Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Page 7

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Page 7
Vegleg afmælisdagskrá Eins og áður sagði fögnum við 100 ára afmælis félags ís- lenskra hjúkrunarfræðinga í ár. Vegleg dagskrá dreifist yfir allt afmælisárið og þeir viðburðir sem þegar hafa átt sér stað hafa heppnast með eindæmum vel. Ljóst er að félagsmenn eru ánægðir með viðburðina hingað til enda mættu á níunda hundrað hjúkrunarfræðinga á fyrsta viðburðinn á hótel nord ica 15. janúar síðastliðinn. Síðan þá höfum við haldið hátíðlega hjúkrunarmessu á alþjóðadegi hjúkrunarfræðinga 12. maí sem og aðalfund fíh 16. maí. Í tilefni afmælisins voru heiðraðir 10 félagsmenn fyrir sitt framlag í þágu hjúkrunar, þróunar hennar og félagsstarfa. Einnig var veittur stór rann- sóknarstyrkur og fimm hvatningarstyrkir til frumkvöðla í hjúkrun. Það var greinilegt í samtölum mínum við félags- menn að mikil ánægja var með báða viðburði og nauðsynlegt að skapa tækifæri fyrir hjúkrunarfræðinga til að koma saman og efla samstöðuna. Búið er að gefa út sérstakt afmælisrit Tímarits hjúkrunarfræðinga sem er afskaplega veglegt og góð lesning. Ég skora á alla hjúkrunarfræðinga að mæta á Árbæjarsafn og skoða sögusýninguna Hjúkrun í fortíð, nútíð og framtíð og takið endilega með fjölskyldu og vini. Sýningin verður opnuð á kvenréttindadaginn 19. júní og stendur fram í október. fram undan eru fleiri spennandi viðburðir, eins og ráð - stefnan hjúkrun 2019 sem haldin verður í hofi á akureyri dagana 26.–27. september 2019. afmælisárinu lýkur síðan með hátíðarkvöldverði hjúkrunarfræðinga í hörpu 15. nóv- ember. Síðan má ekki gleyma því að fag- og landsvæðadeildir fagna árinu með sínu eigin sniði og hvet ég hjúkrunarfræð- inga til að taka líka þátt í því. nú er sumarið komið og styttist í sumarfríin. Ég vil hvetja ykkur til að taka lögbundið frí í sumar, hvíla ykkur og njóta samveru með fjölskyldu og vinum. Með slíkri aðgreiningu milli vinnu og einkalífs eigum við mesta möguleika á að halda áfram að starfa við hjúkrun. ár hátíðarhalda og kjarabaráttu tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 95. árg. 2019 7 „Ég skora á alla hjúkrunarfræðinga að mæta á Árbæjarsafn og skoða sögusýninguna Hjúkrun í fortíð, nútíð og framtíð og takið endilega með fjölskyldu og vini. Sýningin verður opnuð á kvenréttindadaginn 19. júní og stendur fram í október.“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.