úr núverandi flug- stöð á nýja samgöngumiðstöð, sem til stendur að reisa á reit Umferðar- miðstöðvarinnar. Þess í stað verður núverandi flugafgreiðsla endurgerð og stækkuð, samkvæmt upplýs- ingum Þórmundar Jónatanssonar, upplýsingafulltrúa samgöngu- ráðuneytisins. Jón Gunnarsson, þáverandi sam- gönguráðherra, skipaði verkefnahóp til að skoða heppilega staðsetningu fyrir nýja flugstöð á Reykjavíkur- flugvelli. U-reitur talinn áhugaverðastur Hópurinn skilaði skýrslu í maí 2018 og kynnti þá niðurstöðu sína að samgöngumiðstöð á BSÍ-reitnum við Umferðarmiðstöðina væri áhuga- verðasti kosturinn fyrir innanlands- flug. Það vakti athygli nýlega, þegar kynnt voru áform Reykjavíkur- borgar um að efna til alþjóðlegrar samkeppni um samgöngumistöðina, að ekki var minnst einu orði á flug- stöð í skýrslunni. Isavia, Mannvit og flugrekendur fóru sameiginlega yfir tillögur um flugafgreiðslu í nýrri umferðar- miðstöð á nokkrum fundum, sam- kvæmt upplýsingum Þórmundar. Í framhaldinu ákvað samgöngu- ráðuneytið að endurskoða þá hug- mynd að hafa flugafgreiðslu í sam- göngumiðstöð á U-reitnum. Útfærslu hugmyndarinnar fylgdi að byggja þyrfti ný flughlöð austan við N-S-flugbrautina á nokkuð þröngu svæði, segir Þórmundur. Einnig þyrfti að útbúa undirgöng undir Hringbraut. Þá fylgdi færslu flugafgreiðslunnar óhagræði við að koma farþegum og farangri frá flug- afgreiðslu að flughlaði og um borð á vélarnar. Þá höfðu Isavia og flugrek- endur áhyggjur af því að ný flughlöð austan við brautina myndu í skipu- lagsferli mæta harðri andstöðu íbúa í nýja Valshverfinu, einkum vegna fyrirsjáanlegs hávaða frá þeim. Samhliða vinnu Isavia og Mannvits vann Air Iceland Connect að áætlun um endurgerð og stækkun núverandi flugafgreiðslu á Reykjavíkurflugvelli. Reykjavíkurborg gaf út fram- kvæmdaleyfi fyrir breytingunum. Þessi kostur sé verulega ódýrari en að færa flugafgreiðsluna í Umferðar- miðstöðina og aðgengilegri í fram- kvæmd. Fullnægir þörfinni Á fundi með Isavia og flugrek- endum í ráðuneytinu lýstu flugrek- endur þeim sjónarmiðum sínum að endurnýjun núverandi flugstöðvar og stækkun myndi fullnægja þörf fyrir flugafgreiðsluna. Margir kostir fylgdu núverandi flugstöð; stutt út í vélar, hröð afgreiðsla og flugskýli AIC rétt þar við. Þá væri hægt að styrkja og bæta tengingar við nýju Umferðar- miðstöðina með betri og tíðari ferðum þegar hún yrði tekin í notkun. Margoft hafa verið kynnt áform um nýja flugstöð á Reykjavíkurflugvelli en þau hafa aldrei náð fram að ganga. Gamla flugstöðin verður endurgerð  Hætt við að færa flugafgreiðsluna á reit Umferðarmiðstöðvar  Gamla stöðin jafnframt stækkuð Morgunblaðið/Árni Sæberg Gamla flugstöðin Byggingarnar eru að stofni til frá árum síðari heimsstyrjaldarinnar. Mikil þrengsli eru þar oft. Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Í Hlíðahverfi í Reykjavík, nánar til- tekið á Lönguhlíð milli Miklubrautar og Eskitorgs, má finna þrjár hálf- kláraðar sebrabrautir ætlaðar gang- andi vegfarendum. Vinna við verkið hófst snemma í haust en lauk aldrei. Ólafur Kr. Guðmundsson, sér- fræðingur í umferðaröryggismálum, segist aldrei hafa séð önnur eins vinnubrögð. Sebrabrautum sé ætlað að auka öryggi gangandi vegfarenda sem þvera þurfa akbrautir. Í þessu tilfelli sé aftur á móti um að ræða „falskt öryggi“ í miðju íbúðahverfi. „Að menn skuli setja þarna niður þrjár hálfar sebrabrautir er með ólíkindum. Þetta sýnir ágætlega hvernig umferðarmálum er háttað í