Morgunblaðið - 19.10.2019, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.10.2019, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 2019 Fasteignamiðlun Síðumúli 13 108 Reykjavík atvinnueign.is HÚSEIGNIRMEÐTILBÚNUM LEIGUEININGUMFJÁRFESTING Sóleyjargata 25 Til sölu 428,5 fm einbýlishús þar af 17,7 fm bílskúr. Eignin er skipt upp í sex íbúðir sem tilbúnar eru til útleigu. Óskað er eftir tilboði í eignina. Sóleyjargata 33 Til sölu 308,1fm einbýlishús. Eignin er skipt upp í fjórar íbúðir og fimmherbergi sem tilbúnar eru til útleigu. Óskað er eftir tilboði í eignina. Hentar vel fyrir orlofsíbúðir og gististarfsemi. Atvinnueignir eru okkar fag Halldór Már Sverrisson Viðskiptafræðingur Löggiltur fasteignasali Löggiltur leigumiðlari 898 5599 halldor@atvinnueign.is Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Undanfarið hafa fulltrúar Um- hverfisstofnunar og Reykja- víkurborgar unnið að gerð stjórn- unar- og verndaráætlunar fyrir friðlandið Akurey. Drög að áætl- uninni hafa verið lögð fram til kynn- ingar. Akurey er lág og vel gróin eyja á Kollafirði, um 6,5 hektarar af grónu landi, og er norðaustan við Sel- tjarnarnes, yst eyja í Kollafirði. Í Akurey verpa ýmsir sjófuglar eins og lundi, sílamáfur, æður, fýll og teista og er lundi langalgengastur. Búseta manna hefur aldrei verið í Akurey svo kunnugt sé, að því er fram kemur í áætluninni. Lundinn er á válista Sem fyrr segir er lundi algeng- asta fuglategundin í Akurey og tel- ur um 15 þúsund pör. Lundi er á válista Náttúrufræðistofnunar Ís- lands árið 2018 sem tegund í bráðri hættu og er Akurey flokkuð sem al- þjóðlega mikilvæg sjófuglabyggð þar sem viðmiðið er tíu þúsund pör. Teista er skráð á lista yfir tegundir í hættu og æður á lista yfir tegundir í nokkurri hættu. Óbirt gögn benda til að Akurey sé einnig mikilvægur náttstaður fyrir skarfa að vetri til og er áætlað að um 400 fuglar nýti sér hann. Talið er að 60-100 pör af æðarfugli verpi í Akurey en æðurin dreifir sér um nær alla eyna og verpir lundinn innan um hana. Síla- máfur verpir í eynni og fýll á brún- um hennar. Samkvæmt upplýs- ingum fuglafræðings ræna máfar fæðu af lundanum en hafa látið ung- ana eiga sig. Landdýr eru ekki í eynni. Akurey var friðlýst sem friðland vorið 2019 og felst verndargildi hennar fyrst og fremst í fuglalífi eyjarinnar. Hún er fyrsta friðland innan borgarmarka Reykjavíkur. Stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Akurey er ætlað að vera stefnumótandi skjal, unnið í sam- vinnu við landeigendur, sveitarfélag og hagsmunaaðila og er hugsað sem stjórntæki til að móta framtíðarsýn svæðisins. Markmiðið með gerð hennar er að leggja fram stefnu um verndun Akureyjar og hvernig við- halda skuli verndargildi svæðisins þannig að sem mest sátt ríki um. Í áætluninni er lögð fram stefnu- mótun til 10 ára, ásamt aðgerða- áætlun til fimm ára. Meðal annars verður farið í ár- legar eftirlitsferðir út í Akurey og niðurstöður rannsókna og vöktunar verði aðgengilegar á svæði frið- landsins á heimasíðu Umhverfis- stofnunar. Farið verður í skipulegar aðgerðir til að hefta útbreiðslu æti- hvannar. Óheft útbreiðsla hennar er talin geta valdið gróður- og jarð- vegseyðingu á svæðinu. Til að vernda búsvæði fugla, ekki síst lunda, þarf að koma í veg fyrir að ætihvönn veiki jarðveg búsvæðisins. Óskað verði eftir því við Náttúru- fræðistofnun Íslands að gerð verði rannsókn á áhrifum siglinga á dýra- líf í friðlandinu Akurey. Nokkur fyrirtæki í ferðaþjónustu bjóða upp á skipulagðar siglingar að eynni yfir sumartímann. Bannað er að sigla hraðar en á fjögurra sjómílna hraða við eyjuna. Flug dróna er bannað. Frestur til að skila inn ábend- ingum og athugasemdum varðandi tillöguna er til og með 27. nóvember næstkomandi. Hægt er að skila ábendingum og athugasemdum á heimasíðu Umhverfisstofnunar, með tölvupósti á netfangið ust@ust.is. Á heimasíðunni getur almenningur kynnt sér áætlunina. 15 þúsund lundapör í Akurey  Stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Akurey kynnt  Er talin alþjóðlega mikilvæg sjófuglabyggð Morgunblaðið/Sigurður Bogi Akurey í Kollafirði Friðland fyrir fugla skammt fyrir utan Örfirisey. Hefur hún mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Morgunblaðið/Eggert Lundabyggð Glæsilegur fugl lund- inn sem ætíð vekur athygli fólks.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.