Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Qupperneq 9

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Qupperneq 9
Sögusýning í Árbæjarsafni opnuð 19. júní Í tilefni 100 ára afmælis félags íslenskra hjúkrunarfræðinga var sett á fót sögusýning í Árbæjarsafni. Sýningin verður opnuð 19. júní og stendur fram í október. Sýningin hjúkrun í 100 ár segir sögu hjúkrunar í samhengi við breytingar á stöðu kynjanna og þróun í tækni og vísindum. um aldamótin 1900 umbreyttist íslenskt samfélag. fólkið yfirgaf sveitirnar og settist að í þéttbýlinu þar sem sumir bjuggu við velsæld en kjör annarra voru kröpp. Lélegt húsnæði ásamt skorti á mat og almennu hreinlæti ógnuðu heilsu bæjarbúa og nábýlið auðveldaði dreifingu sjúkdóma. Ábyrgð á umönnun sjúkra, sem hafði legið á heimilunum, fluttist yfir á góðgerðar- félög sem gáfu mat og fatnað og skipulögðu heimahjúkrun og heilsuvernd fyrir þá efnaminni. Menntaðar hjúkrunarkonur voru þar framarlega í flokki. Margar voru danskar og höfðu flutt til landsins gagngert til þess að starfa á sjúkrastofnunum sem þá voru að rísa í nágrenni reykjavíkur. hjúkrun var nýtt og sérhæft starf sem krafðist, ef vel átti að fara, umhyggju og næmni fyrir þörfum sjúklinganna, agaðra vinnubragða og mikillar skipulagningar. námið var þrjú ár og íslenskar stúlkur sóttu það erlendis að hluta eða öllu leyti fram til ársins 1931 þegar hjúkrunarkvennaskólinn tók til starfa. Þegar félag íslenskra hjúkrunarkvenna var stofnað árið 1919 voru starfandi 11 menntaðar hjúkrunarkonur sem allar voru ógiftar og barnlausar og bjuggu á þeim sjúkrastofnunum sem þær störfuðu við. Langt var liðið á tuttugustu öldina áður en breytt viðhorf til hlutverks kvenna, fækkun vinnustunda, sum- arfrí, innleiðing fæðingarorlofs, opnun leikskóla og bætt framboð getnaðarvarna gerði konum kleift að starfa utan heim- ilis samhliða fjölskyldulífi. . Enn í dag byggist hjúkrun á sama grunni og fyrir hundrað árum og miðar að því að skapa sjúklingnum öruggt umhverfi og þannig hindra, stöðva eða lina afleiðingar sjúkdóma og slysa. Í dag eru starfandi tæplega 3.000 hjúkrunarfræðingar sem vinna fjölbreytt og oft og tíðum mjög sérhæfð störf sem breyt - ast í takt við framfarir sem verða á sviði vísinda og tækni. Þrátt fyrir þetta eru fáir karlmenn hjúkrunarfræðingar og vísbend- ingar eru um að þar sé um að kenna gömlum hugmyndum samfélagsins um hjúkrun og stöðu kynjanna. Er ekki kominn tími til að brjóta glerþakið? nánari dagskrá afmælisársins er hægt að kynna sér á vef félagsins, www.hjukrun.is. aldarafmæli félags íslenskra hjúkrunarfræðinga tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 95. árg. 2019 9 Enn í dag byggist hjúkrun á sama grunni og fyrir hundrað árum og miðar að því að skapa sjúklingnum öruggt umhverfi og þannig hindra, stöðva eða lina afleiðingar sjúkdóma og slysa.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.