Reykjavík, menn geta ekki einu sinni sett niður gangbraut án þess að klúðra því,“ segir Ólafur í samtali við Morgunblaðið, en gangbrautirnar hafa staðið hálfkláraðar vikum sam- an með tilheyrandi slysahættu. Til að gangandi vegfarendur njóti forgangs á sebrabrautum er nauð- synlegt að við þær standi gang- brautarskilti. Slíkt er þó ekki til stað- ar við hálfu brautirnar í Hlíðunum. „Þetta eru kolólöglegar gang- brautir. Það er sebri þarna sem gef- ur til kynna að óhætt sé að ganga yfir en á sama tíma eru bílstjórar aldrei varaðir við með skiltum,“ segir Ólaf- ur og bætir við að gangbrautirnar þrjár geti auðveldlega valdið ruglingi hjá gangandi vegfarendum, einkum börnum og sjónskertum, en frá þess- um stað er stutt í Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra, tvo skóla og leikskóla. Þá segir Ólafur að við eina af þess- um þremur gangbrautum megi finna hraðahindrun á röngum stað. „Það er líka „strætókoddi“ öfug- um megin við eina af þessum gang- brautum,“ segir hann. Óásættanlegt fyrir fólk Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, for- maður skipulags- og samgönguráðs, segir verkið hafa tafist vegna mis- taka. Var framkvæmdin aldrei aug- lýst í Stjórnartíðindum í samræmi við lög. „Verkið var stoppað tíma- bundið. Vonandi fer þetta aftur af stað á næstu vikum,“ segir hún. „Okkur þykir þetta leitt enda er þetta óásættanlegt fyrir öryggi gangandi vegfarenda í þessu hverfi.“ Morgunblaðið/Eggert Hættulegt Gangbrautirnar í Hlíðahverfi leiða vegfarendur einungis hálfa leið, með tilheyrandi slysahættu. Gangandi veitt falskt öryggi vikum saman  Þrjár hálfkláraðar sebrabrautir í Hlíðahverfi í Reykjavík Karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi og til að greiða rúmlega 1,7 milljónir í skaða- bætur og um 5,5 milljónir í sakar- kostnað fyrir héraðsdómi og Lands- rétti fyrir kynferðisbrot gegn barnabarni sínu. Dómur héraðsdóms staðfestur Landsréttur staðfesti í gær dóm héraðsdóms í málinu. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness kemur fram að brotin hafi átt sér stað á heimili mannsins þegar dreng- urinn var níu til ellefu eða tólf ára gamall. Snerti maðurinn kynfæri drengsins og fróaði honum. Fram kemur í dóminum að maður- inn hafi jafnframt sýnt drengnum myndir af kynfærum kvenna og rætt við hann um kynferðisleg málefni. Afinn neitaði sök fyrir dómi en sagði að drengurinn hefði í eitt skipti byrjað að fróa sér undir sæng þegar hann var að lesa fyrir drenginn. Hefði hann þá rætt við hann um sjálfsfróun. Þá hefði hann lyft sæng- inni og haft orð á því hversu stór lim- ur drengsins hefði verið og spurt hvort hann mætti snerta hann. Braut á drengnum í að minnsta kosti sjö skipti Í niðurstöðu dómsins segir að maðurinn hafi með þessu athæfi gerst sekur um kynferðisbrot, auk þess sem framburður drengsins er í öðrum atriðum málsins talinn trú- verðugur og var hann lagður til grundvallar við úrlausn málsins. Telur dómurinn ekki óvarlegt að slá því föstu að fjöldi tilvika þar sem af- inn braut á drengnum hafi verið að minnsta kosti sjö. Sem fyrr segir var afinn dæmdur í þriggja ára og sex mánaða fangelsi og til greiðslu bóta upp á 1,7 millj- ónir og allan sakarkostnað. Fangelsi fyrir kynferðisbrot  Karlmaður braut gegn barnabarni Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is 40 ár á Íslandi Snjóblásarar í öllum stærðum og gerðum Hágæða snjóblásarar frá Stiga ST5266 PB

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.